Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússar ljúka við að koma upp „öryggisbelti“ í Tsjetsjníu Næst á dagskrá að upp- ræta uppreisnarmenn Moskvu. Reuters. YFIRMAÐUR hersveita Rússa í Norður-Kákasus-héruðunum sagði í gær að hermenn hans hefðu lokið við að setja upp öryggisbelti um- hverfis Tsjetsjníu. Herinn myndi nú ráðast til nýrrar atlögu gegn upp- reisnarmönnum í sjálfsstjórnarlýð- veldinu og uppræta þá með öllu. „Markmið f'yrsta áfanga aðgerða gegn hryðjuverkamönnum á land- svæði tsjetsjenska lýðveldisins um að koma upp öryggisbelti hefur ver- ið uppfyllt,“ sagði Viktor Kazantsev í sjónvarpsviðtali frá vettvangi. Hann sagði rússnesku hersveitimar, sem nú halda um þriðjungi Tsjetsjn- íu á valdi sínu, myndu nú hefjast handa við næsta áfanga aðgerðanna. „Uppreisnarmennimir verða að búast við okkur hvar sem er, hvenær sem er og þeir munu stöðugt þurfa að þola að við höggv- um skörð í raðir þeirra,“ sagði Kazantsev. Ekki var ljóst hvort þessi nýi áfangi hemaðaraðgerðanna í Tsjet- sjníu fæli í sér nýja sókn landhers inn á yfirráðasvæði uppreisnar- manna í Mið- og Suður-Tsjetsjníu, eða hvort um verði að ræða fleiri smærri aðgerðir og þyngri loftárás- ir, sem standa yfir nú þegar. Stjómvöld í Moskvu segja sókn land- og flughersins í Tsjetsjníu miða að því að uppræta uppreisnar- menn múslima, sem auk uppreisnar er gefið að sök að bera ábyrgð á sprengitilræðum í rússneskum borgum, sem kostað hafa fjölda óbreyttra borgara lífið. Vjatsjeslav Ochinnikov, yfirmaður hersveita rússneska innanríkisráðu- neytisins, sagðist í gær ekki sjá neina þörf á því að Rússar freistuðu þess að hernema Grosní í bráð. „Ég býst við að einhver heilbrigð öfl komi fram og taki málin í sínar hendur þannig að hægt verði að semja um lausn vandans án frekari blóðsúthellinga," sagði Ochinnikov. Flóttamenn frá Tsjetsjníu em nú taldir vera orðnir yfir 150.000, sem flestir hafast við í bráðabirgðabúð- um í Ingúshetíu, héraðinu vestan við Tsjetsjníu. Þjóðverjar þrýsta á Rússa að binda enda á hemaðinn Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, ítrekaði í gær áskomn á stjómvöld í Kreml að binda enda á hemaðinn í Tsjetsjníu og leita frekar friðsamlegrar lausn- ar á vandanum. „Við fylgjumst áhyggjufullir með atburðum í Tsjet- sjníu,“ tjáði Fischer fréttamönnum í Pétursborg eftir viðræður við rúss- neska utanríkisráðherrann Igor Sergejev. „Við óttumst að stórsókn landhers og loftárásir geti leitt til mikils harmleiks fyrir óbreytta borgara og hindra jafnframt varan- lega lausn vandans og jafnvel auka stuðning við öfgamenn múslima,“ sagði Fischer. AP Byggingaverkamaður treystir girðingu umhverfis stað í Berlín þar sem fundist hafa leifar af byrgi Adolfs Hitlers og Evu Braun. Hluti byrgis Hitlers fínnst í Berlín Engin áform uppi um varðveizlu byrgisins Bcrlín. AP, Reuters, Daily Telegraph. Stjórnmálamenn sameinast um „Bretland í Evrópu“ Ursögn, jafngildir efna- hagslegri limlestingu“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á milli þeirra Michael Hes- eltines, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra í ríkisstjórn íhaldsflokks- ins, og Kenneth Clarkes, fyrrverandi fjármálaráðherra íhaldsfiokksins. Hague boðar eigin herferð, „Barátt- una fyrir pundinu“ London. Reuters, Daily Telegraph. BRESKIR Evrópusinnar úr öllum flokkum með Tony Blair forsætis- ráðherra í broddi fýlkingar hleyptu í fyrradag af stokkununum herferð, sem þeir kalla „Bretland í Evrópu". Sagði Blair, að það væri „brjálæði" að loka öllum dyrum á evruna eða Evrópska myntbandalagið og í gær sagði hann, að ríkisstjórnin væri hlynnt aðild að myntbandalaginu ef vel tækist til með gjaldmiðilinn. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, ætlar að hefja sína eigin herferð, „Baráttuna fyrir pundinu“, um allt Bretland. Tony Blair; Michael Heseltine, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra í ríkisstjóm íhaldsflokksins; Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra íhaldsflokksins; Charles Kennedy, leiðtogi frjáls- lyndra demókrata; Gordon Brown fjármálaráðherra og Robin Cook ut- anríkisráðherra sátu allir saman er baráttan fyrir „Bretlandi í Evrópu“ var kynnt. Blair sagði, að Bretland ætti að gerast aðili að myntbanda- laginu en þó því aðeins, að efnahags- legar aðstæður leyfðu það. Fyrst yrði þó að sannfæra þjóðina um, að Bretland ætti að vera fullgildur þátt- takandi í Evrópusamstarfinu, eink- um nú þegar andstæðingar þess væru að leggja á ráðin um úrsögn. herra íhaldsflokksins, talaði enga tæpitungu. Sagði hann, að þeir, sem styddu baráttuna „Bretland í Evr- ópu“, vildu aðild að myntbandalag- inu þótt hún væri ekki tímabær á þessari stundu. Blair kinkaði kolli við því og sagði, að Evrópa væri ekk- ert aukaatriði í bresku efnahagslífi, heldur grundvallaratriði og mikil- vægið ykist með degi hveijum. ,Að segja skilið við Evrópu jafngildir efnahagslegri limlestingu." William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, ætlar að svara herferð Evrópusinnanna með „Baráttunni fyrir pundinu" eins og hann kallar það og hyggst fara um landið allt í því skyni. Á LÓÐ rétt sunnan við Branden- borgarhliðið, þar sem Berlínar- múrinn lá áður, hafa bygginga- verkamenn komið niður á leifar af byrgi því sem Adolf Hitler og Eva Braun enduðu lífdaga sína í undir lok siðari heimsstyijaldar. Þrátt fyrir áskoranir um að varðveita byrgið og opna það al- menningi sögðust talsmenn borg- arstjórnarinnar í gær ekki sjá neina ástæðu til að varðveita „foringjabyrgið“ þar sem Hitler framdi sjálfsvíg hinn 30. aprfl 1945. Rauði herinn reyndi að eyðileggja það eftir stríðslok, en mokaði síðan yfir lítið skemmdar Ieifarnar, þar sem þær lágu siðan áratugum saman undir „dauða- svæðinu" svokallaða austan múrsins. „Nákvæm staðsetning byrgis- ins hefur verið kunn í meira en áratug,“ hefur AP eftir Peter Strieder, yfirmanni skipulags- mála Berlínar. „Að þessar járn- bindingar skuli koma í ljós,“ seg- ir hann ekki gefa neitt tilefni til að endurskoða ákvörðun þá sem tekin var 1994 um að varðveita byrgið ekki. Þykkir járnbitar, hluti járn- bindingar þaks „foringjabyrgis- ins“, komu í ljós þegar verka- menn voru að kanna hvort sprengjur úr heimsstyrjöldinni væri að finna í jarðveginum þar sem leggja á nýjan veg í gegn um miðborgina, en næst við hliðina er verið að vinna að byggingu nýrra húsakynna fyrir fulltrúa nokkra þýzku sambandslandanna 16 í höfuðborginni. „Þeir fóru 30 cm dýpra en til stóð og skröpuðu þak byrgisins," segir dr. Jörg Haspel, yfirmaður minjadeildar borgarstjórnarinnar, í The Daily Telegraph. „Við erum ekki með nein áform um að eyðileggja það. Svæðið verður kortlagt og síðan grafið yfir það á ný, og það lagt í hendur síðari kynslóða að ákveða hvort þær vilji gera eitthvað meira við þetta en við viljum." Segir Haspel það forgangsmál að sinu mati að sjá til þess að sögulega mikilvægar minjar séu varðveittar, en að engin áform séu uppi um að opna byrgið al- menningi og vegfarendur myndu ekki sjá nein ummerki um það. „Þetta má ekki verða að pfla- grímastað fyrir nýnazista. Stóra hættan er sú að staðurinn hafi mest aðdráttarafl á það fólk sem við síður vildum sjá þar.“ Fleiri byrgi fundin Þessi nýjasti fundur stríðs- minja í miðborg Berlínar kemur í kjölfar margra annarra. Árið 1990 fannst „bfls1jórabyrgið“ svokallaða, sem hýsti bflakost og bflsljóra nazistastjórnarinnar undir lok stríðsins. Það var mok- að yfir það aftur. Og í fyrra fannst byrgi sem talið er að áróð- ursmálaráðherrann Joseph Goebbels hafi dvalizt í. Það ligg- ur undir lóð sem ákveðið hefur verið að reisa gríðarstórt minnis- merki um helförina á. Musharraf virtur hermaður en óreyndur stj órnmálamaður Vitnað í Winston Churchill Hart var ráðist á íhaldsflokkinn á fundinum og Heseltine vitnaði meðal annars í Winston Churchill og ræður hans um Bandaríki Evrópu. I íhalds- flokknum er enginn maður í meiri metum en Churchill nema ef vera skyldi Evrópuandstæðingurinn Margaret Thatcher. Heseltine sagði, að það, sem gerð- ist í Evrópu, hefði afdrifaríkar afleið- ingar fyrir breskt viðskiptalíf, fjár- festingar og allt atvinnulífið. „Ef við látum okkur vanta, verða leikregl- umar ákveðnar án samráðs við okk- ur. Það er ekki hægt að slá um sig með handtösku ef enginn er á staðn- um,“ sagði Heseltine og var þar að vísa til Thatcher og framkomu henn- ar á sumum ESB-fundum áður fyrr. Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- STJÓRNMÁLASKÝRENDUR töldu Pervez Musharraf, yfirmann herafla Pakistans, ólíklegan byltingarmann, þar sem hann hafði aldrei gefið sig að stjómmálum. Hann hefur nú engu að síður tekið völdin í landinu, en ýmsir gera því skóna að hann vilji koma þeim í annarra hendur sem íyrst. Pervez Musharraf fæddist í Nýju Delhí á Indlandi árið 1943, en hann fluttist á unga aldri til Pakistans með fjölskyldu sinni og ólst upp í Karachi. Gekk hann til liðs við pakistanska herinn árið 1964 og þjónaði þar í stórskotaliðssveit, eftir þjálfun í virtum herskóla í Kakul. Hann barðist í sextán daga stríðinu við Indverja árið 1965, og hlaut í kjölfarið heiðursorðu hersins fyrir hugrekki í bardögum á Khem Khar- an-svæðinu í Punjab-héraði. Musharraf sótti námskeið í her- skóla i Bretlandi og þjónaði í sérsveit land- gönguliðsins er Pakistanar fóm á ný í stríð við Indverja árið 1971. Naut hann síðan vaxandi frama innan hersins. Hann var skip- aður undirhershöfðingi í Mangla í Punjab, skammt frá indversku landamæranum, árið 1995, og gegndi þeirri stöðu þar til hann var skipaður yfirmaður pakistanska heraflans árið 1998. Áður hafði Nawaz Sharif, fyrrver- andi forsætisráðherra, neytt forvera hans til að segja af sér eftir að hann hafði látið í ljós hug- myndir um veigameira hlutverk hersins í stjórn lands- ins. Lítið er vitað um einkalíf Musharrafs, annað en að hann á tvö börn og að bróðir hans og sonur búa í Banda- ríkjunum. „Enginn bókstafs- trúarmaður" Stephen Cohen, sér- fræðingur um heri Ind- verja og Pakistana hjá Brookings-stofnuninni í Washington, sagði við The New York Times að Musharraf virtist ópólitískari en fyrri yf- irmenn hersins, sem tekið hefðu völdin í Pakistan. „Mig grunar að hann muni vilja komast frá völdum eins fljótt og unnt er,“ sagði Cohen. „Þetta er ekki hans sterkasta hlið. Samstarfsmenn hans líta á hann sem góðan og faglegan hermann. Hann er ekki talinn hafa mikla hæfileika til að gera herfræðilegar áætlanir, eins og flestir aðrir sérsveitarmenn. Sjón- deildarhringur hans er þröngur.“ Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðheri’a Pakistans og svarinn andstæðingur Nawaz Sharifs, lét vel af Musharraf í viðtali á sjónvarps- stöðinni CNN á dögunum. „Mus- harraf hafði yfirumsjón með aðgerð- um hersins á valdatíma mínum,“ sagði hún. „Hann var enginn bók- stafstrúarmaður. Hann var fag- mannlegur hermaður og ég taldi hann mjög hugrakkan. Hann hafði verið í sérsveit landgönguliðsins, og manneskja sem hefur reynt það er fær um að taka mikla áhættu." Islamabad. Reuters. Pervez Musharraf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.