Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 12

Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siv Friðleifsdóttir lætur af formennsku í norrænu ráðherranefndinni Hefur lagt aukna áherslu á samstarf Norður- Atlantshafsr íkj a AUKIN samvinna ríkja við Norður- Atlantshafið hefur verið eitt helsta áhersluatriðið í starfi norrænu ráð- herranefndarinnar undir for- mennsku Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra. Hún segir að tilgangur þess sé að gæta hags- muna landanna á þessu svæði og sinna sameiginlegum hagsmuna- málum eins og sjálfbærri nýtingu fiskistofna og verndun sjávarins gagnvart mengun. I vikunni var haldin ráðstefna á vegum norrænu ráðherranefndar- innar um samstarf þjóða á Norður- Atlantshafssvæðinu, þar sem fram kom m.a. að hafið og auðlindir þess séu verðmætar eignir þjóðanna, sem þær þurfi að sameinast um að vernda og nýta á skynsamlegan hátt. Siv Friðleifsdóttir lætur af for- mennsku í norrænu ráðherranefnd- inni um næstu áramót og stýrði síð- asta fundi sínum í gær. Við formennskunni tekur Marianne Jelved frá Danmörku. Siv segir að norrænt samstarf hafi mun meiri þýðingu í dag vegna breyttrar heimsmyndar, falls Sovétríkjanna og aukins samstarfs við Eystra- saltslöndin í kjölfarið, styrkingar Evrópusambandsins og umhverfis- mála sem krefjist náinnar samvinnu út fyrir landamæri ríkjanna. Fyrsta áþreifanlega skrefið I formennskutíð Sivjar Friðleifs- dóttur hefur verið hrundið af stað aukinni samvinnu við önnur ríki sem liggja að Norður-Atlantshaf- inu; Kanada, Nýfundnalands, Labrador, Orkneyja og Hjaltlands- eyja. Fyrsta áþreifanlega skrefið í þeirri viðleitni var ráðstefna sem haldin var í vikunni í Norræna hús- inu undir yfirskriftinni „Ráðstefna um samvinnu á Norður-Atlants- hafssvæðinu." Siv segist vera mjög ánægð með hvernig til tókst á ráðstefnunni. Akveðið var að halda samstarfinu áfram og er nú stefnt að því að und- irbúa aðra ráðstefnu og fund á næsta ári. Hún segist sannfærð um að samstarfið eigi eftir að aukast á næstu árum, sérstaklega vegna þeirra sameiginlegu hagsmuna sem þjóðirnar hafi að gæta á þessu svæði. Siv nefnir í þvi sambandi sjávar- útvegsmál og hvernig við stýrum sókn okkar í auðlindir sjávar. Þá segir hún að einnig megi nefna um- hverfismerkingar á sjávarafurðum, sem verði mjög til umræðu á næst- unni, ferðaþjónustu vegna svipaðra aðstæðna á þessum dreifbýlu og að mörgu leyti viðkvæmu svæðum. Heilbrigðisþjónusta er annað mál sem rætt var á ráðstefnunni og hvernig hægt er að nýta nútíma tækni til að bæta heilbrigðisþjón- ustu í dreifbýli. Betra að leysa mál í sameiningu Soren Christensen, fram- kvæmdastjóri norrænu ráðherran- efndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að löndin umhverfis Norður-Atlantshafið glímdu við ýmis sameiginleg vandamál sem þau gætu betur leyst í sameiningu. I því skyni væri fyrst og fremst nauðsynlegt að ræða hver þessi sameiginlegu vandamál væru, hvernig þau eru til komin og hvern- ig tekið er á þeim í dag. Til dæmis hvernig bregðast eigi við aukinni mengun hafsins. Einnig telur Christensen að lönd- in geti átt meiri samvinnu varðandi þróun ferðamannaiðnaðarins og uppbyggingu menntunar í dreifðari byggðum á þessum norðlægari slóðum álfunnar. Hann nefndi einn- ig menntamál og sagðist hrífast af því hvernig uppbygging menntunar væri hér á landi, sé miðað við fá- mennið og dreifbýlið. Hafið og auðlindir þess eru verðmætar eignir Kjartan Hoydal, framkvæmda- stjóri Norrænu Atlantsnefndarinn- ar, fjallaði um verndun hafsins og sjálfbæra nýtingu auðlinda í hafinu. Meginniðurstaða hans var sú að það sé fyrir hendi samstarfsvettv- angur Kanada, íslands, Færeyja, Noregs og norðurhluta Skotlands. Hann segir að draga þurfi athygl- ina að því að löndin eigi sameigin- legra hagsmuna að gæta og jafn- framt eigna sem nauðsynlegt sé að vernda, t.d. ómengað Norður-Atl- antshaf. Þar komi einnig til skynsa- mleg nýting á auðlindum hafsins. Hoydal segir að líta beri svo á að þjóðirnar hafi þarna í höndunum verðmæta eign sem þurfi að stjórna á hagkvæman og arðsaman hátt, og það sé best að gera í sameiningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherramir fimm í norrænu ráðherranefndinni taka höndum saman um aukið samstarf. Frá vinstri talið er Jonathan Motzfeld frá Grænlandi, Marianne Jelved frá Danmörku, sem tekur við formennsku um ármótin, Siv Friðleifsdóttir, Jan-Erik Enestans frá Finnlandi og Högni Hoydal frá Færeyjum. Alþjóðleg siglingakeppni milli Frakklands og íslands í júní 2000 fslandssiglinga franskra sjó- manna minnst ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda alþjóðlega siglingakeppni á næsta ári í samstarfi franskra og íslenskra aðila. Siglt verður frá borginni Paimpol á Bretagne- skaga til Reykjavíkur og til baka. Keppnin á að hefjast 18. júní 2000 og er siglingaleiðin 1.300 sjómflur. Að auki verður að lík- indum tveimur frönskum aldar- gömlum freigátum í eigu franska sjóhersins siglt til Islands og stefnt að því að þær komi í höfn þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Keppnin, „Skippers d’Islan- de“, sem aðilar í borginn Pa- impol áttu frumkvæði að, var kynnt á þriðjudag á einni stærstu bátasýningu í Evrópu, Salon nautique, sem haldin er í sýningarsölunum í Porte de Versailles. Fyrir kynningunni stóð áhöfn skútunnar ADEPAR og fleiri bakhjarlar keppninnar. Boðið var upp á íslenskan mat og ostrur frá Bretagne. Fornar franskar freigátur fyrir fuilum seglum Sigríður Snævarr, sendiherra íslands í Frakklandi, flutti ávarp en viðstaddir voru æðstu full- trúar Paimpol og þingmaður borgarinnar, Þórunn Sigurðar- dóttir fyrir hönd Reykjavíkur menningarborgar 2000 og full- trúar franska sjóhersins sem til- kynntu um fyrirhugaða siglingu freigátnanna til Islands. Að sögn Sigríðar þótti yfirlýs- ing franska sjóhersins um fyrir- hugaða siglingu þessara fornu herskipa mikil tíðindi. Frönsku aðilarnir sem áttu hugmyndina að keppninni settu sig í samband við sendiráðið 1 Pa- rís og íslenska aðila á síðasta ári og fengu góðar undirtektir. En að keppninni standa m.a. eftir- taldir aðilar: Flugleiðir, Reykja- víkurborg, menningarborg 2000, Paimpol-borg, Comptoir d’Islan- de, Bretagne-hérað, Conseil Géneral des Cotes d’Armor, og Siglingasamband Bretagne- skaga. Endurlífga söguleg tengsl landanna Tilgangur keppninnar er m.a. sá að endurlífga söguleg tengsl landanna en franskir sjómenn frá Paimpol og víðar í Frakk- landi sigldu í miklum mæli til Is- lands, einkum á síðustu öld og voru kallaðir „íslendingarnir" af löndum sínum. Yfir 20 keppendur hafa þegar skráð sig í keppnina og útlit er fyrir að þátttaka verði góð. Allar gerðir af seglbátum verða með í keppninni. Geta keppendur skráð sig í keppnina á heimasíðu hennar: http://perso.wanadoo.fr./ .skippers.d.islande/ Náttúruverndarsamtök Islands Kristján standi við orð sín úr prófkjörsbaráttu NÁTTTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands telja að Kristján Pálsson, varaformaður umhverfisnefndar Al- þingis, muni taka undir það álit 2. minnihluta umhverfisnefndar að skoða beri betur aðra virkjanakosti en Fljótsdalsvirkjun. Segjast sam- tökin munu fagna öllum skynsamleg- um tilraunum Kristjáns til að standa við yfirlýsingar sínar frá því í próf- kjörsbaráttunni fyrir ári um að Eyja- bakkana verði að vemda. I fréttatilkynningu sem Náttúru- verndarsamtökin sendu frá sér í gær segirm.a.: „Kristján Pálsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, slær frá sér og ásakar náttúruverndarsinna um að eyðileggja fyrir sér tilraunir til að finna málamiðlunarlausnir, svo þyrma megi Eyjabökkum. Vísar hann einkum til svars fulltrúa Nátt- úruverndarsamtaka Islands á fundi umhverfisnefndar þann 3. desember sl. við spumingu Kristjáns varðandi afstöðu samtakanna til fyrirhugaðr- ar Kárahnúkavirkjunar. Virðist sem Kristjáni hafi fallið all- ur ketill í eld við áður greint svar Náttúmvemdarsamtaka Islands; að honum sé fullkomlega um megn að vinna að verndun Eyjabakka líkt og hugur hans þó stendur til. Til að mynda er ekki að finna í áliti 1. minnihluta umhverfisnefndar AI- þingis, sem Kristján hafði forgöngu um að semja, neina tilvísun í þá mála- miðlunarmöguleika sem Kristján segir sjálfan sig hafa barist fyrir und- anfarin misseri. Nefnilega Kára- hnúkavirkjun og þann möguleika að veita Jökulsá í Fljótsdal yfir í Háls- lón.“ í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að Kristján láti sér nægja að saka náttúruvemdarsinna og Nátt- úruverndarsamtök íslands sérstak- lega um skemmdarverkastarfsemi og einstrengingslegan málflutning en láti þess ógetið hver viðbrögð Landsvirkjunar hafi verið við mála- leitan hans. Hann hafi því greinilega ekki lesið athugasemdir samtakanna við skýrslu Landsvirkjunar um Fljótsdalsvirkjun þar sem aðrir virkjanakostir era m.a. tíundaðir. Kristján standi við stóru orðin í niðurlagi fréttatilkynningar NÍ segir: „Kristján Pálsson er maður fullur metnaðar og atorku líkt og barátta hans um 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi bar vott um í byrjun nóvember 1998. Náttúravemdarsamtök íslands telja því fullvíst að hann muni taka undir það álit 2. minnihluta umhveriis- nefndar að skoða beri betur aðra virkjanakosti. Jafnvel þótt gleymst hafi að nefna það í því áliti sem Krist- ján hafði forustu um að semja fyrir hönd 1. minnihluta. Náttúraverndar- samtök íslands munu fagna öllum skynsamlegum tilraunum Kristjáns til að standa við stóru orðin frá því í prófkjörsbaráttunni fyrir ári síðan um að Eyjabakkana verði að vernda." Nauðsyn að virkja Kristján Pálsson segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu ým- issa náttúruverndarsinna. „Náttúra- verndarsamtök Islands hafa fyrst og fremst barist fyrir því, að mér finnst, að ná fram umhverfismati fyrir Fljótsdalsvirkjun. I því ljósi hefur verið litið á þeirra baráttu, að þeir telji það upphaf og endi þessa máls. Svo þegar komið hefur að því að kanna aðrar leiðir, eins og virkjun við Kárahnúka, og ég hef persónulega spurt þá að, síðast á fundi umhverfis- nefndar fyrir nokkram dögum síðan, þá hafa þeir lýst því yfir að umhverf- ismat í þeirra huga þýði ekki endi- lega viðurkenningu á því ef það er í þeirra huga ekki hagstætt.“ Hann segir að fulltrúar N.I hafi lýst því yfir að margir í samtökunum mundu ekki sætta sig við , jákvætt“ umhverfismat við Kárahnúka og að þeir mundu vinna gegn virkjun á því svæði undir öllum kringumstæðum. „Mér finnst þeir segja, í einu orðinu, að þeir vilji umhverfismat, en í hinu orðinu að þeir gefi lítið íyrir það. Og ætli bara að vera á móti öllum virkj- unum,“ segir Kristján. Af þessum sökum segist Kristján hafa komist að þeirri niðurstöðu að í raun væri ekkert annað í stöðunni en að halda áfram með virkjunai-áfonn- in. „Það er búið að undirbúa þarna virkjun í 20 ár og henni hafa tengst mjög miklar væntingar, af hálfu þeirra Austfirðinga. Virkjunin hefur samkvæmt lögum verið undanþegin umhverfismati og ef stjórnvöld gæfu eftir Eyjabakkana þá hljóta menn að þurfa að hafa eitthvað annað í hendi til að geta notað í staðinn. Og ef ekki næst samkomulag um það heldur þá gæti barátta gegn til dæmis Kára- hnúkavirkjun gengið ljómandi vel í ljósi þess hve vel hefði tekist til að koma Fjótsdalsvirkjun út af borðinu. Málið mundi komast í svo mikið upp- nám að það yrði ekki neitt úr neinu.“ Að mati Kristjáns hefði þurft að nást víðtæk sátt, allra náttúrvernd- arsamtaka á landinu, um tillögu til að af einhverjum breytingum gæti orðið og sú niðurstaða hefði ekki farið í umhverfismat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.