Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 76

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 76
i. Netþjónar og tölvur i COMPAd Gott upplýsinga- kerfi borgar sig - er þitt kerfi skifvirkt? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar 563 3000 M0RGUNBLAÐ1Ð, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 LAUGABDAGUR 16. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Leitað að rjúpna- » skyttum BJÖRGUNARSVEITIR leit- uðu að tveimur rjúpnaskyttum í gærkvöldi og stóð enn yfir leit að annarri þeitra á miðnætti. Skyttan sem enn var saknað týndist á VíðidalsfjaUi á mörk- um Húnavatnssýslna. Maður- inn hafði haldið ásamt félög- um sínum á veiðar í gærmorg- un, á fyrsta degi rjúpnaveiði- tímans, en skilaði sér ekki af fjalli fýrir myrkur. Björgunar- sveitir Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu leituðu ó’ i mannsins í gærkvöldi. Hin skyttan týndist á Klettshálsi mifii Kolla- og Kvígindisfjarðar. Björgunar- sveitir leituðu mannsins í gær- kvöldi, en hann skilaði sér til byggða laust fyrir miðnætti. Heildarmynd stóra fíkniefnamálsins er óðum að skýrast J átningar liggja fyrir HEILDARMYND stóra fíkniefnamálsins, sem er til rannsóknar hjá lögreglu, hefur verið að skýrast að undanförnu. Hefur rannsóknin leitt í ljós hvemig staðið var að innflutningi ííkniefn- anna og hverjir eru viðriðnir málið. I málinu liggja fyrir játningar meðal gæsluvarðhaldsfanga á því að hafa flutt inn nokkurt magn ííkniefna og eru tengsl þeirra við fíkniefnin einnig fyrir hendi. Lögreglan hefur upplýst Morgunblaðið um að málið hafi verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík frá því í maí síðastliðn- um og heldur rannsóknin áfram enda er henni hvergi nærri lokið. Hún hefur m.a. beinst að þekktum aðilum úr fíkniefnaheiminum, skipu- lagningu ætlaðra brota og fleiru sem varðar aðila sem hafa tengst innflutningi og dreifingu efn- anna hér á landi. Á annað hundrað kg af fíkniefnum eftír smyglleiðinni Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur rann- sókn málsins leitt í ljós að mikið af fíkniefnum hefur komið eftir smyglleiðinni sem upprætt var snemma í september. Er talið að smyglleiðin hafi verið opin í um eitt ár og bendir ýmislegt til þess að á þeim tíma kunni að hafa verið flutt inn á annað hundrað kg af ýmiss konar fíkniefnum. Beinist rannsóknin m.a. að því að kanna þátt sumra gæsluvarðhaldsfanganna í sjálfum inn- flutningi efnanna og hvaða þátt aðrir fanganna eiga í dreifingu þein-a hérlendis og hvaða þátt enn aðrir fanganna eiga í fjármögnun efnanna. Hafa starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar lagt nótt við dag undanfamar vikur við að upp- lýsa málið, en þess ber að geta að fleiri mál eru tfi rannsóknar hjá deildinni sem einnig þarf að sinna. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er hins vegar ljóst að stóra fíkniefnamálið hefur reynt verulega á fjárhag lögreglustjóraembættisins, en ekki virðist að jafnaði vera gert ráð fyrir svo um- fangsmiklum rannsóknum sem þessari. Sem dæmi um hversu tímafrek rannsókn máls- ins er má nefna að ferðir með sakborninga og ferðir rannsóknaraðila austur á Litla-Hraun, þar sem sakborningar sitja í gæsluvarðhaldi, eru orðnar um 50 talsins, en í hverri ferð eru eknir um 100 km sem tekur a.m.k. 2-3 klukkustundir að öllu meðtöldu. Þá hefur talsverður tími farið í að laga vinnubrögð lögreglunnar að nýju lagaum- hverfi, sem rakið er til nýrra ákvæða í lögum um meðferð opinberra mála. Umtalsverðum árangri náð í baráttunni gegn fikniefnum Lögreglan metur stöðuna í málinu svo, að um- talsverður árangur hafi náðst í baráttunni gegn fíkniefnum, en hann felst ekki síst í því að tekist hefur að loka fyrir nokkuð örugga innflutnings- leið fíkniefna til landsins. Þá hefur tekist að handtaka þá sem tengjast innflutningnum og þá er virðast hafa fjármagnað kaupin á efnunum. Lögreglan telur að á næstunni þurfi að huga vel að skipulagi fíkniefnamarkaðarins hér á landi og fylgjast gaumgæfilega með þróun hans með tilliti til breyttra aðstæðna. Til þess að svo geti orðið þurfi góð aðstaða og nýir möguleikar til slíks að vera til staðar hjá þeim, sem fahð er að sinna því. Fólki smyglað skipulega til landsins Greiða frá hálfri milljón fyrir að komast LÖGREGLURANNSÓKN er lok- ið í máli hins 27 ára gamla Marewans Mostafa, sem beðið hefur um landvist hérlendis sem pólitískur flóttamaður. Hefur mál hans verið sent Utlendingaeftirlit- inu til umfjöllunar. Mostáfa var handtekinn hinn 5. ^któber og settur í viku gæslu- varðhald samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms en Hæstiréttur felldi úr- skurðinn úr gildi og var maðurinn settur í umsjón RKI þar sem hann er nú. Skipulegur innflutningur Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að við rannsókn málsins hefði komið í ljós að um skipulegan ólöglegan innflutning var að ræða þar sem hmgað viðkomandi einstaklingur greiddi háa fjárhæð fyrir að komast til ís- lands. Væru nú þegar nokkur dæmi um slíkt hérlendis, en þær fjárhæðir sem um ræðir nema frá hálfri milljón króna á hvem inn- flytjanda. íslenskir aðilar ekki útilokaðir Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er ekki hægt að útiloka að aðilar hérlendis komi að hinum ólöglega innflutningi á einn eða annan hátt. Skipuleg brotastarfsemi sem tengist ólöglegum innflutningi út- lendinga er vel þekkt vandamál á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og segir lögreglan að það sé hið raunverulega vandamál sem blasi við yfirvöldum hérlendis. Hafnarframkvæmdir í Stykkishólmi Brúin út í Stykki löguð UNNIÐ er að lagfæringu brúar- innar sem liggur út í hólmann Stykki íyrir utan Stykkishólm. —* Viðgerðir hófust um síðustu mánaðamót og er gert ráð fyrir að þeim ljúki fyrir lok nóvember. Ver- ið er að gera við undirlag brúarinn- ar sem og einn stöpul hennar og er það skipasmíðastöðin Skipavík sem að verkinu stendur. Mennimir á myndinni þurfa ekki ^.að kvarta undan veðri þar sem þeir Weppast við að koma brúnni í gott horf. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Þorkell Sjöunda Cirrus SR20 flugvélin miililenti á Reykjavíkurflugvelli í gær, á leið sinni tíl Evrópu þar sem hún verður notuð við kynningarstarf. Á myndinni til hægri er töivumynd af vélinni hangandi í fallhlíf. Ein af fyrstu flugvólunum frá Cirrus millilendir í Reykjavfk Með innbyggða neyðar- fallhlíf fyrir flugvélina HAFIN er í Bandaríkjunum framleiðsla á Ijögurra sæta eins hreyfils flugvél úr trefjagleri og með innbyggðri neyðarfall- hlíf fyrir sjálfa flugvélina. Ein af fyrstu vélunum af þessari gerð, SR20, hafði hér viðdvöl í gær í ferjuflugi austur um haf. Að sögn Snorra Guðmundsson- ar, flugvélaverkfræðings hjá Cirrus Design Corporation, er þetta fyrsta flugvélin með inn- byggðri neyðarfallhh'f sem hlýt- ur lofthæfisskírteini. Hann tel- ur að hún sé tæknilega þróað- asta smáflugvélin í heiminum um þessar mundir. Cirrus flugvélaframleiðand- inn er í borginni Duluth í Minnesota-ríki. Fyrirtækið framleiddi og seldi vélar í hlut- um sem kaupendurnir settu sjálfír saman en árið 1994 kynntí það þessa nýju vél, SR20, og fékk lofthæfisskír- teini fyrir hana. Snorri hóf störf hjá fyrirtækinu árið eftír og stjórnaði tilraunaflugi vélar- innar. Nú annast hann allt sem snýr að flugeðlisfræði við hönn- un og smíði flugvélarinnar. Snorri segir að trefjaplastið hafi mikla yfirburði yfir ál við hönnun og smíði fiugvélar. Auðveldara sé að móta skrokk og vængi vélarinnar út frá flugeðlisfræðilegum sjónarmið- um. Sjást þess merki á vélinni, flatarmál vængja er 30% minna en á öðrum vélum í sama stærðarflokki og skrokkurinn er hafður bjúglaga, líkist fiski, tíl að minnka viðnám. Mikil áhersla var lögð á öryggi við hönnun SR20, Snorri nefnir ör- uggari sætí og stjórnklefa sem tryggja á meira öryggi en í sambærilegum vélum. Þá er neyðarfallhlífin einstök. Ef óhapp verður getur fallhlífin borið flugvélina. Að vísu eyði- leggst hún við lendingu en far- þegar og flugmenn stíga heilir út úr flakinu og það er aðalat- riðið eins og Snorri bendir á. Þótt framleiðsla á SR20 sé nýlega hafin hafa 400 flugvélar verið pantaðar. Búið er að af- henda þrjár. Flugvélin sem kom við á Reykjavíkurflugvelli í gær er sú sjöunda og verður notuð við kynningar hjá sölu- manni fyrirtækisins í Evrópu. Flugvélin kostar tæpa 180 þús- und bandaríkjadali eða liðlega tólf og hálfa milljón íslenskra króna og eru sjálfstýring og staðsetningartæki innifalin í verðinu. Snorri segir að það sé talsvert lægra verð en á þeim flugvélum sem eru ríkjandi á markaðnum í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.