Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Horfur í friðarumleitunum á N-írlandi ekki bjartar
Nýjar vísbendingar um
undirbúning hryðjuverka
Nyerere
borinn til
grafar
ANNA Bretaprinsessa ásamt ,
Daniel Arap Moi, forséta Keriýa,
í gær við útfor Julius Nyerere,
fyrsta forseta Tanzaníu. Nyerere
var jarðsettur í Dar es Salaam,
stærstu borg landsins og var
fjöldi tiginna fulltrúa frá öðruni
ríkjum viðstaddur. Forsetinn
fyrrverandi lést úr hvítblæði á
sjúkrahúsi í London fyrir viku.
Hann lagði grundvöll að
sósíalísku efnahagskerfi í
Tanzaníu á sjöunda áratugnum
og þykir það almennt hafa reynst
illa. Efnahagur grannríkisins
Kenýa er til dæmis mun öflugri
en þar hafa menn meira treyst á
markaðsbúskap.
ILL'Á hoffði fýrir fnðafumleituh-
um á Norður-írlandi í gær, eftir
að Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Fein, sagði að málamiðlunarvið-
ræður um framkvæmd friðarsam-
komulags myndu ekki leiða til
neins og lögregla fann nýjar vís-
bendingar um starfsemi vopnaðra
öfgamanna í hópi lýðveldissinna.
Lögregla í írska lýðveldinu
handtók níu fullorðna karlmenn og
14 ára ungling, eftir að hafa fundið
sérsmíðuð vopn í neðanjarðarhýs-
um á sveitabæum norðan við Dyfl-
inni, ekki langt frá landamærunum
að Norður-írlandi.
Vopn fínnast í
neðanjarðarhýsum
Á sama tíma og sérsveitir írsku
lögreglunnar gerðu skyndihúsleit
í byggingunum sem þar sem
vopnin var að fínna lýsti yfirmað-
ur lögreglunnar á N-írlandi
áhyggjum af því að ný bylgja
hryðjuverkaárása öfgamanna í
röðum lýðveldissinna væri í
vændum.
„Ég tel að við stöndum núna
frammi fyrir mjög mikilli ógn, og
það frá nokkrum hliðum," sagði
Sir Ronnie Flanagan, yfirmaður
Norður-írsku lögreglunnar, Royal
Ulster Constabulary (RUC), í
RBC-sj óvar ps vi ðtali.
„Mesta hættan eins og er stafar
augljóslega frá óháðum öfga-
mönnum lýðveldissinna. Við erum
í litlum vafa um að þeir eru núna
að undirbúa hryðjuverkaárás."
Athyglin beinist að hinum
„Sanna IRA“
Irska lögreglan lagði einnig
hald á herriffil, stóra vélbyssu,
skammbyssu og skotfæri í því
sem hún segir að sé rannsókn sem
sé í gangi á öfgahópum. Áhlaupið
er talið tengjast rannsókn á at-
höfnum hins svokallaða „Sanna
IRA“, klofningshóps úr írska lýð-
veldishernum (IRÁ). Hópurinn er
mjög andsnúinn vopnahléi því
sem IRA lýsti yfir fyrir tveimur
árum.
Oryggismálasérfræðingar telja,
að liðsmenn hins „Sanna IRA“
séu að skipuleggja sig á ný eftir
að hafa lýst því yfir að þeir væru
hættir ofbeldisaðgerðum í kjölfar
þess að þeir bönuðu 29 manns í
bílsprengju í bænum Omagh á N-
Irlandi í ágúst í fyrra.
Adams, sem fer fyrir stjórn-
málaarmi IRA, styður friðarum-
leitanirnar, en ummæli hans í New
York, þangað sem sáttasemjarinn
George Mitehell boðaði deilendur,
vörpuðu skugga á vonir manna um
að takast myndi að ná sáttum um
framkvæmd friðarsamkomulagsins
frá í fyrra, sem kennt er við Föstu-
daginn langa.
Reuters
Megawati Sukarnoputri er vinsælasti stjórnmálamaður Indónesíu
Varaforsetaembættið stökk-
bretti í æðsta valdastólinn
Jakarta. Reuters.
ÞRÁTT fyrir ættgöfgi er Megawati Sukarno-
putri, hinn nýkjömi varaforseti Indónesíu,
óvenjulegur fulltrúi lýðræðishreyfingarinnar í
fjórða fjölmennasta ríki heims.
Megawati er dóttir Sukarnos, helzta leiðtoga
sjálfstæðihreyfingar Indónesa og fyi-sta forseta
landsins eftir að það hlaut sjálfstæði undan ný-
lendustjórn Hollendinga fyrir 54 árum, og nýtur
hún enn í dag góðs af vinsældum hans. Hún er
fjögurra barna móðir og hefur oft virzt þykja sú
mikla athygli sem að henni hefur beinzt óþægi-
leg.
Indónesíska þingið kaus hana í gær í embætti
varaforseta, eftir að hún hafði daginn áður tapað
óvænt í sjálfu forsetakjörinu fyrir múslímaleið-
toganum Abdurrahman Wahid. Stuðningsmenn
Megawati tóku ósigur hennar í forsetakjörinu
óstinnt upp og efndu víða til óeirða í kjölfarið,
þrátt fyrir að hún skoraði á þá að sýna stillingu.
Var óttast að óeirðirnar kynnu að fara úr bönd-
unum ef hún hefði líka tapað í varaforsetakosn-
ingunum.
Vinsældir Sukarno-nafnsins skiluðu flokki
Megawati sannfærandi kosningasigri í þing-
kosningum í júní sl., og í skoðanakönnunum hef-
ur ítrekað komið fram að helmingur kjósenda að
minnsta kosti vildi helzt sjá hana setjast í for-
setastólinn.
Vinsældir duga ekki til
En almenningsvinsældir Megawati og kosn-
ingasigurinn í þingkosningunum nægðu ekki
til að tryggja henni forsetaembættið, sem hin-
ir 700 fulltrúar á æðstu löggjafarsamkundunni
kjósa. 500 þeirra eru kjörnir þingmenn, 200
eru tilnefndir af hernum og öðrum stofnunum
ríkisins. Kosningasigurinn í júní dugði flokki
hennar ekki til að ná ráðandi stöðu á þinginu.
Megawati varð því að reiða sig á stuðning
Reuters .
Megawati Sukarnoputri sver embættiseið
sem varaforseti Indónesíu í þinginu í
Djakarta í gær.
fleiri flokka á þinginu til að tryggja sér for-
setaembættið. En hún hikaði við að gangast
inn á pólitísk hrossakaup í þessu skyni, og
saup seyðið af því með því að Wahid, sem hafði
verið í hópi bandamanna hennar, bauð sig
sjálfur fram og tryggði sér fleiri atkvæði þing-
fulltrúa en hún.
Vinsældir hennar eru rótgrónastar meðal al-
múgafólks - íbúa fátækrahverfa í stórborgum,
atvinnulausra, láglaunaverkafólks, námsmanna.
Sem varaforseti hins heilsuveila Wahids er fast-
lega búizt við því að hún eigi eftir að gegna
meira en formlegu hlutverki. Kjör hennar er
talið líklegt til að hjálpa til við að róa ástandið
úti um alla Indónesíu.
I góðri aðstöðu til að taka við
„Sumir stjórnmálaskýrendanna hafa sagt að
það sé ekki sterkasta hlið Gus Dur [eins og Wa-
hid er almennt kallaður] að sjá um hið daglega
stjórnsýsluamstur. Ég myndi ekki segja að
Megawati væri sterk í því heldur, en með tilliti
til stuðnings almennings [við stjórnvaldsaðgerð-
ir] er þetta bezta niðurstaðan," hefur Reuters
eftir Adrian Vickers, sérfræðingi í málefnum
Indónesíu við Woolongong-háskóla í Ástralíu.
„Þar sem Gus Dur er heilsuveill er þetta h'ka
góð ákvörðun vegna þess að með henni er
Megawati komin á beinu brautina að því að
verða næsti forseti. Ég held að flestir yrðu mjög
sáttir við það,“ sagði hann.
Uppgangur Megawati í stjórnmálum
Indónesíu hefur verið skjótur. Lítið var vitað
hvað í henni byggi sem stjórnmálamanni þar til
árið 1996, þegar herstjórn Suhartos tókst að
svipta hana formannshlutverkinu í Lýðræðis-
flokki Indónesíu, sem þá var minnsti flokkurinn
af þeim þremur sem heimilt var að eiga fulltrúa
á þingi á Suharto-árunum. Þegar hinn útvaldi
arftaki Suhartos, B.J. Habibie, lét undan þrýst-
ingi og heimilaði nýjum stjórnmálaflokkum að
starfa í landinu, stofnaði Megawati til klofnings-
framboðs frá Lýðræðisflokknum og þegar öðr-
um flokkum en Golkar-flokknum, stjómarflokki
Suhartos, var loks gert kleift að bjóða fram með
raunverulega lýðræðislegum hætti í júní sl. varð
flokkur hennar stærstur.
Ný stjórn í
Portúgal
ANTONIO Guterres, forsætis-
ráðherra Portúgals og leiðtogi
Sósíalistaflokksins sem sigraði í
þingkosning-
unum sem
fram fóru fyrr
í mánuðinum,
skipaði nýja
ríkisstjórn í
gær. Mesta
athygli við ný-
skipun minni-
hlutastjórnar
Guterres vakti val hans á
Joaquim Pina Moura í embætti
fjármála- og efnahagsmálaráð-
herra, en hann sat áður á þingi
fyrir kommúnista. Hann er nú
meðal nánustu samheijum
Guterres og var efnahagsmála-
ráðherra í fráfarandi stjóm. Með
því að sameina þessi tvö ráðu-
neyti á hendi eins ráðherra er
ætlunin að sýna að nýja stjórnin
leggi mikla áherzlu á samhæf-
ingu efnahagsstefnunnar. Þing-
menn sósíalista era einum færri
en dygði til hreins meirihluta.
Tékkneskir
kommúnistar
á uppleið
SAMKVÆMT niðurstöðu nýrr-
ar skoðanakönnunar eru komm-
únistar, sem vilja taka aftur upp
miðstýrt hagkerfi, vinsælasti
stjórnmáiaflokkur Tékklands.
Mælist fylgi við hann nú, tíu ár-
um eftir að Tékkar brutust með
„flauelsbyltingunni" undan oki
kommúnismans, 21%, en Borg-
aralegi lýðræðisflokkurinn
(ODS), sem er hægi'a megin við
miðju og hefur verið stærsti
flokkurinn fram að þessu, hrap-
ar niður í 17%. Hefur samdrátt-
ur í efnahagslífi Tékklands ýtt
undir vinsældir kommúnista.
Pólitískar
aug’lýsing’ar
bannaðar
ÖLDUNGADEILD ítalska
þingsins samþykkti í gær löggjöf
sem bannar pólitískar auglýsing-
ar í sjónvarpi. Ríkisstjómin lagði
fram frumvarp þessu aðlútandi í
ágúst sl„ eftir að stjómarand-
staða hægrimanna, sem fjöl-
miðlabaróninn Silvio Berluseoni
fer fyi-ir, vann mikið fylgi í kosn-
ingum til Evróppþingsins og til
sveitarstjóma á Ítalíu.
Mál „Rauðu
ömmunnar“ í
athugun
BREZKIR saksóknarar hafa á
ný tekið til við að rannaka mál
hinnar 87 ára gömlu Melitu
Norwood, sem játað hefur af
sjálfsdáðum að hafa stundað
njósnir fyrir Sovétríkin. Brezki
innanríkisráðherrann Jack
Straw tjáði þinginu þetta í gær.
Elztu risa-
eðluleifarnar
KJÁLKABEIN tveggja forn-
eðla á stærð við kengúru, sem
fundust á Madagaskar nýlega,
eru hugsanlega elztu risaeðlu-
leifar sem fundizt hafa á jörðinni
fram að þessu. Sögðu vísinda-
menn í gær að fyrstu vísbend-
ingar um aldur leifanna bentu til
að eðlurnar hefðu lifað fyrir um
230 milljónum ára.