Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 51
AUGLVSINGA
ATVINNU AUGLYSIN GAR
íbúar í Bessastaðahreppi eru um 1450. í Bessastaðahreppi er
blómlegt mannlíf í nágrenni höfuðborgarinnar og þar er gott að
búa. ísveitarfélaginu er grunnskóli sem nú stendur til að stækka,
leikskóli, tónlistarskóli, íþróttamiðstöð og bókasafn. íþrótta-, skóla-
og félagslíf er fjölbreytt. Mikið samstarf er við önnur sveitarfélög
á höfuðborgarsvæðinu.
Skrifstofustjóri
Bessastaðahreppur óskar að ráða
skrifstofustjóra til starfa sem fyrst.
Skrifstofustjóri hefur umsjón með fjárreiðum og
skrifstofu- og starfsmannahaldi sveitarfélagsins. Einnig
hefur hann yfirumsjón með félagslegu húsnæði á
vegum húsnæðisnefndar. Skrifstofustjóri erstaðgengill
sveitarstjóra í fjarveru hans.
Starfssvið:
• Fjármálastjórnun
• Kostnaðareftirlit
Starfsmannahald og launamál
Bókhald
Ársskýrsla
Áætlanagerð
Umsjón með tölvukerfi og heimasíðu
Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu
af ofangreindum störfum. Viðkomandi þarf að vera
skipulagður og nákvæmur, eiga auðvelt með mannleg
samskipti og hafa frumkvæði um lausn verkefna á
sínu sviði.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Skrifstofustjóri"
fyrir 24. desember nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Netfang: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com
PrICEWATeRHOUsEQoPERS @
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is
Laugavegi 20a
Aðstoðarkokkur
Ræstitæknar
g Við leitum að manni eða konu með áhuga á frumlegri og
spennandi matargerð sem getur unnið með enskumælandi
matreiðslumanni, sérfræðingi í matreiðslu
Miðjarðarhafslandanna.
■ Einnig fólki í ræstingu.
Tilvalið fyrir tvo árrisula morgunhana.
Nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 861 3181.
Trésmiðir
Viljum ráða til starfa nokkra trésmiði vana móta-
smíði og álklæðningum. Vinnustaðir eru í
Reykjavík, Keflavík og á Grundartanga.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni,
Skúlatúni 4, Reykjavík og í síma 530 2700 á
skrifstofutíma.
ISTAK
Lúgusjoppa á stór-
Reykjavíkursvæðinu
Óska eftir að ráða starfskraft á „besta aldri".
Um er að ræða 70—100% vaktavinnu.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma
565 8050 á milli kl. 8.00 og 12.00 og 14.00 og
16.00 alla virka daga.
Maður með reynslu
44 ára fjölskyldumaður óskar eftir að komast
í samband við fyrirtæki/aðila, sem vantar starfs-
kraft/samstarfsmann, með 25 ára reynslu af eigin
atvinnurekstri í mörgum atvinnugreinum.
Áhugasamir vinsamlega sendið uppl. á net-
fang sveita@simnet.is fyrir 15. des. nk.
Mosfellsbær
Breyting
Deiliskipulag þjónustu-
svædis við Lækjarhlíð
Áfundi bæjarstjórnar hinn 8. desember
1999 var samþykkt kynning á tillögu að
breytingu á deiliskipulagi þjónustu-
svæðis við Lækjarhlíð í Mosfellsbæ í
samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Baugs-
hlíð til norðurs, Hjallahlíð og Hulduhlíð
til austurs og suðurs og Lækjarhlíð til
vesturs. í tillögunni felst að byggingar-
reit grunnskóla er breytt og hann
stækkaðurtil vesturs, í átt að Lækjarhlíð,
jafnframt því sem lóð skólans er
stækkuð til norðurs, í átt að Baugshlíð.
Tillögurnar ásamt greinargerð verða til
sýnis á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar,
Þverholti 2, í afgreiðslunni á fyrstu hæð,
frá 9. desember til 7. janúar 2000.
Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu
hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæj-
ar fyrir 20. janúar 2000. Þeir, sem ekki
gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkir tillögunum.
Bæjarverkfræðingurinn í Mosfelisbæ.
TILKYIMNIIMGAR
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Deiliskipulag og breyting á deiliskipulagi í Reykjavík
Reitur sem markast af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 26. október 1999 deiliskipulag fyrir reit sem markast
af Laugavegi, Frakkastíg, Hverfisgötu og Vitastíg.
Tillagan var auglýst þann 6. ágúst og var til kynningar til 3. september 1999.
Athugasemdafrestur var til 17. september og bárust 8 athugasemdir og ein að honum
liðnum. Umsagnir sveitarstjórnar um þær hafa verið sendar þeim er þær gerðu. Til að koma
á móts við athugasemdirnar voru gerðar nokkrar breytingar á tillögunni bæði varðandi form
og efni. Engar efnislegar breytingar voru gerðar nema til að koma á móts við þau sjónarmið
sem fram komu í athugasemdunum. Breytingarnar eru í grófum dráttum þessar: Kvaðir voru
skýrðar, fallið var frá breytingu á notkun bakhúsanna nr. 51 b og 53a við Laugaveg, húsið að
Laugavegi 51 b var sett undir hverfisvernd, samþykktur skúr á Hverfisgötu 70 var teiknaður
inn á uppdrátt, skýrar var kveðið á um tilhögun bílageymslna við Hverfisgötu, leiðréttar voru
hæðarmerkingar á lóðunum nr. 53b og 55 auk þess sem formi og texta tillögunnar var breytt
til að gera hana skýrari.
Ártúnshöfði, athafnasvæði.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 1. júní 1999 deiliskipulag athafnasvæðis á
Ártúnsholti.
Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999.
Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust 7 athugasemdabréf. Borgarráð Reykjavíkur
hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir.
Háskóli íslands, austan Suðurgötu.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 28. september 1999 deiliskipulagsvæðis Háskóla
íslands austan Suðurgötu.
Tillagan var auglýst þann 23. mars og var til kynningar til 24. apríl 1999.
Athugasemdafrestur var til 7. maí og bárust tvö athugasemdabréf. Borgarráð Reykjavíkur
hefur afgreitt athugasemdirnar og hefur þeim aðilum sem þær gerðu verið sendar umsagnir
Deiliskipulög þessi hafa verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og hlutu gildi við birtingu
í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulögin og niðurstöður borgarráðs um þær geta
snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur.