Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ þau öll í undanúrslit. Þetta voru þau Arnar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir, Baldur Kári Eyjólfsson og Ema Halldórsdótt- ir og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Bjömsdóttir öll frá Gulltoppi. Jónatan og Hólmfríður náðu þeim glæsilega árangri að komast í úrslit og unnu til brons- verðlauna í sínum flokki. Að sögn Köru vora þau að dansa ákaflega vel og era án efa með beztu pör- um íslands í þessum aldursflokki. Keppnin í flokki unglinga var geysihörð og É spennandi og að sögn Köra verður hún ávallt jafn- ari og jafnari með hverju árinu. Nú sem endranær vora mætt til leiks mörg af sterkustu pöram heims í þessum aldursflokki og vora 70 pör skráð til leiks. I suður- amerísku dönsunum komust 3 pörin í 32 para úrslit og í þeim sí- gildu komust öll fjögur pörin í aðra umferð. í þá þriðju og alla leið í undanúrslit komust Gréta Ali og Jóhanna Berta og Hilmir og Ragnheiður. Miðað við styrkleika keppninnar verður þetta að teljast frábær árangur þessara tveggja para. I flokki áhugamanna var mikil spenna því 48 efstu pörin heyja sína úrslitabaráttu í Royal Albert Hall. Það þykir mikill heiður að ávinna sér réttinn til að dansa þar. Ekkert íslenzku paranna komst þangað að þessu sinni, en undirritaður veit ekki nema að 3 íslenzk pör hafi náð þeim árangri að fá að dansa í þessari glæsilegu höll en það era þau Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn í flokki áhugamanna og Jón Pétur Ulfljótsson og Kara Arngríms- dóttir og Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir í flokki atvinnumanna. I flokki fullorðinna kepptu um 30 pör. Flokkur fullorðinna á sér mikla hefð og virðingu bæði í Bretlandi svo og á meginlandi Evrópu. Þessi flokkur var geysi- sterkur og mátti íslenzki hópur- inn, sem er tiltölulega nýlega far- inn að keppa eitthvað að ráði, sín lítils í baráttunni. Því verður þó ekki neitað að öll pörin hafi haft gaman af og lært mikið að sögn Sigrúnar Kjartansdóttur blaða- fulltrúa dansfélaganna, sem var einnig einn af keppendum í þess- um flokki. Sigrún sagði jafnframt að það hefði verið þreyttur en engu að síður glaður hópur sem hélt heim á leið, eftir enn eina sigurferðina til Englands. „Þessi árangur er alveg frábær miðað við ekki fleiri keppendur frá ekki stærri þjóð en þeirri íslenzku. íslenzkir dansar- ar sýndu enn og aftur að margur er knár þótt hann sé smár!“ sagði Sigrún að lokum. Næsta keppni, veizla fyrir augað? Næsta keppni íslenzkra dans- ara fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík á morgun, laugardag. Það er danskeppni sem Dansskóli Jóns Péturs og Köra sem stendur fyrir í tilefni af 10 ára afmæli skólans. í samtali við Köru Aim- grímsdóttur sagði hún að mikið væri lagt í þessa keppni til að gera hana sem glæsilegasta. Meðal annars verða ýmsar danssýningar, þar á meðal sýn- ing margfaldra heimsmeistara í dansi, þeirra Marcus og Karen Hilton frá Englandi. Eins verður danskeppninni sjónvarpað á Sýn og eru starfsmenn Sýnar búnir að eyða gífurlegri vinnu í að gera Jiessari keppni sem bezt skil. Eg held að það verði óhætt að lofa því að þessi keppni verð- ur veizla fyrir augað og ætti áhugafólk um dans hiklaust að láta sjá sig í Laugardalshöllinni á morgun. Jóhann Gunnar Arnarsson Góður árang ur og mikill lærdómur Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björns- dóttir unnu til bronsverðlauna á International- keppninni bæði í suður-amerískum og sígildum dönsum í aldursflokknum 11 ára og yngri. OANS iM'jár danskeppnir á Englandi Dagana 9.-13. október ÍSLENZKIR dansarar hafa, margir hverjir, haldið árlega í víking til Englands á haustdögum til að taka þátt í þremur alþjóð- legum danskeppnum, sem þar era haldnar. Að þessu sinni vora þær haldnar dagana 9.-13. október og héldu 14 íslenzk pör utan, sum hver tóku þátt í öllum keppnun- um, önnur í einni eða jafnvel tveimur keppnum. Þessar keppnir era mjög þekktar og í þeim taka þátt marg- ir af fremstu dönsurum í heimin- um hverju sinni. Sú fyrsta heitir London Open, önnur keppnin heitir Imperial og sú þriðja en alls ekki sú sísta er International keppnin. Hér á eftir er ætlunin að rekja í stórum dráttum hvernig gekk í hverri keppni fyrir sig. London Open London Open var haldin föstu- daginn 9.október í Brentwood. Alls voru 12 íslenzk pör skráð til leiks í 4 aldursflokkum. í yngsta aldursflokknum, 11 ára og yngri var einungis eitt ís- lenzkt par skráð, þau Baldur Kári Eyjólfsson og Ema Halldórsdótt- ir, frá Gulltoppi. Þau kepptu í suður-amerískum og sígildum samkvæmisdönsum og komust í úrslit í báðum greinum, sem er mjög góður árangur. Þau vora í 4. sæti í sígildu samkvæmisdönsun- um og í því 5. í suður-amerísku- dönsunum. Að sögn Köra Arn- grímsdóttur danskennara döns- uðu þau mjög vel og sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. í flokki unglinga 12-15 ára kepptu 4 íslenzk pör. Mjög at- hyglisvert var að þrjú þessara para komust alla leið í 19 para úr- slit í sígildum samkvæmisdöns- um, þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir frá Gulltoppi, Grétar AIi Khan og Jó- hanna Berta Bernburg frá Kvist- um og Hilmir Jensson og Ragn- heiður Eiríksdóttir frá Gulltoppi. Hilmir og Ragnheiður komust svo í undanúrslit og enduðu í 10. sæti. Islendingar hafa löngum átt erfitt uppdráttar í sígildum sam- kvæmisdönsum, en gengið þeim mun betur í þeim suður-amer- ísku. Þetta hefur þó verið að breytast s.l. misseri og er það mjög jákvæð þróun og sýnir að ís- lenzkir dansarar era að verða ,jafnbetri“ en þeir hafa verið. Að sögn Köra var þessi aldursflokk- ur nokkuð sterkur og vegna ald- ursreglna er oft mjög erfitt fyrir yngstu keppendurna í flokknum, að komast áfram, en þetta er þeim engu að síður mjög dýrmæt ogjgóð reynsla. I flokki áhugamanna áttu Is- lendingar 2 pör og komst annað parið, þau Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn, frá Kvistum, alla leið í 48 para úrslit, sem verður að teljast mjög góður árangur í svo sterkri keppni þar sem keppn- ispörin eru rúmlega 130. í ílokki fullorðinna kepptu 5 pör frá Islandi og hefur aldrei stærri hópur fullorðinna íslend- inga tekið þátt í erlendri keppni, sem þessari. Þrátt fyrir ágætan dans komst ekkert íslenzku par- Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríks- dóttir komust í und- anúrslit í sígildum dönsum í öllum keppn- unum og suður-amer- ískum dönsum í Imperi- al-keppninni. Þau náðu bestum árangri f eldri hópnum. a on sig með stakri prýði. Fyrir ut- an Hilmi og Ragnheiði hefði sérstaklega verið gaman að sjá hvað Davíð og Halldóra gerðu það gott, en þau komust í 18 para úrslit í báðum greinum, eins hvað Grétar Ali og Jóhanna Berta væra að gera góða hluti, eftir að hafa einungis dansað saman í rúmt ár, þau hefðu náð mjög góðum árangri á svo stuttum tíma. International-keppnin International-keppnin var sú síðasta í þessari röð og er hún jafnframt talin sú sterkasta af þessum keppn- um. Einnig er hún sú fjöl- mennasta. Hún var haldin dagana 12. og 13. október. Fyrri daginn var keppt í suður-amerískum dönsum og í sígildum samkvæmis- dönsum hinn síðari og var keppt í öllum aldursflokkum. í flokki 11 ára og yngri tóku þátt 3 pör frá Islandi og komust anna áfram í úrslit, en b pörin eru öll reynslunni \ ríkari. Imperial-keppnin Imperial-keppnin var ' haldin sunnudaginn 10. október. I þessari keppni var ekki keppt í flokki bama né full- orðinna, heldur ein- f göngu í flokki ung- : linga, ungmenna,, áhugamanna og at- vinnumanna. Frá Islandi vora 6 pör skráð til leiks. í flokki ung- linga 12-15 ára kepptu 4 íslenzk pör. Hilmir og Ragn- heiður náðu beztum árangri íslenzkra para í þessum flokki, þau komust í 8. sæti í sígild- um samkvæmisdönsum og 10.—11. sæti í þeim suð- ur-amerísku. Hilmir og Ragnheiður hafa verið að dansa frábærlega vel að undanförnu, bæði heima og erlendis og létu sitt svo sannarlega ekki eftir liggja þarna. Grétar Ali og Jóhanna Berta komust í 11.-12. sæti í sígildum samkvæmisdöns- um. Að sögn Köru stóðu öll pörin Baldur Kári Eyjólfsson og Erna Halldórsdóttir náðu 4. sæti í sígilduin dönsum og 5. sætinu í suð- ur-amerískum dönsum á London Open 11 ára og yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.