Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
Er samkynhneigð
meðfædd og óbreytanleg?
Frá Sverri Halldórssyni:
UMRÆÐA um samkynhneigð hef-
ur skotið upp kollinum á síðum dag-
blaðanna á undanförnum misserum
og er það vel því mikil þörf er á um-
fjöllun um þetta málefni. Hins veg-
ar er umhugsunarefni að svo virðist
sem talsmenn samkynhneigðra og
samtaka þeirra telji sig hafa einka-
rétt á því að tjá sig um samkyn-
hneigð og málefni samkynhneigðra.
Reynt er að koma í veg fyrir að op-
in og upplýst umræða fari fram um
samkynhneigð og reynt að gera lít-
ið úr þeim sem tjá aðrar skoðanir
en þær sem samkynhneigðir og
samtök þeirra viðurkenna. Pessar
aðferðir benda ekki til sterkrar
málefnastöðu hjá þessum aðilum.
Tekist hefur að koma tveimur
ranghugmyndum inn hjá stórum
hluta fólks og þessar tvær hug-
myndir hafa mikil áhrif á opinbera
stefnu varðandi fjölskylduna, kyn-
ferðismál og hjónaband. Þessar
tvær ranghugmyndir eru:
að samkynhneigð sé meðfædd, þ.e.
genetísk (erfðafræðileg)
að samkynhneigð sé þar af leiðandi
ekki hægt að breyta
Hvorug þessara hugmynda er
rétt og í raun eru engar vísindaleg-
ar rannsóknir sem sýna fram á
réttmæti þeirra, þvert á móti. Al-
varlegasta afleiðing þessara röngu
fullyrðinga er e.t.v. áhrifín sem þær
hafa á fjölmarga samkynhneigða.
Þeii- samkynhneigðu einstaklingar
sem vilja ekkert frekar en verða
frjálsir frá þessari hneigð og eign-
ast fjölskyldu og börn fá þau skila-
boð að það sé ekki hægt. Fulltrúar
samtaka samkynhneigðra minnast
aldrei á þennan stóra hóp í mál-
flutningi sínum, enda þjónar það
ekki þeirra markmiði. Staðreyndin
er hins vegar sú að til er fjöldinn
allur af fólki sem tekist hefur að
snúa baki við samkynhneigð og
margir hafa gengið í hjónaband og
eignast böm og lifa hamingjusamir
í gagnkynhneigðu sambandi. Hægt
er að lesa frásagnir þessa fólks t.d.
á netinu á heimasíðum einhverra
þeirra samtaka sem fást við að
hjálpa fólki sem vill snúa baki við
líferni sínu og breyta kynhneigð
sinni. Einn hinna fjölmörgu sem
segja sögu sína er Anthony Falz-
arano, framkvæmdastjóri Trans-
formation Ministries. Hann var
samkynhneigður og lifði því lífi frá
17 ára aldri til 26 ára aldurs. Hann
leiddist inn í þennan lífsstíl og vissi
ekki að hann ætti annarra kosta
völ. Hann segir: Ég vissi ekki að þó
svo að ég hefði ekki valið að vera
samkynhneigður þá þyrfti ég ekki
að vera það. Ég hafði val, ég gat
breytt kynhneigð minni. í Banda-
ríkjunum eru nokkur samtök sem
vinna að því að aðstoða samkyn-
hneigða. Mörg okkar erum búin að
fá nóg af þessum lífsstfl sem í upp-
hafi virðist veita mikið frelsi en
þegar á líður fjötrar hann okkur og
leiðir oft til dauða. 35 af vinum mín-
um og kunningjum hafa látist úr al-
næmi og ég vil ekki sjá fleiri smit-
ast...“
Þetta er rödd eins þeirra þús-
unda sem tekist hefur að losna úr
fjötrum samkynhneigðar sinnar og
hann þráir að fleiri sem eins er
ástatt um fái að reyna hið sama.
Fyrir þá einstaklinga sem vilja
kynna sér starfsemi slíkra samtaka
til hjálpar samkynhneigðum er
bent á eftirfarandi vefsíður:
httpi/Avww.exodusintl.org'
http://www.stonewalIrevisited.com/
og „Narth“, samtök lækna á þessu
sviði, http7/www.narth.com/ Að
lokum vil ég þakka sr. Ragnari fyr-
ir ágæta grein í Morgunblaðinu 14.
apntpmnpr
SVERRIR HALLDÓRSSON,
Teigaseli 4, Reykjavík.
l.is
ALL.TAf= GITTHVAÐ NÝTI
10 rósir /cr. 990
Full búð af
nýjum gjafavörum.
Gott verð.
Opið til kl. 10 ðll kvöld
Daíía
Fákafeni 1 I, sími 568 9120.
SKOLASKOR
FRÁ
KangaROOS
Hlýir, flottir, sterkir,
með TEX-vatnsvarnarfilmu
Tegund: Shock
Litir: Rauðir og svartir
Stærðir: 30-40
Verð frá kr. 5.495
;
Pantanir óskast sóttar
DOMUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjavík
Sími 568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Listaháskóli
á Austur-
landi
Frá Einari Vilhjálmssyni:
MIKIÐ hefur verið rætt um flutn-
ing stofnana frá Reykjavík til ann-
arra landshluta. Er slíkur flutning-
ur oft næsta sérkennilegur eins og
dæmin sanna. Hreppaflutningur
byggðastofnunar og Landmæling-
anna eru dæmigerðir fyrir pólitísk
spillingamál. Almenningur þarf að
borga hundruð milljóna fyrir afglöp
af þessu tæi. Þetta eru þjónustu-
stofnanir sem eru best settar í
Reykjavík.
Listaháskóli er að taka til starfa.
Þar gefst tækifæri til þess að nýta
skólabyggingarnar á Eiðum og efla
um leið atvinnulífíð á Héraði. Þetta
ætti að falla að hugmyndum
menntamálaráðherra um fleiri
menningarsetur utan Reykjavíkur.
Hér væri ekki um flutning á stofn-
un að ræða, heldur skynsamlega
vistun nýrrar stofnunar.
Reykjavík er ekki sjálfkjörinn
staður fyrir allar menntastofnanir
landsins, Háskólinn á Akureyri er
dæmi um það. Austfirðingar eru
sannarlega vel að því komnir að fá
þennan óvistaða háskóla, enda ekki
á kot vísað þar sem Eiðastaður er.
íslenskar listaspú-ur ættu að
þroskast vel í þessu fallega og vist-
væna umhverfi, fjarri skarkala og
spillingu borgarinnar. Kjarval undi
löngum á þessum slóðum í óspilltri
náttúrunni og í nánum tengslum við
skapara sinn, líkt og Kristur sem
fór út í eyðimörkina til fundar við
Guð sinn.
EINAR VILHJÁLMSSON,
Garðabæ.
mbl.is
Lagersala Fjölva
Smiðjuvegi 2 (bak við Bónus)
SÍÐASTA SÖLUHELGI - NÝTT KORTATÍMABtL
Otrúlega lágt verð. Allir fá bókagjöf í kaupbæti
Þaö er handagangur í öskjunni á Lagersölu Fjölva.
Nú fer hver aö veröa síöastur áb krækja sér í bækur.
Úrvaliö er frábært og verbib hreint ótrúlegt.
Ævisögur -Skáldsögur - Listaverka og Tónlistarbækur -
Nátturufræbi - Dulræn fræöi - Heilsubækur - íslands-
bækur - Leibsögurit - Barnabækur -Teiknimyndasögur.
Frábærir bókapakkar á enn betri vildarkjörum.
Verib velkomin — Allir fá bókagjöf í Kaupbæti
Opið um helgina
Laugardaginn: 10:00 - 17:00
Sunnudaginn: 12:00 - 17:00