Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Rafveita Akureyrar Fáum kunn- ugt um ódýra raforku NIÐURSTÖÐUR skoðanakönn- unar sem Ráðgarður gerði fyrir Rafveitu Akureyrar í september og október um raforkuverð kom forsvarsmönnum veitunnar veru- lega á óvart. Spurt var um hvort menn vissu hvert raforkuverð er á Akureyri, þ.e. hvort það væri dýrara eða ódýrara en annars staðar og kom í ljós að aðeins um 9% Akureyr- inga þekktu það. Um 17% bæjar- búa töldu að rafmagn væri dýrara á Akureyri en annars staðar á landinu, en aðrir, um 74% töldu það jafndýrt og annars staðar eða svöruðu ekki spurningunni. Rafveita Akureyrar hefur lengi boðið eitt lægsta raforkuverð á landinu og er stefnt að því að halda rafmagnsverði í bænum sem lægstu. A Akureyri er verð á rafmagni um 10% lægra en á höf- uðborgarsvæðinu og allt að 30% lægra en í Eyjafirði utan Akur- eyrar. Agnar Arnason deildarstjóri markaðsdeildar Rafveitu Akur- eyrar sagði enga einhlýta skýr- ingu á því að Akureyringar vissu ekki hvert raforkuverð í bænum væri miðað við aðra staði. Ein skýring gæti verið sú að umræða væri á móti landsbyggðinni, margir héldu að ailt væri dýrara úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu og eins gæti verið að einhverj- ir rugluðu rafveitunni saman við Hita- og vatnsveitu. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli verður í Svalbarðs- kirkju næstkomandi sunnudag, 24. október kl. 11. Kirkjuskólinn í Grenivíkurkirkju kemur í heim- sókn svo og sunnudagaskóli Gler- árkirkju. Kyrrðar- og bænastund verður í kirkjunni kl. 21 um kvöldið. Sýning á úti- listaverkum ALLS bárust 62 tillögur í al- mennri hugmyndasamkeppni um útilistaverk á Akureyri, en sam- keppnin var sett upp í tengslum við að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi og landa- fundum í Norður-Ameríku. Dómnefnd sem skipuð var full- trúum frá Akureyrarbæ og Sam- bandi íslenskra myndlistar- manna valdi úr þessum hug- myndum fímm verk og tóku höf- undar þeirra þátt í lokaðri sam- keppni um það hvaða verk yrði fyrir valinu sem nýtt útilistaverk á Akureyri. Sýningin á þessum fímm verk- um verður opnuð í Deiglunni laugardaginn 23. október og verð- ur þá jafnframt tilkynnt um hvaða verki dómnefndin mælir með til frekari útfærslu og fram- kvæmda. Sýningin er opin almenningi frá kl. 15 til 18 fram til 31. októ- ber. Ljósmynda- og sögusýning LEIKSKÓLINN Iðavöllur verð- ur 40 ára gamall á morgun, fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. októ- ber. Af því tilefni verður opnuð ijósmynda- og sögusýning á leik- skólanum og er hún opin fyrir al- menning frá kl. 13.30 til 16 á morgun. Iðavöllur var formlega tekinn í notkun fyrsta vetrardag árið 1959 og hefur fjöldi barna verið á leikskólanum um lengri eða skemmri tíma þau fjörutíu ár sem hann hefur starfað. Þeir sem dvalið hafa á leikskólanum eða starfað þar á þessu tímabili eru sérstaklega hvattir til að heimsækja leikskólann á þessum tímamótum, en allir eru vel- komnir. A sýningunni er að finna fjölda ljósmynda en ekki hefur tekist að nafngreina alia sem þar eru, þannig að þeir sem hugsanlega þekkja sjálfa sig eða aðra á myndunum eru beðnir að koma upplýsingum á framfæri. Morgunblaðið/Kristján Viðar Sigurjónsson, starfsmaður ÍSÍ á Akureyri, Ellert Schram, for- seti ÍSf, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Stefán Konráðsson, framkvæmdas1jóri ISÍ, við opnun skrifstofu ISI á Akureyri. ISI opnar skrifstofu á Akureyri VIÐAR Sigurjónsson hefur tekið til starfa sem starfsmaður íþrótta- og ólympíusambands Islands með að- setur á Akureyri, en starfssvæði hans er Norður- og Austurland eða frá Hrútafirði til Hornafjarðar. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Krislján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Akureyri, skrifuðu undir samstarfs- samning þegar skrifstofan var form- lega opnuð, en hún er í húsakynnum Akureyrarbæjar við Glerárgötu 28. Ellert gat um helstu verkefni starfsmanns skrifstofúnnar, en þau eru að framkvæma stefnu ÍSÍ í bama- og unglingaíþróttum, fram- fylgja stefnu sambandsins í þjálfara- menntun, vera tengiliður við út- breiðslu- og þróunarsvið ISI, afreks- svið ÍSÍ og sémefndir þess. Þá mun hann hafa umsjón með starfsskýrsl- um fyrir Norður- og Austurland, standa fyrir námskeiðum á svæðinu og átaksverkefnum. Einnig að efla tengsl sérsambanda við svæðið og efla bókhalds- og skattaskil á svæð- inu. „Með þessu erum við að færa út kvíamar og bæta þjónustuna við þetta svæði,“ sagði Ellert. Akureyrarbær útvegar ókeypis skrifstofuaðstöðu til loka ágústmán- aðar árið 2001, veitir aðgang að simaþjónustu bæjarins og styrkir ÍSÍ með 300 þúsund króna framlagi til að standa undir ýmsum kostnaði í byijun. „Eg er mjög ánægður með þetta framtak ISÍ og vona að það verði upphafið að einhverju öðm og meira," sagði Kristján Þór. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fimm ár eru liðin síðan Rannsóknarsetur samstarfsnefndar Háskóla Islands og Vestmannaeyja var opnað í Eyjum. Fjölbreytt verkefni á fyrstu fimm árum Rannsóknar- setursins í Vestmannaeyjum Líf loðnu og lunda og vistvænar humarveiðar Vestmannaeyjum - Þann fjórtánda október sl. voru liðin 5 ár síðan Rannsóknarsetur samstarfsnefnd- ar Háskóla Islands og Vestmanna- eyja var opnað í Eyjum. Af því til- efni var haldin sérstök hátíðarsam- koma í Eyjum síðastliðinn föstu- dag. Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, formaður samstai'fsnefndarinnar, setti hátíðina og nefndi þau mörgu málefni og verkefni sem Setrið hefði unnið að undanfarin fimm ár eins og fram kæmi í ítarlegri skýrslu samstarfsnefndarinnar sem kynnt væri á hátíðinni. Um væri að ræða verkefni á sviði líf- fræði og vistfræði frá loðnu til lunda, vistvænar humarveiðar, vatnsbúskap í frystihúsum, At- hafnaver ungs fólks í samvinnu við Þróunarfélag Vestmannaeyja og verkefni ungs fólks í framhalds- skólanum sem meðal annars hefði unnið íslensku Hugvísiskeppnina og unnið til verðlauna í Samkeppni ungra evrópskra vísindamanna í Newcastle. Þá nefndi Þorsteinn alþjóðlegan sumarskóla og Jason-verkefnið þar sem náttúra íslands hefði ver- ið viðfangsefni í fræðsluútsend- ingu um gervihnött víða um heim og loks komu hvalsins Keikós. Þor- steinn I. Sigfússon færði þakkir bæjaryfirvöldum í Eyjum og Árna Johnsen alþingismanni fyrir stuðning við stofnun og rekstur setursins. Þorsteinn benti á að beint ríkisframlag til setursins væri eitt stöðugildi sem væri fjár- festing með ótrúlega mikla „fram- leiðni“. Hann gat þess að tilkoma Rannsóknarsetursins og tengdra stofnana hefði að meðaltali aukið „þjóðarframleiðslu" á svæðinu um 2%. Þorsteinn sagði að lokum frá því að samstarfsnefndin hefði látið gera sjálfstæða úttekt á starfinu síðastliðin fímm ár og var hún unnin af Davíð Bjarnasyni um- hverfisfræðingi og Erlu Hlín Hjálmarsdóttur stjórnsýslufræð- ingi. í máli Davíðs Bjarnasonar kom fram að árangur Rannsóknarset- ursins væri á margan hátt ótrúlega mikill miðað við mannafla og að- stæður. Davíð hvatti til enn frekari verkefna þar sem fleiri af hinum fímm rannsóknaeiningum í Eyjum legðu saman krafta sína til enn frekari sóknar í framtíðinni. Páll Marvin Jónsson forstöðu- maður Rannsóknarsetursins fjall- aði um starfið á liðnum árum og tók sem lýsandi dæmi rannsókna- verkefni um köfun lundans. Hann sýndi niðurstöður mælinga sem gerðar hafa verið í samvinnu við fyrirtækið Stjörnu-Odda, sem framleiðir sjálfvirk mælitæki sem festa má á lundann og sýnt hafa að hann kafar niður á allt að 60 metra dýpi í ætisleit. Islandsvefur á Netinu Gísli Pálsson forstöðumaður Mannfræðistofnunar ræddi nýjar hugmyndir um svokallaðan Is- landsvef, sem Mannfræðistofnun og fyrirtækið Landmat væru að undirbúa. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að verkefni í sam- vinnu við Byggðasafn Vestmanna- eyja gæti orðið fyrsta verkefni á íslandsvefnum. I þessu verkefni yrði m.a. til byggðasafn á Netinu og unnt yrði að nýta þrívíddar- framsetningu myndrænna gagna. Þetta verkefni væri metnaðarfullt og kostnaðarsamt en bæjaryfirvöld í Eyjum hefðu samþykkt að veita verkefninu fjárstuðning. Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Sparisjóðs Vestmanna- eyja greindi frá því að stjórn Sparisjóðsins hefði í tilefni af hundrað ára ártíð Þorsteins Þ. Víglundssonar fyrrverandi spari- sjóðsstjóra, skólamanns og stofn- anda Byggðasafns Vestmanna- eyja, ákveðið að menningarverð- laun Sparisjóðsins í nafni Þor- steins Þ. Víglundssonar yrðu að þessu sinni sérstaklega veitt Mannfræðistofnun til ofangreinds verkefnis um Eyjavefinn. Með stærstu raimsóknaeiningTim á landsbyggðinni Árni Johnsen alþingismaður gerði að umræðuefni hvernig sér- stakt blað var brotið í samskipti Háskólans og landsbyggðarinnar með stofnun setursins. Rannsókna- setrið með um 15 háskólamenntuð- um starfsmönnum væri með stærstu rannsóknareiningum á landsbyggðinni hér á landi. Páll Skúlason háskólarektor greindi frá því að Háskóli Islands væri búinn að koma á fót sérstök- um vinnuhópi sem hefði að mark- miði að efla samstarf Háskólans á landsbyggðinni og að rík ástæða væri til þess að nýta hugmyndir og niðurstöður starfsins í Eyjum víð- ar. Gísli Már Gíslason forseti Raun- vísindadeildar HÍ færði setrinu að gjöf öll útgefin rit Líffræðistofn- unar. Jóhann Sigurjónsson for- stjóri Hafrannsóknastofnunar til- kynnti að stofnunin myndi beita sér fyrir því að meistaraverkefm yrðu unnin í samráði við Rann- sóknasetrið. Stella P. Hálfdánardóttir fram- kvæmdastjóri Menningarstofnunar íslands og Bandaríkjanna greindi frá ákvörðun stofnunarinnar um að sameinast með Setrinu í að hrinda í framkvæmd nýjum styrk: Ful- bright-Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Fellowship til þess að styðja bandaríska háskólanema til þess að stunda rannsóknir á víðu samspili manns og sjávar í Rann- sóknasetrinu í Vestmannaeyjum. Fleiri tóku til máls á hátíðinni sem lauk með siglingu með haf- rannsóknabátnum Friðriki Jessyni og kvöldverði í boði samstarfs- nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.