Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Trevanian snýr
aftur með vestra
Hönnun í fortíð,
nútíð og framtíð
Morgunblaðið/Sverrir
Frá vinstri á myndinni eru Reyer Kras, Anniken Thue, Volker Al-
bus, Aðalsteinn Ingólfsson og Paul Thompson.
ERLEIVDAR
BÆKUR
V e s t r i
ATVIKIÐ VIÐ TUTTUGU-
MÍLUR „INCIDENT AT
TWENTY-MILE"
eftir Trevanian. St. Martin’s Paper-
backs 1999. 343 síður
MAÐUR er nefndur Trevanian.
Það er ekki hans raunverulega nafn
heldur nafn á glæpasagnarithöfundi
sem vakti talsverða athygli á átt-
unda áratugnum fyrir hressilegar
spennusögur en einhverjar þeirra
vora m.a. þýddar á íslensku. Má þar
nefna fyrstu bókina, Mannaveiðar
eða „The Eiger Sanction", sem Clint
Eastwood kvikmyndaði með góðum
árangri. Það hefur aldrei orðið opin-
bert hver Trevanian er, hann mun
eiga heimili í Baskahéruðum Frakk-
lands, en hann virtist hætta ritstörf-
um íyrir eins og fimmtán árum síðan
eftir að hann sendi frá sér bók sem
hann kallaði „Shibumi“. Svo gerðist
það eins og upp úr þurru árið 1998
að út kom ný skáldsaga eftir hann,
sem hann nefndi Atvikið við Tutt-
ugumílur eða „Incident at Twenty-
Mile“, og er glettilega vel saminn og
gisþa frambærilegur vestri.
I nýju bókinni býr Trevanian til
bæði forsögu og eftirmála sögunnar
og kemur fram í eftirmálanum að
þetta verði hans eini vestri og að
hann hafi langað til þess að búa til
eitthvað nýtt úr hinum alkunnu
vestraklisjum. Þá á hann við karakt-
era eins og byssuglaða barnungann,
berklaveika fjárhættuspilarann,
hóruna með gullhjartað, hinn heim-
spekilega þenkjandi búðareiganda,
útnáraprestinn, óspjölluðu meyjuna,
utangarðsmennina og útlagann sem
ríður inn í bæinn og hleypir öllu í bál
og brand. Það verður ekki annað
sagt en að Trevanian takist frábær-
lega ætlunarverk sitt.
Atvikið við Tuttugumílur kom ný-
lega út í vasabroti hjá St. Martin’s
útgáfunni og er stór og miki] saga
um námabæ sem kallast Tuttugu-
mflur og má muna fífil sinn fegri, það
mannlíf sem orðið hefur eftir í bæn-
um þegar mestur blóminn er farinn
af honum og þá menn sem þvælast
til hans í óvissum eða illum tilgangi.
Sagan er þrælskemmtileg aflestrar,
hún er á sinn hátt tregafull, grimmi-
leg og vægðarlaus í ofbeldislýsing-
um sínum, persónusköpunin er sterk
og það safn persóna sem Trevanian
býr til úr bæjarbúum sprettur ljósl-
ifandi fram af síðum bókarinnar og
heldur athygli manns algerlega í
gegnum 340 þéttskrifaðai’ síður.
Hún er skopleg á köflum, kaldhæðn-
isleg, sorgleg og síðast en ekki síst
spennandi en það er nokkuð sem
alltof margar spennusögur dagsins
skortir mjög.
Segja má að atburðir sögunnai’
séu að miklu leyti séðar með augum
unglingspflts sem vesöldin hefur
sent á þennan stað. Hann heitir
Matthew og vill láta öðrum líka við
sig. Þess vegna lýgur hann eins og
hann má þar til hann er orðinn allt í
öllu í námabænum og jafnvel þegar
geðsjúkur morðingi kemur ásamt
tveimur liðsmönnum sínum til bæj-
arins tekst honum að vingast við
hann. Morðinginn, Lieder að nafni
(að einhverju leyti orðinn til fyrir
áhrif frá Thomas Hairis), hefur
sloppið úr fangelsi í Laramie og hef-
ur ekkert nema illt í hyggju í náma-
bænum og það kemur fljótt í ljós
þegar hann mætir þangað. Eina von
bæjarbúa verður Matthew litli, sem
á skelfilega fortíð að baki, kom í
bæinn með heimatilbúna haglabyssu
á bakinu og á það til að loka sig frá
umheiminum þegar eitthvað veru-
legtbjátará.
Fjöldi annarra persóna kemur við
sögu og eftir því sem maður les
lengra inn í bókina því kærari verður
hún manni. Formálinn og eftirmál-
inn em tfl þess að auka á tilfinninga-
legt gildi hennar.
Enn er ekki vitað hver Trevanian
er og lfldega skiptir það engu máli ef
hann bara heldur áfram að senda frá
sér svona fínar sögur.
STAÐA hönnunarsafna í nútíð og
framtíð var efniviður málþings sem
haldið var á dögunum í tengslum við
nýstofnað Hönnunarsafn Islands.
Fræðimenn og forstjórar er-
lendra hönnunarsafna vora meðal
frummælenda á þinginu og komu
þar fram mörg áhugaverð atriði
sem hafa ber í huga varðandi hlut-
verk hönnunarsafna.
Meðal frammælenda var Annik-
en Thue, forstöðumaður hönnunar-
safnsins í Osló. Hún rakti m.a. það
breytilega hlutverk sem hönnunar-
safnið í Osló hefur gegnt í gegnum
tíðina.
Thue sagði t.d. að safnið, sem á
125 ára afmæli um þessar mundir,
hefði upphaflega fengið það háleita
hlutverk að endurmóta og bæta
smekk almennings. Hún vakti síðan
máls á þeirri spurningu að umdeil-
anlegt væri hvort ætla mætti hönn-
unarsafni slíkt hlutverk í dag, þegar
sífellt væri leitað nýrra leiða í list-
sköpun og fagurfræðin ein væri
ekki höfð að leiðarljósi. _
Hönnunarsafninu í Ósló var þó
einnig ætlað það hefbundna hlut-
verk að varðveita áhugaverða þætti
norskrar hönnunar - muni sem
legðu áherslu á sérstöðu landsins,
til að mynda við veggteppa- og silf-
urmunagerð íyrri alda.
Val á að byggja á gæðum
„Eitt meginhlutverk safnsins
hefur þó verið að safna munum sem
þykja einstakir sökum gæða sinna,“
sagði Thue og kvað verðmætamat
og áherslur safnsins engu að síður
hafa verið breytilegar í gegnum tíð-
ina. Sýning samtímamuna vekti t.d.
alltaf spurningar um hve lengi þeir
teldust hluti samtíðar og hvenær
þeir yrðu hluti fortíðar og sögu.
„Það era þó gæði gripanna í eigu
safnsins sem verða að teljast aðal
hvers hönnunarsafns," sagði Thue
við viðstadda og hvatti forráðamenn
Hönnunarsafns Islands til að vera
óhræddir við að velja og hafna mun-
um á grandvelli gæða.
Thue hvatti aðstandendur safns-
ins þá ekki síður tfl að gæta sín á
magni safnmuna, en að hennar mati
er munafjöldi hönnunarsafnsins í
Osló, um 45.000 gripir, of mikið.
„Það sem hafa ber þó í huga um-
fram aðra þætti við uppbyggingu
Hönnunarsafns Islands, er að þar á
að byggja safn íslenskrar hönnun-
arsögu.“
Aðrir frammælendur málþings-
ins, sem fram fór í Fjölbrautarskóla
Létt og
TOIVLIST
Salurinn
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Sönglög eftir Bellini, Pál ísólfsson,
Schubert, Wolf, Debussy og Ravel.
Elín Huld Árnadóttir sópran; Will-
iam Hancox, píanó. Þriðjudaginn
19. október kl. 20:30.
SÓPRANSÖNGKONAN Elín
Huld Arnadóttir, sem lauk fram-
haldsnámi úr Trinity College of
Music í fyrravor, „debúteraði” á
söngtónleikum í Tónlistarhúsi
Kópavogs á þriðjudagskvöldið var.
Dagskráin var afar skemmtileg
áheymar, þótt ekki væri mótuð af
mikilli dramatík, heldur dvaldi
mest á lýrískum nótum. Hér gat að
heyra ljóðræn einsöngslög og „ar-
íettur“ af ýmist rómantískum, imp-
ressjónískum eða þjóðlagaleitum
toga. Þau vora vel valin og mörg
þeirra fremur fáheyrð hér um slóð-
ir. Það var og meðverkandi til að ljá
tónleikunum heilsteypt yfirbragð,
að flest framlög hvers tónskálds um
sig vora heilir og óstyttir ljóða-
flokkar, og væri vert ef fleiri söngv-
arar tækju sér það til fyrirmyndar
eftir föngum við dagskrárgerð.
Fyrst vora þrjár smáaríur eftir
Vincenzo Bellini úr safninu „Sei ar-
iette“; þekktust þeirra líklega Mal-
inconia, ninfa gentile sem Gunnar
Guðbjömsson söng á óperatónleik-
um í vor með Sinfóníuhljómsveit-
inni. Þrátt fyrir titilinn kallar pían-
ósatzinn á ákveðna dansandi sem
tíð rúbatí flytjenda drógu óþarflega
mikið úr. Hinir meistaralegu
Söngvar úr Ljóðaljóðum, eini ljóða-
flokkur Páls Isólfssonar, voru
næstir á blaði, og þar á eftir Lieder
der Mignon, hinn vandaði flokkur
Schuberts við ljóð Goethes sem
skáldjöfurinn leggur í munn stúlk-
unnar munaðarlausu í skáldsögu
hans Wilhelm Meisters Lehrjahre.
Söngur Elínar Huldar var fremur
til hlés í þessum fyrri hluta, enda
inntak laganna sem fyrr sagði ekki
tilefni stórátaka. Nærgætin og allt
að því hlédræg túlkun hennar áttí
samt víða vel við, kannski einkum í
lögum hinnar umkomulausu Mign-
on, þó að jafnvel innan slíks þröngs
ramma hefði mátt tefla fram fleiri
litbrigðum en gert var. Textafram-
burðurinn var skýr og fallegur í
töluvert kröfuhörðum lögum Páls,
þar sem söngkonan komst furðuvel
frá nokkrum erfiðum hæðarstökk-
um, t.a.m. í I hvílu minni um nótt.
Hinn að jafnaði tillitssami og flos-
Garðabæjar, vora þau Paul Thomp-
son, forstjóri Design Museum í
London, Volker Albus, prófessor
við Háskólann fyrir hönnun í
Frankfurt, Reyer Ki’as, forstöðu-
maður hönnunardeildar Stedelijk-
safnsins í Amsterdam, og Aðal-
steinn Ingólfsson, listfræðingur og
umsjónannaður Hönnunarsafns Is-
lands.
látlaust
mjúki undirleikur brezka píanist-
ans virtist þar aftur á móti nokkuð
stirður hjá öðru, en náði sér þó aft-
ur á strik í síðasta lagi flokksins,
Hvað er það sem kemur úr heið-
inni? Síðust fyrir hlé birtist svo létt-
asta hliðin á hinum annars njörvaða
Hugo Wolf með þrem stuttum
sönglögum, er tókust allvel, bui’tséð
frá fyrsta laginu, In dem Schatten
meiner Locken, sem var framan af
svolítið ósamtaka milli söngs og
leiks.
I seinni hluta voru fyrst sex
æskulög eftir Claude Debussy við
ljóðaperlur Verlaines, „Ariettes
oubliées", sem þegar lofa meista-
rann verðandi í litríkri meðferð
píanós og sönglínu. Má eiginlega
telja undranarefni hvað þau heyr-
ast hér sjaldan, hvað þá í heild. Það
var eins og ofurljóðræn tónlist
Debussys, og kannski líka franski
textinn, kæmu söngkonunni meira
á skrið en það sem á undan gekk,
því söngurinn varð hér töluvert
meira streymandi en áðm’, og þrátt
fyrir nokkrar stirðar hánótur í síð-
asta laginu, Spleen, var margt ág-
ætavel sungið, t.a.m. hið heillandi II
pleure dans mon coeur og valhopp-
andi gáskafulla lagið um tréhest-
ana, Cheveaux de Bois. Enn betur
var gert í hinum fimm lindartæra
„grísku“ lögum Ravels, Cinq mél-
odies populaires greques, þar sem
létt og látlaus nálgun flytjenda
hæfði viðfangsefninu sérlega vel.
Söngrödd Elínar Huldar virtist
henta ágætlega lagavali kvöldsins,
þótt varla kæmi fyrir sem fullmótuð
enn sem komið er. Þó að brjóst-
tónasviðið - sem manni heyrist því
miður oft vanrækt hjá íslenzkum
ljóðasöngvuram - hljómaði fallegt
og óþvingað virtist hæðin enn eiga
smávegis eftir í að ná opnum og af-
slöppuðum blæ. Inntónun var hins
vegar oftast til fyrirmyndar góð,
enda söngurinn í heild fremur vai’-
færinn; að vísu stundum á kostnað
textatúlkunar. Undirleikur Will-
iams Hancox bar með sér, að hér
fór þaulreyndur samleikspíanisti,
þó að Ljóðalög Páls hefðu eflaust
þolað meiri yfirlegu.
Tónleikaskrárfrágangur Salar-
ins hefur eftir þessu tilfelli að dæma
tekið markverðum framförum, þar
sem nú má finna stuttar en gagn-
orðar upplýsingar um verkin (að
vísu að Bellini slepptum) og með-
fylgjandi textahefti með þýðingum.
A móti kemur loftræstisuð, sem enn
er greinanlegt á hljóðlátustu
augnablikum. Og eitt lítið(?) atriði
enn: sætin hallast fullmikið fram!
Ríkarður Ö. Pálsson
Arnaldur Indriðason
SIEMENS
Haust-Búhnykkur!
Siemens
uppþvottavél
SE 34200
Ný
þvottavél
frá
Siemens
WM 54060
Sannkölluð hjálparhella
í eldhúsinu.
Einstaklega hljóðlát og
sparneytin. Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir
viðkvæmt leirtau), fjórföld
ftæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavél eins
og þúviltnafahana.
^ Á þessu fína verði núna: ^
49-900 Ur. stgr.
Berðu saman verð,
gæði og þjónustu!
Umboösmenn um iand allt!
Þvottavél eins og allir vilja eignast!
• Algjör nýjung:
Sérstakt krumpuvarnarkerfi
• Tekur 6 kg
• Óvenjustór lúga
• 15 þvotta- og sérkerfi
• 35 mínútna hraðkerfi
• 1000sn./mín.
• Allar innstillingar mjög auöveldar
• Glæsileg hönnun
• Vélin er algjörlega rafeindastýrð
• Þvottavirkniflokkur A
• Orkuflokkur A
• Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél
__ Á frábæru kynningarverði:
* stgr.
4 4SMITH&
“^NORLAND
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000 • www.sminor.is