Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 25
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Krisyán
Guðmundur Pedersen, framkvæmdastjóri Eimskips innanlands, Höskuldur
H. Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips, Benedikt Ingi
Elísson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri og Jón Stefánsson, forstöðu-
maður innanlandsþjónustu Eimskips, kynntu nýtt nafn flutninganets VM.
Allir bflar verða merktir eins með nafni flutninganetsins, Flytjandi.
Flutninganet
VM sameinað
i Flytjanda
FLUTNINGANET VM hefur
fengið nýtt nafn, Flytjandi.
Flutningsaðilar sem eru í flutn-
inganetinu munu sameinast und-
ir einu merki og verður ásýnd
samræmd um allt land.
Á blaðamannafundi í gær kom
fram að Vöruflutningamiðstöð
VM verður starfrækt áfram en
nú sem vöruflutningamiðstöð
Flytjanda í Reykjavík. Allir bflar
verða merktir og þjónustan
verður styrkt og samræmd um
land allt. Nýtt farmskrárkerfi
verður tekið í notkun sem sam-
kvæmt upplýsingum Eimskips
hf. mun auka upplýsingagjöf til
viðskiptavina og bæta flutninga-
stýringu.
Að Flytjanda-netinu standa
nærri þrjátíu flutningsaðilar og
er það víðtækasta flutninganetið
á landsvísu. Afgreiðslustaðir eru
um 80 talsins og eru daglegar
ferðar á flesta staði. Eimskip er
stærsti einstaki flutningsaðili
netsins, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Á vegum Eimskips hefur að
undanförnu verið unnið að nýju
fyrirkomulagi þjónustu innan-
lands. Fyrirtæki í eigu félagsins
hafa verið sameinuð og þjónustu-
miðstöðvar í hverjum landshluta
efldar. Fyrirtækin Dreki hf.,
Viggó hf., og IsaQarðarleið ehf.
hafa sameinast í einni rekstrar-
einingu, Eimskip innanlands hf.
Um áramót bætist síðan aksturs-
deild Eimskips við.
Hb LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Frumkvöðull í
lækkun
lyfjaverðs á íslandi
tyfja tágmula i Reykjavtk - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hsmraborg i Köpavogi
- Gœðavara
Gjafavara — malar og kaffistell.
Allir verðflokkar. .
Heirrisfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Yersace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Áhyggjur vegna sam-
keppni á símamarkaði
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
DANSKA símaráðið, sem fylgist með
þróun símamarkaðarins hefur
áhyggjur af að samkeppni á síma-
markaðnum hafi að hluta til leitt til
ógagnsæs verðsamanburðar. Tilboðin
séu svo mörg og margvísleg að erfitt
sé fyrir símanotendur að bera þau
saman og velja þau hagstæðustu, þótt
öll símafélögin nema Sonofon hafi ný-
lega fallist á vissa samræmingu.
Nýjasti angi fjölbreytninnar er til-
boð Sonofon til fyrirtækja og stofn-
ana um mjög ódýr símtöl, þar sem
það er hins vegar helmingi dýrara að
hringja til þeirra úr símum, sem ekki
eru á vegum Sonofon. Það eru því
þeir, sem hringja í númerin, sem
greiða niður símtölin úr þeim.
Stórir viðskiptaaðilar eins og fyr-
irtæki og stofnanir eiga kost á marg-
víslegum tilboðum frá símafélögum
og Sonofon er með lægstu tilboðin.
Sonofon lítur svo á að þeir séu að
gera viðskiptavinum sínum mjög lág
tilboð og sama sinnis eru mörg íyrir-
tæki og stofnanir, meðal annars ýmis
dönsk bæjarfélög, sem hafa simaá-
skrift hjá Sonofon.
Sonofon gerir viðskiptavinum sín-
um hins vegar ekki glögga grein fyrir
því að það eru í raun þeir sem hringja
í þessa viðskiptavini Sonofon, sem
greiða niður símtölin fyrir þá. Onnur
símafyrirtæki taka um 9 aura fyrir
þegar viðskiptavinur þeirra hringir í
síma, sem er hjá öðru fyrirtæki. Hjá
Sonofon kostar það 25 aura.
Kostnaði velt yfir
á bæjarbúa
I viðtali við danska útvarpið sagði
starfsmaður Fredericia-bæjarfélags-
ins á Jótlandi að bæjarfélagið hefði
valið Sonofon sökum þess hve fyrir-
tækið byði lága taxta. Bæjarfélaginu
hefði hins vegar ekki verið gerð
grein fyrir að það væru í raun bæjar-
búar, sem með símtölum sínum til
bæjarfélagsins greiddu símakostnað
bæjarfélagsins niður.
Bæjarfélagið treystir sér þó ekki
til að skipta um símafélag, því fjár-
hagsáætlunin er miðuð við sparnað-
inn, sem hlýst af lágum töxtum
Sonofon. Það eru því ekki peningar
aflögu til að greiða hærri taxta. Bæj-
arfélagið hefur hins vegar bent íbú-
unum á þennan kostnað, sem aðeins
er hægt að losna við með því að
skipta sjálfur við Sonofon. Þannig er
bæjarfélagið í raun orðið hin besta
auglýsing fyrir Sonofon.
Þetta verðkerfi getur einnig boðið
upp á ýmsa möguleika. I viðtali við
Berlingske Tidende tók Allan Koch,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sonofon,
undir að þetta verðkerfi byði upp á
ýmsa möguleika fyrir fyrirtækið.
Það væri til dæmis einkar freistandi
fyrir Sonofon að leita sérstaklega
eftir viðskiptum við fyrirtæki og
stofnanir, sem hringja lítið út, en
sem mikið er hringt í, til dæmis
þjónustufyrirtæki af ýmsu tagi.
Koch útilokaði ekki að það gæti ein-
faldlega borgað sig fyrir Sonofon að
greiða slíkum fyrirtækjum fyrir að
hafa símaáskrift sína hjá Sonfon.
Dönskum símafélögunum er fjálst
að verðleggja þjónustu sína að eigin
ósk, nema Tele Danmark, sem þarf
samþykki ríkisins, því þó það sé nú
orðið einkavætt er það langstærsta
fyrirtækið á markaðnum.
Þessi glæsilegi kaupauki fylgir þegar keyptar eru Lancöme vörur iLHmWdj 1
fyrir 3.500 kr. eða meira.
Opið laugardag og sunnudag. H Y G E A
Vertu velkomin, við tökum vel á móti þér. jnyrtivðruverélun KRINGLUNNI S ( M 1 533 4533
❖
♦
*
❖
❖
❖
❖
Taska
Hreinsir fyrir andlit
og augu 50 ml
HYDRA ZEN krem 15 ml
Teint Idole farði 15 ml
Varalitur nr. 76
Trésor 5 ml
Kinnalitarbursti
Verðmætí um 6.000 kr.