Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUÐAGUR 9. DESEMBER 1999 33
ERLENT
Bfll Gerr-
ys Adams
hleraður
GERRY Adams, leiðtogi
Sinn Fein, sagði í gær að hler-
unarbúnaður hefði fundist í bíl
sem hann notaði þegar friðar-
viðræðurnar á Norður-írlandi
stóðu sem hæst.
Adams sýndi blaðamönn-
um „háþróaðan" hlerunarbún-
að, sem hann sagði að hefði ver-
ið hannaður sérstaklega til að
hægt yrði að fela hann í einum
bíla hans. Talsmaður Sinn Fein
sagði að Adams og Martin
MeGuinness, aðalsamninga-
maður Sinn Fein, hefðu ekið
bílnum á fundi með leiðtogum
Irska lýðveldishersins (IRA).
„Ég tel þetta mjög alvar-
legt trúnaðarbrot," sagði
Adams og kvaðst telja að leyni-
þjónusta breska hersins hefði
staðið fyrir hleruninni.
Dulritun
GSM-síma
ráðin?
TVEIR ísraelskh’ vísinda-
menn fullyrða að þeir hafi ráðið
dulritunaraðferð sem notuð
hefur verið til að vernda samtöl
og gögn milljóna manna sem
nota GSM-síma. Talsmenn evr-
ópskra farsímafyrirtækja
drógu þessa fullyrðingu í efa í
gær, lýstu henni sem „bulli“ og
„fræðilegri æfingu“. Þeir sögðu
að dulritunaraðferðin, sem vfs-
indamennirnir segjast hafa
ráðið, sé ekki lengur notuð
Byssufram-
leiðendum
hótað máls-
höfðun
BANDARÍSKIR embættis-
menn skýrðu frá því í gær að
lögfræðingar Hvíta hússins
hefðu aðstoðað yfirvöld hús-
næðismála í bandarískum borg-
um við að undirbúa sameigin-
lega málshöfðun á hendur
byssuframleiðendum. Hóp-
málshöfðunin yi'ði byggð á
svipuðum forsendum og máls-
höfðanir 29 bandarískra borga
og sýslna gegn byssuframleið-
endunum.
Embættismennh'nir sögð-
ust vona að hópmálshöfðunin
yi'ði til þess að byssuframleið-
endurnir semdu við borgirnar,
sem hafa sakað þá um að hafa
stuðlað að ofbeldi með gáleysis-
legri markaðssetningu skot-
vopna og með því að selja
glæpamönnum byssur.
Rettur föð-
urins viður-
kenndur
BANDARÍSKIR embættis-
menn sögðust í gær viðurkenna
rétt föður sex ára drengs frá
Kúbu, sem fannst á bílslöngu í
sjónum úti fyrir Flórída, til að
krefjast þess fyrir bandarísk-
um dómstól að drengm'inn yi'ði
fluttur til heimalands síns þótt
hann segist sjálfur vilja vera
áfram á Flórída.
Talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins sagði að
embættismenn myndu hafa
samband við föðurinn til að „út-
skýra hvernig réttindi hans í
málinu verða rnetin".
Reuters
Stærsta
farþega-
flugvél
í heimi
Hér má sjá líkan í fullri stærð af
framhluta nýrrar Airbus-farþega-
þotu, A3XX, sem verður sú stærsta
í heimi. Er farþegarýmið á tveimur
hæðum. Er nú verið að kanna livar
hún verður smíðuð en hún á að vera
komin í notkun árið 2005.
Þú qetur komið
miklu i lipran bil
Ford sendibílar af minni gerðinni sameina mikið flutningsrými
og sérlega mikla burðargetu. Öryggi ökumanns, þægilegt
vinnuumhverfi og hagkvæmni í rekstri sitja í fyrirrúmi.
Allir kostir við þármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga.
Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn
og útbúa hann eftir þínu höfði.
Brimborg Akureyri | Bílcy 1 Bctri bilasalan 1 Bilasalan Bílavík 1 Tvisturinn
Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ | Faxastíg 36, Vcstmannaeyjum
sími 462 2700 | sími 474 1453 1 slmi 482 3100 | sími 421 7800 slmi 481 3141
(>
brimborg
Brimborg • Bíldshöfða 6 • Simi 515 7000 • www.brimborg.is