Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 31 Utgáfu- tónleikar Arnesinga- kórsins í Reykjavík ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika í Selfosskirkju á morgun, laug- ardag, kl. 17 og í Bústaða- kirkju annan laugardag, 30. október, kl. 16. Kórinn mun kynna geisla- plötu sína sem kom út nýlega. Par er úrval íslenskra og er- lendra laga, allt frá hefð- bundnum kórlögum til kirkju- legra verka. Söngstjórinn, Sigurður Bragason, hefur stjórnað kómum frá árinu 1988 og hef- ur hann samið þrjú lög á plöt- unni, auk þess syngur hann einsöng með kómum í tveimur lögum. Aðrir söngvarar era Rannveig Fríða Bragadóttir, Arni Sighvatsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir og Magnús Torfason. Undirleik á orgel og píanó annast Bjarni Þ. Jónatansson. Sýning á damask- dúkum RAGNHEIÐUR Thoraren- sen, umboðsmaður Georg Jen- sen Damask, opnar sýningu á damaskdúkum á morgun, laugardag og sunnudag, kl. 14, á Safamýri 91. Sýningin verð- ur einnig dagana 30. og 31. október. Georg Jensen Danask er rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem rekur sögu sína fímm ald- ir aftur í tímann, og leggur áherslu á listræna hönnun sem unnið hefur til ótal verð- launa og viðurkenninga. Með- al nýjunga sem kynntar verða á sýningunni, er dúkur sem of- inn er með mynstri úr brúðar- kjól Margrétar danadrottn- ingar íyrstu frá 14. öld og hátíðardúkur í tilefni árþús- undamótanna. Olíu- og col- lage-mál- verká Hverfisgötu NU stendur yfír í Galleríi Regnbogans við Hverfísgötu 54, sölusýning á olíu- og col- legemálverkum eftir Öskar Guðnason, mynd- og tónlistar- mann frá Höfn í Homafirði. Þetta er fjórða einkasýning Óskars, en hann hefur áður sýnt í Canberra í Astralíu, 1994, Menningarstofnun Bandaríkjanna, Reykjavík 1995 og Hótel Höfn í Horna- firði 1997. Danskir tónlistar- menn á Akranesi HÓPUR danskra tónlistar- manna frá Danmörku heldur tónleika í Grandaskóla á Akranesi í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Þetta era tveir hópar tónlistarnema frá Skæl- skor í Danmörku, annars veg- ar gítarsveit og hins vegar stáltrommuhljómsveit. Tvær einkasýningar opnaðar í Eyjum á morgun Ósk Vilhjálmsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir opna einkasýningar í Vestmannaeyjum á morgun. Frjálst fall Ósk- ar og Ráðhildar MYNDLISTARKONURNAR Ráðhildur Ingadóttir og Ósk Vil- hjálmsdóttir opna hvor sína einka- sýninguna í gamla áhaldahúsinu á horni Vesturvegar og Græðis- brautar í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag, kl. 16. Rúrí opnar svo einkasýningu á sama stað 20. nóvember nk. I fréttatilkynningu segir að þær Ósk og Ráðhfídur hafi unnið að list sinni bæði á Islandi og erlendis en komi nú í fyrsta sinn með sýningu til Eyja. „Þær vinna í fjölbreytt efni til að koma list sinni á fram- færi pg ekki alltaf á hefðbundinn hátt. I Eyjum mun Ráðhildur sýna afrakstur vinnu er tengist athug- unum hennar á tvístiminu Algol en Ósk mun sýna vídeóverk sem tengjast ferðalögum eða spenn- unni milli brottfarar og komu,“ segir þar ennfremur en sameigin- leg yfírskrift sýninganna er Frjálst fall. Framkvæði að sýningunum á Benedikt Gestsson, blaðamaður í Vestmannaeyjum, en skemmst er að minnast __ sýningaraðarinnar Myndlistarvor íslandsbanka í Eyj- um fyrr á árinu, þar sem hann stóð fyrir komu og sýningum fjölda listamanna af fastalandinu með dyggum stuðningi fyrirtækja í bænum. Að þessu sinni hefur hann fengið til liðs við sig Eimsk- ipafélag Islands, auk þess sem Vestmannaeyjabær lánar sýning- arhúsnæðið endurgjaldslaust. Sýningar þeirra Ráðhildar og Óskar standa yfír þessa helgi og þá næstu, kl. 14-18, en opnunin verður á morgun kl. 16. Sýning Rúríar verður opnuð laugardaginn 20. nóvember og stendur þá helgi og þá næstu. Island á striga í New Jersey Goðið Sif. Verk eftir Guðrúnu Hall- dórsdóttur sem sýnt er í Hrefna Jónsdóttir Gallery í New Jersey. HREFNA Jónsdóttir Gal- lery, sem nú er á sínu 22. starfsári, opnar sýningu á verkum Kevins Broads og Guðrúnar Halldórsdóttur 30. október nk. Áhersla verka þessara tveggjalistamanna á sýningunni er ísland. Heið- ursgestir við opnunina verða sendiherrahjónin í Washing- ton, Jón Baldvin Hannibals- son og Bryndís Schram. Kevin Broad ferðaðist um Island sl. haust og málaði m.a. í Vestmannaeyjum, í Eyjafirði og undir Tindfjalla- jökli. Afrakstur heimsóknar- innar era 16 myndir, málaðar úti í náttúrunni, (plein air). Hann notar að þessu sinni acrylliti, til aðlögunar við stirfið veðurfar, þótt hann jafnan vinni með olíu, segir í fréttatilkynningu. Goðin í leir Guðrún Halldórsdóttir er íslensk listakona, fædd á ísa- firði og búsett í New Jersey. Guðrún nam list sína í Color- ado og New Jersey og vinnur nú á eigin vinnustofu. Verk hennar eru jafnan frammi í galleríinu hjá Hrefnu Jónsdóttur, auk þess sem hún sýnir víða um Bandaríkin, ein og með öðrum. Guðrún hélt einka- sýningu í Washington fyrr á þessu ári. Guðrún vinnur í leir og sköpunin sækir næringu í rammíslenskar og norrænar rætur. Goðin era henni hugleikin. Frigg, Freyja, Sif og Gullveig. Hrefna Jónsdóttir, eigandi gall- eríisins, fluttist frá Vestmannaeyj- um til Bandaríkjanna árið 1968. Hún opnaði gallerí í Lambertville, New Jersey, í febrúar 1978. Námskeið og fyr; irlestrar hjá LHI NAMSKEIÐ í vatnslitamálun hefst miðvikudaginn 27. október í Listaháskóla íslands, Skipholti 1. Kennari er Torfi Jónsson mynd- listarmaður. Ennfremur verður námskeið í „polyesterlitógrafíu“ en það er nýr grafískur miðill. Kenn- arari er Ríkharður Valtingojer myndlistarmaður. Kennsla fer fram í húsnæði Listaháskóla ís- lands í Skipholti 1 og hefst 28. októ- ber. Fyrirlestrar Halldór Ásgeirsson myndlistar- maður fjallar um eigin verk og við- horf til myndlistar í stofu 24, LHÍ, mánudaginn 25. október kl 12.30. Einar Garibaldi Eiríksson mynd- listarmaður flytur fyrirlestur er nefnist „Sex minnispunktar" í stofu 113, miðvikudaginn 27. október kl. 12.30. Þar fjallar hann um hug- myndir ítalska rithöfundarins Italo Calvino um listsköpun og stöðu list- arinnar við aldarlok. Joachim H. Van Beek markað- sstjóri hjá þýska fyrirtækinu Lucas kynnir myndlistarvörur þeirra og útskýrir notkun hinna ýmsu efna og lita í LHÍ í Laugamesi, stofu 24, fóstudaginn 22. október kl. 12.15. Einnig munu hann og Garðar Erl- ingsson frá myndlistardeild bygg- ingamarkaðarins svara fyrirspurn- um. Bjarni Jónsson sýnir í Safnahúsi Borgarfjarðar SÝNING á verkum Bjarna Jóns- sonar listmálara verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn- arbraut 4-6 í Borgarnesi á morg- un, laugardag, kl. 14. Á sýning- unni eru olíumálverk og vatnslitamyndir og er myndefnið sótt í líf og störf til sjós og lands fyrr á tímum. I fréttatilkynningu segir: „Bjarni Jónsson er löngu kunnur fyrir verk sín en jólakort með teikningum hans hafa notið mik- illa vinsælda auk þess sem hann teiknaði flestar skýringamyndim- ar í hið mikla ritverk Islenskir sjávarhættir. Þá hefur hann myndskreytt fjölda annarra bóka, teiknað jóladúka og gardínur fyrir verslunina Vogue o.m.fl." Bjarni hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Sýningin verður opin sunnudag- inn 24. október frá kl. 13-18, eftir það á opnunartíma Safnahússins virka daga frá kl. 13-18 og stend- ur til 19. nóvember. Listsýning starfs- manna Ráðhússins NOKKRIR starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur opna listsýningu á verkum sínum í Tjamarsal Ráð- hússins á morgun, laugardag. Sigríður Kæmested símavörður sýnir olíu- og vatnslitamyndir, Erla Magnúsdóttir, fulltrúi í upplýsinga- þjónustu, sýnir grímur, Friðrik Bridde bflstjóri sýnir olíumyndir, Elín Þórðardóttir, skrifstofustjóri í Borgarendurskoðun, sýnir ljós- myndir og Þuríður Bergmann ræstitæknir sýnir leirmuni. Sýningin stendur til 1. nóvember. Caradon Henrad Miðstöðvar- ofnar • Afkastamiklir ofnar á mjög hagstæðu verði • Vottað af R.B • 5 ára ábyrgð • Allt til pípulagna fj ,11?' f 11 |||M| '' 'í :£ - < • f> $ k V IV 4$ * J HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.