Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eiga kost á ferð
Fyrirhuguð álbræðsla á Austurlandi
Ekki sérstaklega
leitað álits félags-
málaráðuneytis
EKKI hefur sérstaklega verið leit-
að álits félagsmálaráðuneytisins
vegna fyrirhugaðra virkjanafram-
kvæmda á Austurlandi en Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra sagðist
við umræður á þingi á miðvikudag
fylgjast grannt með málinu.
Greindi hann jafnframt frá því að
von væri á niðurstöðum viðamikill-
ar könnunar, sem ráðgjafarfyrir-
tæki hefur unnið, um áhrif ál-
bræðslu á Reyðarfjörð.
Þetta kom fram við umræður sem
urðu vegna fyrirspumar Kolbrúnar
Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs,
til félagsmálaráðherra um áhrif
stórrar álbræðslu á fámennt samfé-
lag. Vakti Kolbrún athygli á því að
einungis 700 manns byggju á Reyð-
arfirði og aðeins um 3.300 í Fjarða-
byggð allri. Gera mætti ráð fyrir að
alls myndi íbúum fjölga um næstum
4.000 manns, rísi álbræðsla á svæð-
inu, og slíkt myndi vitaskuld hafa
miklar félagslegar afleiðingar í for
með sér.
í svörum Páls Péturssonar fé-
lagsmálaráðherra við fyrirspumum
Kolbrúnar kom fram að ekki hefði
verið sérstaklega leitað álits félags-
málaráðuneytisins vegna fyrirhug-
aðra framkvæmda. Enn fremur
sagði Páll að ekki lægju fyrir upp-
lýsingar um áhrif stóriðjufyrir-
tækja á fámenn samfélög í öðmm
löndum.
„En mér fmnst mega leiða líkur
að því að svipað muni verða uppi
þar og hér um fábreytt atvinnulíf,
að það sé áhættusamt í litlum
byggðarlögum, alveg eins og þegar
fiskur bregst eða kvóti fer, eða
kvóti tapast, þá getur það haft mjög
slæm áhrif á viðkomandi byggðar-
lag,“ sagði Páll.
Kvaðst hann telja að hið sama
gilti um byggðarlög sem byggðust á
málmbræðslu. „Ef t.d. vegna
breyttrar tækni eða hráefnisskorts,
eða af öðmm ástæðum, dregur úr
framleiðslu snögglega þá skapast
auðvitað mikill vandi.“
Páll vildi hins vegar ekki sam-
þykkja það mat Kolbrúnar að fyrst
og fremst yrði um hefðbundin karla-
störf ef álbræðsla risi á Austfjörð-
um. Minnti hann í því sambandi á að
álverið í Straumsvík hefði fengið
sérstaka viðurkenningu Jafnréttis-
ráðs fyrir tveimur ámm. Það væri
ennfremur hans mat að íbúum Aust-
urlands mætti alveg fjölga.
Kom síðan fram í lokaorðum fé-
lagsmálaráðherra að ráðgjafarfyrir-
tæki væri nú að vinna viðamikla
könnun um áhrif á Reyðarfjörð.
Skýrslan væri væntanleg og hann
myndi að sjálfsögðu fylgjast vel
með niðurstöðum hennar.
Hafnaði á
vegriði
ÓHAPP varð á Nýbýlavegi við
Álfabrekku í Kópavogi í morg-
unumferðinni í gær þegar
sendibifreið frá Blindravinnu-
stofunni lenti í bleytu á vegin-
um og hafnaði á vegriði. Ekki
urðu nein slys á fólki að sögn
lögreglunnar en nokkrar
skemmdir urðu á undirvagni
bifreiðarinnar og var hún dreg-
in á verkstæði með dráttarbif-
reið.
Nokkrar tailr urðu á vöru-
flutningum Blindravinnustof-
unnar vegna óhappsins, en
brugðið var á það ráð að taka
bifreið á leigu til að annast
flutninga dagsins.
geisladiskar. Fyrstu vinning-
arnir verða dregnir út í mars á
næsta ári. „Að auki hvetjum við
krakkana til að búa til slagorð
gegn reykingum og höfum
hugsað okkar að nýta þau slag-
orð til dæmis á boli eða á húf-
ur. Með þessu viljum við virkja
sköpunarkraft nemendanna.“
Utandagskrárumræða um viðnám við byggðaröskun
Stjórnvöld sökuð um að
reka eyðibyggðastefnu
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR
gerðu harða hríð að ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks við utandagskrárumræður
um viðnám við byggðaröskun,
sem fram fór á Alþingi á miðviku-
dag, og sökuðu þeir hana um að
reka eyðibyggðastefnu. Davíð
Oddsson forsætisráðherra mælt-
ist hins vegar til þess að menn
sameinuðust um að koma byggða-
áætlun, sem gerð hefði verið í
góðri sátt, í framkvæmd æsinga-
laust og af fullri festu.
Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingar, var ómyrkur í máli
í framsöguræðu sinni en það var
hann sem fór fram á utandag-
skrárumræðurnar. Hann rakti ný-
birtar tölur Hagstofu Islands um
búferlaflutninga fyrstu níu mán-
uði ársins en þar kemur m.a. fram
að 1.320 manns hefðu flutt af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins á þessu tímabili, eða
u.þ.b. fimm manns á hverjum
degi.
Kristján gerði einnig að umtals-
efni mikinn kostnað sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu vegna
þessara búferlaflutninga og gagn-
rýndi harðlega byggðastefnu nú-
verandi stjórnarflokka. Sagði
hann að á valdaárum þeirra hefðu
tæplega níu þúsund manns flutt
frá landsbyggðinni til höfuðborg-
arsvæðisins.
„Hér áður fyrr var hægt að líta
á Framsóknarflokkinn sem lands-
byggðarflokk en það er ekki leng-
ur hægt. Svik og gleymska fram-
sóknarmanna í byggðamálum er
alger. Sjálfstæðismenn yppta öxl-
um og hafa einnig gleymt lands-
byggðinni, enda uppteknir við að
breiða út fagnaðarerindið um góð-
ærið og reiknaðan metafgang af
væntanlegum fjárlögum," sagði
hann m.a.
Skammur tími sagður
til stefnu
hélt því fram að orsök „landeyð-
ingarinnar" væri sjávarútvegs-
stefna stjórnarflokkanna.
Einar Már Sigurðarson, Sam-
fylkingu, taldi hins vegar að um
vendipunkt hefði verið að ræða í
umræðu um byggðavandann þeg-
ar samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu hefðu á fundi sín-
um um síðustu helgi samþykkt
ályktun þar sem kallað var á að-
stoð frá ríkisvaldinu til að geta
tekið við þeim fjölda fólks sem
streymdi til höfuðborgarsvæðis-
ms.
Margir þingmanna stjórnar-
andstöðunnar kvöddu sér hljóðs í
umræðum og m.a. sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, að ófremdarástand
blasti við í byggðamálum. Fullyrti
hann að skammur tími væri til
stefnu ef bregðast ætti við því
byggðahrun blasti við á mörgum
stöðum innan 15 ára.
Sighvatur Björgvinsson, Sam-
fylkingu, sagði að ríkisstjórnin
ætti mikla sök á því hvernig kom-
ið væri og Jóhann Ársælsson,
Samfylkingu, sagði stjórnina reka
„eyðibyggðastefnu". Arni Steinar
Jóhannsson, Vinstri grænum,
sakaði stjórnvöld um að hafa van-
rækt að móta stefnu í innanríkis-
málum og Sverrir Hermannsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
Morgunblaðið/Ásdís
Menn sameinist um að fylgja
byggðaáætlun eftir
í andsvari við ræðu Kristjáns L.
Möllers sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, sem jafnframt er
ráðherra byggðamála, það rétt að
of mikið kvæði að flutningi fólks til
höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði
slíka fólksflutninga hins vegar eiga
sér skýringar, breytingar hefðu
orðið á atvinnuháttum og viðhorf
fólks hefðu breyst.
Forsætisráðherra lagði áherslu
á að nýrra leiða yrði leitað, fundnar
yrðu nýjar atvinnugreinar og
landsbyggðarbæjum skapað nýtt
hlutverk. Undir þetta tók Kristinn
H. Gunnarsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks. Hjálmar Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, sagði hins vegar
„grátklökkan æsing“ Kristjáns L.
Möller ekki styrkja byggð í land-
inu. Menn yrðu að hrinda byggðaá-
ætlun í framkvæmd en ekki að
kenna öðrum um eða frýja sig
ábyrgð.
Isólfur Gylfi Pálmason, Fram-
sóknarflokki, lagði áherslu á að um
sameiginlegan þjóðarvanda væn að
ræða sem taka þyrfti á hleypidóma-
laust og undir þau ummæli tók Da-
víð Oddsson forsætisráðherra í
lokaorðum sínum þegar hann full-
yrti að fullur vilji væri til þess með-
al stjórnarflokkanna að snúa vörn í
sókn. Sagði hann að búið væri að
samþykkja nýja byggðaáætlun og
að hennar myndi sjá stað.
„Og ég held að við ættum að
strengja þess heit hér og nú, eins
og við gerðum þá þessi áætlun var í
undirbúningi, að fylgja henni fram
hleypidómalaus, æsingalaust og aí
fullri festu og eindrægni. Þá mun-
um við sjá árangur," sagði forsæt-
isráðherra m.a.
Evrópusamkeppni meðal reyklausra bekkja
til Berlínar
REYKLAUSUM 7. og 8. bekkj-
um grunnskóla landsins gefst
kostur á að taka þátt í Evrópu-
samkeppni reyklausra bekkja á
þessu skólaári og er markmið
keppninnar að hvetja nemend-
ur til að vera „frjálsa og
reyklausa" og fikta aldrei við
reykingar. Þetta er í fyrsta
sinn sem íslensk ungmenni taka
þátt í þessari samkeppni en
meðal verðlauna er ferð fyrir
heilan bekk til Berlínar í júní
árið 2000. Uppruna keppninnar
má rekja til Finnlands fyrir níu
árum en þátttökulönd eru nú
orðin alls 14.
Tóbaksvarnanefnd og
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
standa að keppninni hér á landi
en verndari hennar er Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra. Guðlaug B. Guðjóns-
dóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur, segir að allir skólar lands-
ins ættu að vera búnir að fá
upplýsingar um keppnina og
bendir á að reyklausir bekkir
geti skráð sig til þátttöku til
20. október nk. Þátttakendur
eiga siðan að senda staðfest-
ingu til aðstandenda keppninn-
ar einu sinni í mánuði um að
bekkurinn sé reyklaus en sam-
hliða því er m.a. ætlast til þess
að bekkirnir vinni að verkefn-
um í tengslum við tóbaksvarn-
ir.
Guðlaug segir að fleiri verð-
laun verði í boði auk Berlínar-
ferðarinnar til að mynda dags-
ferðir fyrir tíu bekki á vit ævin-
týranna, ferðageislaspilarar og
Formaður Tóbaksvarnanefndar, Þorsteinn Njálsson, kynnir Evrópusamkeppnina, en við hlið hans situr Guð-
laug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Reyklausir nemendur úr sjöunda
og áttunda bekk Álftamýrarskóla fylgjast grannt með.