Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 29

Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 29 ERLENT Bandaríkjaþing hafnar mikilvægum alþjóðasamningi í fyrsta sinn í 80 ár Repúblikanar sakaðir um „glæfralega flokkspólitfk“ Bandarískir repúblikanar hafa verið sakað- ir um að stofna þjóðarhagsmunum Banda- ríkjanna og öryggi alls heimsins í hættu með því að fella samninginn um allsherjar- bann við kjarnorkutilraunum í því skyni að klekkja á Bill Clinton forseta. SAMNINGURINN um allsherjar- bann við kjarnorkutilraunum er fyrsti mikilvægi alþjóðasáttmálinn sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur hafnað frá því hún neitaði að staðfesta Versalasamninginn, sem kvað m.a. á um stofnun Pjóða- bandalagsins, árið 1920. í allri sögu bandaríska lýðveldisins hefur þing- ið aðeins hafnað 21 milliríkjasamn- ingi sem Bandaríkjaforseti eða aðr- ir embættismenn hafa undirritað. 1.523 samningar hafa hins vegar verið staðfestir. Petta er ennfremur í fyrsta sinn sem öldungadeildin hafnar alþjóða- samningi sem miðar að því að draga úr kjarnorkuvígbúnaði, en það hefur verið eitt af meginmark- miðunum í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna frá því Dwight D. Eisen- hower lagði til að sett yrði bann við öllum kjarnorkutilraunum árið 1958. A þeim fjórum áratugum sem liðnir eru síðan þá hafa allir forset- ar Bandaríkjanna, jafnt repúblik- anar sem demókratar, beitt sér fyr- ir hömlum á kjarnorkutilraunum og þróun kjarnavopna. Clinton veikur fyrir í utanríkismálum Öldungadeildin hefur hingað til sýnt forsetaembættinu mikla virð- ingu þegar hún hefur fjallað um ut- anríkismál en niðurstaða atkvæða- greiðslunnar á miðvikudag er til marks um að mikil umskipti hafi orðið. Bill Clinton forseti hefur unnið hvem sigurinn á fætur öðr- um á þinginu í innanríkismálum en utanríkismálin eru nú sá málaflokk- ur sem íhaldssamir repúblikanar notfæra sér til að blása til sóknar gegn honum. Þeir hafa boðið for- setanum birginn í fjölmörgum mál- efnum, sem varða utanríkisstefnu stjórnarinnar, allt frá stríðinu í Kosovo til greiðslna á skuldum Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóð- irnar. Þingmenn og sérfræðingar í bandarískum stjórnmálum segja að Clinton sé mjög óárennilegur and- stæðingur í innanríkismálum, með- al annars vegna þess að hann hafi sinnt þeim af miklum áhuga og seiglu. Hann hafi hins vegár ekki beitt sér nægjanlega í utanríkis- málum og reitt sig*um of á embætt- ismenn sína. Bandarískur almenningur virðist einnig hafa lítinn áhuga á utanríkis- málum þannig að Clinton og emb- ættismenn hans hafa átt erfitt með að fá kjósendur til að fylkja sér um stefnu stjórnarinnar í deilunum við repúblikana. Ef marka má skoð- anakannanir er þon'i Bandaríkja- manna hlynntur samningnum um bann við kjarnorkutilraunum en sá stuðningur virðist ekki rista djúpt. Repúblikanar töldu sig því ekki taka mikla áhættu með því að hafna samningnum. Nokkrir fréttaskýrendur segjast hafa áhyggjur af því að ósigur Clintons í öldungadeildinni geti grafið undan trúverðugleika hans í heimsmálunum og önnur ríki muni hugsa sig tvisvar um áður en þau undirriti samninga við forsetann. Ennfremur er talin hætta á að ósig- ur Clintons verði til þess að flokka- drættirnir á þinginu magnist og erfitt verði fyrir næstu forseta að framfylgja utanríkisstefnu með stuðningi beggja flokkanna. Repúblikanar sakaðir um „einangrunarhyggju" Clinton gagnrýndi öldungadeild- ina harkalega eftir atkvæðagreiðsl- una og sakaði hana um „nýja ein- angrunarhyggju" í heimsmálunum og „glæfralega flokkspólitík" sem stofnaði þjóðarhagsmunum Banda- ríkjanna í hættu. Hann varaði við því að ef næsti forseti styddi ekki samninginn yrði það til þess að Rússar, Kínverjar, Indverjar og Pakistanai- hæfu kjarnorkuspreng- ingar í tilraunaskyni að nýju. Önn- ur ríki myndu einnig nota tækifær- ið til að koma sér upp kjarnavopn- um. Leiðtogar fjölmargra ríkja og sérfræðingar í afvopnunarmálum létu í ljósi áhyggjur af ákvörðun öldungadeildarinnar og sögðu hana torvelda tilraunir til að stemma stigu við útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. „Skila- boðin til umheimsins eru þau að Banda- ríkjamenn vilja leika sér á róluvelli flokkapólitíkur frem- ur en að vinna með bandamönnum sín- um og treysta sam- stöðuna í öryggis- málum heimsins," sagði Rebecca John- son, ritstjóri tíma- ritsins Disarmament Diplomacy. „Ef Bandaríkin, eina stórveldið, þverneitar að stað- festa alþjóðlegan samning um bann við kjarnorkutilraunum sem gerir heiminn öruggari fyrir alla, hvers vegna ættu þá önnur ríki að gera það?“ spurði dagblaðið The Straits Times í Singapore í forystugi-ein. „Þetta eru ekki aðeins hættuleg skilaboð, heldur einnig yfirlýsing um heimsku okkar,“ hafði The Washington Post eftir bandarísk- um sendiherra í Evrópu. Jafnvel andstæðingai' samnings- ins viðurkenndu að ákvörðun öld- ungadeildarinnar gæti grafið undan Bandaríkjaforseta í utanríkismál- um. Þeir sögðu hins vegar að samn- ingurinn hefði verið of gallaður, ekki væri öruggt að önnur ríki myndu virða hann, auk þess sem hann torveldaði Bandaríkjamönn- um að halda kjarnavopnum sínum við og tryggja áreiðanleika þeirra. Teflt á tæpasta vað Clinton undirritaði samninginn ái'ið 1996 og óskaði eftir staðfest- ingu öldungadeildarinnar ári síðai'. Demókratar beittu sér fyrir því að samningurinn yrði tekinn til af- greiðslu en hún tafðist vegna and- stöðu repúblikana, einkum Jesse Helms, formanns utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar. Helms átti þá í deilu við Banda- ríkjastjórn um tvo aðra samninga, sem hann vildi fella áður en kjarn- orkubannið yrði tekið fyrir. Eftir tveggja ára bið hótuðu demókratar í öldungadeildinni að beita málþófi ef repúblikanar féllust ekki á að samningurinn yrði tekinn til umræðu og atkvæðagreiðslu. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sá sér þá leik á borði og tilkynnti að samningurinn yrði tekinn til afgreiðslu. Fljótlega kom þá í ljós að samningurinn naut ekki nógu mikils stuðnings. Þegar ljóst var að útséð var um að samningurinn yrði samþykktur sneru Clinton og þingmenn demókrata við blaðinu og lögðu mikið kapp á að fá Lott til að fresta atkvæðagreiðslunni. Forsetinn neit- aði hins vegar að verða við þeirri kröfu repúblikana að hann lofaði því að beita sér ekki fyrir staðfest- ingu samningsins það sem eftir er af kjörtímabili hans sem lýkur í jan- úar 2001. Flokkarnir höfðu teflt á tæpasta vað í deilunni og leiðtogar þeirra reyndu að bjarga sér fyrir horn. Lott náði bráðabirgðasamkomulagi við Tom Daschle, leiðtoga demókrata í öldungadeOdinni, um að atkvæðagreiðslunni yrði frestað þar til næsta kjörtímabil þingsins hæfist áiið 2001 nema ef þeir kæmust báðir að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að flýta henni vegna breyttra aðstæðna. Sam- kvæmt samkomulaginu fékk Lott því neitunarvald í málinu. Hörðustu andstæðingar forset- ans úr röðum repúblikana, þeirra á meðal Helms, höfnuðu hins vegar samkomulaginu á þeirri forsendu að demókratar gætu notfært sér þessa „srnugu" til að koma höggi á repúblikana í kosningabaráttunni á næsta ári. Þetta varð til þess að sáttatil- raunirnar fóru út um þúfur og Lott knúði að lokum fram atkvæða- greiðslu um samninginn. Aður höfðu 62 þingmenn, þeh-ra á meðal 24 repúblikanar, undirritað bréf þar sem skorað var á Lott og Daschle að fresta atkvæðagreiðsi- unni um óákveðinn tíma. Allir þess- ir repúblikanar ákváðu hins vegar að sýna leiðtoga sínum hollustu þegar hann lagði fram tillögu um að samingurinn yrði borinn undir at- kvæði. Aðeins fjórir repúblikanar studdu síðan samninginn í at- kvæðagreiðslunni ásamt 44 demó- ki-ötum. Deilt um bann við bresku nautakjöti í Frakklandi Tony Blair þjarmar að Lionel Jospin Tampere. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði Lionel Jospin, frönskum starfsbróður sínum, í gær, að Bretar væru mjög reiðir Frökkum fyrir að leyfa ekki sölu á bresku nautakjöti. Gaf hann í skyn, að farið yrði með þetta mál fyrir dómstóla ef bannið yrði ekki afnumið og Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, hótaði því einnig í gær. Blair tók Jospin á eintal við upp- haf leiðtogafundar Evrópusam- bandsríkjanna í Tampere í Finnlandi og sagði honum, að breska ríkis- stjórnin, bændur og allur almenning- ur í Bretlandi litu nautakjötsmálið mjög alvarlegum augum. Sagði tals- maður Blah's síðar, að nú væri „ljóst hvað gera þyrfti og því fyrr, því betra“. Sagði hann, að Bretar væru mjög reiðir Frökkum fyrir að hunsa ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í ágúst en þá var þriggja ára bann við innflutningi bresks nautakjöts afnumið. Var það sett á er kúariðan kom upp í breskum nautgripum. Vísindanefndin sker úr Öll ríki innan ESB nema Frakk- land og Þýskaland hafa afnumið bannið á breska nautakjötinu og Þjóðverjar ætla að gera það fljót- lega. Frakkar segjast hafa nýjar sannanir fyrir því, að ekki sé óhætt að leyfa sölu á kjötinu en vísinda- nefnd ESB hefur ekki lagt biessun sína yfu' þær. Kemur hún aftur sam- an síðar í mánuðinum og mun þá taka af skarið um mótbárur Frakka. Prodi, forseti framkvæmdastjórn- ar ESB, sagði í gær, að féllist vís- indanefndin ekki á afstöðu Frakka, myndi framkvæmdastjórnin draga frönsku stjórnina fyrir dóm. FASTEIGIHAMIÐSTOÐIN SKIPHQUI50B - SÍMI552 6000 - FAX 552 6005 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Opið virka daga frá kl. 8—12 og 13—17 Opið hús — til sölu í vesturbænum Grenimelur 12 Óvenju glæsileg og nýinnréttuð 4ra herb. íbúð á jarðhæð. íbúðin er með parketi og flísum á gólfum. Glæsilegar innrétt- ingar. Baðherbergi flísalagt. Sérinngangur. Opið hús laugardag og sunnudag frá kl. 12.00—16.00 báða dagana. 3699.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.