Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunbiaðið/Kristinn Steinþór og Salka. Benedikt Erlingsson og Magnea Valdimarsdóttir. Arnaldur og Salka Valka. Gunnar Helgason og María Ellingsen í hlutverkum sínum. Lífíð er saltfiskur Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir í kvöld í samvinnu við Annað svið nýja leikgerð á Sölku Völku eftir Halldór Laxness. Heiti sýn- ingarinnar er Salka ástarsaga og vísar til þess að megináherslan er lögð á samskipti aðalpersónunnar, Sölku Völku, við mennina tvo í lífí hennar, Arnald Björnsson og Steinþór Steinsson. Hávar ____Sigurjónsson ræddi við leikstjórann, Hilmar Jónsson,_ og Maríu Ellingsen í titilhlutverkinu. HILMAR útskýrir hvaða leið hann valdi ásamt samstarfsfólki sínu að þessari margslungnu sögu til að gera úr henni leikhús, „... ekki segja söguna á leiksviði heldur gera úr henni leiksýningu". Stórar tilfinningar „Með þessum titli vildum við strax aðgreina sýninguna frá bók- inni. Við erum ekki að gera bókinni skil. Hana verður hver og einn að geyma í sínu hjarta,“ segir Hilmar. „Við erum ekki samanburðarhæf við snilli Halldórs Laxness en höf- um orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna með söguna í okkar listformi. Það hefur verið dásam- legur tími. Auðvitað er þetta mikil ástarsaga. Þama eru stórar tilfinn- ingar, mikil ást og ástríður. Mér þótti við hæfi að gefa sýningunni þetta nafn.“ -Verður þá hinn þjóðfélagslegi boðskapur sögunnar heldur útund- an? Þótti ykkur hann ekki eiga jafnt erindi í dag og hin tilfinninga- lega saga sem þarna er sögð? „Það er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt í Sölku Völku. Þetta er póhtísk saga. Það er umfjöllunar- efni hennar, fátæklingamir í pláss- inu, hvemig þeir lifa og hvernig þeir deyja. En svigrúm okkar er takmarkað og við reynum þess vegna að láta pólitík sögunnar skína út úr aðstæðum persónanna. Það er augljóst hvemig Laxness stillir upp öreigunum á Oseyri gagnvart þeim sem einhvers mega sín. Þetta reynum við allt að hafa með, enda ekki hægt að komast hjá því. Okkar leið og þráður í gegnum verkið er þó engu að síður saga Sölku Völku. Frá því Salka kemur sem bam með móður sinni til Ós- eyrar og þangað til hún kveður Arnald í lokin.“ - Telurðu þá að áhrifamáttur sögunnar liggi fremur á tilfinninga- lega sviðinu en hinu hugmynda- fræðilega? Eða gerir listformið, leikhúsið, þá kröfu til ykkar? „Það held ég ekki. Kannski eram það bara við sem vinnum þessa sýn- ingu sem sjáum þetta svona. Auð- vitað verður maður að horfa til þess að þegar Laxness er að skrifa þessa sögu á þriðja áratug aldarinnar þá er byltingin í Rússlandi að gerast. Honum er mikið niðri íyrir og inn- sæi hans er ótrúlegt." - Ertu að segja að sagan sé barn síns tíma? „Hið pólitíska debatt í sögunni er snilldariega framsett miðað við þann tíma. Auðvitað hefði verið gaman að geta haft allt undir. En það er alltaj' kúnstugt að leiktúlka kenningar. I mínum huga era kenn- ingar og hugmyndafræði alls kyns frasar og lýðskrum. A báða bóga. Þar á milli er alltaf fólk sem lifír og deyr. Það er viðfangsefni okkar. Fólkið sem lifir á milli hinna and; stæðu kenninga. Lífsbarátta þess. í Sölku Völku er þetta samfléttað þar sem ástarsamband Sölku og Arnaldar snýst um hugmynda- fræði. Hvernig lifa á lífinu. Þannig er ekki hægt að aðskilja þetta tvennt." Gerist á einni nóttu Hilmar segir að leikgerðin sé af- rakstur samstarfs síns og leik- myndahönnuðarins Finns Arnars Arnarsonar. Þeir hafa unnið saman að öllum verkefnum Hafnarfjarðar- leikhússins til þessa og ríflega það því þeir fóru til Finnlands á liðnu ári og sviðsettu Himnaríki og not- uðu tímann einnig til að undirbúa leikgerðina að Sölku ástarsögu. „Við þurftum fyrst og fremst að leggja niður fyrir okkur hvers kon- ar sýningu við vildum setja upp. Hvaða aðferð er hægt að beita til að ná því markmiði. Þá koma hinir takmarkandi eða skapandi þættir til sögunnar, sem era mannskapur- inn sem við höfum, fjármagnið og rýmið. Við þurfum að vita hvaða efni er til í sýninguna áður en við föram að vinna leikgerð. Við getum ekki samið leikgerð að 50 milljóna króna sýningu með tuttugu leikur- um þegar við höfum aðeins 9 mil- ljónir og níu leikara til ráðstöfunar. Þá þurfum við að vera mjög vand- látir á aðalatriði og aukaatriði. Velja og hafna. Leið okkar inn í verkið er sú að segja sögu Sölku, Duflað við draslið MYNDLIST C a 11 e r í i 8, Ingólfsslræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI TRASII/TREASURE (INA T. og BEA T.) Til 31. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. RYKFALL er sérstakt áhuga- svið tvíeykisins Trash/Treasure á sýningu dúósins í Gallerí i8. Þær Ina T. og Bea T. hafa unnið saman um árabil, eða allt frá 1993, þegar umferðarteppa varð kveikjan að allsérstæðri samvinnu þeirra. Ina er frá Israel og Bea frá Aachen í Þýskalandi, en hreinlætisverkefn- inu „Mop Art“ hleyptu þær af stokkunum árið 1997. Nú reyna þær að þefa uppi sérhvert rykkorn sem fellur til jarðar, einangra það með þar til gerðum rykgildram og fjarlægja. Bakvið alla þessa framkvæmd er að finna glettni, sem skírskotar til fjölmargra átta. Tilvitnun í bresk- kenýska mannfræðinginn Mary Douglas Leakey - „Hreinleiki er óvinur breytinga, tvíbendni og málamiðlana" - er til marks um loðna afstöðu Inu og Beu til við- fangsefnisins. Era þær að skopast að kenningum hennar um bann- helgi og saurgun, eða eru þær að undirstrika athugasemd hins heimsíræga mannfræðings vegna þess hve snjöll hún er? Það fáum ekki að vita íyrir víst, en hitt er öllu ljósara hvers vegna Ina og Bea era jafnuppteknar af viðfangsefninu og raun ber vitni. Áhrifarík hreinsun lista- verka. Með derridískri afbyggingartækni telja þær sig hafa sönnur fyrir því að nútímamaðurinn sækist enn eft- ir hreinum lausnum hvað sem taut- ar og raular. Hreinar lausnir tákna ýmislegt, allt eftir því hvemig litið er á málið. I stærðfræðilegum skilningi era hreinar lausnir sjálf- sagt æskilegar, en í pólitík era þær ætíð merktar fasískum stimpli, samanber tilraunir á borð við „lausnina endanlegu" eða „þjóðern- ishreinsanir". Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að yfirlýsingar þeirra Inu og Beu gangi í berhögg við min- imalíska meginstefnu Gallerís i8; sé eins konar stríðni af þeirra hálfu, en minimalisminn, eða naumhyggjan eins og stefnan hefur verið kölluð á íslensku, fellur í einu og öllu undir skilgreininguna um hreinar lausnir. Reyndar fela hreinar lausnir ætíð í sér fagurfræðilegan kjama því þær eru einungis til sem fræðilegur möguleiki. Það eru hreinar lausnir sem skilja að list og líf, því hreinar lausnir era ekki til í raun og vera. Allt er þetta gott og blessað, nema hvað úrvinnsla Trash/Treas- ure á annars athyglisverðum hug- myndum og efniviði er helsti lang- sótt. Með því að gera jafnmikið úr hreinsunarþættinum - rykgildran- um og hreingerningunni á safninu, sem rakin er með galsafengnum hætti á meðfylgjandi myndbandi - og raun ber vitni draga þær Ina og Bea óvart athyglina frá kjarnanum í vangaveltum sínum og athugun- um. Það er eins og þær heykist á að velta upp óþægilegum hliðum þeirra skoðana sem leynast undir glensinu. Með því að þrengja kost sinn við listheiminn verða hinar brýnu spumingar sem tilvitnunin í Mary Douglas Leakey vekur - „Hvers vegna krefjumst við ætíð hreinna lausna?" - að hálfgerðu aukaatriði. Eina svarið til að botna fyrripart Inu og Beu hlýtur að vera á þá leið að fagurfræðilegt upplag - sem við köllum jafnan smekkvísi - geri okk- ur einstrengingsleg og afdráttar- laus. Eindreginn smekkur er eins og eindregnar skoðanir, hafinn yfir allt vafamál og þar af leiðandi alla umræðu. Betur hefðu þær stöllum- ar Trash/Treasure sagt þetta hreint út til að gefa áhorfandanum ráðrúm til andmæla. En ef til vill finnst þeim uppgötvun sín svo skekjandi að þær þora ekki að setja hana fram með hreinum og beinum hætti. Þær kjósa fremur að þyrla upp rykinu í von um að við áhorf- endur eygjum meiningar þeirra gegnum mökkinn. Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.