Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 UR VERINU Kolmunnaveiðar íslenskra skipa Hólmaborg slær metið _____________________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Foreldrar svissneska drengsins, Andreas og Beverly Wiithrich, á fréttamannafundi í Sviss á miðvikudag. Ellefu ára drengur sakaður um sifjaspell Fluttur á brott af heim- ilinu í handjárnum The Daily Telegraph. Washington. ÞAÐ er skammt stórra högga á milli á kolmunnaveiðunum. A þriðjudag landaði Börkur NK 1.700 tonnum í Neskaupstað eftir að hafa landað 400 tonnum í Færeyjum í sama túr, Beitir NK landaði 1.200 tonnum í Neskaupstað í fyrrakvöld en í nótt var Hólmaborg SU vænt- anleg til Eskifjarðar með fullfermi, 2.000 tonn, og er það met hjá ís- lensku skipi eftir einn túr. Þor- steinn EA kom einnig með full- fermi, 1.000 tonn, til Neskaupstað- ar í gær en hann landaði 1.000 tonnum í Færeyjum um helgina. Haukur Björnsson, útgerðar- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar hf., sagði að veiðin hefði verið mun líflegri í þessum túr hjá Hólmaborginni en áður. Skipið kom með liðlega 1.000 tonn til Eskifjarðar 11. október sl. en land- aði í Færeyjum í túrnum á undan. „Þetta var líflegri veiði og betri og jafnari hol,“ sagði Haukur. „Hann var í sex eða sjö daga að veiðum en það koma alltaf daprir dagar inn á milli.“ Veiðin datt aftur niður Um 20 tíma sigling er frá Eski- firði á miðin við Færeyjar en í gær- kvöldi voru sjö íslensk skip í kant- inum norðan við Færeyjar og ekk- SAMKOMULAG milli íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins um veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum á árinu 2000 var undirritað í Þórs- höfn í Færeyjum í gær. Samkvæmt því verður heimilt að veiða 1.240.000 tonn af sfld úr þessum stofni á næsta ári, en það er um 50.000 tonna samdráttur. Sam- drátturinn kemur niður á þjóðun- um í sama hlutfalli og hlutdeild þeirra í veiðunum er. Hlutur okkar skerðist um það bil um 8.000 tonn. I samkomulaginu er jafnframt gert ráð fyrir því að draga úr veið- um frá og með árinu 2001 með því að taka upp aflareglu, sem kveður á um að lægra hlutfall veiðistofns- ins verði þá tekið en nú er gert. Miðað við að veiðistofninn sé nú 10 til 11 milljónir tonna þýðir breytta aflareglan að leyfilegt verður að veiða um 200.000 tonnum minna en ella. Sé miðað við 202.000 tonna kvóta okkar á þessu ári nemur skerðingin á hlut okkar um 29.000 tonnum árið 2001. Norðmenn fá mest Aflinn skiptist þannig að í hlut Islands koma 194.230 lestir, í hlut Færeyja 68.270 lestir, í hlut Nor- egs 712.500 lestir, í hlut Rússlands 160.200 lestir og í hlut Evrópusam- bandsins 104.800 lestir. Reglur um aðgang aðila að lög- sögu hvers annars til veiða úr sfld- arstofninum eru óbreyttar frá því sem verið hefur. Islenzk skip mega áfram veiða allan sinn hlut í lög- sögu Færeyja og færeysk skip all- an sinn hlut í lögsögu Islands. Eins og í ár mega íslenzk skip veiða sinn hlut í Jan Mayen-lögsögunni en norsk skip mega veiða 138.500 lest- ir í íslenzku lögsögunni. íslensk ert hafði veiðst í sólarhring. „Þetta hefur aldrei farið eins neðarlega og nú,“ sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Óla í Sandgerði AK, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Óli í Sandgerði landaði um 1.000 tonnum á Seyðisfirði á mánudags- kvöld og er kominn með um 15.000 tonn á árinu. „Við vorum rétt að byrja aftur en svona er þetta,“ sagði Guðlaugur. „Það var góð veiði í nokkra daga en það er daga- munur á þessu.“ Kolmunnaveiðin hefur verið dræm undanfarna mánuði en held- ur hefur ræst úr henni að undan- förnu um 30 til 40 mflur fyrir norð- an og norðaustan Færeyjar. Hins vegar hefur verðið ekki verið mjög hátt eða um 5.000 krónur fyrir tonnið. Fyrir viku höfðu íslensk skip landað um 111.000 tonnum af kolmunna á Islandi auk þess sem erlend skip höfðu landað um 9.000 tonnum. 11 verksmiðjur höfðu tek- ið við aflanum og þar af fjórar með mikinn meirihluta. SR-mjöl hf. á Seyðisfirði hafði fengið um 32.000 tonn, Sfldarvinnslan hf. í Neskaup- stað um 24.000 tonn, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. um 23.000 tonn og Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði um 19.000 tonn. skip mega veiða 8.700 lestir í lög- sögu Noregs. Það nýmæli felst í samkomulag- inu að ákveðið var að lrá og með árinu 2001 skuli nota aflareglu sem miðast við fiskveiðidánarstuðulinn 0,125 í stað 0,15 sem verið hefur viðmiðunin undanfarin ár. „Þetta er mikilvægt skref til að draga úr hættu á hruni stofnsins og tryggja jafnari veiði á komandi árum. Aðil- ar urðu ennfremur sammála um að grípa til enn strangari veiðitak- markana, ef ástand stofnsins gæfi tilefni til, að mati Alþjóðahafrann- sóknaráðsins,“ segir í sameigin- legri frétt frá utanríkis- og sjávar- útvegsráðuneytinu. Þessi aflaregla þýðir í raun að leyft verður að taka lægra hlutfall úr stofninum en nú er gert. Nú- gildandi regla heimilar að veidd séu um 14% af veiðistofninum, en samkvæmt þeii-ri nýju lækkar þetta hlutfall niður í um 12%. Eins og áður segir verður munurinn um 200.000 tonn miðað við að veiði- stofninn sé um 10 milljónir tonna. Hlutur allra skerðist um 14% Samkvæmt upplýsingum fiski- fræðinga er nokkuð síðan stórir ár- gangar hafa komið inn í norsk-ís- lenzka síldarstofninn og engir slík- ir eru á leið inn. Það er því fyrirsjá- anlegt að með sama veiðiþunga mun stofninn minnka hratt. Vegna þess er gripið til framangreindra veiðitakmarkana. Þær þýða að miðað við stöðuna nú lækkar hlut- ur allra um rúmlega 14%. Sé miðað við hlut okkar um 202.000 tonn á þessu ári og sama veiðistofn árið 2001 en 12% aflareglu skerðist hlutur okkar um 29.000 tonn og hlutur annarra þjóða í sama hlut- falli. MAL ellefu ára drengs, sem var fluttur á brott af heimili sínu í handjárnum eftir að hafa verið sak- aður um sifjaspell gagnvart systur sinni, hefur vakið miklar deflur í Bandaríkjunum og Sviss. Drengurinn, Raoul að nafni, var tekinn höndum fyrir skömmu, eftir að nágrannar fjölskyldu hans í Colorado-ríki í Bandaríkjunum til- kynntu lögreglu að þeir hefðu séð hann þukla á fimm ára gamalli systur sinni er þau voru að leik í garðinum fyrii' framan hús þeirra. Var Raoul fluttur á brott í hand- járnum og mun hann dvelja á fóst- urheimili meðan á rannsókn máls- ins stendur. í yfirheyrslum neitaði drengur- inn því að hann hefði áreitt systur sína á óviðurkvæmilegan hátt, og SJÁLFSTÆÐI er úrelt huginynd sem ekki kemur lengur til greina fyrir Quebec, að sögn Bernards Landrys, aðstoðai’fylkisstjóra í Quebec í Kanada. Þess í stað ætti kanadíska ríkisstjórnin að ganga til samninga við Quebec um myndun félagsskapar í stíl við Evrópusam- bandið. Fréttastofan Canadian Press (CP) hafði þetta eftir Landry. Þessi félagsskapur myndi fela í sér viðurkenningu á fullveldi Quebec. Flokkur aðskilnaðarsinna, Parti quebecois, situr að völdum í fylkinu, og hefur formaður flokks- ins, Lucien Bouchard, látið að því liggja að áður en langt um líði verði efnt til almennrar atkvæðagreiðslu í fylkinu um aðskilnað frá Kanada. Samkvæmt skoðanakönnunum fer stuðningur við aðskilnað þó hraðminnkandi. Landry er formaður nefndar á vegum fýlkisstjórnarinnar sem kanna á hvernig hægt sé að gera viðhorf aðskilnaðarsinna nútíma- legra. Bouchard sagði í vikunni að félagsskapur við Kanada væri nauð- synlegur ef Quebec yrði fullvalda. „I ljósi þess hvernig heimurinn er í dag er einsýnt að við verðum að hafa efnahagsleg tengsl við og sam- eiginlega grunnþætti með kanadísk- um félögum okkar,“ hafði CP eftir honum. sagðist aðeins hafa verið að hjálpa henni að pissa. Fjölskylda hans flúði til Sviss eftir að félagsráðgjaf- ar höfðu látið að því liggja að einnig ætti að taka systur hans þrjár frá foreldrunum. Skildu þau eftir svohljóðandi yfirlýsingu hjá lög- fræðingi sínum fyrir brottförina: „Lög og regla hafa verið numin úr gildi í Colorado." Drengurinn er bæði með banda- rískt og svissneskt ríkisfang, en hann gæti átt yfir höfði sér tveggja ára vist í unglingafangelsi, verði hann fundinn sekur. Tugþúsundir undirskrifta Málið hefur vakið mikla reiði í Sviss, en það komst í hámæli eftir að svissneska dagblaðið Blick sagði Fyrir fjórum árum munaði innan við einu prósenti að aðskilnaðar- sinnar hefðu betur í atkvæða- greiðslu í Quebec. Meii-ihluti íbúa fylkisins er frönskumælandi, og að- skilnaðarsinnar segja að menning- arlegri sérstöðu Quebec sé of þröngur stakkur skorinn í kanad- íska fylkjasambandinu. sögu fjölskyldunnar og tók upp hanskann fyrir drenginn. Nú hafa tugþúsundir manna í Sviss skrifað undir bænaskjal um að Raoul verði leystur úr haldi, og síminn hefur ekki þagnað í svissneska utanríkis- ráðuneytinu vegna kvartana hneykslaðra Svisslendinga. „Fyrir tíu árum var saklaus „læknaleikur" álitinn fullkomlega eðlilegur,“ sagði meðal annars í umfjöllun Blick. „I dag skilgreina saksóknarar hann sem ofbeldis- glæp. Tíu og ellefu ára gömul börn eru sett í fangelsi vegna þess að óraunsæir lögfræðingar fá sínu framgengt." Svissnesk yfirvöld munu bíða þangað til réttarhöld hefjast áður en tekin verður ákvörðun um að- gerðir vegna málsins. En það eru ekki allir aðskilnaðar- sinnar sammála Landry. Maxime Barakat, sem einnig situr í nútíma- væðingamefndinni, segir sjálfstæði alls ekki úrelta hugmynd. „En ég tel að félagsskapur sé ekki skilyrði fyrir sjálfstæði," sagði hann. „Fé- lagsskapur er einungis tilboð sem gert verður í kjölfar fullveldis." Kjarnavopn verði áfram í Evrópu AP. Róm. TALSMENN stjórnvalda í Hollandi og á Ítalíu sögðu í gær að Evrópuríkin þyrftu að hafa áfram nokkurt magn banda- rískra kjarnorkuvopna í álfunni til að treysta öryggi Atlantshafs- bandalagsins, NATO, og efla frið í Evrópu. Þegar hafðar eru í huga „þær hættur sem steðja að ríkjum NATO duga hefðbundin vopn ekki ein til að fæla menn frá árás,“ sagði ítalski embættismað- urinn Carlo Scognamiglio í skýrslu til öldungaráðs þingsins. Ummælin stangast á við það sem umhverfisráðherra landsins hef- ur sagt en hann telur óþarft að vopnin séu lengur í Evrópu þar sem kalda stríðinu sé lokið. Arjen Lekkerkerker, talsmað- ur hollenska utanríkisráðuneytis- ins, sagði kjarnorkuvopn gegna mikilvægu hlutverki I að tryggja sameiginlegt öryggi Evrópu- þjóða. Skýrt hefur verið frá því í Bandaríkjunum að bandarísk kjamorkuvopn séu varðveitt í sex Evrópurfkjum NATO; Belg- íu, Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi, Tyrklandi og á Ítalíu. Samið um norsk-íslenzku sfldina Heildarafli skerð- ist um 50.000 tonn Frekari veiðitakmarkanir árið 2001 Sjálfstæði ekki lengur á dagskrá í Quebec Toronto. Morgunblaðiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.