Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
Rafveita Akureyrar
Fáum kunn-
ugt um ódýra
raforku
NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn-
unar sem Ráðgarður gerði fyrir
Rafveitu Akureyrar í september
og október um raforkuverð kom
forsvarsmönnum veitunnar veru-
lega á óvart.
Spurt var um hvort menn vissu
hvert raforkuverð er á Akureyri,
þ.e. hvort það væri dýrara eða
ódýrara en annars staðar og kom
í ljós að aðeins um 9% Akureyr-
inga þekktu það. Um 17% bæjar-
búa töldu að rafmagn væri dýrara
á Akureyri en annars staðar á
landinu, en aðrir, um 74% töldu
það jafndýrt og annars staðar eða
svöruðu ekki spurningunni.
Rafveita Akureyrar hefur lengi
boðið eitt lægsta raforkuverð á
landinu og er stefnt að því að
halda rafmagnsverði í bænum
sem lægstu. A Akureyri er verð á
rafmagni um 10% lægra en á höf-
uðborgarsvæðinu og allt að 30%
lægra en í Eyjafirði utan Akur-
eyrar.
Agnar Arnason deildarstjóri
markaðsdeildar Rafveitu Akur-
eyrar sagði enga einhlýta skýr-
ingu á því að Akureyringar vissu
ekki hvert raforkuverð í bænum
væri miðað við aðra staði. Ein
skýring gæti verið sú að umræða
væri á móti landsbyggðinni,
margir héldu að ailt væri dýrara
úti á landi en á höfuðborgarsvæð-
inu og eins gæti verið að einhverj-
ir rugluðu rafveitunni saman við
Hita- og vatnsveitu.
Kirkjustarf
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli verður í Svalbarðs-
kirkju næstkomandi sunnudag,
24. október kl. 11. Kirkjuskólinn í
Grenivíkurkirkju kemur í heim-
sókn svo og sunnudagaskóli Gler-
árkirkju. Kyrrðar- og bænastund
verður í kirkjunni kl. 21 um
kvöldið.
Sýning á úti-
listaverkum
ALLS bárust 62 tillögur í al-
mennri hugmyndasamkeppni um
útilistaverk á Akureyri, en sam-
keppnin var sett upp í tengslum
við að 1000 ár eru liðin frá
kristnitöku á íslandi og landa-
fundum í Norður-Ameríku.
Dómnefnd sem skipuð var full-
trúum frá Akureyrarbæ og Sam-
bandi íslenskra myndlistar-
manna valdi úr þessum hug-
myndum fímm verk og tóku höf-
undar þeirra þátt í lokaðri sam-
keppni um það hvaða verk yrði
fyrir valinu sem nýtt útilistaverk
á Akureyri.
Sýningin á þessum fímm verk-
um verður opnuð í Deiglunni
laugardaginn 23. október og verð-
ur þá jafnframt tilkynnt um
hvaða verki dómnefndin mælir
með til frekari útfærslu og fram-
kvæmda.
Sýningin er opin almenningi
frá kl. 15 til 18 fram til 31. októ-
ber.
Ljósmynda- og
sögusýning
LEIKSKÓLINN Iðavöllur verð-
ur 40 ára gamall á morgun, fyrsta
vetrardag, laugardaginn 23. októ-
ber. Af því tilefni verður opnuð
ijósmynda- og sögusýning á leik-
skólanum og er hún opin fyrir al-
menning frá kl. 13.30 til 16 á
morgun.
Iðavöllur var formlega tekinn
í notkun fyrsta vetrardag árið
1959 og hefur fjöldi barna verið
á leikskólanum um lengri eða
skemmri tíma þau fjörutíu ár
sem hann hefur starfað. Þeir
sem dvalið hafa á leikskólanum
eða starfað þar á þessu tímabili
eru sérstaklega hvattir til að
heimsækja leikskólann á þessum
tímamótum, en allir eru vel-
komnir. A sýningunni er að
finna fjölda ljósmynda en ekki
hefur tekist að nafngreina alia
sem þar eru, þannig að þeir sem
hugsanlega þekkja sjálfa sig eða
aðra á myndunum eru beðnir að
koma upplýsingum á framfæri.
Morgunblaðið/Kristján
Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ á Akureyri, Ellert Schram, for-
seti ÍSf, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri og Stefán Konráðsson, framkvæmdas1jóri ISÍ, við opnun
skrifstofu ISI á Akureyri.
ISI opnar skrifstofu
á Akureyri
VIÐAR Sigurjónsson hefur tekið til
starfa sem starfsmaður íþrótta- og
ólympíusambands Islands með að-
setur á Akureyri, en starfssvæði
hans er Norður- og Austurland eða
frá Hrútafirði til Hornafjarðar.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og
Krislján Þór Júliusson, bæjarstjóri á
Akureyri, skrifuðu undir samstarfs-
samning þegar skrifstofan var form-
lega opnuð, en hún er í húsakynnum
Akureyrarbæjar við Glerárgötu 28.
Ellert gat um helstu verkefni
starfsmanns skrifstofúnnar, en þau
eru að framkvæma stefnu ÍSÍ í
bama- og unglingaíþróttum, fram-
fylgja stefnu sambandsins í þjálfara-
menntun, vera tengiliður við út-
breiðslu- og þróunarsvið ISI, afreks-
svið ÍSÍ og sémefndir þess. Þá mun
hann hafa umsjón með starfsskýrsl-
um fyrir Norður- og Austurland,
standa fyrir námskeiðum á svæðinu
og átaksverkefnum. Einnig að efla
tengsl sérsambanda við svæðið og
efla bókhalds- og skattaskil á svæð-
inu.
„Með þessu erum við að færa út
kvíamar og bæta þjónustuna við
þetta svæði,“ sagði Ellert.
Akureyrarbær útvegar ókeypis
skrifstofuaðstöðu til loka ágústmán-
aðar árið 2001, veitir aðgang að
simaþjónustu bæjarins og styrkir
ÍSÍ með 300 þúsund króna framlagi
til að standa undir ýmsum kostnaði í
byijun. „Eg er mjög ánægður með
þetta framtak ISÍ og vona að það
verði upphafið að einhverju öðm og
meira," sagði Kristján Þór.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fimm ár eru liðin síðan Rannsóknarsetur samstarfsnefndar Háskóla Islands og Vestmannaeyja var opnað í Eyjum.
Fjölbreytt verkefni á fyrstu fimm árum Rannsóknar-
setursins í Vestmannaeyjum
Líf loðnu og lunda og
vistvænar humarveiðar
Vestmannaeyjum - Þann fjórtánda
október sl. voru liðin 5 ár síðan
Rannsóknarsetur samstarfsnefnd-
ar Háskóla Islands og Vestmanna-
eyja var opnað í Eyjum. Af því til-
efni var haldin sérstök hátíðarsam-
koma í Eyjum síðastliðinn föstu-
dag.
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor,
formaður samstai'fsnefndarinnar,
setti hátíðina og nefndi þau mörgu
málefni og verkefni sem Setrið
hefði unnið að undanfarin fimm ár
eins og fram kæmi í ítarlegri
skýrslu samstarfsnefndarinnar
sem kynnt væri á hátíðinni. Um
væri að ræða verkefni á sviði líf-
fræði og vistfræði frá loðnu til
lunda, vistvænar humarveiðar,
vatnsbúskap í frystihúsum, At-
hafnaver ungs fólks í samvinnu við
Þróunarfélag Vestmannaeyja og
verkefni ungs fólks í framhalds-
skólanum sem meðal annars hefði
unnið íslensku Hugvísiskeppnina
og unnið til verðlauna í Samkeppni
ungra evrópskra vísindamanna í
Newcastle.
Þá nefndi Þorsteinn alþjóðlegan
sumarskóla og Jason-verkefnið
þar sem náttúra íslands hefði ver-
ið viðfangsefni í fræðsluútsend-
ingu um gervihnött víða um heim
og loks komu hvalsins Keikós. Þor-
steinn I. Sigfússon færði þakkir
bæjaryfirvöldum í Eyjum og Árna
Johnsen alþingismanni fyrir
stuðning við stofnun og rekstur
setursins. Þorsteinn benti á að
beint ríkisframlag til setursins
væri eitt stöðugildi sem væri fjár-
festing með ótrúlega mikla „fram-
leiðni“. Hann gat þess að tilkoma
Rannsóknarsetursins og tengdra
stofnana hefði að meðaltali aukið
„þjóðarframleiðslu" á svæðinu um
2%.
Þorsteinn sagði að lokum frá
því að samstarfsnefndin hefði látið
gera sjálfstæða úttekt á starfinu
síðastliðin fímm ár og var hún
unnin af Davíð Bjarnasyni um-
hverfisfræðingi og Erlu Hlín
Hjálmarsdóttur stjórnsýslufræð-
ingi.
í máli Davíðs Bjarnasonar kom
fram að árangur Rannsóknarset-
ursins væri á margan hátt ótrúlega
mikill miðað við mannafla og að-
stæður. Davíð hvatti til enn frekari
verkefna þar sem fleiri af hinum
fímm rannsóknaeiningum í Eyjum
legðu saman krafta sína til enn
frekari sóknar í framtíðinni.
Páll Marvin Jónsson forstöðu-
maður Rannsóknarsetursins fjall-
aði um starfið á liðnum árum og
tók sem lýsandi dæmi rannsókna-
verkefni um köfun lundans. Hann
sýndi niðurstöður mælinga sem
gerðar hafa verið í samvinnu við
fyrirtækið Stjörnu-Odda, sem
framleiðir sjálfvirk mælitæki sem
festa má á lundann og sýnt hafa að
hann kafar niður á allt að 60 metra
dýpi í ætisleit.
Islandsvefur á Netinu
Gísli Pálsson forstöðumaður
Mannfræðistofnunar ræddi nýjar
hugmyndir um svokallaðan Is-
landsvef, sem Mannfræðistofnun
og fyrirtækið Landmat væru að
undirbúa. Hann varpaði fram
þeirri hugmynd að verkefni í sam-
vinnu við Byggðasafn Vestmanna-
eyja gæti orðið fyrsta verkefni á
íslandsvefnum. I þessu verkefni
yrði m.a. til byggðasafn á Netinu
og unnt yrði að nýta þrívíddar-
framsetningu myndrænna gagna.
Þetta verkefni væri metnaðarfullt
og kostnaðarsamt en bæjaryfirvöld
í Eyjum hefðu samþykkt að veita
verkefninu fjárstuðning.
Arnar Sigurmundsson formaður
stjórnar Sparisjóðs Vestmanna-
eyja greindi frá því að stjórn
Sparisjóðsins hefði í tilefni af
hundrað ára ártíð Þorsteins Þ.
Víglundssonar fyrrverandi spari-
sjóðsstjóra, skólamanns og stofn-
anda Byggðasafns Vestmanna-
eyja, ákveðið að menningarverð-
laun Sparisjóðsins í nafni Þor-
steins Þ. Víglundssonar yrðu að
þessu sinni sérstaklega veitt
Mannfræðistofnun til ofangreinds
verkefnis um Eyjavefinn.
Með stærstu raimsóknaeiningTim
á landsbyggðinni
Árni Johnsen alþingismaður
gerði að umræðuefni hvernig sér-
stakt blað var brotið í samskipti
Háskólans og landsbyggðarinnar
með stofnun setursins. Rannsókna-
setrið með um 15 háskólamenntuð-
um starfsmönnum væri með
stærstu rannsóknareiningum á
landsbyggðinni hér á landi.
Páll Skúlason háskólarektor
greindi frá því að Háskóli Islands
væri búinn að koma á fót sérstök-
um vinnuhópi sem hefði að mark-
miði að efla samstarf Háskólans á
landsbyggðinni og að rík ástæða
væri til þess að nýta hugmyndir og
niðurstöður starfsins í Eyjum víð-
ar.
Gísli Már Gíslason forseti Raun-
vísindadeildar HÍ færði setrinu að
gjöf öll útgefin rit Líffræðistofn-
unar. Jóhann Sigurjónsson for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar til-
kynnti að stofnunin myndi beita
sér fyrir því að meistaraverkefm
yrðu unnin í samráði við Rann-
sóknasetrið.
Stella P. Hálfdánardóttir fram-
kvæmdastjóri Menningarstofnunar
íslands og Bandaríkjanna greindi
frá ákvörðun stofnunarinnar um að
sameinast með Setrinu í að hrinda í
framkvæmd nýjum styrk: Ful-
bright-Ambassador and Mrs. Day
Olin Mount Fellowship til þess að
styðja bandaríska háskólanema til
þess að stunda rannsóknir á víðu
samspili manns og sjávar í Rann-
sóknasetrinu í Vestmannaeyjum.
Fleiri tóku til máls á hátíðinni
sem lauk með siglingu með haf-
rannsóknabátnum Friðriki Jessyni
og kvöldverði í boði samstarfs-
nefndarinnar.