Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 1
240. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Megawati Sukarnoputri kjörin varaforseti Indónesíu Hvatti landa sína til sátta Nágrannaríkin telja ástæðu til að óttast herinn Jakarta,. Reuters. MEGAWATI Sukarnoputri var kjör- in varaforseti Indónesíu í gær en í fyrradag tapaði hún fyrir Abdurr- ahman Wahid er þingið kaus nýjan forseta. I ræðu, er hún flutti við embættistökuna, hvatti hún stuðn- ingsmenn sína og alla landsmenn til að halda friðinn og vinna saman að betri framtíð. Kjöri Megawati og Wahids hefur verið fagnað, jafnt ut- anlands sem innan, en í nágranna- ríkjunum er talin hætta á, að indónesíski herinn muni fyrr eða síð- ar hrifsa aftur völdin í sínar hendur. Helstu andstæðingar Megawati í varaforsetakjörinu, Wiranto hers- höfðingi og Akbar Tandjung, leiðtogi Golkar-flokksins, sem áður fór með stjórn í landinu, tryggðu henni sigur- inn er þeir drógu sig í hlé á síðustu stundu og var þá aðeins kosið á milli hennar og múslimaleiðtogans Hamzah Haz. Fóru leikar svo, að Megawati fékk atkvæði 396 þing- manna en Haz 284. Gengishækkun á markaði Ósigur Megawati í forsetakjörinu leiddi til mikilla óeirða í Jakarta og mörgum öðrum borgum Indónesíu í fyiTadag og Wiranto hershöfðingi hafði þær augljóslega í huga er hann sagði, að hann drægi sig í hlé þjóðar- innar vegna. Kjör Megawati mæltist vel fyrir á Jiang Zemin til Parísar Amnesty skipuleggur mótmæli Lyons, London. Reuters. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International ætla að efna til mótmæla í París í dag er Jiang Zemin, forseti Kína, kemur þangað í opinbera heimsókn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, skoraði í gær á Jiang að setjast að samn- ingaborði með Dalai Lama, hinum útlæga leiðtoga Tíbeta. „Við munum fylgja honum eftir hvert fótmál,“ sagði talsmaður Amnesty í Frakklandi í gær en samtökin ætla að leggja áherslu á vaxandi fjölda dauðadóma í Kína og á handtökur andófsmanna í landinu. Telja þau, að þær hafi verið næstum jafn margar á þessu ári og 1989 er kínversk stjómvöld bældu niður mótmælaaðgerðir stúdenta. Blair, forsætisráðherra Bret- lands, kvaddi Jiang í gær og hvatti hann til að eiga viðræður við Dalai Lama. Sagði talsmaður bresku stjórnarinnar, að Bretar viður- kenndu yfirráð Kínverja í Tíbet en óskuðu þess, að Tíbetar fengju að stjóma sínum eigin málum. indónesískum fjármálamarkaði og í gær hækkaði gengi hlutabréfa og einnig gjaldmiðilsins, rúpíans. Megawati lagði líka á það áherslu í ræðu sinni í gær, að hún myndi beita sér fyrir veralegum markaðsumbót- um í landinu. Varaforsetaembættið hefur löng- um verið heldur valdalítið í Indónesíu en nú gegnir öðra máli, einkum vegna heilsuleysis Wahids og vegna þess, að pólitískur styrkur hans á þingi er ekki mikill. Er flokk- ur hans aðeins sá fjórði stærsti á þingi og miklu minni en flokkur Megawati, sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum í júní. Herinn bíður færis? Hinum nýju leiðtogum Indónesíu var fagnað í nágrannalöndunum í gær en fjölmiðlar og fréttaskýrend- ur þar eru á einu máli um, að valda; baráttunni í landinu sé ekki lokið. í Indónesíu bíði herinn ávallt handan við hornið enda sé hann eina aflið, sem haldi þessu sundurlausa ríki saman. Takist nýju leiðtogunum ekki að bæta efnahagsástandið eða reyni þeir að hreinsa til í hernum, kunni það að verða nóg til að binda enda á þessa tilraun með lýðræði í landinu. ■ Stökkbretti/26 Mikil ieit að Papon París, Genf. Reuters. Reuters Stuðningsmenn Megawati fögnuðu ákaflega í gær er hún var kjörin varaforseti Indónesíu en daginn áður kom til mikilla mótmæla í Jakarta og fleiri borgum er ljóst varð, að hún hafði ekki hreppt forsetaembættið. Rússneski herinn aðeins 12 km frá Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu stjórnarinnar á stríðsáranum hjálp- að við að koma frönskum gyðingum í dauðabúðir nazista. Hafði honum verið gert að mæta fyrir rétti en hann gaf út yfirlýsingu um, að hann kysi fremur að fara í felur en eyða síðustu áranum í fangelsi. Papon er um nírætt. Svissnesk yfirvöld sögðu í gær, að Papon hefði komið til Sviss í síðustu viku og yrði handtekinn ef frönsk stjórnvöld færu fram á það. Talið er, að hann sé enn í landinu. Tugir manna féllu í flugskeytaárás Reuters Lama að leik Karma Kunsang, sem er sjö ára gamall, er hér í bflaleik fyrir framan styttu af Búdda í Auckland í Nýja Sjálandi. Kallast hann einnig Pong Re Sung Rap Tulku Rinpochc vegna þess, að hann hefur opinberlega verið viðurkenndur sem endurfæddur lama eða tíbeskur æðstiprestur. Gengur hann næstur sjálfum Dalai Lama að tign. FRANSKA stjórnin gaf í gær út al- þjóðlega tilskipun um handtöku Maurice Papons, fyixverandi sam- starfsmanns nazista, en hann var dæmdur í fyrra í 10 ára fangelsi fyrir samsekt í glæpum gegn mannkyni. Var dómnum skotið til hæstaréttar Frakklands, sem hafnaði áfrýjuninni ígær. Papon, sem var m.a. lögreglustjóri í París að lokinni styrjöldinni og einnig ráðherra, var dæmdur fyrir að hafa sem embættismaður Vichy- Grosní. AP, Reuters. RÚSSAR skutu flugskeytum á Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær og féllu og særðust tugir manna í árásinni. Ollu sprengingar mikilli skelfingu meðal íbúanna, sem reyna nú að flýja borgina, en rússneski herinn er aðeins í 12 km fjarlægð frá borgarmörk- unum og þrengir stöðugt að borginni. Sumir borgarbúa töldu, að rúss- neskar sprengjuflugvélar hefðu gert árás á borgina en rússneska frétta- stofan Interfax hafði eftir Mumadi Saidajev, einum yfirmanni tsjet- sjneska hersins, að um flugskeyti hefði verið að ræða. Hefðu þau lent á nokkram stöðum, þar á meðal á markaðstorgi í miðborginni. Einn fréttamanna Reuters í Grosní kvaðst hafa séð tugi manna, látinna og særðra, á sjúkrahúsi í borginni og var stöðugt verið að koma með fleira fólk. Movladi Udu- gov, talsmaður Tsjetsjníustjórnar, sagði í gær, að talið væri að 60 manns hefðu farist í árásinni á mark- aðinn og um 150 særst. Sagði hann, að eitt flugskeytanna hefði hæft mosku í einu hverfi borgarinnar og þar hefðu 13 manns látið lífið. Tals- maður rússneska varnarmálaráðu- neytisins vildi ekki staðfesta þessar fréttir í gær. Rússar láta lítið uppi Rússar sögðu í gær, að herflutning- ar yfir Terek-fljót fyrir norðan Grosní hefðu verið auknir og ætti herinn nú í höggi við Tsjetsjena í um 12 km fjar- lægð frá borginni. Rússneskir ráða- menn láta þó ekkert uppi um hvort til standi að ráðast inn í Grosní. Tals- maður rússneska varnarmálaráðu- neytisins sagði í gær, að Grosní væri ekkert takmark í sjálfu sér, tilgang- urinn væri íyrst og fremst að „út- rýma hryðjuverkamönnum". Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar, að það færi „eftir aðstæðum" hvort ráðist yrði inn í borgina. Lét hann svo um- mælt er hann fór á fund með fulltrú- um Evrópusambandsins í Finnlandi í gær en búist er við, að þá verði hann inntur eftir tilraunum Moskvustjóm- arinnar til að finna friðsamlega lausn á málefnum Tsjetsjníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.