Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 50% fímmtugra kvenna eiga á hættu beinbrot af völdum beinþynningar Vaxandi vandamál í vestrænum löndum Ólafur Ólafsson, formaður Beinverndar, og Óskar H. Gunnarsson, formaður mark- aðsnefndar mjólkuriðnaðarins, undirrita samstarfssamning Beinverndar og Islensks mjólkuriðnaðar í Perlunni. og í vestrænum þjóðfélögum væri mun stærri hópur fólks sem ekki fengi fullnægjandi magn D- vítamíns heldur en kalks, og þar væri Island engin undantekning. Hún benti einnig á að prótein og matarsalt í því magni sem íslend- ingar neyta þess auki útskilnað á SAMSTARFSSAMNINGUR milli Beinvemdar og Islensks mjólkur- iðnaðar var undirritaður í Perlunni s.l. miðvikudag á alþjóðlegum bein- verndardegi. Með samningnum, sem gerður er til þriggja ára, ger- ist íslenskur mjólkuriðnaður stuðningsaðili Beinverndar og er markmið samstarfsins að benda á beinþynningu sem eitt stærsta heilsufarsvandamál 21. aldarinnar. I kjölfar samningsins verður hrundið af stað kynningarátaki undir yfírskriftinni „hollusta styrk- ir bein“ og hefur þegar komið út samnefndur bæklingur. Beinþynning heijar í ríkari mæli á konur en karla. I erindi dr. Gunn- ars Sigurðssonar prófessors á há- degisverðarfundi í tilefni bein- verndardagsins í gær kom fram að um helmingslíkur væm á því að fimmtug kona ætti eftir að hljóta framhandleggsbrot, hryggsúlubrot eða mjaðmarbrot, eitt eða fleiri. Beinbrot af völdum beinþynningar yrðu við lítinn eða engan áverka, sem gerðist ekki með eðlileg bein. Brot af þessu tagi væru fátíðari meðal karlmanna en færi fjölgandi með árunum, að sögn Gunnars. Kalkneysla misjöfn milli kynja Bryndís Eva Birgisdóttir nær- ingarfræðingur sagði að mataræði væri mikilvægur þáttur í forvörn- um gegn beinþynningu og kalkskortur í uppvexti yrði til þess að hámarks beinþéttni næðist ekki, en þétting beina á yngri árum minnkaði líkur á brotum síðar á ævinni. Hún sagði að könnun Manneldisráðs frá 1990 hefði sýnt að meðalneysla á kalki væri mjög misjöfn meðal kynja. Tíundi hver karlmaður fengi þrefaldan ráðlagð- an dagskammt af kalki en um fjórðungur kvenna fengi minna en sem svaraði ráðlögðum skammti. Bryndís Eva sagði að kalk nýtt- ist ekki í líkamanum án D-vítamíns Unnið að gerð íslenskrar sjón- varpsmyndar um Heyerdahl VERIÐ er að leggja lokahönd á gerð sjónvarpsmyndar sem byggð er á löngu viðtali við Thor Heyer- dahl þegar hann var staddur hér- lendis á síðasta ári í boði forseta íslands. f viðtalinu drepur Heyer- dahl m.a. á heimildagildi Islend- ingasagna, hugsanlegan uppruna norrænna manna í Asjerbædsjan við Kaspiahaf, svo og möguleika á því að staðfesta þann uppruna með DNA-rannsóknum. Gísli Pálsson mannfræðingur og Hákon Oddsson kvikmynd- gerðarmaður standa að sjón- varpsmyndinni sem verður um 30 mfnútna löng. Að sögn Gísla verð- ur myndin væntaniega frumsýnd snemma á næsta ári í tengslum við uppákomur í sambandi við ár- þúsundamótin og í tilefni af vest- urferðum norrænna manna á mið- öldum. Þegar viðtallð átti sér stað í fyrra var Heyerdahl ekki kominn með heimildirnar úr skjalasafni Páfagarðs í hendur en fjallar í myndinni að mestu um hugsanleg- an uppruna norrænna manna í austurvegi. „Thor segir aðeins frá því í myndinni hvernig hann komst á sporið í sambandi við hugsanlegan uppruna norrænna manna í Aserbædsjan og leggur fram rök sín fyrir þeirri skoðun. Hann segir lýsingu Ynglingasögu furðulega sannfærandi og svo er ákveðin orðsiíjafræði, Æsir og Asjerbædsjan, hvort sem það nú stenst eða ekki,“ segir Gísli. Gísli segist bíða spenntur eftir að sjá nákvæmlega hvaða gögn Heyerdahl hafí undir höndum en það komi ekki í ljós fyrr en með útkomu bókarinnar í næsta mán- uði. En þar rekja Heyerdahl og sænski kortasérfræðingurinn Per Lilleström tilgátur sínar um upp- runa og ferðir norrænna manna á miðöldum. Gísli telur að tilgátur þeirra fé- liiga, geti haft töluvert gildi lyrir íslendinga. Þær veki upp forvitni- legar spurningar nm uppruna norrænna manna. „Hingað til hef- ur farið meira púður í það hjá okkur að spyija hvert við fórum en ekki hvaðan við komum. Nú er unnt að svara þessu með tiltölu- Iega einföldum hætti; með DNA- rannsóknum." Nýir möguleikar með DNA- rannsóknum í myndinni er Heyerdahl spurð- ur út í þennan möguleika en DNA-rannsóknir opna nýja mögu- leika til að svara spurningum sem þessum, með miklu meiri ná- kværnni en áður. „Við ættum kannski að snúa okkur að þessu, að rekja ættir norrænna þjóða af meiri nákvæmni. Ef hægt er að rekja ættir homo sapiens aftur til Afríku einhver hundruð þúsund ára þá eigum við að geta rakið slóðir norrænna manna einhver hundruð eða tvö þúsund ár.“ Þá telur Gísli árangur Heyer- dahls hvatningu til þess að skoða skjalasafn Páfagarðs nánar, með kerfísbundnum hætti. „Ef Heyer- dahl hefur, með kannski tiltölu- lega Iitilli vinnu, komist á snoðir um forvitnileg gögn, þá skyldi maður ætla að með mikilli yfír- legu fyndist hugsanlega eitthvað meira." Gísli bendir á að rannsóknir Heyerdahls séu þess verðar að vera teknar alvarlega. „Menn skyldu ekki vanmeta Heyerdahl. Það er fyllilega tekið mark á hon- um í mannfræði og fornleifafræði. Framlag hans liggur kannski fyrst og fremst í því að hafa vakið ákveðnar spumingar og hafa reynt að sýna fram á fræðilega mögu- leika, til dæmis hvað varðar sigl- ingar iyrir þúsundum ára þvers og kmss um heimshöfín. Hann er þekktur fyrir að selja fram djarfar tilgátur og freista þess með ýmsum hætti, tilraunum og rannsóknum, að fylgja þeim eftir.“ Morgunblaðið/Golli Árný Helgadóttir, hjúkrunar- fræðingur og íþróttaþjálfari, stjórnaði upphitun og kraft- göngu við upphaf hádegisverð- arfundar um beinþynningu, sem haldinn var á alþjóðlegum bein- verndardegi í gær. Hollt matar- æði og hreyfíng eru vörn gegn beinþynningu, og í fararbroddi kvennahópsins á myndinni má sjá ráðherrana Ingibjörgu Pálmadóttur til hægri og Siv Friðleifsdóttur fyrir miðju. Hún benti jafnframt á að á dvalar- heimilum í Danmörku væri eldra fólk látið ganga um með sérhann- aða púða á mjöðmum og öðrum lykilstöðum til þess að draga úr tíðni brota og nauðsynlegt væri að bregðast við hættunni á beinþynn- ingu þegar í stað. Ólafur Ólafsson, formaður Bein- verndar, sagði að beinþynningu og beinbrotum hefði fjölgað langmest í velferðarlöndunum og líklega mest á Norðurlöndunum, þar á meðal á íslandi. Mikilvægt væri að blása til forvarnaraðgerða af því tilefni og það væri Beinvemd að gera með því að halda alþjóðlegan beinverndardag. Morgunbl^A0*® kalki og gætu því stuðlað að bein- þynningu. Bryndís Eva benti á að könnun á mataræði skólabarna hefði leitt í ljós að fimmti hluti unglings- stúlkna væri í hættu á að fá of lítið af kalki og að D-vítamín væri í raun eina vítamínið sem skorti að einhverju leyti í fæðu barna. Stúlk- ur á vaxtarskeiði væru lágar í þessu mikilvæga efni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Bryndís Eva benti á að talið væri að ef hægt væri að sjá til þess að Evrópubúar fengju nægilega mikið af kalki og D-vítamíni væri hægt að draga úr beinþynningu um 50%. Andlát HARALDUR GÍSLASON LÁTINN er í Reykja- vík Haraldur Gíslason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Harald- ur fæddist 21. október 1917. Hann var sonur Gísla Arasonar og Magneu Sigríðar Magnúsdóttur. Haraldur byrjaði ungur að starfa hjá Ragnari Jónssyni í Smára. Hann sá um bókhald fyrir hann í áratugi og var fram- kvæmdastjóri Víkings- prents, sem Ragnar átti, en fyrirtækið prentaði bækur sem Ragnar gaf út. Haraldur var einn af stofnendum Prentmóta og stýrði fyrirtækinu samhliða störf- um hjá Víkingsprent. Hann var lengi í stjóm Félag prentsmiðjueig- enda. Haraldur var mikill áhugamaður um knattspyi'nu. Hann var mikill KR-ingur og varð m.a. íslands- meistari með KR árið 1941. Hann var einn af stofnendum knatt- spyrnudeildar KR og tók virkan þátt í starfi hennar í mörg ár. Hann var fyrsti for- maður knattspyrnu- deildar KR og sat m.a. í hússtjórn félagsins. Haraldur starfaði í áratugi í Knattspyrnu- ráði Reykjavíkur og var um tíma í lands- liðsnefnd Knattspyrnusambands íslands. Haraldur var sæmdur heiðursmerkjum KR, KSÍ; Knatt- spyrnuráðs Reykjavík og ISÍ fyrir störf sín fyrir íþróttahreyfinguna. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Þómnn Guðmundsdóttir. Þau eignuðust tvö böm. Skipun í áfrýjunar- nefnd kæru- mála há- skólanema BJÖRN Bjamason mennta- málaráðherra hefur skipað áfrýjunamefnd í kærumálum háskólanemp. í henni sitja Ólafur K. Ólafsson sýslumað- ur, Stykkishólmi, formaður, skipaður án tilnefningar, Hjör- dís Hákonardóttir héraðsdóm- ari, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins og Magnús M. Norðdahl hæstaréttarlögmað- ur, tilnefndur af samtökum há- skólanema. Áfrýjunamefndin er skipuð til tveggja ára. Er þetta í fyrsta sinn sem nefndin er skipuð samkvæmt reglum nr. 73/1999 um áfrýjunarnefnd í kæmmálum háskólanema, skv. 5. gr. laga nr. 136/1997 um há- skóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunar- nefnd starfi fyrir allt háskóla- stigið vegna kærumála há- skólanema, en ekki sérstakar nefndh- fyrir hvern háskóla. Hlutverk áfrýjunarnefndar- innar er að úrskurða í málum, þar sem námsmenn í ríkishá- skólum eða háskólum, sem hlotið hafa staðfestingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum varðandi: námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, tilhögun einkunnagjaf- ar, skipun prófdómara, birt- ingu einkunna, mat á náms- framvindu, þ.m.t. rétt til end- urtektarprófs og afgreiðslu umsókna um skólavist þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla. Nefndin mun ekki end- urmeta prófúrlausnir eða fag- lega niðurstöðu kennara, dóm- nefnda eða prófdómara. Mál- um verður ekki skotið til áfrýj- unarnefndarinnar nema kæru- leið, skilgreind og samþykkt af háskólaráði viðkomandi há- skóla, hafi verið tæmd eða þrír mánuðir liðnir frá því að kæra var fyrst skriflega lögð fyrir háskólaráðið. Áfrýjunamefnd í kærumál- um háskólanema getur með úrskurðum sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarð- anir háskóladeilda eða há- skólaráðs í þeim málum, þar sem nemendur telja á rétt sinn hallað sbr. 1. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjómsýslustigi og verður þeim ekki skotið til mennta- málaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.