Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Aukin gæði náms Garðabær í FLATA- og Hofsstaðaskóla er nú unnið að sjálfsmati skólans og skólaþróun með aðstoð kennara skólans, sem taka nú til endurskoðunar ýmis grundvallaratriði skóla- starfsins og kennsluaðferðir. Aukin Gæði Náms (AGN) er heiti þessa þróunarverk- efnis sem er skipulagt yfír tveggja ára tímabil og hófst nú í haust. Heiðurinn að AGN eiga skólaráðgjafamir Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rún- ar Sigþórsson og er verkefn- ið unnið í samstarfí við þau. AGN byggir hins vegar á ensku líkani að skólaumbót- um sem nefnist „Improving the Quality of Education for All“. I stuttu máli má segja að AGN felist í því að aðstoða skóla við að meta þeirra eigið starf, velja forgangsverkefni og skipuleggja úrbætur á þeim sviðum sem skólinn metur brýnast. Það sem skil- ur AGN frá ýmsum öðrum matsaðferðum er þó e.t.v. það að kennaramir sjálfir framkvæma matið, eiga hlut í ákvarðanatöku og taka þannig þátt í mótun skóla- starfsins. Sigurveig Sæmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hofs- staðaskóla, er ánægð með þessa skipan mála og segir AGN mælast vel fyrir hjá kennarum. Hún viðurkennir þó að nokkurrar tortryggni hafi gætt í upphafi, en hún hafi fljótt horfið. „Fólki fínnst þetta spennandi. Þetta er eitthvað ferskt og við er- um að nálgast umræðuna á annan hátt en við emm vön,“ segir Sigurveig. Vinnuferli AGN vekur ýmsai' áhugaverðar spurn- ingar bæði hjá kennurum og stjórnendum t.d. um aðstæð- ur í skólastofunni, viðhorf til ýmissa þátta kennslunnar, bekkjastjómun, fjölbreytni kennsluhátta, námsaðlögun og undirbúning náms. Framlag nemenda skoðað Ein þeirra áhugaverðu spuminga sem AGN hefur vakið er hvers vegna kennar- ar ræði ekki meira sín á milli um kennsluskipulag og kennsluaðferðir. En þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal kennaranna. Odd- ný Eyjólfsdóttir, gmnnskóla- fulltrúi Garðabæjar, segir könnunina gefa vísbendingar um að kennarar ræddu meira saman um námsáætlanir en um kennsluaðferðir. Að mati Morgunblaðið/RAX Sigurveig Sæmundsdóttir, sem sést hér ásamt nokkrum nemendum Hofsstaðaskóla, er ánægð með þá möguleika sem AGN felur í sér. Oddnýjar væm slíkar um- ræður þó ekki síður til þess fallnar að bæta kennsluna. Annað atriði sem þróunar- verkefnið hefur vakið máls á er hve oft kennararnir leit- uðu eftir skoðunum nem- enda sinna á því sem fram fer í skólastofunni. „Spyrj- um við nemendur nógu oft hvað þeim finnist?“ segir Sigurveig og kveður ekki óalgeng viðbrögð vera þau að nemendurnir séu of ungir til að spyrja. En elstu nem- endur Hofsstaðaskóla em ellefu ára gamlir. „Við verð- um að breyta þessu við- horfi,“ segir Oddný. „Því það er í rauninni svo margt í AGN sem opnar augu okkar fyrir því sem við höfum en nýtum okkur ekki.“ Sé tekið tillit til óska og viðhorfa nemenda þarf líka að veita þeim góð rök fyrir öðr- um viðhorfum. Oddný nefnir sem dæmi að í skóla nokkmm lögðu nemendur úr sjötta bekk nýlega fram undir- skriftalista og óskuðu eftir að kókómjólk yrði seld í skólan- um, en ekki bara nýmjólk og svali. „Þetta er skoðun sem á rétt á því að henni sé veitt at- hygli og að hún sé rædd í al- vöm,“ segir Oddný, „verði hugmyndinni síðan hafnað þá þarf að veita nemendum góð rök fyrir synjuninni". Kennarar Hofsstaðaskóla tóku því t.d. að sér það verk- efni á einu af námskeiðum AGN að kanna rök fyrir aðild og þátttöku nemenda í mati á skólastarfi, hvaða tæki kenn- arar geti notað til að fá við- horf þeirra fram, sem og hvemig virkja megi nemend- ur til að hafa áhrif á skóla- starfíð. Langur aðlögnnartími Vinna við AGN á að standa yfír í Flata- og Hofsstaða- skóla næstu tvö árin og er heildarkostnaður við verkið 12,5 milljónir lo'óna. Tvö ár em hins vegar að sögn Odd- nýjar í raun lágmarkstími fyrir breyttar vinnuaðferðir að festa sig í sessi. Langan tíma þurfi til að breyta kennsluháttum og skyndi- námskeið hafi lítil áhrif á þróun þeirra mála. Sem stendur er AGN þó enn á byrjunarstigi og því verið að skoða kosti og galla núverandi skólastarfs. I framhaldi verða síðan mótuð þau forgangsverkefni sem lögð verður áhersla á í skóla- starfinu á næstunni. Dæmi um hugmyndir að forgangs- verkefnum em m.a. fjöl- breyttari kennsluaðferðir og námshætti, sem og markviss- ari aðferðir til mats á árangri nemenda. „Það er í gegnum þessa skipulögðu vinnu sem kenn- arnir tileinka sér ákveðin vinnubrögð, koma sér upp ákveðnum vinnuferlum og meta starfið," segir Oddný og kveður aðferðirnar von- andi eiga eftir að lifa áfram í skólanum. Að mati Sigur- veigar er lítil hætta á öðru en að aðferðir AGN nýtist kenn- urunum vel. „Þeir læra þarna vinnubrögð sem nýt- ast áfram og má nota við mótun nýrra forgangsverk- efna þegar þessum markmið- um hefur verið náð.“ Bæjarsljóri Mosfellsbæjar segir að leiguhúsnæði leysi hiisnæðisvanda Tónlistarskólans Nýbygging of dýr kostur vegna annarra verkefna Mosfellsbær JÓHANN Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að nauðsynlegt sé að leysa húsnæðisvanda Tón- listarskólans og að leiguhús- næðið að Háholti 14 sé heppilegasti kosturinn í stöðunni. Bæjarfélagið stendur nú í stórræðum við að einsetja gmnnskólann og fjölga leikskólaplássum og því sé ekki svigrúm fyrir hendi til að byggja nýtt hús- næði fyrir Tónlistarskóla einnig. Nýtt húsnæði á Há- holti verður hannað og inn- réttað sérstaklega fyrir starfsemi tónlistarskóla og telur bæjarstjóri að leigu- húsnæðið sé farsæl milli- lausn í uppbyggingu skóla- starfsins. Að sögn Jóhanns hefur Tónlistarskóli Mosfellsbæj- ar verið í núverandi húsnæði í Brúarlandi frá stofnun hans árið 1966. Hann segir að borist hafi kvartanir vegna ástands hússins, sem komið er til ára sinna, og ná- lægðar þess við Vestur- landsveg ásamt slæmu að- gengi. Af þeim sökum væri Ijóst að úrbóta væri þörf í húsnæðismálum skólans. Skólinn færður í nútíma horf Jóhann segir að bæjaryfir- völd hafi ákveðið að fara þá leið að leigja húsnæðið við Háholt 14. Hann leggur þó áherslu á að litið sé á það sem millilausn, þar til að búið sé að finna skólanum endan- legt húsnæði. Að sögn Jó- hanns taka leigusalamir að sér að innrétta húsnæðið á þann hátt að það uppfylli kröfur fyrir tónlistarskóla, að öðra leyti en því að í hús- næðinu verður ekki tónlistar- salur, frekar en er í Brúar- landi í dag. Jóhann bendir á að byggður hafi verið nýr og veglegur tónlistarsalur við Varmárskóla, sem að upp- fylli allar kröfur til tónlistar- salar og nota megi þar til far- ið verður í endanlega lausn. Húsnæðið verður að öðru leyti alfarið hannað fyrir starfsemi Tónlistarskólans. Arkitektarnir era þeir sömu og teiknuðu tónlistarhúsið í Garðabæ og telur Jóhann að þeir séu með færustu arki- tektum á þessu sviði. Öllum hljóðeinangranarkröfum verður mætt og skólinn fær fleiri kennslustofur og fleiri rými fyrir samspil. Einnig verða fleiri geymslur og í nýja húsnæðinu verður hljóðver og bætt aðstaða fyrir nemendur og kennara, auk þess sem í skólanum verður bókasafn. „Það er nánast verið að færa skól- ann í það horf sem nútíma- kröfur gera til tónlistar- skóla,“ segir Jóhann. Tónlistarnámið á leið í grunnskólana „Ég legg áherslu á að þetta er millilausn, þar til að svigrúm gefst til að byggja nýjan tónlistarskóla. Það má líka benda á að þegar grunnskólinn verðu einset- inn verður sá möguleiki skoðaður vel að færa tónlist- arkennsluna meira inn í grannskólann. Árið 2001 munum við vera búin að ein- setja gmnnskólann í Mos- fellsbæ og þá skapast von- andi svigrúm til að færa meira af tónlistarkennslunni inn í skólana og samþætta þá kennsluna við skólastarf- ið. Þá verður tónlistar- kennsla barnanna, a.m.k. þeirra yngstu, komin í skól- ann. Verkefnið er að sam- þætta skólastarfið og tóm- stundaiðkun nemendanna þannig að við getum búið til sem heildstæðastan skóla- dag, þannig að börnin séu búin með sínar tómstundir þegar þau koma heim á dag- inn, bæði íþróttir og annað,“ segir Jóhann. Að sögn Jóhanns eru for- gangsverkefni sveitarfélags- ins i dag uppbygging grann- skóla og leikskóla og á með- an séu ekki til fjármunir til þess að fara í að byggja tón- listarskóla þar að auki. Nýja húsnæðið verður leigt á um 600 krónur á fermeterinn, en ef byggður yrði nýr tón- listarskóli segir Jóhann að þá yrði kostnaðurinn um 850 krónur á fermeterinn. Vandamál varðandi aðkomu leyst Varðandi athugasemdir um það húsnæði sem ætlað er að færa skólann í, segist Jóhann vilja benda á að á að mörg dæmi séu um að tón- listarskólar séu reknir i hús- um með þjónustur og annarri starfsemi og segist ekki vita til þess að að það hafi valdið vandræðum. „Húsnæðið á Háholti 14 er síðan innan við 500 metra frá skólanum, þannig að það er ekki langt frá. Það er gott göngustígakerfi að húsinu, þó að ljóst sé að skólakrakk- arnir þurfa af ganga yfir Þverholtið. Það er þá eitt- hvað sem við þurfum að skoða, hvort að við getum aukið öryggi þeirra þegar þau fara þar yfir. Við tökum auðvitað jákvætt þeim ábendingum ef fólk hefur áhyggjur af aðkomunni og munum setjast yfir það og koma því þannig fyrir að hún verði sem best,“ segir Jóhann. Hann segir að skólastjóri Tónlistarskólans, sem hafi auðvitað metnað fyrir því að fá eins nýtt og gott hús- næði sem völ er á, hafi lýst mikilli ánægju með þá hönnuði sem eru að vinna við húsnæðið. Fyrirkomu- lag í skólanum mætir kröf- um skólastjórans að öðru leyti en því að þarna verður ekki tónleikasalur í hús- næðinu. „Að öðru leyti veit ég ekki annað en að starfs- fólk skólans sé sátt við þessa lausn.“ Að sögn Jó- hanns er bæjarstjórn nú að ganga frá leigusamningi við eigendur húsnæðisins að Háholti 14 og samkvæmt honum á skólinn að flytja inn 1. mars á næsta ári. Morgunblaðið/Ásdís Verkamaður í Bankastræti Miðbær VERKAMAÐURINN horflr íbygginn á vinnu sína í Bankastrætinu. Hann beitti skóflunni óspart við að lagfæra gangstéttina á mótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis og lét ekki ys og þys miðbæjarlífsins trufla mikilvæg störfin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.