Morgunblaðið - 22.10.1999, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÖLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK
Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum vegna kaupa á FBA rann út í gær
Upplysingar ekki g’efnar
um þátttakendur í bili
ÞATTTÖKUTILKYNNINGAR bárust vegna
kaupa á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins en ekki er upplýst hversu margar
bárust eða hverjir eiga aðild að þeim.
„Það verður farið yfir þetta núna af hálfu
framkvæmdanefndar um einkavæðingu og
ákveðins hóps sem var skipaður til þess í því
skyni og það má gera ráð fyrir því að niðurstöður
þeirrar skoðunar liggi fyrir fljótlega eftir helgi.
Hvort þessir aðilar uppfylli þá skilmála sem sett-
ir voru fyrir sölunni," sagði Hreinn Loftsson, for-
aður framkvæmdanefndar um einkavæðmgu,
iegar frestur á skilum þátttökutilkynninga rann
út í gær.
Framkvæmdaaðili sölunnar hefur tilnefnt
Hrein Loftsson, hrl., Jón Sveinsson, hrl., og
Brynjólf Sigurðsson prófessor, til að fara yfir
þátttökutilkynningarnar.
Að sögn Jóns Sveinssonar hæstaréttarlög-
manns er óeðlilegt að upplýsa hverjir þeir aðilar
eru sem skiluðu inn þátttökutilkynningum. Ekki
sé Jjóst hvort þeir uppfylli skOyrðin og ef þeir geri
það ekki sé ekki rétt að segja hverjir þeir séu tO
að mynda ef þeir detti jafnvel út. „Það mun vænt-
anlega liggja íyrir fljótlega eftir helgi hveijir
þessir aðilar eru í smáatriðum," segir Jón.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur og stjórnarformaður Kaup-
þings hf., segir að hvorki sparisjóðirnir né Kaup-
þing hafi tOkynnt þátttöku í útboðinu. Að sögn
Guðmundar var ætlunin að taka þátt en fallið var
frá því í gær eftir að ýmsir möguleikar höfðu ver-
ið kannaðir. „Við einfaldlega fundum ekki niður-
stöðu í málinu sem við töldum að við gætum un-
að. Þetta er flókið mál og stórt og mikil áhætta
tekin ef menn telja sig ekki vera með í hendi
lausn á öllum málum sem upp kunna að koma.
Okkar niðurstaða var sú að við værum ekki
komnir nægjanlega langt innan þess tímafrests
sem gefin var til að botna þau mál.“
I gær námu viðskipti með hlutabréf FBA 46,5
mOljónum króna á Verðbréfaþingi Islands og
hækkaði gengi þeirra um 3,3%, úr 2,69 í 2,78.
■ Ekki gefið upp/22
Gerð snjó-
flóðavarna-
garðs hafín
•Neskaupstað - Nýverið voru hafn-
ar framkvæmdir við gerð snjó-
flóðavarnagarðs í fjallinu ofan við
miðbæinn í Neskaupstað.
Kostnaður er áætlaður 240
milljónir króna.
Sá hluti garðsins sem að fjallinu
snýr mun verða um 17 metra hár
en garðurinn allur verður 400
metra Iangur. Einnig verða reist-
ar 10 svokallaðar keilur, 10 metra
háar, ofan við garðinn og eru þær
hugsaðar til að brjóta upp hugsan-
legt snjóflóð áður en að það nær
að sjálfum vamargarðinum.
--------------
Leikskóla-
v kennarar
sýknaðir í
Félagsdómi
FÉLAGSDÓMUR kvað upp dóm í
gær í máli launanefndar sveitarfé-
laga gegn Félagi íslenskra leikskóla-
kennara. Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að uppsagnir leikskóla-
kennara hjá Árborg í sumar væru
ekki ólöglegar. En leikskólakennar-
ar sögðu upp störfum með lögbundn-
um uppsagnarfresti vegna óánægju
með launamál.
Launanefnd sveitarfélaga sótti
málið fyrir hönd Arborgar og hélt
því fram að uppsagnir leikskóla-
kennaranna hefðu verið skipulagðar
fjöldauppsagnir og því brot á friðar:
skyldu á gildistíma kjarasamnings. í
friðarskyldu felst að aðilum kjara-
samnings er á samningstímabili
óheimilt að standa að vinnustöðvun
til þess að knýja á um breytingar á
ákvæðum kjarasamnings. Þessu er
hafnað í niðurstöðu dómsins á þeim
forsendum að þeir einstaklingar sem
sögðu störfum sínum upp séu ekki
«iðilar að kjarasamningi heldur stétt-
íirf'élag þeirra. Segir meðal annars í
dómnum að uppsagnir einstakra fé-
lagsmanna á ráðningarsamningum
einar og sér geti því ekki talist brot á
friðarskyldu. Einnig er því hafnað í
dómsúrskurði að stéttarfélag leik-
skólakennaranna hafi með nokkrum
hætti komið að uppsögnunum. Úr-
urði Félagsdóms er ekki hægt að
írýja.
afr
Unnið við gerð snjóflóðavarnagarðs í Neskaupstað.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Yfirlýsing frá
bandaríska varnar-
málaráðuneytinu
Island
var ekki
á list-
anum
NAFN íslands var ekki að
finna á skjali sem hefur að
geyma nöfn landa þar sem
kjarnorkuvopn voru geymd á
tímum kalda stríðsins. Þetta
kemur fram í yfirlýsingu frá
bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu.
I yfirlýsingu varnarmála-
ráðuneytisins segir: „Sem
íyrr hvorki staðfestum við né
neitum fullyrðingum um stað-
setningu kjarnorkuvopna á
einstökum stöðum.
Við höfum átt ítarlegar við-
ræður við íslensk stjórnvöld
um það hvort bandarísk
kjamorkuvopn hafi nokkru
sinni verið staðsett á Islandi
og þá meðal annars með tOliti
tO nýbirtrar greinar í The
Bulletin of Atomic Scientists
og vangaveltur þar að lútandi.
Hvað varðar samantektina
um geymslu og staðsetningu
kjamorkuvopna, sem rætt er
um í BAS viljum við leggja
áherslu á að vangaveltur í
greininni um að kjarnorku-
vopn hafi verið staðsett á ís-
landi eru rangar. Þótt við ætl-
um okkur ekki að skýra frá
þeim nöfnum sem felld voru
út úr skjalinu þegar það var
birt samkvæmt bandarískum
upplýsingalögum þá er stað-
reyndin sú að orðið sem var
fellt burt var ekki „Island",
heldur nafn á allt öðrum
stað.“
■ Staðurinn í/2
Frumvarp til fjáraukalaga lagt fram á Alþingi
Einum milljarði varið til
reksturs sjúkrahúsanna
í FRUMVARPI til fjáraukalaga
fyrir árið 1999, sem lagt var fram á
Alþingi í gær, er gert ráð fyrir að
einum milljarði króna verði varið
til reksturs sjúkrahúsanna í
Reykjavík. Útgjöld ríkissjóðs
aukast samkvæmt frumvarpinu um
tæplega 5 milljarða króna.
Alls er lagt til að fjárheimild
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis verði aukin um 2.973,7 millj-
arða króna og þar af er gert ráð
fyrir rúmlega 1 milljarðs aukafjár-
veitingu til sjúkrahúsanna. Er sótt
um aukna fjárheimild til handa
Ríkisspítulum upp á 560,5 milljónir
króna og 500,5 milljónir til handa
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Aætlaður
uppsafnaður rekstrarhalli spítal-
anna vegur hér þyngst, eða um 411
milljónir króna í tilfelli Rflrisspít-
ala, og um 287 milljónir króna í til-
felli Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Betri afkoma ríkissjóðs
I frumvarpi til fjáraukalaga er
ennfremur lagt til að fjárheimild
menntamálaráðuneytis verði aukin
um 991,6 milljónir króna og vegur
þar þyngst umframkostnaður Há-
skóla Islands, en sótt er um 341,3
milljónir króna vegna hans. Loks
er sótt um 610,4 milljóna króna
aukafjárveitingu fyrir dóms- og
kirkjumálaráðuneytið, þar af er
óskað eftir aukafjárveitingu að
fjárhæð 122,8 mOljónir króna til
Lögreglustjóraembættisins í
Reykjavík.
I endurskoðuðum áætlunum fjár-
málaráðuneytisins er gert ráð fyrir
að afkoma ríkissjóðs á árinu 1999
verði talsvert betri en fjárlög ársins
gerðu ráð fyrir. Er áætlað að tekju-
afgangur verði 7,5 milljarðar króna
í stað 2,4 milljarða og að lánsfjár-
jöfnuður verði 20,5 milljarðar í stað
16,7 milljarða króna.
Fram kemur í athugasemdum
fjáraukalagafrumvarpsins að fyrir-
hugað sé að bætt afkoma ríkissjóðs
verði notuð til að greiða niður
skuldir og tO að styrkja stöðu ríkis-
sjóðs með öðrum hætti.
Tekjur ríkisins á árinu verða, skv.
áætlun fjármálaráðuneytis, 194,8
milljarðar króna en skv. fjárlögum
var ekki gert ráð fyrir að þær yrðu
nema 184,8 milljarðar. Þessi hækk-
un er rakin nær alfarið til hærri
tekna og meiri umsvifa í efnahags-
lífinu en búist var við í lok síðasta
árs. Sérstaklega hafa tekjuskattar
einstaklinga og félaga skOað meiru
en áætlað var eða um 4,6 mOljörð-
um.
Gjöld ríkisins eru jafnframt meiri
en áætlað var, 187,3 milljarðar í
stað þeirra 182,4 mOljarða króna
sem áætlað var í fjárlögum. Hins
vegar er sótt um nokkru hærri fjár-
heimildir en nemur áætluðum út-
gjöldum á þessu ári, eða 5,5 mdlj-
ai'ða króna, og stafar mismunurinn
af því að í fjáraukalagafrumvarpinu
er sótt um heimddir vegna fyrri ára
sem þegar eru komnar fram í ríkis-
reikningi 1998. Er þar um að ræða
uppsafnaðan rekstrarhalla stofn-