Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsetinn í höll Friðriks mikla
Borgarblöðin
fjalla um Norður-
ljósin yfír Berlín
Berlín. Morgunblaðið.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson for-
seti hélt síðdegis í dag brott frá
Berlín eftir að hafa heimsótt
Potsdam fyrr um daginn og
skoðað Sanssouci, höll Friðriks
mikla Prússakeisara. Manfred
Stolpe, forsætisráðherra Brand-
enborgar, tók á móti Ólafi Ragn-
ari í Cecilienhof þar sem leiðtog-
ar Vesturveldanna héldu í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari ráð-
stefnu, sem siðan hefur verið
kennd við Potsdam.
Stolpe bauð forsetanum ásamt
fylgdarliði, þar á meðal Ingi-
mundi Sigfussyni, sendiherra ís-
lands í Berlín, og Valgerði Vals-
dóttur, konu hans, til hádegis-
verðar. Fór vel á með Stolpe og
Ólafi Ragnari og ræddu þeir með-
al annars stöðu mála í Evrópu.
Síðar í gær kvöddu sendi-
herrahjónin Ólaf Ragnar og
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra á Tegel-flugvelli í
Berlín.
Ólafur Ragnar var staddur
hér í Berlín ásamt þjóðhöfðingj-
um hinna Norðurlandanna fjög-
urra í tilefni af vígslu sendiráðs-
bygginga Norðurlandanna og
sameiginlegrar byggingar á
einni lóð. Mikið hefur verið Ijall-
að um þennan atburð í fjölmiðl-
um hér og hefur bæði verið tekið
til þess að einstætt sé að fimm
rfki taki sig saman um að reisa
sendiráð og eins þess að senni-
lega hafí ekki verið jafn margt
kóngafólk verið saman komið í
borginni frá því hér ríkti siðast
keisari.
Dagblöð hér settu myndir frá
vígslunni á forsíðu og yfir mynd
af þjóðhöfðingjunum á blaðinu
Der Tagesspiegel var yfírskrift-
in „Með hatta í stað kórónu“, en
inni í blaðinu var fyrirsögnin
„Athöfn fyrir nýja tíma“. Virtist
ekki laust við að sumir Berlínar-
búar hefðu orðið fyrir vonbrigð-
um þegar hvorki brá fyrir kór-
ónum né veldissprofum.
I frétt blaðsins Berliner Morg-
enposter vitnað í ræðu forseta
Islands við vígsluathöfnina á
•miðvikudag í löngu máli og í Der
Tagesspiegel segir að hann hafi
talað einstaklega góða þýsku.
Bæði blöðin vitna einnig í Mar-
gréti Danadrottningu, sem talaði
við athöfnina í krafti þess að
enginn þjóðhöfðingi á Norður-
löndum hefur verið lengur við
Morgunblaðið/Reuters
Þjóðvcrjurn fannst athyglisvert að norrænu drottningarnar báru hatta en ekki kórónur. Á myndinni eru Mar-
grét II Danadrottning og Sonja Noregsdrottning.
völd, og sagði í því síðarnefnda
að vart hafí mátt greina hreim í
ræðu hennar.
I Der Tagesspiegel kemur
fram að meðal gesta við athöfn-
ina hafí verið Rut Brandt, ekkja
Willys Brandts, fyrrverandi
kanslara og borgarstjóra Berlín-
ar. Brandt fæddist í Noregi og
segir að hún hafi ljómað og þótt
athöfnin frábær, en sendiráðs-
byggingarnar standa við sömu
götu og herráð Norðmanna þar
sem hún fékk vinnu 1947 fyrst
eftir að hún kom til borgarinnar.
í blaðinu BZ gat að líta fyrir-
sögnina „Norðurljós yfír Berlín"
og hófst grein blaðsins á því að
aðallinn með blátt blóð í æðum
og óbreyttir borgarar hefðu
mátt norpa saman í kuldanum
við athöfnina.
+ ____________________ ••
Halldór Asgrímsson og Vollebæk funda um málefni Evrópuráðsins og OSE
Dæmi um hreina sam-
keppni milli stofnananna
Berlín. Morgunblaðið.
BEIN samkeppni milli Evrópuráðs-
ins og Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu og leiðir til að koma í
veg fyrir hana var efni fundar, sem
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og Knut Vollebæk, utanríkis-
ráðherra Noregs, héldu á miðviku-
dag.
Halldór, sem nú er formaður
ráðherranefndar Evrópuráðsins,
og Vollebæk, sem nú er formaður
ráðherranefndar Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, notfærðu
sér að þeir voru báðir staddir í
Berlín vegna vígslu norrænu sendi-
ráðanna til að funda um málefni
stofnananna, sem þeir eru í forsæti
hjá. Halldór sagði að tilgangurinn
„Aðalatriðið hlýtur að vera að ná árangri,
en ekki hver stendur fyrir því“
hefði fyrst og fremst verið að fara
yfír samstarf Evrópuráðsins og
ÓSE. „Það er ljóst að á mörgum
sviðum eru þessar stofnanir að
gera svipaða hluti,“ sagði Halldór.
„Það hafa komið upp dæmi um
hreina samkeppni á milli þeirra og
það er afar þýðingarmikið að koma
í veg fyrir slíkt. Báðar þessar
stofnanir eru að vinna að mann-
réttindum og bættu lýðræði. I Evr-
ópuráðinu liggur grundvöllurinn,
það er að segja reglurnar, lagara-
mminn, dómstóllinn. Hjá Öryggis-
og sammvinnustofnun Evrópu er
meira um margvíslega framkvæmd
eins og í eftirliti og að fylgja eftir
margvíslegum málum og koma inn
í átök og sundurlyndi. Það er nátt-
úrulega alveg ljóst að fínna þarf
ákveðin landamæri á milli þessara
stofnana. Þess vegna höfum við í
okkar formennsku reynt að gera
meira af því að sameina kra'ftana,
vera saman í verkefnum og Norð-
menn hafa unnið með okkur i því
og verið okkur sammála."
Hann sagði að þetta ætti til
dæmis við um stöðugleikaáætlun-
ina fyrir Balkanskaga þar sem
verkefni Evrópuráðsins og ÖSE
blönduðust að nokkru leyti saman:
„Því að aðalatriðið hlýtur að vera
að ná árangri, en ekki hver stend-
ur fyrir því.“
Halldór sagði að menn hefðu nú
áhyggjur af því hvað hægt gengi í
Kosovo og hvað stöðugleikaáætl-
unin hefði farið hægt af stað.
Gefnar hefðu verið út miklar yfir-
lýsingar um framkvæmd og mikl-
ar væntingar skapaðar á þessu
svæði og nú væri farið að gæta
óþreyju vegna þess að fólki fynd-
ist að efndir væru ekki í samræmi
við orð.
Kónga-
fólk, for-
setar...
og einn
keisari
Berlín. Morgunblaðið.
ÞJÓÐHOFÐINGJAR Norð-
urlandanna gistu á Hótel
Adlon meðan á dvöl þeirra
stóð hér í Berlrn. En það
var ekki nóg með að á hót-
elinu væru tveir kóngar, ein
drottning og tveir forsetar
því að þar var einnig keis-
ari.
Franz Beckenbauer, fyrr-
verandi landsliðseinvaldur
Þýskalands og núverandi
einvaldur hjá Bayern
sMuenchen, var einnig á
Adlon í fylgd með Alan Rot-
henberg, formanni sendi-
nefndar Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins (FIFA),
sem var á ferð hér í Berlín
til að skoða knattspyrnu-
velli vegna umsóknar Þjóð-
veija um að halda heims-
meistarakeppnina í knatt-
spyrnu árið 2004. Keisarinn
Beckenbauer var því að
spóka sig á finasta hóteli
Berlínar í vikunni innan um
hina norrænu kónga,
drottningar og forseta.
Hæstiréttur fellir dóm um gjald til búnaðarmálasjóðs og framleiðsluráðs
Þarf ekki að greiða
framleiðslugj öid
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
bónda á Norðurlandi, sem hefur lát-
ið slátra dilkum í sláturhúsi, en selt
afurðirnar heima hjá sér, af kröfum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins
um greiðslu búnaðarmálasjóðs-
gjalds, að meðtöldu gjaldi í Bjarg-
ráðasjóð, og greiðslu á framleiðslu-
ráðsgjaldi. Bóndanum ber hins veg-
ar að greiða neytenda- og jöfnunar-
gjald vegná áranna 1994 og 1995.
Bóndinn hefur verið með sauð-
fjárbúskap í nokkur ár, en ekki not-
ið beingreiðslna vegna þess. Dilkum
er slátrað í sláturhúsi, en bóndinn
tekur afurðimar heim og selur
sjálfur það sem ekki er notað til
heimilisins. Framleiðsluráð land-
búnaðarins krafði bóndann um
greiðslu búnaðarmálasjóðsgjalds
auk bjargráðasjóðsgjalds, fram-
leiðsluráðsgjalds, og neytenda- og
jöfnunargjalds vegna heimtekins
lambakjöts, fyrir árin 1994 og 1995.
I dómi Hæstaréttar kemur fram,
að búnaðarmálasjóðsgjaldið var
ekki aðeins reiknað af því verði sem
stjórnvöld höfðu ákveðið að millilið-
ir að smásöludreifingu ættu að
greiða framleiðendum, heldur
einnig af beingreiðslum til framleið-
enda. Þar sem bóndinn naut ekki
beingreiðslna var þessi innheimta
talin ólögmæt, sem og innheimta
bjargráðasjóðsgjalds, sem var eins
reiknað.
Hvað varðaði álagningu fram-
leiðsluráðsgjaldsins fyrir árið 1994
taldi Hæstiréttur að skattlagning-
arheimild 25. gr. laga nr. 99/1993
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum samrýmdist ekki 40.
og 77. gr. stjómarskrárinnar, sem
leggja bann við því að fela stjórn-
völdum að ákveða skatt, breyta
honum og afnema, með svo almenn-
um hætti sem gert var í búvörulög-
unum, þar sem ráðherra var heimil-
að að kveða á um innheimtu fram-
leiðslugjaldsins og mátti gjaldið
vera mishátt eftir tegundum.
Hvað varðaði álagningu fram-
leiðsluráðsgjaldsins fyrir árið 1995,
en þá hafði 25. gr. laga nr. 99/1993
verið breytt með lögum nr.
124/1994, taldi Hæstiréttur að
óheimilt hefði verið að telja bein-
greiðslur til framleiðanda til heild-
söluverðs við ákvörðun gjaldstofns.
Heimilt að ákveða gjald-
stofninn með þessum hætti
Varðandi greiðslu neytenda- og
jöfnunargjalds sagði Hæstiréttur,
að skilja yrði 3. tl. 4. gr. laga nr.
45/1971 um Stofnlánadeild landbún-
aðarins, landnám, ræktun og bygg-
ingu í sveitum, sbr. 1. gr. laga nr.
41/1982, þar sem kveðið var á um
viðmiðunarverð við útreikning
gjaldsins svo, að almenni löggjafínn
hefði ákveðið gjaldstofninn almennt
þannig, að einnig yrði miðað við
beingreiðslur, án tillits til þess
hvert verð einstakir framleiðendui’ |
fengju í raun. Hæstiréttur sagði
löggjafanum hafa verið heimilt að
ákveða gjaldstofninn með þessum ?
hætti enda erfítt að afla upplýsinga
um hvaða verð hver framleiðandi
fengi fyrir framleiðslu sína þegar
eins háttaði til um hann og bónd-
ann. Hæstiréttur taldi því þessa
ákvörðun gjaldstofnsins ekki brjóta
gegn jafnræðisreglu 65. gi\ stjórn-
arski-árinnar.
Bóndinn var því sýknaður af
greiðslu búnaðamálasjóðsgjalds og
framleiðsluráðsgjalds, en dæmdur
til þess að greiða neytenda- og jöfn-
unargjald vegna áranna 1994 og
1995.