Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 9 FRÉTTIR Alþjóðleg- ur upplýs- ingadagur um stam ALÞJÓÐLEGUR upplýsingadag- ur um stam verður föstudaginn 22. október. Þá standa félög þeirra sem stama víða um heim fyrir kynningu á stami og stöðu og vandamálum þeirra sem stama. Á Netinu stendur nú yfir ráð- stefna um stam og stendur hún til 22. október. Þangað má komast í gegnum heimasíðu Málbjai-gar: http77www.ismennt.iVvefir/malbjorg/. Þessi dagur er eitt af mörgu sem gert er til að kynna þetta vandamál, sem of lengi hefur verið of falið. Málbjörg, félag þeirra sem stama á íslandi, stendur íyrir opnu húsi fimmtudaginn 21. október kl. 16-19 í Þjónustusetri líknarfélaga að Tryggvagötu 26, 4. hæð. Þar verða flutt nokkur stutt erindi um stam, auk þess sem færi gefst á að tala við fólk sem stamar, foreldra barna sem stama og talmeinafræðinga um stam og aOt sem því tengist. Vanþekking er eitt mesta vandamálið „Að 1% fullorðinna og 4% barna stama vissir þú e.t.v. fyrir. Að ýms- ar þekktar persónur eins og Win- ston Churchill, Marilyn Monroe og Albert Einstein stömuðu vissir þú e.t.v. líka. En vissir þú að vanþekk- ing er ennþá eitt stærsta vandamál þeirra sem stama, sérstaklega barna? Vissir þú að margir kennar- ar vita lítið um stam og vanmeta getu nemendanna vegna þess? Vissir þú að foreldrar fá ennþá þau svör víða á heilsugæslustöðvum að þetta muni „eldast af“ börnunum þeirra? Vissir þú að margt fólk heldur ennþá að þeir sem stama séu andlega vanheilir, taugaveikl- aðir eða líkamlega fatlaðir? Vissir þú að þeir sem stama, stama ekki alltaf, t.d. ef þeir eru einir, syngja, tala við dýr eða jafnvel þegar þeir standa á sviði? Ög vissir þú að þú getur á einfaldan hátt hjálpað þeim sem stama til að stama minna?“ segir m.a. í frétt frá Málbjörg. Síðan segir: „Það er alltof margt sem almenningur veit ekki um, sem leiðir til þess að þeir sem stama eru lagðir í einelti, eru ekki metnir að verðleikum og fá ekki að þroskast á sama hátt og aðrir. Margir fullorðnir velja sér störf sem krefjast minni getu en þeir hafa og draga sig út úr öllu félags- lífi. Nemendur fá gjarnan einkunn- ir eftir þátttöku og umræðu í bekknum og einkunnir í lestri eru enn víða gefnar eftir leshraða þótt ótrúlegt sé.“ ------♦♦♦ Eins árs fangelsi fyrir fíkniefnainn- flutning RÚMLEGA fertugur fyrrverandi skipverji á togara frá Vestmanna- eyjum var dæmdur í eins árs fang- elsi í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt til landins 4 kíló og 948,8 grömm af hassi og 1,6 grömm af marijúana í janúar síðastliðnum. Maðurinn faldi fíkniefnin um borð í togaranum, sem kom til Vestmannaeyja frá Bremerhaven hinn 9. janúar, flutti efnin frá borði og setti í bifreið, en upp komst um smyglið þegar lögreglan stöðvaði bifreiðina. Fyrir dómi játaði ákærði brot sitt og kvaðst hafa tekið að sér að flytja fíkniefnin til landsins gegn greiðslu. Hann hefur tvívegis hlotið sekt fyrii- líkniefnabrot og einnig verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot. DBAGTIR ökr. 32.900 til 14.90of; ÍS5S$1Í ú" j JKUT kr. 6.900. ' kr. 5.900. I.ítjr. Gáttagaact POLARNO El EIGNAMIÐLUNIN Sverrir Kristinsson, lögg. fastsali. Sími 588 9090 - Fax 588 9095 - Síðumúla21 OPIÐ I DAG LAUGARDAG KL. 12-15 PARHÚS 1 3JA HERB. Samtún. Mikið endurnýjað 107 fm parhús á 2 hæðum sem skiptist í 5- 6 herbergja íbúð auk stúdíóíbúðar í kjallara sem er í leigu. Rúmgott sérbýli á góðu verði. V. 9,9 m. 9088 HÆÐIR Kambsvegur - sérhæð. 6-7 herb. falleg um 182 fm efri sérhæð í bakhúsi með innb. 30 fm bílskúr. Fallegt útsýni. Ákv. sala. V. tilboð. 1561 4RA-6 HERB. Bólstaðarhlíð. Vorum að fá í einka-sölu u.þ.b. 85 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Góð sameign. Vesturvalir. Þrjú svefnher- bergi. (búðin getur losnað fljótlega. V. 7,5 m. 9064 Framnesvegur. Vorum að fá í einkasölu fallega u.þ.b. 113 fm íbúð á tveimur hæðum við Framnesveg í vesturbænum ásamt stæði í bílageymslu. Eignin er vönduð og er m.a. parket á gólfum, góð innrétting í eldhúsi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, snyrting og góð herbergi, m.a. fataherbergi innaf. Vönduð eign. 9078 Skógarás. Vorum að fá í einkasölu fallega 5-6 herb. íbúð á tveimur hæðum við Skógarás. Eignin er alls u.þ.b. 140 fm og skiptist hún m.a. í fjögur herbergi, stofu, sjónvarpshol, eldhús með búri innaf, snyrtingu og bað- herbergi. V. 12,0 m. 9083 Kjarrhólmi. Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. íbúð á 3. hæð við Kjarrhólma í Kópavogi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherb. og þvottahús í íbúð. Blokkin er í góðu ástandi. V. 7,8 m. 9032 Maríubakki - góð. 3ja herb. um 78 fm falleg íbúð á 3. hæð. Sérþvottah. innaf eldhúsi. Nýl. eld- húsinnr. og parket. Ákv. sala. V. 7,5 m. 9086 2JA HERB. Ljósvallagata. Vorum að fá í einkasölu 50,5 fm 2ja herb. kjallaraíbúð rétt við Háskólann. Eignin skiptist í herbergi, stofu, bað- herbergi og eldhús. Góð lofthæð. Fín fyrir háskólanema. V. 5,5 m. 9014 Grettisgata. Vorum að fá í einkasölu skemmtilega 67,6 fm risíbúð við Grettisgötu. Eignin skiptist í herbergi, stofu, bað- herbergi og eldhús sem er opið inn í stofuna. Parket og flísar á gólfum. Nýtt rafmagn og nýjar pípulagnir. V. 5,9 m. 9016 Austurströnd m. bílskýli. Vorum að fá í einkasölu fallega og bjarta u.þ.b. 63 fm íbúð á 2. hæð i lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Parket og góðar innréttingar. Hús og sameign í góðu ástandi. Getur losnað fljótlega. V. 7,6 m. 9087 Síðir kjólar Stærðir: Med.—XXL Svartir, gráir, rauðir, bláir, grænir, hvítir Síðar og stuttar kápur yfir Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Buxnadragtir — pilsdragtir kjóldragtir — hettudragtir dragtir með pilsum og buxum Allar með 15% afslætti hJá^QýOafiihíUí Engjatcigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. mm m ly m miiuTÖ kuldaskór Teg. 8178 Litir: Svart/grátt og svart/svart Fóöur: Ull Sóli: Gúmmí Stærðir: 22—35 Verð 3.990 kr. samdægurs Mikið úrval af barnaskóm SKÓUERSLUN KÓPAVOGS HAMRAB0RG 3 • SÍMI 55A 1751 LauraStar + Bylting í meðferð fatnaðar Nýja línan frá LauraStar er komin LauraStar Compact Árangurinn kemur á óvart LauraStar Magic Auðvelt á allan fatnað LauraStar Steamax Helmingi styttri strautími Kynningar og sértilboð í verslun okkar dagana 18-22 október Alþjóða Verslunarfélgið ehf. Skipholti 5, 105 Reykjavík sími: 511 4100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.