Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 6

Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 6
6 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varði sig með skæmm MAÐUR á fertugsaldri var fluttur á slysadeild með stunguáverka á hálsi og hand- legg eftir átök við jafnaldra sinn og kunningja við Hag- kaup í Skeifunni í Reykjavík í gærmorgun. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Voru tiidrög átakanna þau að maðurinn, sem slasaðist, kom að máli við hinn, sem er starfsmaður Hagkaupa og spratt upp ágreiningur þeirra í millum, sem endaði með því að aðkomumaðurinn réðst á starfsmanninn. Greip hann skæri sér til vamar með þeim afleiðingum að aðkomumaður- inn fékk grunn stungusár. Þeir voru báðir teknir til yfir- heyrsiu lögreglu og sleppt að þeim loknum. Flækingar á ferð og flugi UM SÍÐUSTU mánaðamót fimdu fugiaskoðarar sandþemu í Sand- gerði. Þetta er í annað sinn sem þessi stóra kríutegund finnst hérlendis en sú fyrsta var í Eyjum 1987. Sandþernur eru mjög ólíklegir flækingsfuglar hér á landi enda eru þær mest umhverfis Miðjarð- arhafið í Evrópu að undanskild- um lit.Ium stofni í Danmörku og Þýskalandi. Síðan ráku menn augun í am- erískan söngfugl á stærð við þúfutittling við Hvalsnes á Mið- nesi. Sá fugl er af skríkjuætt og heitir krúnuskríkja. Hún þekkist m.a. á skærgulum gumpi. Þetta er algengasta flækingsskríkjan á Islandi en þetta er tólfti fuglinn sem finnst hér. Skríkjur vekja ailtaf mikla hrifningu meðal evrópskra fugla- skoðara enda ótrúlegt að svona smáfuglar lifi af flugið yfir Atl- antshaf. I Evrópu hafa fundist 24 skríkjutegundir, flestar á fslandi og Bretlandseyjum. Morgunblaðið/Þorkell Frá afhendingu úr Skógarsjóðnum á Bessastöðum í gær. Frá vinstri eru forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Una Einarsdóttir, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Skógrækt- arfélags Breiðdæla, Magdalena Sigurðardóttir, sem tók við styrknum fyrir hönd Skógræktarfélags ísfirð- inga, Óðinn Elísson, sonur Sigrúnar Ein'ksdóttur, sem tók við styrknum fyrir hennar hönd, Guðmundur Hall- dórsson og Magnús Gíslason, sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Ræktunarfélags Arnarholts. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Krúnuskríkja við Hvalsnes á Miðnesi. Skógarsjóðurinn úthlutar styrkjum fyrir á sjöundu milljón Styrkir hugsjónafólk til að stunda skógrækt ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands og verndari Skógar- sjóðsins, afhenti þeim sem hæstu styrki hlutu úr sjóðnum viðurkenn- ingarskjöl á Bessastöðum í gær. Er þetta fyrsta starfsár Skógarsjóðsins og voru að þessu sinni veittir styrk- ir að andvirði á sjöundu milljón króna. Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- maður framkvæmdastjórnar Skóg- arsjóðsins, sagði við afhendingu styrkjanna í gær að markmið sjóðs- ins væri að veita hugsjónafólki, sem vildi rækta landið, styrki til þess. Hann sagði að 40 umsóknir hefðu borist sjóðnum og allir umsækjend- ur hefðu hlotið styrk. Hæstu styrk- ina að þessu sinni, að andvirði 500 þúsund krónur, hlutu Ræktunarfé- lag Arnarholts, Sigrún Eiríksdóttir að Hlíðarási í Kjós, Skógræktarfé- lag Isfirðinga og Skógræktarfélag Breiðdæla. Rannsóknarstyrk hlaut rannsóknarhópur þriggja sérfræð- inga, Guðmundar Halldórssonar, Halldórs Sverrissonar og Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur. Hópurinn stundar rannsóknir sem miða að því að finna vamir gegn ryðsvepp á ösp og gljávíði. Markmið rannsóknar- innar er að finna með tilraunum þær arfgerðir þessara tegunda, hér- lendis og erlendis, sem hafa mikinn viðnámsþrótt gegn ryðsjúkdómum. Aflar fjár meðal annars með gírótombólu Skógarsjóðurinn aflar fjár með frjálsum framlögum almennings. Á þessu ári aflaði sjóðurinn fjár með gírótombólunni en hagnaður af henni nam um 15 milljónum króna. Af því hefur verið úthlutað á sjö- undu milljón, mest til skógræktar í formi trjáplantna. Þorvaldur sagði að aflað yrði fjár fyrir næstu styrk- veitingu með annarri gírótombólu sem ýtt yrði úr vör í lok október nk. Þorvaldur sagði að sjóðurinn ynni nú að því að eignast jarðir í öllum landshlutum svo hægt yrði að úthluta skikum til fólks sem vildi vinna að því að græða upp landið. Jafnframt miðaði sjóðurinn að því að styrkja gerð náttúru- farsúttekta og skipulags á svæðum sem fólk ætlaði að gróðursetja í og útgáfu upplýsingabæklinga um málefnið. 3,5 milljónir í sekt vegna skattsvika HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann á fimmtugsaldri til fjögurra mánaða fangelsisvistar, skilorðs- bundið til tveggja ára, og til greiðslu 3,5 milljóna króna sektar til ríkissjóðs fyi-ir að hafa svikið all- háar fjárhæðir undan tekju- og virðisaukaskatti. Við ákvörðun refs- ingar leit Hæstiréttur m.a. til bágs heilsufars mannsins, sem og þess að verulegur dráttur varð á meðferð málsins í höndum skattyfirvalda. Maðurinn rak eigið fyrirtæki frá 1992 til 1995. Hann var ákærður fyrir að hafa komið sér undan greiðslu virðisaukaskatts, fyrir að færa virðisaukaskattskýrslur rang- lega og fyrir að telja tekjur sínar ekki rétt fram. AUs kom hann sér undan að greiða nær 8 milljónir króna í opinber gjöld. Hæstiréttur segir brotin hafa verið framin á löngum tíma og sýni- lega af ásetningi. Maðurinn hafi hins vegar ekki áður sætt refsingu. Þá bendir Hæstiréttur á, að skatt- yfirvöld hafi lokið rannsókn á brot- um mannsins með skýrslu 15. nóv- ember 1995, en hafi þó ekki beint málinu til ríkislögreglustjóra fyrr en með bréfi 25. júní 1998. Að teknu tilliti til þessa, sem og bágs heilsufars mannsins, staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um fjögurra mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til tveggja ára. Sektina hækkaði Hæstiréttur hins vegar. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1 Reykjanesbæ Skólamál og fjármál efst á baugi Keflavík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Björn Blöndal Frá upphafi aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn er um helgina í Reykjanesbæ. „MÉR sýnist að málefni skóla, svo og fjármál sveitarfélaganna verði þau mál sem verða efst á baugi á þessum aðalfundi," sagi Ellert Ei- ríksson bæjarstjóri Reykjanesbæj- ar við upphaf tuttugasta og annars aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum sem hófst í Reykja- nesbæ í gær. Ellert Eiríksson sagði að ný lög um auknar kröfur í skóla- málum kölluðu á aukin útgjöld sveitarfélaga sem þau yrðu síðan að finna lausn á og þessi mál yrðu vafalítið í brennideplinum að þessu sinni. Við upphaf fundarins sagði Skúli Þ. Skúlason formaður stjómar SSS frá því sem efst hefði verið á baugi á síðasta ári og að stjómin hefði fjall- að um 174 mál. Meðal þess efnis sem kom á borð stjómarinnar var vargfugl á svæðinu og sagði Skúli að sílamávur hefði bæði verið sveit- arfélögum og íbúum til óþæginda. Fuglinn hefði hafið varp við Faxa- flóa um 1950. í talningu sem gerð hefði verið 1990-92 frá Grindavík, vestur fyrir og að Akranesi hefði stofninn verið áætlaður 80.000 til 110.000 fuglar. Allar tilraunir til að fækka fuglinum hefðu eingöngu leitt til þess að hann færði sig til innan svæðisins. Til að ná árangri þyrfti að fella um 22.000 fugla á ári og kostnaður við það yrði ekki undir 12 milljónum króna. Meðal gesta við setningu fundar- ins voru alþingismennimir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, Rannveig Guðmundsdóttir, Þorgerður Gunnarsdóttir og Krist- ján Pálsson. Auk annarra gesta má nefna Vilhjálm Vilhjálmsson for- mann Sambands íslenskra sveitar- félaga, Magnús H. Guðjónsson for- stöðumann Heilbrigðiseftirlits Suð- urnesja og Eirík Hermannsson skólamálastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.