Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JVtovðmMftfrífe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YERÐMÆTASKOPUN OG SAMNINGAR FINNUR GEIRSSON, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, lagði á það áherzlu í samtali við Morgun- blaðið sl. sunnudag, að komandi kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði yrðu að taka mið af verðmæta- sköpuninni í þjóðfélaginu. Hann sagði það höfuðverk- efnið, að tryggja þann kaupmátt, sem náðst hefði á yf- irstandandi samningstímabili. „Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál atvinnurekenda og starfs- fólks þeirra að búa svo um hnúta, að þessi mikli ávinn- ingur, sem náðst hefur, haldi sér. Það hlýtur að vera sameiginlegt verkefni okkar að fínna leið, sem tryggi hér stöðugt verðlag áfram og stöðugt gengi. Undanfar- in ár hafa fært okkur heim sanninn um, að þetta er ein mikilvægasta forsendan fyrir hagvexti, góðu gengi fyr- irtækja og góðri afkomu fólks,“ sagði Finnur Geirsson. Hinn nýi formaður Samtaka atvinnulífsins rifjaði upp, að síðustu kjarasamningar hefðu þýtt 15% kaup- hækkun á þriggja ára tímabili, en launaskrið hefði bætt við 2% á ári, þannig að almenn launahækkun á samningstímabilinu væri 21-22%. Kaupmáttur hefði aukizt um 15% á þessu tímabili og hefði aldrei áður aukizt svo mikið á svo skömmum tíma. Vert væri að hafa nú í huga, að hættumerki væru í augsýn, vaxandi verðbólga og uggvænlegur viðskiptahalli sem ógnað gætu þeim árangri, sem náðst hefði. Þá lægi fyrir, að hagvöxtur yrði um helmingi minni en verið hefði sl. þrjú ár, svo og væru merki um minnkandi hagnað í framleiðslugreinum, sjávarútvegi og iðnaði. Þessar staðreyndir móti það umhverfi, sem samningarnir hljóti að taka mið af. Með óraunhæfum kjarasamning- um hækki ekki bara launin heldur einnig skuldirnar og þá hverfi ávinningurinn og meira til. Launahækkanir umfram verðmætasköpun væru ekki annað en ávísun á verðlagshækkanir og síðan gengissig og þar með vær- um við komnir inn í vítahring, sem allir vilji forðast. Vandi vinnuveitenda í komandi kjarasamningum verður sá, að almenningur fylgist með fréttum um hagnað fyrirtækja, mikil umsvif þeirra, stórviðskipti, þar sem milljarðar eru greiddir á borðið fyrir hluta- bréf og fyrirtæki, og ætlast til að fá enn meir í sinn hlut. Þessar væntingar skapa líka vandamál fyrir verkalýðshreyfinguna en forystumenn hennar virðast þó gera sér grein fyrir, að höfuðverkefnið sé að verja þá miklu kaupmáttaraukningu sem orðið hefur, auk þess sem bæta þarf stöðu lægstlaunuðu hópanna. VANDI LEIKSKÓLANNA LEIKSKÓLAR landsins hafa ekki farið varhluta af þenslunni á vinnumarkaðnum undanfarin misseri. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins hafa leikskólar átt í erfíðleikum með að manna stöður og fyrir vikið hefur þurft að loka deildum hluta úr degi. Svo að dæmi sé tekið þá eru 72 leikskólar í Reykjavík en 45-47 þeirra eru fullmannaðir. Og þá er vitanlega ekki verið að tala um að skólarnir séu mann- aðir faglærðu fólki. Talið er að nú vanti milli 1.700 og 1.800 leikskólakennara til að allar stöður þeirra í leik- skólum landsins séu setnar faglærðum. Hlutfall fag- lærðra er innan við 40% þeirra sem starfa á leikskól- um í landinu. Ljóst má vera að erfitt er að halda úti fullri starf- semi leikskóla undir þessum kringumstæðum. Akvæði í reglugerð segja til um hve margir starfsmenn skuli vera á hvert barn og hefur fulltrúaráð Félags ís- lenskra leikskólakennara sent frá sér ályktun þess efnis að undirmönnuðum deildum verði umsvifalaust lokað. Margoft hefur komið fram að meginástæðan fyrir þessari alvarlegu stöðu í leikskólunum eru launakjör leikskólakennara og ófaglærðra starfsmanna þeirra. Miðað við breytt samfélagsmynstur og sífellt auknar kröfur til þeirra sem gegna uppeldisstörfum í þjóðfé- laginu er þetta ástand alvarlegt umhugsunarefni. Grannt fylffst með jarðhrærinfflim í Eyjafjallajökli Tvö gos á söguleg- um tíma Jarðvísindamenn telja fulla ástæðu til að fylgjast jafn vel með Eyjafjallajökli og Mýr- dalsjökli, en samhengi virðist vera í jarð- hræringum í eldstöðvum í jöklinum. Tvisvar hefur gosið í Eyjaijallajökli á sögulegum tíma og í báðum tilvikum voru gosin undan- fari goss í Mýrdalsjökli. JARÐVÍSINDAMENN hafa fylgst grannt með Eyjafjalla- jökli að undanförnu og telja fulla ástæðu til að hafa sömu gát á jöklinum eins og Mýrdalsjökli. Tvisvar er vitað með fullri vissu um gos úr jöklinum á sögulegum tíma og voru gosin í bæði skiptin gjóskugos og undanfarar Kötlugosa. Fyrra gosið sem vitað er um í Eyjafjallajökli varð á árunum 1612-1613 en nær engar heimildir er að finna um það gos því um sama leyti gaus Katla og óljóst hvort átt er við gos í Eyjafjallajökli eða Kötlu í heimildum að sögn Guðrúnar Larsen, jarðfræðings hjá Raunvísindastofn- un. „Eyjafjallajökull og Mýrdalsjök- ull voru áður fyrr stundum kallaðir einu nafni Eyjafjallajökull," sagði Guðrún. „Eina gosið sem eitthvað er vitað um er gosið 1821-1823,“ sagði hún. „Um það gos eru til ýmsar heimildir. Gosið hófst 19. desember árið 1821 að menn telja og fyrstu merki þess voru leiftranir í heiðríkju þá um kvöldið en gos hófst daginn eftir 20. desember þegar upp kom hvítleitur gosmökkur sem síðan dökknaði. Á þriðja til tí- unda degi féll gjóska undir Eyjafjöll- um, Austur-Landeyjum, Hvolhreppi og Oddasókn en gjóskufall var þó fremur lítið. Gosið datt lljótlega nið- ur eftir áramótin 1821-1822 en tók sig upp á ný með meiri ákefð í júní árið 1822. Fyrr á því ári höfðu komið hlaup í Markarfljót en ekki valdið miklu tjóni. Gosið náði líklega há- marki í júlí 1822.“ Búsmali rekinn á heiðar í grein Páls Sigurðssonar frá Árkvörn, sem skrifuð er um 1870 seg- ir hann frá gosi í Eyjafjallajökli. Par kemur fram að árið 1822 hafi jökulhlaup komið úr falljökli Jökulsár innan við Lánganes. Flaut þar yfir allar eyrar milli Lánganess og inn- anverðrar Fljóts- hlíðar, yfir engjar Stórumerkur og graslendi framan við túnin á Eyvind- armúla og Árkvörn auk þess sem vatn fór víða upp undir Brekkur kringum Barkastaði og Fljótsdal. Um leið og sást til flóðsins var allur búsmali af undir- lendi rekinn í hasti upp á heiði og var honum með naum- indum komið undan flóðinu mest vegna þess hversu hægt það óx. Þá segir: „Flóð þetta fyllti upp allan Þverár farveg og alla Mark- arfljóts farvegi forna og nýja, en þegar land breiðk- aði og framar kom, þá fór það ekki yfir jörð svo teljandi væri, eða til skaða, og eptir hérumbil þrjá tíma, eða eina eykt frá þvl að flóðið steig hæst, fór það að smá-réna aptr.“ Kötlu fór að hitna Flóðið skildi eftir sig ísjaka á aurun- um neðan undir vestanverðu Steins- holti og kringum Jökulsá, sem bráðn- uðu á tveimur árum. Mikill slakki eða dæld myndaðist í jöklinum eftir gosið einkum í kringum gjána en áður hafði efsti hluti jökulsins verið nær sléttur að sjá. Síðan segir, „Kötlu gömlu fór að hitna fyrir brjóstinu um þessar mundir, því strax á næsta vori eptir gaus hún úr sér spýju mikilli, með eldgángi og vatnshlaupi með miklu sandroki, og hætti þá til fulls að sjást nokkur gufa upp úr Eyjafjallajökli, en fram að þeim tíma sást stundum nokkur gufa upp úr gjánni, einkum í stórstrauma, en engin gufa sást úr því Katla fór að spúa. Um næstu tutt- ugu ár á eptir voru öll vötn, þau er úr Eyjafjallajökli komu, bæði norðan og sunnan megin, miklu vatnsmeiri en þau höfðu áðr verið, eftir sögn gam- alla manna, og hafa jafnvel verið að smá minnka fram undir þennan tíma.“ Drunur heyrðust austur í Skaftártungu f annál nítjándu aldar eftir sr. Pét- ur Guðmundsson er fjallað um gosið í Eyjafjallajökli og þar segir að í upp- hafi goss hafi stöku sinnum brugðið fyrir eldi á jöklinum neðan til við gosmökkinn. Fyrstu dagana hafi vötn og fljót vaxið vestur með jöklinum og heyrðust miklir dynkir frá honum eins og hann væri að springa. Pétur lýsir öskufalli og segir að stórir stein- ar hafi borist langar leiðir frá gos- stöðvunum. Um áramót segir hann að dregið hafi verulega úr gosinu. Við og við hafi sést í reykjarmökk og stund- um komið flóð í Markarfljót en síðan segir, „26. júní spjó jökullinn eldi og ösku með aukinni ákefð upp um ann- að auga en það í fyrstu að haldið var, þó nálægt því, með brestum og þrumugný, og heyrðist í það daglega yfir þrjár þingmannaleiðir austur í Skaftártungu. Askan rauk hátt upp í loft, en norðanvindar dreifðu henni aftur yfir Eyjafjallasveit." Sauðfé eirði hvergi og virtist helst sækja í átt að eldstöðvunum. Ryk var svo fíngert að það sást ekki falla til jarðar og olli það skaða í innanverðri Fljótshlíð. Sást það á grasi og dökk- um skóm manna víða vestur eftir Suðurlandi allt fram á Seltjarnarnes. í júlí féll svo mikil aska undir Eyja- fjöllum að ábúendur kirkjujarða ráð- gerðu að ganga frá heimilum sínum. Dimman misturmökk lagði yfir Suð- urland og sól roðnaði á góðviðrisdög- um í óvenjulegu hitamistri. Héldu menn að sjö gosstöðvar væru í jöklin- um en ekki var hægt að komast að þeim fyrir þoku og reykjarmekki auk þess sem menn ótt- uðust skaðlegt loft nærri stöðvunum. Eftir þetta sást lítið til elds í jöklinum en oft rauk úr honum. Slátra varð fé Afleiðingar eld- gossins leyndu sér ekki. Hagar og hey spilltust, kýr horuð- ust niður og varð að slátra mörgu búfé. Útigangsfé fékk á sig hnúða um liði, kjálka og önnur bein og á hann sótti helti og lið verkir. Of- vöxtur hljóp í Holtsá undir Eyja- fjöllum og kenndu menn jökulhlaupi um er áin flæddi yf- ir sveitina. Ekki urðu menn varir við eldgosið árið 1823 en við og við sáust vatnsgufur leggja upp af jöklin- um. í leiðangri sem farinn var að eld- stöðvunum um hvítasunnuna komu menn að eldgjá í norðvestri frá Guðnasteini og var hún botnlaus að sjá enda rauk úr henni. Þeir sáu gufu leggja úr þremur opum á jöklinum í suður og vestur af aðalgjánni og var langt á milli en ekki sást hvort reyk legði um op austan við gjána. Þrjár hrinur jarðskjálfta frá árinu 1994 Eyjafjalla- jökull að vakna til lífsins ALLT frá árinu 1950 hefur verið fylgst með jarðhræringum í Mýr- dals- og Eyjaijallajökli en segja má að EyjafjalIajökuII hafi vakn- að til lífsins árið 1992 með hrinu jarðskjálfta, sem þá mældust og annarri hrinu árið 1994 og 1996 og enn annarri á þessu ári. Bryndís Brandsdóttir jarð- fræðingur hefur unnið yfirlit yfir jarðhræringar í Eyjafjallajökli og stuðst þar við upplýsingar frá Veðurstofu íslands. Fyrstu jarð- skjálftamælarnir voru settir upp í Vík í Mýrdal árið 1952 og sagði hún að þar með hefði verið hægt að greina hvort jarðskjálftar ættu upptök sín í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli. Árið 1972-1973 var jarðskjálftamæl- um fjölgað í kringum Mýrdals- jökul og eftir það var hægt að staðsetja upptök skjálftanna af meiri nákvæmni. „Það má segja að eftir 1950 hefðum við getað séð ef skjálftar hefðu orðið í Eyjafjallajökli og Eyjafjallajökli 1994, 1996 og 1999 Stærsti skjálftinn sem mælst hefur siðan virknin færðist í aukana árið 1992 var 3,5 á Richter hinn 1. mars sl. frá því 1973 höfum við verið með jökulinn í gæslu,“ sagði hún. „Fyrir 1970 var nær engin virkni í Eyjafjallajökli en árið 1979 komu fram þrír skjálftar. Árið 1992 má segja að jökullinn hafi vaknað til Iifsins. En 1994 gekk yfir kröftug jarðskjáll'tahrina og aftur árið 1996 og enn ein hrinan í ár en á árunum á milli er lítið að gerast þannig að svo virðist sem skjálftarnir séu lotubundnir." Stærsti skjálftinn sem mælst hefúr í Eyjafjallajökli síðan virkn- in færðist í aukana árið 1992, varð 1. mars sl. og mældist, hann 3,5 stig á Richter. „Aðrir skjálftar hafa varla náð þeim þremur stig- um, en siðustu vikur hafa verið rólegar," sagði Bryndís. 4r FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 35 ✓ Halldór Asgrímsson í ræðu á þingi um Norðurlöndin og Þýskaland í Berlín Varast ber að utanríkis- . stefna ESB veiki NATO ✓ Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra telur vissa hættu á að sameiginleg utan- ríkisstefna Evrópu- sambandsins, sem sambandið áformar að taka upp, geti veikt Atlantshafs- bandalagið. Karl Blöndal fylgdist með ráðstefnu um Norð- urlöndin og Þýska- land sem haldin var 1 Berlín í gær. < Ingimundur Sigfússon sendiherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stilltu sér upp fyrir framan hið nýja sendiráð Islands í Berlín ásamt starfsmönnum sendiráðsins og gestum. HLUTSKIPTI þeirra Norð- urlanda, sem eru í Atlants- hafsbandalaginu (NATO), en standa utan Evrópu- sambandsins (ESB), vegna hinnar ráðgerðu sameiginlegu utanríkis- stefnu ESB og óttinn um að hún kynni að veikja NATO var inntak ræðu, sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flutti á ráðstefnu um Norðurlöndin og Þýskaland og sam- leið þeirra í nýrri Evrópu, sem haldin var í Berlín í gær. Halldór spurði í ræðunni hvað átt væri við með öryggisstefnu Evrópu og svaraði sjálfur að ljóst væri að það væri að styrkja varnar- og utanríkis- stefnu Evrópu, en hann óttaðist að það græfi undan Atlantshafsbanda- laginu: „Þvi má spyrja hversu langt ESB eigi að ganga í að taka yfir þær skyldur, sem NATO gegnir nú og hvernig eigi að gera það. Evrópurík- in segja að þau vilji ekki verja meira fé til varnarmála, en þau vilji meiri ábyrgð og meiri völd. Þó er vitað að ekki hefði verið hægt að taka á hinni vandasömu stöðu í Kosovo og Bosníu án öflugs samstarfs við Bandaríkin.“ Hann kvaðst hræddur um að ESB gengi of langt og Norðurlöndin ættu að passa upp á hin góðu samskipti við Bandaríkin, en elta ekki Frakka í þessum málum. Halldór sagði eftir ráðstefnuna í gær að hann væri sammála því að styrkja þyrfti sameiginlegar varnir Evrópu þannig að Evrópa gæti tekið meiri þátt í að koma í veg fyrir ófrið og leysa hvers kyns átök. Skortir tillit til sameiginlegra hagsmuna NATO „En ef það verður til þess að veikja samstarfið yfir Atlantshafið og skipta samstarfinu innan Atlants- hafsbandalagsins upp þá getur það jafnvel leitt til þess að Evrópa verði í verri stöðu til að taka á þessum málum,“ sagði Halldór. „Ég hef margvís- legar athugasemdir við þann fram- gangsmáta, sem er viðhafður innan Evrópusambandsins í þessu máli og ég tel fulla ástæðu til að vara þar við. Þetta mál var rætt á fundi utanríkis- ráðherra Norðurlandanna og utan- ríkisráðherra Þýskalands [á miðviku- dag] og ég taldi mikla þörf á því vegna þess að við höfum, Islendingar og Norðmenn, mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af leiðtogafundinum, sem nú er framundan í Helsinki, þar sem stendur til að taka ákvarðanir. Við óttumst að þær ákvarðanir taki ekki nægilegt mið af sameiginlegum hagsmunum NATO-ríkjanna og mik- ilvægi samskiptanna yfir Atlantshaf- ið.“ Þýskir embættismenn hafa sagt þegar þetta mál hefur verið til um- ræðu að tengslunum yfir Atlantshaf- ið skuli verða viðhaldið og sameigin- leg utanríkisstefna eigi ekki að veikja þau. „Menn segja þetta alltaf,“ sagði Halldór. „En á sama tíma eru menn að tala um sjálfstæða öryggisstefnu Evrópu og menn spyrja hvað þetta sjálfstæði þýði því þegar kemur til átaka og vandamála verður að vera ljóst hvar ákvarðanir eru teknar. Það er búið að byggja upp mikið skipulag innan Átlantshafsbanda- lagsins, sem byggist á áratuga reynslu og það getur að mínu mati orðið hættulegt að fara að fikta allt of mikið við það.“ Varar við að fylgja Frökkum Halldór nefndi í ræðu sinni Frakka sérstaklega eins og áður seg- ir og skýrði það þannig eftir á að það lægi fyrir að þeir hefðu haft mestu athugasemdirnar innan Atlantshafs- bandalagsins við hið nána samstarf yfír hafið. „Það hefur alltaf verið þeirra draumur að skilja þetta meira að og ég er afar ósammála þeirri stefnu,“ sagði hann. „Við vitum hvaða áherslu Frakkar hafa haft í þessu máli, það er löngu þekkt.“ Halldór gagnrýndi ESB einnig í ræðu sinni fyrir að vera að skapa hættu á sundrun í Evrópu í stað sameiningar. „Ég set einnig spurningarmerki við það hvað ESB eigi að ganga langt í að gera svo- kallaðan Evrópusáttmála um mannréttindi," sagði hann. „Það er mikilvægt, en ekki má gleyma því að við höfum einnig Evrópuráðið og mannréttindadómstólinn í Strass- borg. Stendur til að taka þessi mál frá Evrópuráðinu og dómstólnum í Strassborg og færa til ESB og dóm- stólsins í Lúxemborg? Stendur til að koma á tveimur mismunandi kerfum í Evrópu? Ég veit að það stendur ekki til, svo er að minnsta kosti sagt, en það gæti vel gerst ef gengið er of langt að komin verði á tvö mismun- andi kerfi áður en maður veit af og það verður að varast. Ef það er ætl- unin að skapa einingu í Evrópu verð- ur einnig að taka tillit til þeirra landa, sem standa utan Evrópusam- bandsins, og þeirra ríkja, sem við höfum átt við gott samstarf, þar á meðal Bandaríkin og Kanada." Halldór sagði í ræðu sinni að það væri mikil upplifun að koma til Berlínar og upplifa þann kraft sem í Þýskalandi byggi og þá möguleika, sem þar væri að finna. Þá væri það mikilvægur boðskapur til Norður- landanna og allra á svæðinu um- hverfis Eystrasaltið að höfuðborg Þýskalands væri flutt til Berlínar. Hann sagði að samstarf Norður- landanna, þar sem áhersla væri lögð á uppbygginguna, ætti að nýta þegar hugað væri að framtíðinni og nýta ætti kraft þeirra með allan heiminn sem athafnasvæði. Kvaðst hann viss um að framtíðarnefnd Norðurlanda- ráðs myndi ekki síst líta til svæðis- bundins samstarfs, sem Norðurlönd ættu heiður af, þegar hún bæri fram tillögur um hvað bæri að gera. Finn- ar hefðu flutt þetta hugarfar með sér í formennsku þeirra í Evrópusam- bandinu: „Við höfum oft rætt það í Norðurlandaráði að fá þyrfti önnur lönd í Evrópu til fylgilags, við þyrft- um að fá Þýskaland og fleiri lönd, og nú á öll Evrópa að taka þátt í þessu samstarfi.“ Eystrasaltsríkin og Balkanskagi Halldór benti á að það hefði verið erfitt fyrir Eystrasaltsríkin að byggja upp samvinnu við Rússa ef norræn samvinna hefði ekki verið bakhjarl þeirra: „Það er auðveldara fyrir utanríkisráðherra Eystrasalts- ríkjanna að hitta utanríkisráðherra Rússlands þegar utanrík- isráðherrar Norðurland- anna eru með í för. En við höfum einmitt þetta samstarf og því er upp- bygging á Eystrasalts- svæðinu auðveldari en til dæmis uppbygging á Balkanskaga þar sem hina svæðisbundnu samvinnu vant- ar.“ Ráðstefnuna hélt Norðurlandaráð og sat forsætisnefnd ráðsins, sem skipuð er þingmönnum frá Norður- löndunum og kom saman til fundar hér í Berlín í tilefni af opnun sendi- ráða Norðurlandanna á sameigin- legri lóð. Rudolf Seiters, varaforseti þýska þingsins, setti ráðstefnuna og sagði að í Evrópusambandinu gætu menn lært af því hvernig samvinna Norðurlandanna hefði þróast í Norð- urlandaráði á undanförnum áratug- um. Þar hefðu menn á grundvelli sögunnar og landafræðinnar snemma gert sér grein fyrir nauðsyn samvinnu og stofnað Norðurlandaráð 1952. Ef frá er talin ræða utanríkisráð- herra beindust sjónir þeirra, sem til máls tóku, mjög að svæðinu um- hverfis Eystrasaltið og benti Seiters á að þar væru nú 60 milljónir manna að fara nýjar leiðir í efnahagsmálum: „Hér koma saman ríki með háþróað efnahagslíf á borð við Norðurlönd og Þýskaland og hagkerfi Póllands, Eystrasaltsríkjanna og hluta Rúss- lands, sem enn eru mörkuð erfiðleik- unum, sem fylgja því að skipta yfir í markaðsbúskap." Seinna í ræðunni kom síðan gul- rótin, sem bíður þegar erfiðleikarnir eru afstaðnir: „Þýskaland lítur á sig sem málsvara þess að lönd sem eru hæf og geta gengið í ESB geri það og einnig málsvara náinnar og traustrar samvinnu á Eystrasaltssvæðinu," sagði Seiters. „Þau ríki, sem uppfylla Kaupmannahafnarskilyrðin fyrir inn- göngu, á að hvetja og styðja.“ Ef öryggi nær ekki til allra er enginn öruggur Berit Brörby, sem situr í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, fjallaði um öryggismál í norðri og lagði út af orð- um Willy Brandts þess efnis að ekki væri hægt að skipta upp öryggi í - Evrópu, ef það næði ekki til allra, næði það ekki til neins: „Það var þessi grundvallarviðurkenning, sem gerði slökunarstefnuna mögulega og var upphafið á ferli, sem 20 árum síðar leiddi til loka kalda stríðsins. Það þarf einnig að hafa orð Brandts í huga þegar við áttum okkur á öryggis- málum og skipan þeirra á okkar tím- um. Við þurfum að styrkja alþjóðleg og svæðisbundin samtök, sem sam- eiginlega standa vörð um frið okkar og öryggi og umfram allt þurfum við að vera duglegri við að taka á vanda- málum áður en þau verða aðeins leyst með valdi.“ Á ráðstefnunni var einnig fjallað um samgöngumál og orkumál og beindust sjónir þeirra, sem tóku til máls, einkum að stöðunni við Eystra- saltið. Halldór andsnúinn stefnu Frakka Varasamt að breyta skipu- lagi NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.