Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 5$*
skólastjóri Iðnskóla Siglufjarðar
1945-1973.
Síldin hvai'f frá Siglufirði um
1960 og þá fóru erfiðir tímar í hönd í
bæjarfélaginu og mikill fólksflótti.
Loks kom svo að ákveðið var að
leggja Iðnskólann niður. Það líkaði
Jóhanni ekki vel og síðustu veturna
hélt Jóhann Iðnskólanum á Siglu-
firði úti af eigin rammleik. Hann
stýrði skólanum og kenndi án þess
að fá eða eiga nokkra von í launum
fyrir stjóm eða kennslu önnur en
þau að verða æsku Siglufjarðar að
liði og koma henni til þroska. Sama
fórnfýsi einkenndi öll félagsstörf
Jóhanns. Hann var bindindisfröm-
uður og var forstöðumaður Gesta-
og sjómannaheimilis stúkunnar
Framsóknar á Siglufirði 1941-1960.
Þá gaf hann út og ritstýrði blaði
templara „Reginn" um árabil. Jó-
hann starfaði mikið að málefnum
templara og var heiðursfélagi Stór-
stúku Islands. Þá var hann
æðstitemplar stúkunnar Framsókn-
ar nr. 187 og gæslumaður bama-
stúkunnar EyraiTÓsar nr. 68.
Jóhann hafði brennandi áhuga á
skógrækt. Ekki þótti líklegt að
skógur þrifist í Siglufirði. Jóhann
gafst ekki upp og ásamt með ung-
lingum Siglufjarðar kom hann upp
undra fallegu skógarsvæði neðst í
Skarðsdal. Þar prýða barrtré og
bera elju og þrótti Jóhanns vitni um
ókomin ár. Jóhann var sæmdur
fálkaorðu fyrir störf að kennslu og
skógrækt og var heiðursfélagi
Skógræktarfélags Islands.
Þá er að geta starfa Jóhanns að
stjórnmálum en á þeim vettvangi
kynntist ég honum best. Jóhann var
framsóknarmaður af brennandi
hugsjón. Hann bar fram hugsjónir
flokksins af ógleymanlegri mælsku
og þrótti og vísaði flokksbræðmm
sínum á rétta slóð ef honum þótti
sveigt af leið. Hann var ágætlega
ritfær og stýrði Einherja, blaði
framsóknarmanna í Siglufirði, all-
mörg ár. Sparaði hann hvorki tíma
sinn né atorku við að halda blaðinu
úti og gera þeð sem best úr garði.
Kona Jóhanns var Friðþóra Stef-
ánsdóttir, myndar- og mannkosta-
kona, systir kempunnar Skafta
skipstjóra á Nöf. Lifir Friðþóra
mann sinn og dvelur á Sjúkrahúsinu
á Siglufirði.
Börn þeiiTa eru fimm. Sigríður
sjúkraliði í Reykjavík, Þorvaldur
framkvæmdastjóri SSA Seyðisfirði,
Stefanía leikskólakennari í Reykja-
vík, Indriði bankamaður í Reykja-
vík og Freysteinn fréttastjóri á
Morgunblaðinu.
Eg kveð Jóhann Þorvaldsson með
miklu þakklæti fyrir margra ára-
tuga trygga vináttu og óbrigðula
leiðsögn. Fyrir hönd framsóknar-
manna þakka ég honum mjög mikil
og fómfús forystustörf, það var öll-
um lærdómsríkt að kynnast honum.
Jóhann þráði að bæta heiminn og
ég held að heimurinn hafi batnað
fyrir tilverknað hans. Jóhann var
stórheiðarlegur maður og til mikill-
ar fyrirmyndar.
Blessuð sé minning hans.
Páll Pétursson.
Það er erfitt að vera langt að
heiman á stundu þegai’ ástvinur
fellur frá. En þó sorgin sé mikil er
margs að minnast og þakka.. Eins
og 90 ára afmælisdagsins hans afa,
sem var svo skemmtilegur og svo
dýrmætt að eiga hann í minning-
unni. Þótt sjúkur væri, ljómaði afi
af gleði og stolti. Hafði náð sínu tak-
marki sem var að gefa út ljóðabók-
ina sína, lifa 90 ára afmælisdaginn,
og gat stoltur horft til baka yfir
ævistarf sitt.
Einhvern veginn fmnst mér afi
alltaf hafa náð þeim markmiðum
sem hann ætlaði sér. þó þau væru
ekki alltaf hefðbundin og þessu náði
hann líka. Það er ljúft að hugsa til
baka, þegar lítil stelpa sat í kjöltu
afa og hlustaði á „baula þú nú
búkolla mín“ og íleiri sögur ,því
engin sagði eins vel sögur og afi.
Eða þegar við sátum saman uppi,
við skrifborðið og afi leiðbeindi mér
með vinnubækumar mínar veturinn
sem ég var hjá afa og ömmu á Sigló.
Eins alla sunnudagana þegar við
fómm saman niður í stúku og svo
sumrin þegar arkað var við hlið afa
inn í skógrækt að hlúa að plöntun-
um sem honum þótti svo undur
vænt um. Að virða og lifa í sátt við
náttúruna, að „rækta“ hvort sem
það er skógurinn, eða tráin, og það
að vera samkvæmur sjálfum sér eru
meðal annars það dýrmæta vega-
nesti sem afi skilur eftir, til okkar
hinna.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku afi.
Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir
og fjölskylda, Danmörku.
Jóhann Þorvaldsson var alla sína
löngu starfsævi í forystusveit skóg-
ræktarfólks í sínu heimahéraði í
Siglufirði og lét víða til sín taka í
þeim málum. Hann var í hópi braut-
ryðjenda á þeim tíma þegar íslensk
skógrækt átti sér fáa formælendur
og lét aldrei af óbilandi trá sinni á
það afl sem í íslenskri gróðurmold
er fólgið. Hans hugsjón var að hægt
væri að breyta blásnum melum í
fagra gróðurreiti - og það væri líka
hægt í skóglausum og jafnvel gróð-
urvana sveitum þessa lands.
Hann var kennari af guðs náð -
hvort sem hann talaði til ungra eða
þeirra sem eldri voru - ræktun í
víðasta skilningi var honum eðlis-
læg - líka þegar hún tengdist hinum
huglægu þáttum.
I huga okkar skógrætkarmanna
er Jóhann Þorvaldsson hetja í bar-
áttunni um að klæða landið þeim
gróðri sem það á skilið - við minn-
umst hans frá samstarfinu innan
skógræktarfélaganna þar sem hann
lagði allt gott til - hvatti menn til
dáða í ræðum og riti - og jafnvel í
bundnu máli ef svo bar undir. Hann
var eldhugi sem sannarlega var gott
að eiga að.
Sá eldur var honum enn í huga
þegar halla tók undan fæti á langri
og farsælli ævi.
Við skógræktarfólk minnumst
hans frá samstarfinu um áratuga
skeið - munum eftir honum með
tindrandi augu í ræðustól - með
einlægum og heitum vilja til að
vinna landi sínu og þjóð allt að
gagni.
Nú við fráfall hans flyt ég fyrir
hönd Skógræktarfélags Islands að-
standendum Jóhanns innilegar
samúðarkveðjur. Hans mun lengi
minnst á vettvangi íslenskrar skóg-
ræktar.
Hulda Valtýsdóttir, fyrrv.
formaður Skógræktarfélags
fslands.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
LILJA JÓNSDÓTTIR
frá Flateyri,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
lést fimmtudaginn 14. október.
Jón Eyjólfsson,
Guðrún Indriðadóttir,
Eyjólfur Jónsson.
+ MARÍANNA MORTENSEN,
Ásbúðartröð 15,
Hafnarfirði,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þorsteinn Ingólfsson, Ingólfur Þorsteinsson, Anna Sigurjónsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
INGIMAR BRYNJÓLFSSON
fyrrum oddviti,
Ásláksstöðum,
Arnarneshreppi,
varð bráðkvaddur laugardaginn 9. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mið-
vikudaginn 20. október kl. 13.30.
Sigríður Axelsdóttir,
synir, tengdadætur og afadrengir.
t
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÚNAR JENSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á A-gangi
dvalarheimilisins Hlíðar.
Rósa Rósantsdóttir,
Reynir Rósantsson,
Fjóla Rósantsdóttir,
Signý Rósantsdóttir,
Benna Rósantsdóttir,
Helga Rósantsdóttir,
Anna Rósantsdóttir,
Árni Rósantsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR,
Garðvangi,
áður til heimilis
á Hringbraut 70,
Keflavík,
lést á dvalarheimilinu Garðvangi, fimmtu-
daginn 14. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gíslína S. Farnsworth, William W. Farnsworth,
María S. Weiner, Norman G. Weiner,
Ómar Steindórsson, Guðlaug Jóhannsdóttir,
Ragnheiður Steindórsdóttir,
Jón Axel Steindórsson, Brynja Sigfúsdóttir,
Guðrún Dóra S. Cabrera, Pete Cabrera,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRMANN ÁRNASON,
Hamrahlíð 40,
Vopnafirði,
lést í Sundabúð fimmtudaginn 14. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurveig Björgvinsdóttir,
Guðrún Kr. Ármannsdóttir,
Sigurbjörn Á. Ármannsson, Erna Jóhannsdóttir,
Hreinn Ármannsson,
Rósa Ármannsdóttir, Hannes Haraldsson,
Sigurvin Ármannsson, Sonja Þorsteinsdóttir,
Guðbjörg Ármannsdóttir, Skæringur Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur sonur okkar, bróðir og bamabarn,
NIKULÁS INGI VIGNISSON,
lést sunnudaginn 10. október í Álasundi,
Noregi.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu, föstu-
daginn 22. október kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Hitt húsið — Ung List,
Aðalstræti 2, Reykjavtk.
Sigurdís Ingimundardóttir, Vignir Jóhannsson,
Hrafn Mar Sveinsson, Marsibil Brák Vignisdóttir,
Baldur Snær Sveinsson, Erling Ormar Vignisson,
Jóna Hjaltadóttir, Hjörtur Jóhann Vignisson,
Vigdís Guðbjarnadóttir.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURLAUG DAVÍÐSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánu-
daginn 18. október kl. 15.00.
Alda Jónsdóttir, Þorsteinn Egilsson,
Halldóra Jónsdóttir, Hannes Baldvinsson,
Þórdís Jónsdóttir, Haukur Hjaltason,
Helen Þorkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN SÍMONARDÓTTIR,
Dverghömrum 32,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspitalans fimmtu-
daginn 14. október.
Þorbjörn Guðmundsson,
Katrín Björk Svavarsdóttir,
Bryndís fsfold Hlöðversdóttir,
Árni Rúnar Hlöðversson.