Morgunblaðið - 22.10.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 31
Utgáfu-
tónleikar
Arnesinga-
kórsins í
Reykjavík
ÁRNESINGAKÓRINN í
Reykjavík heldur tónleika í
Selfosskirkju á morgun, laug-
ardag, kl. 17 og í Bústaða-
kirkju annan laugardag, 30.
október, kl. 16.
Kórinn mun kynna geisla-
plötu sína sem kom út nýlega.
Par er úrval íslenskra og er-
lendra laga, allt frá hefð-
bundnum kórlögum til kirkju-
legra verka.
Söngstjórinn, Sigurður
Bragason, hefur stjórnað
kómum frá árinu 1988 og hef-
ur hann samið þrjú lög á plöt-
unni, auk þess syngur hann
einsöng með kómum í tveimur
lögum. Aðrir söngvarar era
Rannveig Fríða Bragadóttir,
Arni Sighvatsson, Kristín
Sædal Sigtryggsdóttir og
Magnús Torfason. Undirleik á
orgel og píanó annast Bjarni
Þ. Jónatansson.
Sýning
á damask-
dúkum
RAGNHEIÐUR Thoraren-
sen, umboðsmaður Georg Jen-
sen Damask, opnar sýningu á
damaskdúkum á morgun,
laugardag og sunnudag, kl. 14,
á Safamýri 91. Sýningin verð-
ur einnig dagana 30. og 31.
október.
Georg Jensen Danask er
rótgróið vefnaðarfyrirtæki
sem rekur sögu sína fímm ald-
ir aftur í tímann, og leggur
áherslu á listræna hönnun
sem unnið hefur til ótal verð-
launa og viðurkenninga. Með-
al nýjunga sem kynntar verða
á sýningunni, er dúkur sem of-
inn er með mynstri úr brúðar-
kjól Margrétar danadrottn-
ingar íyrstu frá 14. öld og
hátíðardúkur í tilefni árþús-
undamótanna.
Olíu- og col-
lage-mál-
verká
Hverfisgötu
NU stendur yfír í Galleríi
Regnbogans við Hverfísgötu
54, sölusýning á olíu- og col-
legemálverkum eftir Öskar
Guðnason, mynd- og tónlistar-
mann frá Höfn í Homafirði.
Þetta er fjórða einkasýning
Óskars, en hann hefur áður
sýnt í Canberra í Astralíu,
1994, Menningarstofnun
Bandaríkjanna, Reykjavík
1995 og Hótel Höfn í Horna-
firði 1997.
Danskir
tónlistar-
menn á
Akranesi
HÓPUR danskra tónlistar-
manna frá Danmörku heldur
tónleika í Grandaskóla á
Akranesi í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20. Þetta era tveir
hópar tónlistarnema frá Skæl-
skor í Danmörku, annars veg-
ar gítarsveit og hins vegar
stáltrommuhljómsveit.
Tvær einkasýningar opnaðar
í Eyjum á morgun
Ósk Vilhjálmsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir opna einkasýningar í
Vestmannaeyjum á morgun.
Frjálst fall Ósk-
ar og Ráðhildar
MYNDLISTARKONURNAR
Ráðhildur Ingadóttir og Ósk Vil-
hjálmsdóttir opna hvor sína einka-
sýninguna í gamla áhaldahúsinu á
horni Vesturvegar og Græðis-
brautar í Vestmannaeyjum á
morgun, laugardag, kl. 16. Rúrí
opnar svo einkasýningu á sama
stað 20. nóvember nk.
I fréttatilkynningu segir að þær
Ósk og Ráðhfídur hafi unnið að list
sinni bæði á Islandi og erlendis en
komi nú í fyrsta sinn með sýningu
til Eyja. „Þær vinna í fjölbreytt
efni til að koma list sinni á fram-
færi pg ekki alltaf á hefðbundinn
hátt. I Eyjum mun Ráðhildur sýna
afrakstur vinnu er tengist athug-
unum hennar á tvístiminu Algol
en Ósk mun sýna vídeóverk sem
tengjast ferðalögum eða spenn-
unni milli brottfarar og komu,“
segir þar ennfremur en sameigin-
leg yfírskrift sýninganna er
Frjálst fall.
Framkvæði að sýningunum á
Benedikt Gestsson, blaðamaður í
Vestmannaeyjum, en skemmst er
að minnast __ sýningaraðarinnar
Myndlistarvor íslandsbanka í Eyj-
um fyrr á árinu, þar sem hann
stóð fyrir komu og sýningum
fjölda listamanna af fastalandinu
með dyggum stuðningi fyrirtækja
í bænum. Að þessu sinni hefur
hann fengið til liðs við sig Eimsk-
ipafélag Islands, auk þess sem
Vestmannaeyjabær lánar sýning-
arhúsnæðið endurgjaldslaust.
Sýningar þeirra Ráðhildar og
Óskar standa yfír þessa helgi og
þá næstu, kl. 14-18, en opnunin
verður á morgun kl. 16. Sýning
Rúríar verður opnuð laugardaginn
20. nóvember og stendur þá helgi
og þá næstu.
Island á striga
í New Jersey
Goðið Sif. Verk eftir Guðrúnu Hall-
dórsdóttur sem sýnt er í Hrefna
Jónsdóttir Gallery í New Jersey.
HREFNA Jónsdóttir Gal-
lery, sem nú er á sínu 22.
starfsári, opnar sýningu á
verkum Kevins Broads og
Guðrúnar Halldórsdóttur 30.
október nk. Áhersla verka
þessara tveggjalistamanna á
sýningunni er ísland. Heið-
ursgestir við opnunina verða
sendiherrahjónin í Washing-
ton, Jón Baldvin Hannibals-
son og Bryndís Schram.
Kevin Broad ferðaðist um
Island sl. haust og málaði
m.a. í Vestmannaeyjum, í
Eyjafirði og undir Tindfjalla-
jökli. Afrakstur heimsóknar-
innar era 16 myndir, málaðar
úti í náttúrunni, (plein air).
Hann notar að þessu sinni
acrylliti, til aðlögunar við
stirfið veðurfar, þótt hann
jafnan vinni með olíu, segir í
fréttatilkynningu.
Goðin í leir
Guðrún Halldórsdóttir er
íslensk listakona, fædd á ísa-
firði og búsett í New Jersey.
Guðrún nam list sína í Color-
ado og New Jersey og vinnur nú á
eigin vinnustofu. Verk hennar eru
jafnan frammi í galleríinu hjá
Hrefnu Jónsdóttur, auk þess sem
hún sýnir víða um Bandaríkin, ein
og með öðrum. Guðrún hélt einka-
sýningu í Washington fyrr á þessu
ári.
Guðrún vinnur í leir og sköpunin
sækir næringu í rammíslenskar og
norrænar rætur. Goðin era henni
hugleikin. Frigg, Freyja, Sif og
Gullveig.
Hrefna Jónsdóttir, eigandi gall-
eríisins, fluttist frá Vestmannaeyj-
um til Bandaríkjanna árið 1968.
Hún opnaði gallerí í Lambertville,
New Jersey, í febrúar 1978.
Námskeið og fyr;
irlestrar hjá LHI
NAMSKEIÐ í vatnslitamálun
hefst miðvikudaginn 27. október í
Listaháskóla íslands, Skipholti 1.
Kennari er Torfi Jónsson mynd-
listarmaður. Ennfremur verður
námskeið í „polyesterlitógrafíu“ en
það er nýr grafískur miðill. Kenn-
arari er Ríkharður Valtingojer
myndlistarmaður. Kennsla fer
fram í húsnæði Listaháskóla ís-
lands í Skipholti 1 og hefst 28. októ-
ber.
Fyrirlestrar
Halldór Ásgeirsson myndlistar-
maður fjallar um eigin verk og við-
horf til myndlistar í stofu 24, LHÍ,
mánudaginn 25. október kl 12.30.
Einar Garibaldi Eiríksson mynd-
listarmaður flytur fyrirlestur er
nefnist „Sex minnispunktar" í stofu
113, miðvikudaginn 27. október kl.
12.30. Þar fjallar hann um hug-
myndir ítalska rithöfundarins Italo
Calvino um listsköpun og stöðu list-
arinnar við aldarlok.
Joachim H. Van Beek markað-
sstjóri hjá þýska fyrirtækinu Lucas
kynnir myndlistarvörur þeirra og
útskýrir notkun hinna ýmsu efna
og lita í LHÍ í Laugamesi, stofu 24,
fóstudaginn 22. október kl. 12.15.
Einnig munu hann og Garðar Erl-
ingsson frá myndlistardeild bygg-
ingamarkaðarins svara fyrirspurn-
um.
Bjarni Jónsson
sýnir í Safnahúsi
Borgarfjarðar
SÝNING á verkum Bjarna Jóns-
sonar listmálara verður opnuð í
Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarn-
arbraut 4-6 í Borgarnesi á morg-
un, laugardag, kl. 14. Á sýning-
unni eru olíumálverk og
vatnslitamyndir og er myndefnið
sótt í líf og störf til sjós og lands
fyrr á tímum.
I fréttatilkynningu segir:
„Bjarni Jónsson er löngu kunnur
fyrir verk sín en jólakort með
teikningum hans hafa notið mik-
illa vinsælda auk þess sem hann
teiknaði flestar skýringamyndim-
ar í hið mikla ritverk Islenskir
sjávarhættir. Þá hefur hann
myndskreytt fjölda annarra bóka,
teiknað jóladúka og gardínur fyrir
verslunina Vogue o.m.fl." Bjarni
hefur haldið fjölmargar einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum
hérlendis og erlendis.
Sýningin verður opin sunnudag-
inn 24. október frá kl. 13-18, eftir
það á opnunartíma Safnahússins
virka daga frá kl. 13-18 og stend-
ur til 19. nóvember.
Listsýning starfs-
manna Ráðhússins
NOKKRIR starfsmenn Ráðhúss
Reykjavíkur opna listsýningu á
verkum sínum í Tjamarsal Ráð-
hússins á morgun, laugardag.
Sigríður Kæmested símavörður
sýnir olíu- og vatnslitamyndir, Erla
Magnúsdóttir, fulltrúi í upplýsinga-
þjónustu, sýnir grímur, Friðrik
Bridde bflstjóri sýnir olíumyndir,
Elín Þórðardóttir, skrifstofustjóri í
Borgarendurskoðun, sýnir ljós-
myndir og Þuríður Bergmann
ræstitæknir sýnir leirmuni.
Sýningin stendur til 1. nóvember.
Caradon Henrad
Miðstöðvar-
ofnar
• Afkastamiklir
ofnar á mjög
hagstæðu verði
• Vottað af R.B
• 5 ára ábyrgð
• Allt til pípulagna
fj ,11?' f
11 |||M|
'' 'í :£ - < • f> $ k V IV
4$ * J
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is