Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 20

Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ 5P'”" ’-wW ~ ú J:-- M j,# ^liii i # M Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness Reksturinn skilaði hagnaði Borgarnesi - Aðalfundur Golf- klúbbs Borgarness var haldinn að Hamri 25. nóvember sl. í skýrslu stjórnar kom fram að eitt grósku- mesta starfsár í sögu klúbbsins er að baki. Þrátt fyrir erfitt veðurfar var veruleg aukning á iðkendum, bæði fastra félaga og gesta. Fastir félag- ar klúbbsins eru 118 og hafa aldrei verið fleiri. Rekstur klúbbsins var með ágætum og skilaði hagnaði. Símon Páll Aðalsteinsson var ráðinn sem framkvæmdastjóri í hlutastarf en var hann jafnframt vallarstjóri. Hlaut hann lof fyrir starf sitt. Sigurður Hafsteinsson golfkennari kenndi hjá GB. Golf- mót félagsins voru almennt vel sótt. I sumar var unnið að ýmsum lag- færingum á golfvellinum. Meðal annars var plantað 2.000 trjáplönt- um á vallarsvæðinu er RARIK gef klúbbnum. Ingvi Árnason, sem ver- ið hefur formaður undanfarin ár; gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I hans stað var Eiríkur Ólafsson kos- inn formaður. Með honum í stjórn eru: Hjörtur Árnason ritari, Jón J. Haraldsson gjaldkeri, Stefán Har- aldsson varaformaður og Ómar Örn Ragnarsson meðstjórnandi. Bætt aðstaða Tdnlistarskólans Hvammstanga-Tónlistarskóli V- Hún. var með opið hús nú fyrir skömmu. Tilgangurinn var að kynna héraðsbúum nýlegar endur- bætur á skólahúsnæðinu. Ágætur salur hefur verið gerður í stað þriggja herbergja í húsinu. Húsið kallast Sóll- and og hýsti fyrrum Sparisjóðinn og var þar áður íbúðarhús. Nýi salurinn hent- ar vel til smærra tónleikahalds - eins konar kammersalur. Haraldur V. Har- aldsson, starfandi byggingatæknifræð- ingur hjá Húnaþingi vestra, hafði umsjón með framkvæmd- inni. Pólsk hjón, Marta Marek Michalska og Jan Michalski, sem eru nýráðin til skólans, léku á selló og fagott, ás- amt fleiri atriðum og foreldrar nemenda önnuðust kaffisölu til styrktar hljóðfærakaupasjóði skól- ans. Voru allir mjög ánægðir með þessa notalegu kvöldstund. Tónlistarskóli Vestur- Húna- vatnssýslu var stofnaður 15. júní 1968 og tók til starfa haustið 1969. Hefur hann verið starfræktur óslitið síðan. Frumkvöðull að stofnun skólans var Steingrímur Sigfússon, en fyrsti kennari og jafnframt skólastjóri var Eyjólfur Ólafsson. Ingibjörg Pálsdóttir var formaður skólanefndar frá upp- hafi, þar til Fræðsluráð Húnaþings vestra tók við yfirumsjón skólans á síðastliðnu ári, en sveitarfélagið er eigandi og rekstraraðili skólans. Nemendur við skólann eru 100 talsins og er boðið upp á kennslu á blásturshljóðfæri, rafhljóðfæri, slagverk, strengjahljóðfæri, píanó og einnig í söng. Kennt er á þrem- ur stöðum í sýslunni, Reykjaskóla, Laugarbakka og á Hvammstanga. Kennarar eru Ólöf Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Marta Marek Michalska, Jan Michalski og Elin- borg Sigurgeirsdóttir, sem jafn- framt er skólastjóri. Er þetta fjórtánda starfsár Elin- borgar við skólann, en starfstíma- bilið hefur ekki verið samfellt vegna náms og starfa annars stað- ar á landinu. Samhliða starfinu hefur Elinborg stundað tónlistar- nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Reykjavík í nokkur ár. Að sögn hennar telur hún framhaldsnám og endurmenntun vera mjög þroskandi og áhugavert fyrir tónlistarkennara, einkum á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Elinborg skólastjóri ásamt Mörtu og Jan, kennurum og Haraldi arkitekt. Vetrarscda -JummtB Þökkum undirtektir í Ifwiíatidi 10 hópar Heimsklúbbsins til Austurlanda frá sept.-des. *£t röðin fomin að pér? FAGNIÐ 2000 í SUMARSÆLU og blómadýrð THAILANDS! Njótið lífsgœða og aukið lífsgleði við vetrardagana! ‘Unára-‘Ifiai[and: TUbom 99.900,- eildir aðeins sé staðfest fvrir áramót! Ódxr framlene. 4* hótel. Stór Thailandsferð 12. jan. 6 sœti: Nýtt frábært tilboð -19 dagar. sími 562 0400 IfRDASMIIFSIOFAN PMMAF HEIMSKLÚBBUR INGÓIFS Útnefnd í :il|)j«ðasamlökin KXCELLENCE IN TRAVEL Kveikt á jólatrénu frá Moss BIönduósi-Blönduósingar tendr- uðu ljósin á jólatrénu við kirkjuna um helgina. Tréð er gjöf frá Moss, vinabæ Blönduóss í Noregi. Börn úr kór grunnskóla Blönduóss sungu nokkur jólalög í kirkjunni áður en ljósin voru kveikt. Jóla- sveinarnir úr Langadalsfjalli komu í heimsókn á gamla bruna- bflnum, gengu í kringum jólatréð og sungu jólalög með börnunum. Morgunblaðið/Ingimundur Nýlqörin stjórn Golfklúbbs Borgarness. Frá vinstri: Ómar Örn Ragnarsson meðsljórnandi, Eiríkur Ólafsson formaður, Jón .1. Haraldsson gjaldkeri og Stefán Haraldsson varaformaður. Á myndina vantar Hjört Árnason ritara. Bolungarvík - Býr Þuríður í þér? er yfirskrift hvatningardagskrár sem haldin var í Bolungarvík um sl. helgi. Að þessari dagskrá stóðu nokkrar eldri konur í Bolungarvík sem áhuga hafa á að kalla fram og örva frum- kvæði kvenna í dreifbýli eins og í Bolungarvík og nágrenni og höfðuðu þær að þessu sinni til ungra kvenna á aldursbilinu 16 til 26 ára. Með yfirtskriftinni „Býr Þuríður í þér?“ er vitnað til Þuríðar Sundafyll- is sem kom frá Hálogalandi í Noregi og nam land í Bolungarvík og með kvenlegum dugnaði og elju, örlitlu af göldrum og ákafa til að gefa karlpen- ingnum ekkert eftir, skóp hún skil- yrði til sjávar sem síðan hafa verið lífsbjörg Bolvíkinga. Þar sem nú vantar meira líf á Vestfirði var efnt til þessa hvatningardags til að leita að nýrri Þuríði. Dagskráin var fjölbreytt, meðal erinda sem flutt voru má nefna að Sigurbjörg Þórarinsdóttir nemi flutti erindi sem hún nefndi Framtíð- arsýn ungrar meyjar. Ragnheiður Davíðsdóttir, rithöfundur og for- varnarfulltrúi, og Eva Bergþóra Guðbergsdóttir fréttakona sögðu frá reynslu sinni í námi og starfi. Þá fluttu þær Þórunn Kristjánsdóttir og Herdís Anna Jónasdóttir leiklestur. Flutt var kynning á Hinu húsinu sem er listamiðstöð ungs fólks í Reykjavík, Dagbjört Hjartardóttir frá Súðavík sagði frá því hvernig Súðvíkingar nýttu sér gömlu byggð- ina og húsin sem þar standa til að reka orlofshúsabyggð fyrir ferða- menn, Sóley Veturliðadóttir, versl- unareigandi á ísafirði, flutti erindi sem hún nefndi Ung kona í atvinnu- rekstri og Guðrún Stella Gissurar- dóttir, forstöðumaður svæðismiðlun- ar Vestfjarða, fjallaði um mikilvægi menntunar fyrir nútímakonur. Þá var boðið uppá tískusýningu sem verslanir í heimabyggð stóðu að. Máluðu myndir af Þuríði Á meðan þátttakendur meðtóku fróðleg erindi og annað það sem í boði var unnu fjórir listamenn hver að sínu málverkinu þar sem þeir mál- uðu mynd af Þuríði Sundafylli eins og þeir sáu hana fyrir sér. Þessir listamenn voru Sólveig Thoroddsen, Greta Sturludóttir, Ester Ösp Guð- jónsdóttir og Þorbjörg Sigþórsdótt- ir. I kaffihléinu voru myndirnar síðan boðnar upp til að standa undir kostn- aði við þessa dagskrá. Að lokum var efnt til hópvinnu þar sem reynt var að svara spurningunni „Hvað getum við gert til að gera heimabyggðina meira spennandi?" Soffía Vagnsdóttir, ein þeirra kvenna sem að þessum hvatningar- degi stóðu, sagðist vera mjög ánægð með hvernig til tókst og ljóst að áfram verður haldið, þetta er aðeins byrjunin hjá okkur. Soffía vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu þessu verkefni lið bæði þeím sem fluttu erindi á dag- skránni, sem sumir voru langt að komnir, listamönnunum fyrir þeirra framlag og ekki síst þeim fyrirtækj- um og stofnunum sem studdu þetta verkefni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á myndinni eru sdknar- presturinn, Gunnar Eiríkur Hauksson, Unnur Valdi- marsddttir, formaður sdkn- arnefndar, og Sigrún Jdns- ddttir organisti að leggja af stað með jtílakortin til að selja bæjarbúum. Altaristaflan í Stykkis- hólmskirkju komin á kort Stykkishdlmi-I haust var Stykkishólmskirkju gefin ný altaristafla og var hún helguð 10. október. Altaristaflan er stór, yfir 8 fermetrar að stærð, og setur því mikinn svip á kirkjuna. Hún er eftir lista- manninn Rristínu Gunnlaugs- dóttur frá Akureyri og er mjög sérstæð og falleg. Hún sýnir Maríu með Jesúbarnið koma færandi með son sinn til mann- anna. Hún höfðar því vel til jól- anna, en tilgangur þeirra er einmitt að minnast þeirrar gjafar ogþakka. Nú hefur verið gefið út jóla- kort og kort án texta með mynd af altaristöflunni í Stykkis- hólmi. Sóknarnefnd hefur séð um sölu kortanna fyrir jólin. Gengið hefur verið í hús í Stykkishólmi og móttökur góð- ar. Má reikna með að margar jólakveðjurnar frá Stykkis- hólmi fyrir þessi jólin verði með mynd af Maríu með Guðsson- inn. Þá er hægt að kaupa kortin í Kirkjuhúsinu á Laugavegi í Reykjavík. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til Stykkis- hólmskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.