Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.10.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk I FELL DOWN ON YOUR SIDEWALK, AND BOMPED MY KNEE.. fortunately; we HAVE A WORLD FAM0U5 ORTHOPEDIO 5URÖE0N RlóHT HERE (MAYBE WE 5HOULD TAKE HIM WM V TO THE EMER6ENCY ROOM.. JS v— --------------------! U)E CAM'T... I F0R60T WHERE IT 15.. Ég datt á gang- Til allrar hamingju erum Við ættum kannski að fara stéttinni og hruflaði við með heimsfrægan með hann inn á bráðavakt. á mér hnéð. bæklunarlækni hérna Ekki hægt. Ég er búinn að gleyma hvar hún er. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sýning' Höllu á Akranesi Halla Haraldsdóttir Frá Stefáni Friðbjarnarsyni: ÞAÐ er mikil al- hliða gróska 1 ís- lenzku samfélagi. Ekki aðeins í at- vinnu- og efnahags- lífinu. Sú gróska skiptir þó miklu máli. í henni verða til þeir fjórmunir er rísa kostnaðarlega undir svokallaðri velferð, sem allir vilja tryggja, al- mannatryggingum, félagslegri þjón- ustu, heilbrigðis- kerfinu og mennta- kerfinu. Það eru þessir fjármunir sem sníða lífskjör- um okkar og velferð stakk. Grósk- an nær sem betur fer til allra kima þjóðfélagsins. Ekki sízt til mikil- vægra lista- og menningarþátta, hornsteina menningarlegs sjálf- stæðis okkar, sem auðga samtíð okkar, gefa henni fyllingu, líf og lit. Það eitt að Listaskóli íslands er til orðinn talar skýru máli um þetta efni. Sem og framtak eins og Gerðarsafn og (Tónlistar)Salurinn í Kópavogi. Og vonandi er umræð- an um tónlistarhöll í höfuðborginni vísbending um að þar vakni ráð- endur af löngum þyrnirósarsvefni. En mestu máli skiptir lifandi og gjöfult starf tuga, jafnvel hund- raða einstaklinga; listafólks, sem margt hvert vinnur þrekvirki í störfum. Þetta á við um allar list- greinar. Þessar urðu hugrenningar und- irritaðs þegar honum barst til- kynning um sýningu á gler- og myndverkum Höllu Haraldsdóttur, sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, laugardag- inn 23. október. Hann á góðar minningar frá íyrri sýningum lista- konunnar. A þessari sýningu, sem stendur til 7. nóvember, eru olíu-, akríl- og vatnslitamyndir, ásamt steindum glerverkum, sem hún er ekki sízt þekkt fyrir. Hún var, svo dæmi sé nefnt, valin úr hópi glerl- istamanna til þess að gera steint gler í kapellu í Mainz í Þýzkalandi árið 1993. Hún hlaut og menning- ar- og listastyrk Alþjóðasama- bands soroptimista árið 1978. Halla stundaði nám við Handíða- og myndlistarskóla Islands. Aðal- kennari hennai’ þar var hinn þekkti listamaður Erró. Síðan lá leið hennar til framhaldsnáms í Dan- mörku og Þýzkalandi. Verk hennar hafa verið valin til birtingar í bók- um og á kortum hjá Kiefel-forlag- inu í Þýzkalandi. Verk hennar, sem eru bæði „fígúratív og fantasíur", bera fjölþjóðlegan svip, sem menntun hennar stendur til, en í þeim er og sterkur íslenzkur strengur, undirtónn, og það sem mestu máli skiptir; listræn fegurð og gleði. Það er vel þess virði fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu að leggja leið sína til Akraness á sýningu Höllu. Og þetta er nánast örskotsferð um Hvalfj ar ðargöng. STEFÁN FRIÐBJARNARSON. Meira grj ót Frá Sigurgeirí Orra Sigurgeirssyni: ÞAÐ var snjallt hjá rithöfundum og listamönnum að taka sér Sysifos til fyrirmyndar og axla grjót fyrir draumalandið. Draumalandið þar sem jökullinn ber við loft og landið hættir að vera jarðneskt og fegurð- in ríkir ofar hverri kröfu. Drauma- landið sem tekur stöðugum breyt- ingum og gæti jafnvel á morgun verið þakið flúormengaðri gjósku. Það er ánægjuefni að draumalandið er ekki lengur í austri heldur fyrir austan. Vonandi missi ég ekki af því. Næst verður það trúlega á Grænlandi eða Labrador. En á meðan það er hér verðum við að nýta orkuna, nýta orku rithöfunda og listamanna. Draumalandið er í veði. Ekkert grjót hefur t.d. verið borið fyrir uppfyllingu fráveitu- skurða sem lagt hafa í eyði kjör- lendi fugla um allt land. Sjaldan hafa gæsir skipt Islendinga jafn miklu máli, hví ekki aðrir fuglar? Það mætti líka rogast með mörg tonn fyrir fækkun sauðkindarinnar sem nagar sköllótt hálendið svo það blæs upp. Svo er nauðsynlegt að tölta með nokkra hnullunga fyrir ýmis náttúruundur, eins og Dimmuborgir, Laugardalinn, og Geldinganes. Einnig mætti vippa nokkrum steinvölum á bak sér fyrir fækkun þjóðveganna sem eru eins og ör í andliti draumalandsins. Það er ekkert að marka þó Sysifos hafi misst grjótið við fjallsbrúnina og séð það rúlla niður aftur, rétt eins og sumir rithöfundar fyrir drauma- landið í austri. Nú er nýtt drauma- land til að berjast fyrir og ég skora á rithöfunda og listamenn að láta ekki staðar numið. Meira grjót, meira grjót! SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Laugavegi 63, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.