Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 50

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MINNINGAR > GUÐMUNDUR HÁKONARSON + Guðmundur Há- konarson fædd- ist á Húsavík 16. september 1930. Hann lést á Akur- eyri 11. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hákon Maríusson sjómaður og Ólöf Kristjáns- dóttir húsmóðir. Gumundur missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu, Kristjáni Jónssyni og Hólm- fríði Friðfinnsdóttur í Kvía- bekk, til 14 ára aldurs. Hann fluttist með föður sínum og móðursystur, Fjólu Kristjáns- dóttur, sem annaðist heimili fyrir feðgana, að Ásgarðsvegi 1 (húsið Sel). Hálfbróðir Guð- mundar, Sverrir Hákonarson, f. 1941, ólst þar upp frá sex ára aldri. Guðmundur varð gagn- fræðingur frá Laugaskóla 1949. Hinn 15. maí 1955 kvæntist Guðmundur Stefaníu Halldórs- dóttur frá Bala á Húsavík. Börn þeirra eru: 1) Hákon Óli, f. 8. júní 1961, kona hans er Guðlaug Baldvinsdóttir. Dætur þeirra eru: Björg og Stefanía. 2) Dóra Fjóla, f. 19. febr. 1966, gift Stefáni Geir Jónssyni. Börn þeirra eru Hanna Jóna og Guð- mundur Árni. Guðmundur starf- aði við sjávarútveg °g byggingarvinnu framan af ævinni, síð- an við síldarsöltun og verslun. Hann var starfsmaður hjá Mjólkursamlagi KÞ 1955-1961, fram- kvæmdastjóri við Höfðaver hf. sfldar- söltun, frkvstj. Prjónastofunnar Prýði frá 1972-1997. Hann var varamaður í bæjarstjón Húsavíkur frá 1954-1958 og síð- an aðalmaður til 1970. Hann sat í stjórn og var formaður Alþýðu- fiokksfélags Húsavíkur um árabil og einnig í mörg ár í fiokksstjórn Alþýðuflokksins. Hann var for- maður stjórnar Fiskiðjusamlags Húsavíkur í mörg ár og í stjórn Höfða hf. útgerðarfélags. Hann var framkvstj. Hlöðufells um skeið. Guðmundur var mjög virk- ur í Bridsfélagi Húsavíkur til fjölda ára. Hann var virkur í verkalýðsmálum um langan tíma og sat í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur. Utför Guðmundar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegi afi minn sem var besti afi í heimi andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 11. októ- ber síðastliðinn. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík, í Kvíabekk. Hann missti móður sína aðeins níu mánaða gamall og fór þá í fóstur. vHann fæddist árið 1930 og var alltaf svo ljúfur og góður maður. Hann var mjög mikill útivistarmaður þeg- ar mamma mín var ung, og eftir að ég fæddist var hann og fjölskyldan mjög oft í lautarferðum og berjamó. Pú varst orðinn svo mikið veikur þegar þú varst sendur inn á Akur- eyri með slæmt krabbamein að það var örugglega gott að þú fékkst að deyja og þurftir ekki að kveljast meira. En þú varst mikill spilamað- ur (brids) og áttir 11 bikara og óteljandi verðlaunapeninga, og hver á að kenna mér fleiri spil? En ég mun alltaf minnast þín og hjálpa ömmu í sorginni miklu. Þín Hanna Jóna. í dag kveðjum við kæran vin, Guðmund Hákonarson, sem er lát- inn eftir að hafa barist við illvígan sjúkdóm í áratug með þreki og æðruleysi sem fáum er gefið. Hann stóð meðan stætt var. Hetjan er fallin. Það er skarð fyrir skildi og mikill missir þeim sem næstir honum stóðu. Það besta sem maður eignast í lífinu, næst góðri fjölskyldu, eru góðir vinir. Betri vin en Guðmund Hákonarson var vart hægt að kjósa sér. Hann hafði sterkan persónu- . leika, var mannblendinn, félags- '’lyndur og hlýr. Mannúð var honum í blóð borin, hann var ekki kröfu- gerðarmaður fyrir sjálfan sig. Guðmundur var mikill Húsvíking- ur, unni sinni heimabyggð og lét málefni bæjarins til sín taka með ýmsum hætti. Hann sat lengi í bæj- arstjóm Húsavíkur fyrir Alþýðu- flokkinn, en hann gerði stefnu þess stjómmálaflokks að sinni strax á unga aldri og hvikaði aldrei frá henni, þótt stundum gæfi á bátinn. Hann var höfðingi í látleysi sínu, hann kom til dyranna ein.s og hann ■JKar klæddur, aldrei að þykjast, hann var öðlingur. Á kveðjustund leita minningar á hugann, minningar um góðu sam- verustundimar sem við áttum með þeim Stefu. Heimsóknimar á víxl, samvinna á pólitískum vettvangi, ferðalög innan lands og utan, en ^pkki síst skemmtilegar stundir við Tlpilaborðið þar sem á ýmsu gekk. Guðmundur var snilldar bridgespil- ari og mátti þar margt af honum læra. Við sjáum hann fyrir okkur þegar úr vöndu var að ráða, halla sér fram á borðið, gefa sér góðan tíma til að ráða í svip andstæðing- anna og taka svo nákvæmlega rétta spilið og henda því á borðið. Hann hló að þeim sem kenndu vondum spilum um slaka útkomu og sagði að það þyrfti nú líka að spila úr lélegu spilunum, og spurði hvort það væri ekki þannig í lífinu sjálfu. Hann var þeirrar skoðunar að það þyrfti að bregðast við kringum- stæðum eins og þær lægju fyrir hverju sinni. Hann var vafsturslaus maður sem vildi leysa hvert mál á sem einfaldastan hátt en ekki flækja það. Það kom vel fram á ferðalögum hvað sýnt honum var um að líta á spaugilegu hliðamar en framhjá ýmsum uppákomum. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi. Hann átti góða konu og vel gerð böm. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og félagi barna sinna og barnabama. Hann var vinsæll maður og hans verður saknað af mörgum, við emm þeirra á meðal. Við kveðjum Guðmund Hákonar- son með þökk og virðingu. Stefu, Hákoni Óla, Dóra Fjólu og þeirra fjölskyldum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan mann og vammlausan veita þeim styrk á sorgarstundu. Ásta og Arnfjótur. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þér, Guðmundur, fyrir sam- fylgdina, vináttuna og allt traustið sem þú ávallt sýndir mér. Við félagar þínir í Alþýðuflokks- félagi Húsavíkur áttum ekki bara góðan vin, þar sem þú varst, heldur varst þú okkar leiðtogi sem við bár- um virðingu fyrir. Þú þreyttist aldrei á því að hlusta þegar við þurftum að bera undir þig eða leita ráða hjá þér um málefni og ákvarð- anir sem taka þurfti. Þú veittir fús góð ráð, og þínar skoðanir, en minntir jafnframt á að endanlega ákvörðun þyrftum við samt sjálf að taka, eins og okkar eigin samviska byði. Ekkert yfirlæti, ekkert kyn- slóðabil, enginn hroki. Áhugi þinn á mönnum og málefn- um og óskir um sem bjartasta fram- tíð fyrir bæjarfélagið okkar, vora þín stóra áhugamál. Þú sast sjálfur í bæjarstjórn um árabil, og fylgdist síðan vel með og studdir okkur sem við tókum. Ekkert var of gott fyrir okkar ágæta bæ. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar sást þú langþráðan draum rætast, þegar H-listinn varð til. Þú hafðir óbilandi trú á framtíð þessa samstarfs og oft minntir þú okkur á það í sameiningarferlinu, að menn þyrftu að sýna vilja og vera tilbúnir að slá af kröfum sínum til að ná saman, annars yrði ekki neitt úr neinu. Þetta samstarf varð að veraleika og þú gladdist mjög og við öll með þér. Þér var lagið að hrífa með þér viðstadda. Nú er það okkar félaganna að efla og styrkja þetta samstarf og það ætlum við að gera. En pólitíkin náði líka út fyrir bæjarmörkin. Ekki var áhugi þinn minni á landsmálunum. Og þar áttir þú þér annan draum. Sameininguna sem Samfylkingin stendur fyrir. Engan þekkti ég sem hafði jafn- mikla trú á sameiningu þessara flokka, né hafði meiri væntingar til þessa samstarfs en einmitt þú, Guð- mundur. Við ætluðum einmitt, féiagarnir, að fylgjast með þessu öllu, halda nokkra fundi, drekka nokkra kaffi- bolla í Snælandi, spjalla og skiptast á skoðunum, svona eins og við eram vön. Við hin mætum, en sá sem besta mætinguna á og hefur alltaf átt, hann mætir ekki og við munum sakna hans sárt. Eg heyri þig segja núna: „Þið bara standið ykkur, það er ekki spurning." Eiginkonu, börnum og fjölskyld- um þeirra flyt ég samúðarkveðjur. Guðrán Kristín Jóhannsdóttir. í dag er til grafar borinn norður á Húsavík Guðmundur Hákonarson, einn sannasti jafnaðarmaður og tryggasti Alþýðuflokksmaður, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Leiðir Guðmundar og Alþýðu- flokksins hafa lengi legið saman. Hann er einn af minnisstæðum mönnum frá fyrstu flokksþingum, sem ég sat - á fyrstu áram sjöunda áratugat þessarar aldar. Þá var Guðmundur Hákonarson í blóma lífsins, áberandi maður hvort heldur sem var í ræðustóli eða í hópi fé- laga. Hann var þá og lengi síðan í hópi helstu forystumanna Alþýðuflokks- manna á Norðurlandi, ekki aðeins í forystu sinna flokksmanna í sveitar- stjómarmálum á Húsavík heldur ekki síður í kjördæminu. Alþýðu- flokkurinn á Húsavík átti góðu mannvali á að skipa auk þess sem þaðan vora ættaðir ýmsir af fram- mámönnum flokksins hér á suðvest- urhominu, bæði í hópi sveitar- stjómarmanna og alþingismanna. Merkisberarnir í heimamanna- hópnum vora þeir Guðmundur Há- konarson, Sigurjón Jóhannesson og fleiri góðir menn, karlar og konur, og munaði um þá sveit. Frá því leiðir okkar Guðmundar Hákonarsonar lágu fyrst saman hefur mikið vatn til sjávar rannið. Ungur og lítt reyndur liðsmaður í samtökum ungra jafnaðarmanna hefur elst að árum og reynslu og Elli kerling náði smátt og smátt undirtökunum í glímunni við Guð- mund Hákonarson. Hún fékk ekki veikt andlegt atgervi Guðmundar en líkamskraftarnir dvínuðu og heilsu hrakaði. Leiðir okkar Guð- mundar Hákonarsonar hafa legið saman á vettvangi Alþýðuflokksins allt frá því við sáumst fyrst, þannig höfum við átt samleið og getað fylgst með því hvernig fram- rás tímans hefur haft áhrif bæði á okkur sjálfa, samferðamennina, flokkinn, sem við höfum aðhyllst og stefnumálin, sem við höfum barist fyrir. Mörg ráð hefur Guð- mundur Hákonarson gefið bæði mér og öðram félögum okkar á þessari löngu leið og margt gott verkið hefur hann á þeim tíma unnið fyrir flokkinn sinn og sína heimabyggð. Fyrir það flyt ég honum þakkir okkar allra nú að leiðarlokum. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands þakkar einum af sínum nýtustu fylgismönnum og farsælustu for- ystumönnum langa samleið og fórnfúst starf. Sjálfur flyt ég Guðmundi Hákon- arsyni einlægar þakkir fyrir góð kynni og vináttu. Við hittumst síð- ast á fundi á Húsavík fyrir um það bil einum mánuði. Þar var til um- ræðu stofnun nýira stjórnmálasam- taka, Samfylkingarinnar, sem né er unnið að. Enn sem fyrr var Guð- mundur á þessum fundi áhugasam- ur, bjartsýnn og hvetjandi og lagði eins og jafnan áður allt jákvætt og gott til málanna. Á hann var vand- lega hlustað og tekið mikið mark á því, sem hann sagði. Skerpan, áhug- inn og framsýnin vora enn til staðar eins og ávallt áður þó líkamsheilsan væri farin að bila. Nú kveð ég þennan gamla vin og samstarfsmann. Aðstandendum hans og vinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Góður maður er genginn. Sighvatur Björgvinsson. Föstudaginn 8. okt. s.l. átti ég langt samtal í síma við Guðmund Hákonarson. Áhugi hans á velferð Húsavíkur var einlægur sem ætíð áður. Hann undraðist að 80 einstak- lingar voru á brott á s.l. átta mánuð- um. Nú er hann sjálfur farinn í þá ferð, er bíður okkar allra. Guð- mundur hafði barist hetjulega við illvígan sjúkdóm í mörg ár. Stund- um virtist, sem endalokin væra skammt undan, en mikill vilji og gott skap, sem einkenndi hann ætíð, máttu sín mikils í allri baráttunni. Síðustu orð mín við hann voru hvort hann gæti gengið utandyra. „Ég er með ónota stingi, við sjáum bara til,“ og svo kveðjuorð. Endalokin vora við næsta leiti. Guðmundur kom úr umhverfi, þar sem vinna og aftur vinna var stunduð hvenær er færi gafst. Störfin voru tengd sjósókn, land- búnaði eða almennri verkamanna- vinnu. Hann missti móður sína á fyrsta ári. Faðir hans var sjómaður. Hann sótti sjó suður eins og títt var á þeim áram. Síld á sumrum og við réttir og sláturverk á haustin. Guð- mundur elst upp hjá afa og ömmu í móðurætt fram um fermingu. Þá tekur Fjóla móðursystir hans við heimili fyrir Hákon mág sinn og Guðmund, í húsinu Seli á Húsavík. Guðmundur ólst upp við mikil og góð kynni af sjómennsku og land- búnaði. Hann var fjöldamörg ár í sveit á Langavatni í Reykjahverfi og hafði þar gott atlæti. Síðar á sjó. A unglingsárum hans var frjálst að leika sér á túnum beggja afanna og sinna skepnum eftir atvikum vor og haust. Frelsi fyrir unglingana til leikja var algert, á túni eða í fjör- unni. Heyskapur var yndi unglinga á Húsavík á uppvaxtaráram hans. Einnig að stokka og beita línu. Ekki þurftu menn að sitja lengi að umræðum með Guðmundi til þess að komast að því að málefni Al- þýðuflokksins vora honum mjög hugleikin. Segja má að hann hafi gersamlega helgað sig hugsjónum jafnaðarstefnunnar alla sína tíð og barist fyrir henni hvar sem við varð komið. Þessa hugsjón fékk hann þegar sem unglingur og vék ekki frá henni. Sameiningin nú milli gamalla hugsjónaflokka var honum mjög hugleikin og vildi hann veg hennar sem mestan. Það gladdi hann mjög að vel tókst til við síð- ustu kosningar á Húsavík. Guð- mundur var í eðli sínu félagslyndur og naut sín vel við spil og spjall. í mjög langan tíma spilaði hann brids og var vel liðtækur á því sviði. Áhugi hans á hagsmunum og at- vinnu fólksins var ekki eingöngu bundinn við Húsavík. Hann var eld- heitur baráttumaður fyrir því, að al- menningur gæti lifað við góð kjör hér á landi og réttmætur jöfnuður ríkti. Hann hafði mikinn beyg af þeirri þróun síðustu ára sem lwóta- kerfið var að leiða yfir þjóðina. Hann kallaði ílóttann utan af landi þjóðflutninga og varhugaverðan. Sanngjarn jöfnuður í lífskjörum yrði að ríkja í landinu og möguleik- ar til þess að njóta sín. Það er svo að jafnaði, að hug- sjónamenn þurfa á stuðningi að halda heimavið sem út á við. Guð- mundur naut þess í ríkum mæli frá konu sinni Stefaníu Halldórsdóttur, og síðar syni og dóttur. Heimilis- friður er rofinn með símtölum í tíma og ótíma. Þessu öllu var mætt með stillingu og velvild á heimili þeirra í tugi ára. Liðsinni var þeim eðlislægt. Minningin um heilsteyptan drengskaparmann mun lifa meðal þeirra, sem þekktu til Guðmundar. Ég sendi fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Jón Ármann Héðinsson. Þeim fækkar nú ört húsvísku heiðursmönnunum, sem ég kynntist á þingmannsárunum í Norðurlandi eystra. Ljúflingurinn Gunnar Mara látinn fyrir nokkra og baráttujaxl- inn Helgi Bjarna kvaddi í ágúst. Og nú er Guðmundur Hákonar farinn. Þessir menn settu allir mikinn lit á samfélag sitt, vora þekktir borgarai- og atorkusamir gæfumenn, hver á sínu sviði. Guðmundur Hákonarson var jafnaðarmaður af lífi og sál og einn helsti forystumaður Alþýðuflokks- ins á Húsavík um langt árabil. Það var gott til hans að leita og orðið tímaskortur var ekki til í hans munni, þegar eitthvað þurfti að gera fyrir flokkinn. Hann var í hópi þeirra, sem stundum era nefndii' „eðalkratar". Lausleg skilgreining á þessari nafngift er eitthvað á þessa leið: Hefur verið jafnaðarmaður frá því að hann hóf að hugsa um stjórn- mál og taka þátt í þeim og hefur ekki hvikað frá þeirri bjargföstu sannfæringu, að engin stjómmála- stefna önnur en jafnaðarstefnan, séu betur til þess fallin að skapa réttlátt þjóðfélag og betri heim. Jafnvel þótt Guðmundi Hákonar mislíkaði illilega við flokkinn og gjörðir hans, þá held ég að aldrei hafi hvarflað að honum að hverfa frá stuðningi við baráttutæki jafn- aðarmanna. Hann gat verið ómyrk- ur í máli og tekið í hnakkadrambið á þeim, sem að hans mati höfðu haldið ranglega á málum. En öll hans framganga mótaðist af baráttugleði og vilja til að hafa bætandi áhrif á samfélagið. Guðmundur tók mikinn og virkan þátt í atvinnulífi Húsavíkur og lagði flestum málum lið, sem hann taldi horfa til heilla. Þai' sem hann fór var hreyfing og aldrei lognmolla. Guðmundur var góður félagi í hinni pólitísku glímu. Heimili hans var ósjaldan miðstöð baráttunnar og hefur vafalaust reynt á þolrif Stefaníu, eiginkonu hans, þegar mikið var um að vera. Sjálfur á ég margar góðar minningar úr húsi þeirra hjóna og þakka vináttuna og gestrisnina. Eg er einn þeirra, sem álíta að störf í þágu stjórnmála séu ekki að- eins mildlvæg, heldur lýðræðinu lífsnauðsyn. Menn eins og Guð- mundur Hákonarson hljóta sjaldan umbun fyrir mikla vinnu í þágu stjórnmálaflokka. En þeir eiga mikla þakkir skildar fyrir að búa til þann jarðveg, sem hið pólitíska mótunarstarf sprettur upp af og er grandvöllur þess, að okkar góða þjóðskipulag fái að halda velli. Guðmund Hákonarson kveð ég með virðingu og jsakklæti. Árni Gunnarsson. Kæri vinur og félagi. í fleygum orðum segir: „Það sem vitur maður ætti að íhuga er ekki hvernig hann á að deyja, heldur hvernig hann á að lifa.“ Þú kunnir að lifa og njóta lífs- ins allar þær stundir sem lífið gaf þér. Þrátt fyrir erfið veikindi hin seinni ár var það ekki í þínum anda að kvarta yfir hlutskipti þínu heldur var gleðin og bjartsýnin þar allsráð- andi. Skoðanir þínar á málefnum líð- andi stundar mótuðust af þeirri hugsjón sem þú settir þér sem ung- ur maður og það var engum dulið að þú varst ávallt sannur jafnaðarmað- ur. Aldrei var lognmolla í ki-ingum þig, óbilandi eldmóður var áberandi hvar sem þú komst og það var eins og nálægð þinni fylgdi ólýsanlegur drifkraftur sem hreif fólk með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.