Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________FRÉTTIR_______________________________________ Náttúruverndarsamtök íslands kæra stjórnvöld til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Fljótsdalsvirkjunar Farið fram á flýtimeðferð NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands hafa kært þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að láta ekki fara fram lögformlegt mat á um- hvefisáhrifum vegna Fljótsdalsvirkjunar, til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samtökin segja að með þessu séu íslensk stjórnvöld að brjóta gegn tilskipun EFTA, þar sem kveðið er á um að fram skuli fara mat á áhrifum, sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunni að hafa á um- hverfið (Tilskipunin er frá 27. júní 1985 nr. 85/337/EBE). í fréttatilkynningu frá samtökunum segir: „Fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að keyra mál- ið í gegn með „umhverfismati" AJþingis er á skjön við skýr ákvæði laga um mat á um- hverfisáhrifum." Samtökin hafa farið fram á að kæran fái flýtimeðferð hjá Eftirlitsstofnuninni, þar sem hún telur að miklir náttúruverndarhags- munir séu í húfi og stjórnvöld, Norsk Hydro og Landsvirkjun stefni að því að ljúka samn- ingsgerð um fyrirhugaða byggingu álvers á Reyðarfirði og sölu á orku til álversins frá Fljótsdalsvirkjun innan tíðar. „Samkvæmt Evrópurétti er réttur einstak- linga til að koma á framfæri athugasemdum áður en framkvæmdir hefjast grundvallar- réttur, sem stjórnvöldum ber að virða í hví- vetna. Náttúruverndarsamtök íslands munu einskis láta ófrestað til að verja þann rétt,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Tvíþætt kæra Kæra samtakanna er tvíþætt. í fýrsta lagi eru stjórnvöld kærð fyrir að hafa brotið gegn tilskipun EFTA um mat á umhverfisáhrifum, eins og greint var frá að ofan. í öðru lagi eru þau kærð fyrir brot á samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, þ.e. fyrir að hafa ekki uppfyllt skyldur sínar, samkvæmt samningn- um, um að gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir innan tilskilins tíma til að tryggja rétta innleiðingu tilskipunarinnar með íslenskum lögum og reglugerðum. Máli sínu til stuðnings hafa Náttúruvernd- arsamtök Islands aflað sér lögfræðiáltis, þar sem fram kemur að: ►Fljótsdalsvirkjun sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrinum (lög nr. 63/1993). ►Virkjunarleyfi Landsvirkjunar frá 24. apríl 1991 geti ekki talist gilt 8 árum eftir útgáfu þess. ►Ekki sé hægt að beita bráðabirgðaákvæði II, við lög um mat á umhverfisáhrifum til að undanþiggja Fljótsdalsvirkjun frá ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum. ►Fullyrðing stjórnvalda, að sérlög um Landsvirkjun (lög nr. 42/1983) veiti þeim heimild til að undanfæra Fljótsdalsvirkjun frá mati á umhverfisáhrifum, standist ekki lög, þar sem engin kynning á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar fór fram þegar lögin vora samþykkt á Álþingi. ►Ákvörðun stjórnvalda að láta ekki meta umhverfísáhrif Fljótsdalsvirkjunar sé and- stæð EES-rétti. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sagði að kæran myndi ekki hafa nein áhrif á samningaviðræður við Norsk Hydro, þar sem hún væri á misskilningi byggð. Ráðherra segir kæruna byggða á misskilningi „Ef menn kynna sér tilskipunina (85/337/EBE)þá var hún tekin upp hér þegar við tókum EES-samninginn í gildi og reglur tilskipunarinnar voru þá settar í íslenskan rétt,“ sagði Finnur. „I þessari tilskipun er að fínna leiðbeinandi lágmarksreglur um það hvaða framkvæmdir skuli háðar mati á um- hverfísáhrifum og hvernig það mat skuli framkvæmt. I 1. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar segir að aðildarríkin skuli gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til að tryggja að leyfi til framkvæmda, sem geta haft í för með sér veruleg áhrif á umhverfið vegna eðli þeirra, stærðar eða staðsetningar verði ekki veitt fyrr en farið hefur fram mat á því hver áhrif- in kunni að verða. Frá þessari meginreglu era nokkar undan- tekningar og í því sambandi skiptir mestu máli ákvæði 5. mgr. 1. gr. sem hljóðar þannig: „Tilskipunin gildir þó ekki um framkvæmdir sem landslög hafa þegar verið sett um í ein- stökum atriðum. Það er í slíkum tilvikum hef- ur markmiðum hennar, þar á meðal upplýs- ingamiðlun, verið náð með lagasetningu." Það er því alveg ljóst að Fljótsdalsvirkjun byggh á sérstakri lagaheimild Alþingis, samanber lögin um raforkuverð númer 60 frá 1991, þar af leiðandi fellur hún ekki undir þessi ákvæði tilskipunarinnar,“ sagði Finnur. Norsk Hydro hafði ekki frétt af kæru samtakanna Að sögn Finns er ekki að finna nein ákvæði í tilskipuninni um það hvernig farið skuli með framkvæmdir, sem fengið hefðu leyfi áður en tilskipunin tók gildi. „Um þetta atriði hafa gengið nokkrir dóm- ar Evrópudómstólsins. I stuttu máli má segja að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hafi formleg beiðni legið fyrir um leyfi vegna framkvæmda áður en tilskip- un öðlaðist gildi, sé viðkomandi framkvæmd ekki háð mati á umhverfisáhrifum. I þessu tilfelli liggur ekki bara fyrir formleg beiðni heldur liggja fyrir lög frá Alþingi. Tilskipunin öðlast gildi 1. janúar 1994, en leyfi til þess að virkja í Fljótsdal vora til staðar frá 1981, samningur rfldsstjórnar 1982 og virkjanaleyfi eða framkvæmdaleyfi útgefið 1991. Þannig að það er alveg íjóst að þessi tilskipun gildir ekki um Fljótsdalsvirkj- un og dómar Evrópudómstólsins í þeim efn- um eru alveg skýrir." Tomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Norsk Hydro, hafði ekki heyrt neitt af kærumálinu þegar Morgunblaðið talaði við hann í gær- dag. Hann vildi því engu svara um það hvort kæran myndi hafa áhrif á viðræður Norsk Hydro og íslenskra stjórnvalda um byggingu álvers á Reyðarfirði. Breytingar á lögum um vöru- gjald samþykktar FRUMVARP til laga um breyting- ar á lögum um vöragjald af öku- tækjum, eldsneyti o.fl. var sam- þykkt samhljóða á Alþingi í gær og tekur þegar gildi. Breytingin felur m.a. í sér að vöragjald af bensíni verður hér eftir föst krónutala, 10,50 kr. af hverjum lítra, í stað prósentutölu, 97% af tollverði, áður. Sé miðað við heimsmarkaðsverð á bensíni í seinni hluta september samsvaraði 97% vörugjald um 12,80 kr. vöragjaldi á hvem lítra af bensíni. Er því talið að þessi laga- breyting ætti að leiða til rúmlega tveggja krónu lækkunar á gjaldinu sjálfu frá því sem nú er. Jafnframt er vonast til að sú breyting, að hverfa frá prósentu- tölu til fastrar krónutölu, dragi úr sveiflum sem breytingar á heims- markaðsverði á bensíni hafa haft á útsöluverð hér á landi. Við atkvæðagreiðsluna í gær var breytingartillaga þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Margrétar Frímannsdóttur, fulltrúa Samfylk- ingar í efnahags- og viðskipta- nefnd, við framvarpið felld með 22 atkvæðum gegn 10 en tillaga þeirra fól í sér að við bættist bráða- birgðaákvæði þar sem kveðið væri á um að ákvæði laganna um gjald- töku af bensíni yrðu endurskoðuð í heild fyrir 1. október 2000. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, segir að fyrirtækið muni lækka verð á bensíni eins fljótt og mögulegt er. Hann segir að for- ráðamenn Olíufélagsins hafi ekkert heyrt frá stjórnvöldum í gær en gerði ráð fyrir að þeir myndu fá upplýsingar um hvernig staðið verði að lækkun bensíngjaldsins í dag og þá myndi skýrast hvenær fyrirtækið geti lækkað verð á bens- íni og hversu mikil lækkun það yrði. Nýjar erlendar bækur daglega THE C0NRAN OCTOPUS DECORATING BOOK Kjörin handbók fyrir þá sem vilja sjálfir gera heimili sitt hlýlegra og fallegra. 20. öldin í máli Siálfsævisaga og myndum Alex Ferguson 57 fyniundsson Austurstræti • Kringlunni Umræða um kampylobakter á haustfundi Hollustuverndar ríkisins Morgun blaðio/ijom Frá haustfundi Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Fundurinn haldinn fyrir luktum dyrum ÁRLEGUR haustfundur Hollustu- verndar ríkisins og Heilbrigðiseft- irlits sveitarfélaga, sem settur var í gær, er í dag haldinn fyrir luktum dyram. Aðstandendur fundarins og umhverfisráðuneyti ákváðu í gær, þvert á áður auglýsta dagskrá, að meina fjölmiðlum aðgang að fyrir- lestram vegna umræðu um kampylobakter og sýkingar af völdum bakteríunnar. Þær skýr- ingar fengust að ekki hafi verið bú- ið að kynna niðurstöðurnar nægi- lega fyrir ráðherra og viðkvæmum upplýsingum því ekki komið til fjöl- miðla fyrr en að loknum fundi. Aðspurður í gær kvað Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustu- verndar, það bagalegt að ákvörðun um lokun fundarins hafí komið eft- ir á, eftir að búið var að senda fjöl- miðlum opinbera dagskrá. „Okkur finnst hvimleitt að vera að fara í einhverja hringi með þetta. En það er nú tilfellið eftir að menn eru búnir að skoða þessi mál [rann- sóknir á kampylobakter] að þeir séu ekki alveg tilbúnir að hafa opna umræðu. Þetta er enn á við- kvæmu stigi. Okkur þykir það mið- ur að vera með þetta hringl." Hermann sagði ástæðuna ekki þá að verið væri að leyna neytend- ur upplýsingum. Þeim yrði komið á framfæri fljótlega. „Þær upplýs- ingar koma mjög fljótt. Það eru bara þarna ákveðnir hlutir sem á að kynna betur fyrir ráðherra áður þeir verða kynntir frekar. Það var nú niðurstaðan að við værum ekki búnir að kynna þetta nægilega vel fyrir okkar yfii-mönnum eða ráðu- neytinu áður en við færum með þetta í almenna kynningu. Það er meðal annars sá flötur á málinu.“ Samræming og nýjar meng- unarvarnarreglugerðir Auk umræðu um kampylóbakt- er, sem kannski ber hæst, er fjöl- breytt dagskrá á haustfundinum, svo sem umfjöllun um breytt skipulag, stöðumat, samræmingu matvælaeftirlits og ný lög og reglugerðir. Siv Friðleifsdóttir, umhverfismálaráðherra, gat í ávarpi sínu um breytt umhverfi heilbrigðiseftirlits, einkum vegna fækkunar eftirlitssvæða og fækk- unar heilbrigðisnefnda úr 46 í 10, í kjölfar nýrra laga um hollustu- hætti og mengunaraarnir frá síð- asta ári. Umhverfísráðherra minntist líka á nýjar gjaldskrár, eftir nýjum lög- um þaraðlútandi, sem nú mun búið að ákveða á öllum heilbrigðissvæð- um. í mengunarvarnarmálum eru ýmsar breytingar á döfinni en í máli ráðherra kom fram að á næstu dögum er von á tæplega 30 nýjum reglugerðum í stað núverandi mengunarvarnarreglugerðar. Öll rök hníga að frekari sam- ræmingu matvælaeftirlits hérlend- is, að mati ráðherra, en hún hefur ekki gengið eins greiðlega fyrir sig og skyldi. Ráðherra telur athug- andi að sameina eftirlitið, sem nú er í höndum þriggja ráðuneyta, undir einu ráðuneyti og einni stofnun. í lok ræðu sinnar vísaði hún til væntanlegrar reglugerðar um mengunareftirlit þar sem kveðið er fastar á um að þving- unarúrræðum verði beitt með markvissum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.