Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 13
FRÉTTIR
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2000 samþykkt
90 millj. til nýs leik-
skóla í Asahverfí
Eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur verð-
ur lækkað alls um fjóra milljarða
Féð notað til að
greiða niður skuld-
ÁÆTLAÐ er að verja 625,8 milljón-
um króna til beinna framkvæmda í
Garðabæ á næsta ári samkvæmt
nýsamþykktri fjárhagsáætlun
Garðabæjar fyiir árið 2000.
Helsta framkvæmd ársins er
nýbygging gatna í tengslum við upp-
byggingu nýs íbúðahverfis í Hrauns-
holti vestra (Ásum). Áætluð fjárveit-
ing tO þessara framkvæmda og
annarra gatnaframkvæmda er um
290,7 milljónir króna og eru fram-
kvæmdirnar íjármagnaðar af gatna-
gerðargjöldum. í fjárhagsáætluninni
er gert ráð fyrir óbreyttri álagningu
gjalda og er útsvar áfram 11,24%.
Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru
áætlaðar rúmlega 1.486 milljónir
króna og er útsvar 88,0% af sameigin-
legum tekjum. Gert er ráð fyrir því að
rekstrarafgangur nemi 320,7 milljón-
um króna eða 21,6% af sameiginleg-
um tekjum og að skuldir lækki um
18,2 millj. kr.
í áætluninni er ráðgert að verja 90
milljónum króna til þyggingar nýs
leikskóla í hinu nýja Ásahverfi og að
leikskólinn verði tekinn í notkun á
fyrsta ársfjórðungi 2001. Er það í
samræmi við það markmið bæjar-
stjómar að stuðla að sem flestum
leikskólarýmum fyrir börn á leik-
skólaaldri og tryggja íbúum í nýjum
hverfum bæjarins eðlilega og góða
grunnþjónustu strax á uppbygging-
artíma þehra að því er fram kemur í
frétt frá bæjarstjóm Garðabæjar.
Þar kemur einnig fram að í Ásahverfi
sé búið að úthluta um 120 lóðum og
búist við að íbúar muni flytja í hverfið
í vaxandi mæli á árinu 2000.
Fræðslumál helsti
útgjaldaliðurinn
Til einstakra málaflokka rennur
stærstur hluti útgjalda á næsta ári til
fræðslumála, eða samtals 497,5 millj.
sem era 42,7% af rekstrargjöldum í
heild. Framlög til félagsþjónustu
verða 193,3 milljónir króna eða 16,6%
af rekstrargjöldum og framlög til
æskulýðs- og íþróttamála verða 93,2
milljónir króna eða 8,0% af rekstrar-
gjöldum. I frétt frá bæjarstjóm segir
að gert sé ráð fyrir að taka í notkun
skolpdælustöð við Amarnesveg á ár-
inu 2000 og að það sé liður í sameigin-
legu verkefni Garðabæjar, Kópavogs,
Reykjavíkur og Seltjamarnesbæjar.
Þar með er lokið þeim viðamiklu
framkvæmdum sveitarfélaganna að
tengja saman holræsakerfi til að
dæla öllu skolpi frá sveitarfélögunum
út fyiár Akurey í Faxaflóa. Gert er
ráð fyrir að kostnaður Garðabæjar
við rekstur holræsakei'fis verði um
10,5 millj. kr. á næsta ári.
I áætluninni er ennfremur gert ráð
fyrir fjárveitingum til skipulagsmála
eða um 20 millj. kr. Garðabær hefur
þegar auglýst forval á ráðgjöfum til
að vinna að rammaskipulagi á Garða-
holti á Álftanesi, en skipulagssvæðið
er um 130 ha. að stærð og er gert ráð
fyrir að þar verði íbúðir, miðbæjar-
svæði/verslunarkjarnar og svæði op-
inberra stofnana auk opinna svæða til
sérstakra nota.
Fram kemur að við Fjölbrauta-
skóla Garðabæjar er nú unnið við
byggingu á hátíðarsal skólans en í
fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir
að 33,6 millj. króna fari til áframhald-
andi framkvæmda við skólann. Þá
kemur fram að í áætluninni sé gert
ráð fyrir að leikskólagjöld hækki um
10% í byijun ársins, en tillaga þess
efnis hefur ekki verið formlega af-
greidd. Að síðustu má geta þess að
gert er ráð fyrir fjárveitingu til
áframhaldandi greiðslna til foreldra
sem eiga böm á biðlista eftir leik-
skólarýmum.
ir borgarsjóðs
GERT er ráð fyrir að færa niður eig-
ið fé Orkuveitu Reykjavíkur um
fjóra milljarða króna, einn milljarð á
þessu ári og þrjá á því næsta. Eigið
fé fyrirtækisins verður um 25 mill-
jarðar króna eftir niðurfærsluna,
eiginfjárhlutfall rúm 70% og skuldir
þess um 10 milljarðar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að borgin sé með þessu
að losa hluta eignar sinnar í Orku-
veitunni og að féð eigi að nota til að
greiða niður skuldir á næsta og þar-
næsta ári. Hún segir lækkunina
verða greidda með skuldabréfum
sem borgarsjóður geti selt. Borgar-
stjóri segir að tryggt verði að
greiðslubyrði skuldabréfanna leiði
ekki til hækkunar á gjaldskrá Orku-
veitunnar.
Borgarstjóri segir af og frá að
fjárhag Orkuveitunnar sé stefnt í
voða með þessari aðgerð, eiginfjárst-
aða hennar sé mjög sterk. „Fyrir-
tækið skilar á næsta ári í handbæm
fé frá rekstri 2,7 milljörðum króna
og verða skuldir borgarsjóðs greidd-
ar niður að hluta til á næsta ári og að
hluta árið 2001, þau lán sem hag-
stæðast er fyrir borgarsjóð að greiða
niður.“ Borgarstjóri segir einnig að
arðgreiðslur Orkuveitunnar til borg-
arsjóðs muni lækka sem nemi af-
borgunum og vöxtum af skuldabréfi
vegna niðurfærslu á fé hennar.
Borgarbúum til hagsbóta að
grynnka á skuldum
Ingibjörg Sólrún var spurð hvort
til greina hefði komið að lækka
gjaldskrá Orkuveitunnar í stað þess
að færa frá henni fjármagn til að
greiða niður skuldir. „Ef hún væri
með óeðlilega gjaldskrá væri ekki
fráleitt að lækka orkugjöld en þau
em lág. Borgarbúar eiga fyrirtækið
og það er þeim til hagsbóta að
grynnka á skuldum borgarsjóðs og
þess vegna viljum við fara þessa leið.
Því minni skuldir sem borgarsjóður
ber því minni em vaxtagreiðslurnar
og þeim mun líklegra er að skatt-
tekjur geti staðið undir rekstri og
fjárfestingu."
1600W
Opið aliar helgar
M12 bolla
y b bolla
3 bolla
EXPERT er stærsta heimilis-og
raftækjaverslunarkeðja í Evrópu
- ekki aðeins á Norðurlöndum.
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Aleggshnifur
8 pottasett
Ryksuga VLE370
LG-Orbylgjuofn
MHOi kr. 12.900
Pönnur verð fró kr.
HIÉr^Tfr kr. 1.800.
Hrœrivél spi90
Samlokugrill Haxi-20
MrnmmmmMML kr. 2.542,-
LG-Sjónvarp
Expressokönnur