Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Mann-
esmann
nær yfirráð-
um yfir
Orange í
Bretlandi
Skil á þátttökutilkynningum vegna sölu á 51% hlut í FBA
Ekki gefíð
upp liverjir
taka þátt
Morgunblaöiö/Ásdís
Guðmundur Ólafsson, ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu,
Hreinn Loftsson, formaður nefndarinnar, og Jón Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður.
London. Reuters.
• Þýzka fyrirtækjasamsteypan Mann-
esmann AG hefur haslaö sér völl í
Bretlandi meö því aö samþykkja aö
kaupa brezka farsímafélagiö Orange
Plc á 19,8 milljarða punda til aö
koma á fót nýjum fjarskiptarisa í
Evrópu.
Boöin voru 0,0965 ný Mann-
esmann bréf og 6,40 pund í reiöufé
fyrir hvert hlutabréf í Orange, sem
voru 16,29 punda viröi viö lokun á
miðvikudag. Samningar náöust eftir
10 daga viðræður og Mannesmann
mun einnig taka á sig um 2 millj-
arða punda skuld Orange.
Bréfin í Orange eru keypt á 21,6%
yfirveröi miðal viö lokaverð bréfa í
Orange 18. október þegar fyrst var
skýrt frá viöræöunum.
Verögildi bréfanna lækkaði hins
vegar um 15,3% vegna þess aö
verð bréfa í Mannesmann lækkaöi
um 10% síödegis, þar sem óttazt
var aö of hátt verö heföi verið greitt.
En miölari nokkur benti á aö „Mann-
esmann heföi sýnt aö hann gæti
náð fram góöum samningum."
Veröi tilboð Mannesmanns sam-
þykkt mun fyrirtækiö hafa um 20
milljónir farsímaáskrifendur í Evrópu
- um tveimur milljónum fleiri en Tel-
ecom Italia Mobile og um 7 milljón-
um fleiri en annar evrópskur sam-
starfsaöili, Vodafone AirTouch Plc.
Þar með hefur Mannesmann náð
yfirráöum yfir mikilvægum farsímafé-
lögum í Bretlandi, Þýzkalandi og
Ítalíu og nýr evrópskur fjarskiptarisi
veröur til. Samruninn á að stuöla að
auknum sparnaði, hagræðingu og
samnýtingu. Auk þess verður öflugt
markaðs- og dreifingarkerfi notaö til
að treysta hinn nýja risa í sessi.
ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR
bárust í kaup á 51% hlut ríkisins í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
en ekki er upplýst hversu margar
bárust eða hverjir eiga aðild að
þeim. „Það verður farið yfir þetta
núna af hálfu framkvæmdanefndar
um einkavæðingu og ákveðins hóps
sem var skipaður til þess í því skyni
og það má gera ráð fyrir því að nið-
urstöður þeirrar skoðunar liggi fyr-
ir fljótlega eftir helgi. Hvort þessir
aðilar uppfylli þá skilmála sem sett-
ir voru fyrir sölunni,“ sagði Hreinn
Loftsson, formaður framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu, þegar
frestur á skilum þátttökutilkynn-
inga rann út í gær.
Hvorki sparisjóðirnir
né Kaupþing með
Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og stjórnarformaður Kaupþings hf.,
segir að hvorki sparisjóðimir né
Kaupþing hafi tilkynnt þátttöku í
útboðinu. Að sögn Guðmundar var
ætlunin að taka þátt en fallið var frá
því í gær eftir að ýmsir möguleikar
höfðu verið kannaðir. „Við einfald-
lega fundum ekki niðurstöðu í mál-
inu sem við töldum að við gætum
unað. Þetta er flókið mál og stórt og
mikil áhætta tekin ef menn telja sig
ekki vera með í hendi lausn á öllum
málum sem upp kunna að koma.
Okkar niðurstaða var sú að við vær-
um ekki komnir nægjanlega langt
innan þess tímafrests sem gefin var
til að botna þau mál.“
Að sögn Jafets Ólafssonar, for-
stjóri Verðbréfastofunnai’, lagði
hann ekki fram þátttökutilkynn-
ingu.
Framkvæmdaaðili sölunnar hefur
tilnefnt Hrein Loftsson, hrl., Jón
Sveinsson, hrl., og Brynjólf Sig-
urðsson prófessor, til að fara yfir
þátttökutilkynningamar.
Að sögn Jóns Sveinssonar hæsta-
réttarlögmanns er óeðlilegt að upp-
lýsa hverjir þeir aðilar em sem skil-
uðu inn þátttökutilkynningum. Ekki
sé Ijóst hvort þeir uppfylli skilyrðin
og ef þeir geri það ekki sé ekki rétt
að segja hveijir þeir séu til að
mynda ef þeir detti jafnvel út. „Það
mun væntanlega liggja fyrir fljót-
lega eftir helgi hverjir þessir aðilar
em í smáatriðum,“ segir Jón.
FBA hækkar um 3,3% á VÞÍ
I gær námu viðskipti með hluta-
bréf FBA 46,5 milljónum króna á
Verðbréfaþingi Islands og hækkaði
gengi þeirra um 3,3%, úr 2,69 í 2,78.
I sölugögnum kemur fram að fyr-
ir kl. 14 fimmtudaginn 21. október
1999, í gær, skulu áhugasamir hóp-
ar skila tilkynningu í lokuðu um-
slagi til Ríkiskaupa með upplýsing-
um um innbyrðis samsetningu og
hlutfallslega skiptingu eignarhluta
innan hópsins. Þar skal koma fram
yfirlýsing um að bjóðendur uppfylli
öll skilyrði útboðsins, eftir bestu vit-
und þeirra, nafn, kennitala og dag-
setning, ásamt eiginhandarandirrit-
un frá hverjum aðila innan hópsins.
Hver hópur tilkynni jafnframt um
sameiginlegan umboðsmann sinn til
að koma fram fyrir hönd hópsins
gagnvart framkvæmdaaðila sölunn-
ar.
,Áf hálfu framkvæmdaaðila söl-
unnar verður gætt fulls trúnaðar á
þessu stigi um samsetningu vænt-
anlegra bjóðenda og aðeins tilkynnt
opinberlega um fjölda þeirra hópa
sem uppfylla skilmála sölunnar.
Komi aðeins einn hópur fram getur
framkvæmdaaðili sölunnar, hvort
heldur sem er hætt við sölu eða boð-
ið þeim hópi að kaupa allan hlut rík-
isins á lágmarksgengi," að því er
fram kemur í sölugögnum.
Ef í ljós kemur að einhver hópur
uppfyllir ekki skilyrðin sem sett eru
skal viðkomandi umboðsmanni gert
aðvart í síðasta lagi kl. 14 mánudag-
inn 25. október og hópnum veittur
frestur til kl. 14 föstudaginn 29.
október til að lagfæra þau atriði
sem leiðrétta verður. Ef einhver
skilyrði era þá enn ekki í lagi má
veita viðkomandi hóp stuttan frest,
þó aldrei lengur en einn sólarhring
til þess að bæta úr göllum.
Upplýst um tilboðsgjafa
5. nóvember
Umboðsmönnum hópa sem upp-
fylla skilyrðin, s.s. um skyldleika,
fjárhagsleg tengsl og um eignar-
hlutdeild hvers aðila innan hópanna,
verður afhent tilboðseyðublað eigi
síðar en mánudaginn 1. nóvember
kl 14. Tilboðum skal skilað til Ríkis-
kaupa fyrir kl. 14 föstudaginn 5.
nóvember. Þar skulu þau opnuð að
viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska. Við opnun verða lesin
upp nöfn umboðsmanna og tilboðs-
gengi. Þar skal framkvæmdaaðili
útboðsins jafnframt upplýsa um
nöfn tilboðsgjafa innan hvers hóps
er skilað hafa tilboði. Það tilboð sem
er gengið að þarf að staðgreiða eigi
síðar en kl. 14 mánudaginn 15. nóv-
ember hjá Ríkisféhirði.
Stefnt að fullri sameiningu Skimu og Símans Internets
Þriðjungs markaðshlutdeild
SKÍMA hefur síðastliðið hálft ann-
að ár verið að öllu leyti í eigu
Landssímans en á komandi mánuð-
um verður rekstur Skímu og Sím-
ans Internets sameinaður undir
merkjum Símans Internets. Sa-
meinað fyrirtæki mun hafa rúmlega
þriðjungs hlutdeild á netmarkaðn-
um. Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í húsakynn-
um Símans Intemets í gær. Olafur
Þ. Stephensen, forstöðumaður upp-
lýsinga- og kynningarmála Lands-
símans, segir samkeppnisyfirvöld
nú þegar líta á fyrirtækið sem „eina
samkeppnislega einingu" og því
ekki um neina breytingu að því leyti
að ræða.
Hjá sameinuðu fyrirtæki starfa
nú um 40 manns. Forsvarsmenn
leggja áherslu á að þjónusta við við-
skiptavini raskist ekki, þeir munu
t.d. halda netföngum sínum óbreytt-
um. „Breytinga er líklega að vænta
upp úr áramótum en þær verða
kynntar með góðum fyrirvara," seg-
ir Guðmann Bragi Birgisson, for-
stöðumaður Símans Internets. Að
hans sögn er notkunarmynstur á
Netinu að breytast og brátt verði
allir notendur sítengdir.
Dagný Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Skímu, segir fyrir-
tækin hvort um sig hafa ákveðna
sérkunnáttu og þau muni áfram
einbeita sér að þjónustu á sínu
sviði. „Skíma hefur lagt meiri
áherslu á fyrirtækjahlutann, með
vefstofu og netlausnir. Síminn hef-
ur lagt meiri áherslu á heimilis-
tengingar en vissulega hefur þjón-
usta félaganna skarast. Hagsmunir
viðskiptavina fyrirtækjanna eru
svipaðir og nú fáum við meiri
breidd í þjónustu við okkar við-
skiptavinahóp.“
Þór Jes Þórisson, framkvæmda-
stjóri tal- og gagnaflutningsþjón-
ustu Landssímans, segir formlega
sameiningu nú í undirbúningi og
samstarf fyrirtækjanna sífellt að
aukast. „Markmiðið er að nýta
styrkleika hvors fyrirtækis fyrh'
sig. Við sjáum fram á vaxandi sam-
keppni og teljum að við náum betri
árangri á markaðnum með því að
vinna saman. Markmiðið er að
bjóða betri þjónustu, hraðari þróun
nýjunga og sem áður samkeppnis-
hæft verð,“ segir Þór Jes.
Stálsmiðjan hf.úr 8 mf99u9PP910ri
Rekstrarreikningur 3Í« 1999 m 1999
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 561,3 571,9 392,7 380,1
Afskriftir Fjármagnsliðir Hagnaður af regiulegri starfsemi -22,3 -6,9 -39,9 -17,3 -3,7 -8,3
Tekju- og eignarskattar Aðrar tekjur og gjöid Áhrif dóttur- og hlutdeildarf. -0,9 -12,0 0 -0,9 -12,8 0
Hagnaður ársins -53,6 -22,1
Etnahagsreikningur 30.júní 31.8.99 30.6.99
1 Eignir og sku/dir: \ Milljónir króna
Fastaf jármunir 301,3 313,7
Veltufjármunir 274,9 247,0
Eignir samtals 576,2 560,7
\ Eiglö fé: 3 Eigið fé Langtímaskuldir 168,8 160,8 199,7 157,5
Skammtímaskuldir Skuldir og eigið fé samtals 246,7 576.2 203,5 560,7
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1999
Eiginfjárhlutfall Veltuf járhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 29,3% 1,11 8,0 35,6% 1,21 8,0
✓
Atta mánaða uppgjör Stálsmiðjunnar hf.
Heildartap nam 53,6
milljónum króna
STÁLSMIÐJAN hf. tapaði 53,6
milljónum króna á fyrstu átta mán-
uðum ársins 1999, eða á tímabilinu 1.
janúar til 31. ágúst 1999. Rekstrar-
tekjur á tímabilinu námu 561,2 millj-
ónum ki'óna. Fyrstu sex mánuði árs-
ins 1999 nam tapið 22,1 milljón
króna.
Stálsmiðjan hf. og Slippstöðin hf.
sameinuðust 31. ágúst síðastliðinn, og
er þetta átta mánaða uppgjör gert
sem hluti af samranaáætlun félag;
anna, og birt í tengslum við hana. I
fréttatilkynningu frá Stálsmiðjunni
hf. segir að vonast sé eftir að samruni
félaganna skili veralegum árangi’i í
rekstri, en sá ávinningm' verði ekki
sýnilegur fyri' en á næsta ári.