Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 48
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR , SIGURÐSSON Ingólfur Sig- urðsson var fæddur í Reykjavík hinn 20. ágúst 1914. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurðui' Guðmunds- son, f. 22. október 1879, d. 24. mars 1945, skrifstofustjóri hjá Eimskipafélagi fslands, og kona hans Margrét Sigríð- ur Ólafsdóttir, f. 19. nóvember 1882, d. 21. janúar 1955. Systur Ingólfs voru Sigríð- ur, f. 12. júlí 1907, d. 28. mars 1964, og Gyða, f. 13. febrúar 1910, d. 26. desember 1992. Ingólfúr kvæntist 30. septem- ber árið 1939 Pálínu Sigríði Þórðardóttur, f. 23. apríl 1917 á Geirbjarnarstöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún lést 1. mars 1972. Foreldrar hennar voru Guðrún Pálsdóttir, f. 21. apríl 1892, d. 24. október 1965 Við dánarbeð afa á spítalanum fundum við fyrst í stað fyrir söknuði og sorg en síðan létti. Ævi afa var erfið síðustu árin, heilsan farin og ytri aðstæður voru honum ekki í hag. Afi var hár og mjög myndarlegur maður, vel kiæddur svo eftir var tek- ið og alltaf með fallega hatta sem fengnir voru frá útlöndum. Heimili afa Ingó og ömmu Pálínu í Sigtúni 21 var glæsilegt og það var sannkallaður ævintýraheimur íyrir barnabörnin. Eldhúsið og búrið hennar ömmu var stór hluti af þessum ævintýra- heimi. Skúffur sem voru fullar af sykri og hveiti með stórum skóflum sem voru mjög hentugar til að moka á milli skúffa og útá gólf við litla hrifningu ömmur. í þessu eldhúsi töfraði amma fram kræsingar sem ekki áttu sína líka enda var hún orð- lagður kokkur og snillingur í eldhús- inu. Þegar við gistum öll var rúm- pláss fyrir þau yngri leyst á þann snilldarlega hátt að tveimur stórum stólum úr sófasettinu var snúið sam- an svo úr varð vinsælt barnarúm. Umrætt sófasett var einnig afar vin- sælt trampólín meðal bamanna. I kjallaranum voru m.a. tvær geymslur, sem í minningunni eru ‘""íisastórar. Það var afar spennandi að stelast í þessar geymslur. Önnur var köld og í henni var alls kyns góðgæti sem afi bar inn, þ.á m. Spur, Sinalco og Canada Dry. Hin geymslan var sannkallað nægtabúr þar sem voru m.a. risastórar Macintosh dollur og annað erlent og innlent sælgæti, stórir kassar með allskonar spenn- andi útlensku kexi sem þá fékkst ekki í verslunum á Islandi. Enn þann dag í dag finnum við bragðið af kex- inu góða. I kjallaranum bjuggu langafi Þórður og langamma Guðrún og Siggi frændi. Þar lékum við okkur líka og oft var stungið bitum af suðusúkkulaði uppí litla munna. r Blómabúðin > öarðskom . v/ FossvogsUirkjugarð J V Sími. 554 0500 / og Þórður Stefánsson, f. 26. mars 1893, d. 18. júní 1973. Ingólfur og Pálína áttu þijú börn. Þau eru: 1) Margrét Guðrún, f. 1. júní 1939, gift Knúti Bru- un, f. 1935, þau skildu. Böm þeirra em a) Elín Björk, f. 8. desember 1959, maki Garðar Ólafsson, dæt- ur þeirra em Hildur Snjóiaug, f. 2. septem- ber 1994, og Margrét Agla, f. 25. febrúar 1999. b) Ingólfur, f. 5. maí 1963, maki Margrét Helga Hjartardóttir, sonur þeirra, Hjört- ur, f. 14. nóvember 1996. c) Hildur Snjólaug, f. 24. maí 1964, maki Jón Hinrik Garðarsson, sonur Hildar og Garðars Sigurðssonar er Knútur, f. 17. mars 1994. 2) Elín Lára, f. 3. mars 1943, gift Að- alsteini Júlíussyni, f. 18. desember 1939. Böm þeirra em a) Lára f. 16. september 1961, maki Hreinn Hreinsson, börn þeirra era Svava Dögg, f. 13. október 1993, og Sif Umstangið á gamlárskvöld voru ær og kýr afa. Þá breyttist hann í barn, slík var gleðin við að sprengja og skjóta rakettum af öllum stærðum og gerðum en af þeim var nóg. Minn- isstætt er þegar afi afhenti fjögurra ára nafna sínum stóran vindil til þess að nota á raketturnar og blysin. Mik- il var kæti afa þegar hann sendi rak- ettumar lárétt eftir grasinu útí móa þar sem þær sprungu. Afi gerði sér það að leik á meðan kvenfólkið var að útbúa veislumatinn í eldhúsinu að lauma inn illa lyktandi íyrirbæmm sem skriðu eftir gólfinu við litla kátínu kvennanna. Gamlárs- kvöldin í Sigtúni vom ævintýraleg þar sem stórfjölskyldan kom saman og verða okkur systkinunum alla tíð ógleymanleg. Ferðirnar með afa niður á höfn rista djúpt í minningunni. Afi sá um farmskjölin og skipspóstinn og feng- um við oft að fljóta með um borð í Fossana. Afa var alltaf vel tekið um borð enda náði trygglyndi hans gagnvart farmönnunum langt út fyr- ir starf og skyldur. Reyndar var trygglyndi einn af hans stærstu kostum sem speglaðist í umgengni hans við alla sem nálægt honum stóðu, fjölskyldu, vinnuveitendur hans svo og aðra sem á vegi hans urðu. Hann hugsaði alla tíð óskaplega vel um föðursystur sínar Elínu og Lára í Ofanleiti, Ingólfsstræti 7, sem ólu hann upp til fermingaraldurs. Sem dæmi má nefna að á leið sinni til vinnu á morgnana kom hann ailtaf við hjá þeim, meðan þær lifðu. Annað dæmi um trygglyndi og greiðasemi afa var, að í heilan vetur lagði hann á sig stóra lykkju, á leið sinni til vinnu, til að koma elsta barnabarninu í leikskóla áður en for- eldrarnir eignuðust bíl. Að leiðarlokum er okkur systkin- um ofarlega í huga þakklæti íyrir þær stundir sem við áttum með hon- um síðustu æviár hans. Þær fólust einna helst í „hringnum“ en hringur- inn byrjaði yfirleitt í Landsbankan- um, síðan var farið í apótekið, fisk- búðina, kjörbúðina, bakaríið og end- að í Goða. Alltaf sami hringurinn, aldrei út fyrir torfuna. Þetta vora góðir bíltúrar og gafst okkur þar tími til samvista og skrafs um alla heima MINNINGAR Embla, f. 26. febrúar 1995. b) Ragnar Páll, f. 30. mars 1964, maki Svanhildur Ragnarsdóttir, börn þeirra em Almar Freyr, f. 19. desember 1987 og Gígja Dröfn, f. 15. janúar 1990. Fóst- urdóttir Ragnars og dóttir Svan- hildar er Signý Hrand Svanhild- ardóttir, f. 12. apríl 1982. c) Þórður, f. 17. júní 1973. 3) Sig- urður, f. 25. nóvember 1948. Fyrri kona hans var Þorbjörg Björnsdóttir, f. 11. apríl 1950. Þau skildu. Böm þeirra em a) Bjöm, f. 28. september 1973, b) Pálína, f. 1. mars 1976, og c) Ólafur Jónas, f. 4. júní 1979. Seinni kona Sigurðar er Jó- hanna Harðardóttir, f. 4. mars 1952. Ingólfúr kvæntist hinn 18. ágúst 1973 Sesselju Guðmunds- dóttur, f. 18. ágúst 1920. Hún lif- ir mann sinn. Ingólfúr hóf starfsferil sinn þjá heildverslun I. Brynjólfsson og Kvaran og 18 ára gamall hóf hann störf hjá Eimskipafélagi Is- lands þar sem hann var skrif- stofumaður til ársins 1981 eða í 49 ár. Ingólfúr starfaði hjá Rík- isútvarpinu frá september 1981 ogtil ársins 1989. títför Ingólfs fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og geima, fortíð og framtíð. Stundum fengu langafabörnin að koma með í þessa bíltúra og þótti honum afar gaman að hitta þau og spjalla. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er ðflug og lifir, þótt augun í dauðanum bresti. (Jóhann Sigurjónsson.) Elsku afi, hvíl þú í fríði, við vitum að amma hefur tekið vel á móti þér. Guðmundi Oddssyni yfirlækni og starfsfólki hans á deild B7 á Sjúkra- húsi Reykjavíkur þökkum við af heil- um hug fyrir frábæra umönnun og nærgætni við afa og fjölskyldu okkar síðustu daga hans. Elín Björk, Hildur Snjólaug, Ingólfur og tjölskyldur. Hann afi er dáinn. Ingólfur sonur minn, nafni afa síns, hringir þessi boð til mín seint að kvöldi 14. október s.l. Ingólfur Sigurðsson var tengdafaðir minn, afi barnanna minna. Mikill öðlingsmaður hefur fært sig um set. Ingólfur var kvæntur Pálínu Þórðar- dóttur í 33 ár en þau eignuðust þrjú börn, Sigurð, Elínu Láru og Mar- gréti Guðrúnu, sem er móðir barn- anna minna. Heimili þeirra að Sigtúni 21 í Reykjavík var mikill ævintýrastaður. Móðurafi og amma systkinanna bjuggu á jarðhæðinni, hjónin sjálf og fjölskyldan á aðalhæðinni, forðaskúr- inn var á lóðinni fullur af saltfiski, kjöti og súrmeti í kvartélum, rófum og hvers kyns góðgæti. í móanum hins vegar við Sigtúnið var kartöflu- og jarðarberjagarður afans þar sem nú er hótel. I læstum geymslum í kjallara var hafður alls konar munað- arvarningur, sjenever og viskí, bjór og sælgætisöskjur, aðskiljanlegar og framandi niðursuðuvörur og alls kyns fugla- og villidýrasteikur í frystikistu. Tengdafaðir minn var mikill búhöldur og ákaflega gestris- inn maður. Ingólfur skipti um bíla eins og aðr- ir skiptu um frakka eða skó á þessum tíma. Hann var maður hár vexti, grannur og teinréttur í baki. Hann var snyrtimenni og nokkur sundur- gerðarmaður í klæðaburði. Ætíð lagði hann gott til allra mála, var framúrskarandi greiðvikinn og hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum. Eg get hiklaust sagt um tengda- föður minn að Pálína fyrri eiginkona hans var betri helmingurinn í þeim hjúskap eins og títt er um konur. Hún var ætíð í humátt, alltaf að passa uppá að allt líf í kringum hana færi vel fram og það þrátt fyrir erfið veikindi, sem hún átti við að stríða. GUÐBJÖRG ÁSTVALDSDÓTTIR + Guðbjörg Ást- valdsdóttir f. 13. nóvember 1933. Hún Iést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. október síðastliðinn. Foreldrar hennar vora Guðbjörg Sig- ríður Benjamíns- dóttir, f. 6. nóvem- ber 1896, d. 25. apríl 1986, og Ástvaldur Þorkelsson, f. 11. febrúar 1902, d. 20. apríl 1966. Systkini hennar em: Eiríkur Smith, f. 9.8. 1925; Ingibjörg Ástvaldsdóttir, f. 5.5. 1927; Sigrún Ástvaldsdóttir Kvaran, f. 6.6. 1929, d. 6.7. 1970; Gunnar Ástvaldsson, f. 11.9. 1930, d. 13.7. 1984, Gyða Ást- valdsdóttir, f. 17.9. 1931, d. Hvífólnarjurtinfríða og fellir blðð svo skjótt? Hví sveipar baraið blíða, svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (B.H.) _ Hvað er lífið, hvert er farið? í dagsisn önn og erli, hugsa fæstir um dauðann. Mig langar til að kveðja góða mág- konu mína sem lést mjög snögglega. Guðbjörg var sjötta barn í röð sjö systkina og fjórða þeirra til að kveðja þennan heim. Hinn 13. júní 1954 giftist Guðbjörg Jóni Eðvalds- syni sjómanni, f. 20. janúar 1933, d. 24. nóvember 1986. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn. Eg kynntist Guðbjörgu mágkonu minni árið 1953 þegar ég giftist Gunnari bróður hennar sem nú er 27.10. 1983; og Garðar Ástvaldsson, f. 22.9. 1936. Maki Guðbjargar var Jón Eðvaldsson, f. 20.1. 1933, d. 24.11. 1986. Eftirlif- andi sambýlismaður hennar er Gunnar Ingvason. Börn hennar em: Grétar Mar Jónsson, f. 29.4. 1955; Kári Jónsson, f. 25.5. 1959; og Steinunn Jónsdóttir, f. 5.6. 1961. Barna- börn hennar em, Guðbjörg Vignisdóttir, f. 14.7. 1977; og Jón Eðvald Vignisson, f. 12.6. 1984. títför Guðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. látinn. Það tókst strax með okkur mikil vinátta og áttum við margar góðar stundir saman. Það er svo margt sem væri hægt að skrifa um hana, svo margs er að minnast. Nokkur ár bjó Guðbjörg í Sand- gerði og var þá ekki eins mikill sam- gangur milli okkar, en svo fluttist hún í Hafnarfjörðinn aftur, þá hitt- umst við oftar. Seinni árin átti hún mjög góð. Hún kynntist góðum manni, Gunnari Ingvasyni, og átti með honum góðan tíma. Þau vora mjög samhent og ferð- uðust mikið og vora góðir félagar. Elsku Guðbjörg. Ég kveð þig hinstu kveðju og þakka þér fyrir alla þína hugulsemi í minn garð. Börnum hennar og barnabörnum og Gunnari sendi ég innilegar samúð- arkveðjur og bið Guð að styrkja þau. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafsjór var hún af fróðleik, matar- gerðarkona af guðsnáð og með inn- byggða uppeldiseiginleika, sem komu börnum okkar til góða og áttu ríkan þátt í að koma þeim til manns. Ungum lagastúdent var það mikil upplifun að koma inná þetta yndis- lega og gleðiríka heimili og ríkulega forðabúr á því augnabliki, þegar fyrsta barnabarnið var að koma í heiminn. Barnið varð strax auga- steinn ömmu sinnar og afa, sem gerðu þó aldrei uppá milli bama- bamanna. Þjóðskáldið Jón Helgason gerði þessa vísu: I djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst og hugskotsins auga með undrun og fógnuði sér eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum afþér. Þegar ég hugsa til tengdaforeldra minna fer fyrir mér eins og skáldinu, hugskotsins auga nemur myndir. Að líkindum era minningarnar dýrasti fjársjóður hvers manns. Hvorki yfir- vald né rakkari ná til þessa fjársjóðs, hann er til eilífra einkanota fyrir eig- andann, þar sem hann liggur í fylgsni sínu á dýrmætum vöxtum. Þegar liggur illa á mér kalla ég gjarnan fram gamlar minningar meðal annars frá tengdaforeldram mínum og höndla þá gleði mína á nýjan leik. Þáttaskil urðu í lífi Ingólfs fyrir 26 áram þegar hann missti tengdamóð- ur mína. Nokkra síðar kvæntist hann Sesselju Guðmundsdóttur og lifir hún mann sinn. Kveðja mín og barna minna til tengdaföður og afa era þessar ljóð- línur Jóhanns Sigurjónssonar: Fé og frami eru fallvölt hnoss hraukar hrungjarnir. Sætust minning og sætastur arfur eru ástarfræ í akri hjartans. Knútur Bmun. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svana. Elsku Guðbjörg. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og drengina mína. Okkar kynni hófust er við unnum saman í Sandgerði 1976. Svo er ég kom inn á heimili þitt með Kára syni þínum 1977. Þá voru drengirnir mínir eins og þriggja ára. Það koma margar minningar upp þegar ég horfi til baka þessi 20 ár sem þú varst tengdamóðir mín. Það var alltaf gaman að fara til ömmu á Suðurgötu og síðan á Heiðarbraut. Mikið vora allir spenntir að fara til ömmu í kakó á aðfangadagskvöld. Þá var mikið fjör. Já, ég gæti talið upp fullt af yndislegum minningum, en ég ætla að geyma þær í hjai-ta mínu. Það er dýrmætt að eiga allar þessar minningar, og geta látið renna í gegnum hugann. Ég veit að það verður tekið vel á móti ömmu er hún gengur inn um Gullna hliðið. Það munu engillinn minn og Nonni afi gera. Þeir umvefja ömmu með allri sinni hlýju og ástúð og leiða hana inn í Paradís. Elsku gamla góða tengdamamma og amma. Guð geymi þig þar til við hittumst á ný, ástarþakkir fyrir allt. Elsku Gunnar, Steinunn, Kári, Grétar, Guðbjörg og Jón Eðvald. Ykkar missir er mikill. Við sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ástarkveðjur, Sesselja Aðalsteinsdóttir, Ingvar Júlíus Helgason og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.