Morgunblaðið - 16.10.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 27
HÉR fara á eftir þær greinar gild-
andi laga um stjórn fískveiða, sem
kveða á hámarks aflahlutdeild eig-
enda sjávarútvegsfyrirtækja, en það
er 11. grein laganna:
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. og
11. gr. má samanlögð aflahlutdeild
fiskiskipa í eigu einstakra aðila, ein-
staklinga eða lögaðila, eða í eigu
tengdra aðila aldrei nema hærra
hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftir-
talinna tegunda en hér segir:
Hámarkstegund aflahlutdeild
Þorskur.........................10%
Ýsa............................ 10%
Ufsi............................20%
Karfí...........................20%
Grálúða.........................20%
Síld ...........................20%
Loðna...........................20%
Úthafsrækja.....................20%
Nemi heildarverðmæti aflamarks
annarra tegunda en að ofan greinir,
sem sæta ákvörðun um leyfðan heild-
arafla samkvæmt lögum þessum, við
upphaf fiskveiðiárs hæri'a hlutfalli en
2% af heildarverðmæti aflamarks
allra tegunda, sem sæta ákvörðun um
leyfðan heildarafla, má samanlögð
aflahlutdeild fískiskipa í eigu ein-
stakra aðila, einstaklinga eða lögaðila,
eða í eigu tengdra aðila aldrei nema
hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild
viðkomandi tegunda en 20%. Skal
ráðherra við upphaf fískveiðiárs til-
gi-eina í reglugerð þær tegundir sem
um er að ræða. Við mat á heildarverð-
mæti aflamarks skal annars vegar
miða við hlutfallslegt verðmæti ein-
stakra tegunda á viðkomandi fisk-
veiðiári eða veiðitímabili, sem ákveðið
er af sjávarútvegsráðuneytinu, og
hins vegar úthlutað aflamark ein-
stakra tegundá á tímabilinu.
Þá má samanlögð aflahlutdeild
fiskiskipa í eigu einstakra aðila, ein-
staklinga eða lögaðila, eða í eigu
tengdra aðila ekki nema meira en 8%
af heildarverðmæti aflahlutdeildar
allra tegunda sem sæta ákvörðun um
leyfðan heildarafla, samkvæmt lög-
um þessum og 5. gr. laga nr.
151/1996. Við mat á heildarverðmæti
aflahlutdeildar skal annars vegar
miða við hlutfallslegt verðmæti ein-
stakra tegunda á viðkomandi físk-
veiðiári eða veiðitímabili, sem ákveð-
ið er af sjávarútvegsráðuneytinu, og
hins vegar úthlutað aflamark ein-
stakra tegunda á tímabilinu.
Til aflahlutdeildar fískiskipa í eigu
einstakra aðila skv. 1., 2. og 5. mgr.
telst einnig aflahlutdeild fiskiskipa
sem aðilar hafa á kaupleigu eða leigu
til sex mánaða eða lengur.
Tengdir aðilar teljast:
1. Aðilar, þar sem annar aðilinn, ein-
staklingur eða lögaðili, á beint eða
óbeint meiri hluta hlutafjár eða
stofnfjár í hinum aðilanum eða fer
með meiri hluta atkvæðisréttar.
Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrir-
tæki en hinn síðarnefndi dótturfyrir-
tæki.
2. Aðilar, þar sem annar aðilinn, ein-
staklingur eða lögaðili, hefur með
öðrum hætti en greinir í 1. tölul.
raunveruleg yfírráð yfir hinum.
Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrir-
tæki en hinn síðarnefndi dótturfyrir-
tæki.
3. Lögaðilar, þar sem svo háttar til
að sami aðili eða sömu aðilar, ein-
staklingar eða lögaðilar, eða tengdir
aðilar skv. 1. eða 2. tölul., eiga meiri
hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæð-
isréttar í báðum eða öllum lögaðilun-
um enda nemi eignarhlutur hvers
þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé,
stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkom-
andi lögaðilum. Sama á við ef aðili
eða aðilar, einstaklingar eða lögaðilar
eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul.,
sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofn-
fjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og
hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár,
stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðil-
anum, eiga ásamt viðkomandi lögað-
ila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða
atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til
eignarhluta og atkvæðisréttar ein-
staklinga í lögaðilum samkvæmt
þessum tölulið telst jafnframt eignar-
hluti og atkvæðisréttur maka og
skyldmenna í beinan legg.
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. má sam-
anlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu
einstakra lögaðila, eða tengdra aðila,
nema allt að 12% af heildarverðmæti
aflahlutdeildar allra tegunda skv. 2.
mgr., eigi enginn aðili, einstaklingur
eða lögaðili eða tengdir aðilar, meira
en 20% af hlutafé, stofnfé eða at-
kvæðisrétti í viðkomandi lögaðila.
Hámark 20% hlutdeild
Engar hömlur mega vera á viðskipt-
um með eignarhluta í viðkomandi
lögaðilum. Til eignarhluta og atkvæð-
isréttar einstaklinga i lögaðilum sam-
kvæmt þessari málsgrein telst einnig
eignarhluti og atkvæðisréttur maka
og skyldmenna í beinan legg. Ef um
tengda aðila er að ræða þurfa báðir
eða allir að fullnægja skilyrðum þess-
arar málsgreinar. Það á þó ekki við
um eignarhlut móðurfyrirtækis í
dótturfyrirtæki. Samvinnufélög telj-
ast fullnægja skilyrðum þessarar
málsgreinar ef félagsaðilar þeirra
eru 100 eða fleiri.
11. gr. b.
Aðila ber, þegar fyrirsjáanlegt er
að aflahlutdeild fiskiskipa aðila fari
umfram þau mörk sem sett eru í 1., 2.
eða 5. mgr. 11. gr. a, að tilkynna
Fiskistofu flutning aflahlutdeilda,
samruna lögaðila sem eiga fískiskip
með aflahlutdeild, kaup á eignarhlut í
slíkum lögaðilum og kaup, kaupleigu
eða leigu á fískiskipi með aflahlut-
deild. Þegar um tengda aðila er að
ræða skv. 1. og 2. tölul. 4. mgr. 11. gr.
a hvílir tilkynningarskyldan á móður-
fyrirtæki en annars á þeim aðila er
að gerningnum stendur. Þá ber lög-
aðilum, sem eiga fiskiskip með afla-
hlutdeild, að láta Fiskistofu reglu-
bundið í té upplýsingar um eignar-
hluta allra þeirra sem eiga 10% eða
meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæð-
isrétti í viðkomandi lögaðila. Jafn-
framt skal veita upplýsingar um
eignarhluta einstaklinga og maka
þeirra og skyldmenna í beinan legg
sé samanlagður eignarhluti eða at-
kvæðisréttur þeirra 10% eða meira af
hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í
viðkomandi lögaðila. Lögaðilum, sem
eiga fískiskip með aflahlutdeild, ber
enn fremur að upplýsa Fiskistofu um
lögaðila sem þeir eiga eignarhlut eða
atkvæðisrétt í og eiga fískiskip með
aflahlutdeild.
Fiskistofa skal meta þær upplýs-
ingar sem aðili hefur látið í té og inn-
an hæfilegs frests tilkynna aðila hver
aflahlutdeild fiskiskipa hans er. Ef
aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein-
stakra aðila eða tengdra aðila fer um-
fram framangreind mörk skal Fiski-
stofa tilkynna viðkomandi aðila að
svo sé og hve há umframaflahlutdeild
hans er. Aðila skal veittur sex mán-
aða frestur, frá því að honum sannan-
lega barst tilkynningin, til að gera
ráðstafanir til að koma aflahlutdeild-
inni niður fyrir mörkin. Hafi aðili
ekki veitt Fiskistofu upplýsingar um
að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið
gerðar fyrir lok frestsins fellur um-
framaflahlutdeildin niður. Skerðist
þá aflahlutdeild fískiskipa í eigu við-
komandi hlutfallslega miðað við ein-
stakar tegundir. Við úthlutun afla-
hlutdeildar í upphafi næsta fiskveiði-
árs eftir lok frestsins skal skerðingin
koma til hækkunar aflahlutdeildar
fiskiskipa í eigu annarra. Hækkunin
skal vera í réttu hlutfalli við aflahlut-
deild fiskiskipanna af þeim tegund-
um sem um ræðir.
FRAMÚRSKARANDI, FJÖLVIRK DÍSELOLÍA
Fjölvirk btetiefni í Gteðadísel ESSO „Premium DieselH
Olíufélagið hf ESSO býður nú aðeins díselolíu sem uppfyllir
Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvemd - og til að
auka endingartíma og tryggja þýðan gang vélarinnar bcetir
Olíufélagið fjölvirkum bœtiefnum í alla sína dísélolíu.
Einstákt frostþol - allt að -24°C
Nú eru helstu kuldavandamálin einnig úr sögunni þar sem
ESSO Gæðadísel þolir að vetrarlagi allt að 24 stiga frosti.
ESS0 Gæðadíselolía inniheldur:
• Dreifi- og hreinsiefni.
• Cetanetölubcetiefni sem stuðlar að réttum
bruna eldsneytis við öll skilyrði.
• Smur- og slitvamarefni.
• Tœringarvamarefni.
• Antioxidant stöðugleikaefni.
• Demulsifier vatnsútfellingarefni.
• Froðuvamarefni.
• Lyktareyði.
• Bakteríudrepandi efnú
Essoi
ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - af hreinni hollustu við vélina og umhverfið.
Olíufélagiðhf
www.esso.is
• Dregur úr reyk- og hávaðamengun.
• Fullkomnar eldsneytishrunann
vegna hœkkaðrar cetanetölu.
• Kemur í vegfyrir að ol
freyði við áfyllingu tanka.
• Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr
eru með eða án forbrunaholfs.
• Stenst ströngustu kröfur
vélaframleiðenda - oggott betur!
inniheldur ekki klór.
Ver eldsneytiskerfið gegn sliti.
• Iíindrar tœringu í
eldsneytiskerfinu.
B Héldur kuldaþoli olíunnar í hámarki.
Heldur kerfum vélanna hreinum
og hreinsar upp óhrein kerfi.
DÍSEL
ESSO bœtir um betur
VEISTU UM
AÐRA BETRI?