Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 53

Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 53 UMRÆÐAN Afdráttarlaus vilji fyrir umhverfismati MEIRIHLUTI full- trúa í umhverfisnefnd Alþingis hefur lýst vilja sínum til þess að fyrir- hugaðar framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfismat samkvæmt lögum frá 1993. Því áliti var skilað til iðnaðarnefndar Al- þingis á tilsettum tíma en sú nefnd hefur þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun til meðferðar. Vert er að rifja upp að um- hverfisnefndin fékk umhverfisþátt tillögunnar til um- fjöllunar, að ósk iðnaðarnefndar, og hafði rúmlega viku til þess að ljúka verkinu. Iðnaðamefnd bárust tvær umsagnir frá umhverfisnefnd og eitt Hálendi Krafa meirihlutans, seg- ir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, endurómar kröfu samfélagsins bréf frá fulltrúum stjómarandstöð- unnar í nefndinni. I bréfi þessu lýs- um við, fulltrúar Samíylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs, stuðningi í einu og öllu við efni og niðurstöðu néfndarálits stjórnarliðanna Ólafs Amar Har- aldssonar og Katrínar Fjeldsted, þar sem færð era ítarleg rök fyrir því að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun undirgangist umhverfismat sam- kvæmt gildandi lögun. Vilji 5 af 9 fulltráum í umhverfisnefnd er skýr og afdráttarlaus í þessu máli. Eitthvað hefur efnisleg niðurstaða meirihluta umhverfisnefndarmanna farið fyrir ofan garð og neðan hjá fulltráum stjórnarflokkanna á Al- þingi, í það minnsta hafa nokkrir stjómarliðar kosið að láta sem þeir skilji ekki ótvíræða niðurstöðu nefndarinnar. Ekkert lýsir betur þeim mála- tilbúnaði fáránleikans sem einkennt hefur umfjöllun um Fljóts- dalsvirkjun á Alþingi þetta haustið. Ki-afa meirihlutans endurómar kröfu sam- félagsins um að farið sé að leikreglum lýðræð- isins í stærsta deilum- áli samtímans. í kröf- unni um umhverfismat kristallast gjörbreytt viðhorf íslendinga til náttúrannar og nýtingar hennar. Þorri fólks er ekki lengur reiðubúinn til þess að fórna náttúraperlum sem era einstakar á heimsvísu í nafni at- vinnuuppbyggingar. Ekki síst þegar haft er í huga að bomar hafa verið brigður á arðsemi framkvæmdarinn- ar og gild rök færð fyrir því að álver á Reyðarfirði muni ekki stöðva fólks- flutninga af Austurlandi þegar til langs tíma er litið. Þess vegna er þess krafist að stjórnvöld meti áhrif fyrirhugaðra framkvæmda af rneiri kostgæfni en gert hefur verið með málamyndamati þingnefnda á tillögu iðnaðarráðherra. Dæmalaus afgreiðsla meirihluta iðnaðamefndar á beiðni um að full- trúar fyrirtækisins Norsk Hydro verði kallaðir á fund nefndarinnar hlýtur að vekja spurningar um hvort meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Alþingi hafi nokkurn skilning á grandvallarregl- um lýðræðisins. Afgreiðsla tillög- unnar afhjúpar enn á ný sýndar- mennsku ríkisstjórnarinnar og þá dapurlegu staðreynd að aldrei stóð til að ræða um framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun á málefnalegan hátt á Alþingi íslendinga. Höfundur er þingkorm Samfylking- arinnar og situr i umhverfisnefnd Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir Forsvarsmenn sam- takanna Afl fyrir Aust- urland hafa afhent Davíð Oddssyni og Finni Ingólfssyni áskoran samtakanna um að hvika hvergi frá áformum um Fljóts- dalsvirkjun án þess að áður fari fram mat á umhverfisáhrifum skv. núgildandi lögum. Komið hefur fram að meðlimir samtakanna séu 2.240 talsins. Stærsta álver í Vestur-Evrópu Fljótsdalsvirkjun er aðeins fyrsti áfangi í röð fram- kvæmda, sem hafa það að markmiði að í Reyðarfirði rísi 480 þúsund tonna álver og til að fullnægja raf- orkuþörf slíks risaálvers er fyrirhug- að að ráðast í Kárahnúkavirkjun á eftir Fljótsdalsvirkjun auk annarra virkjana. Risaálverið, sem yrði það stærsta í V-Evrópu, þarf álíka mikla orku og Landsvirkjun og önnur raf- orkufyrirtæki framleiða í dag fyrir bæði stóriðju og almenningsveitur. Þannig yrði hátt hlutfall íslenskrar raforkuframleiðslu bundið áhættu- samri álframleiðslu og hið niður- greidda raforkuverð til stóriðjunnar þarf almenningur að borga með hærri rafmagnsreikningum. En við það verður ekki látið sitja, því ætlunin er að fá lífeyrissjóði landsmanna til að taka þátt í þessum áhættusama rekstri. Islendingar ætla þannig að leggja í stórkostlega áhættufjárfestingu til að skipta út stærsta víðerni V-Evrópu fyrir stærsta álverið í þeim heimshluta. Eini aðilinn sem er líklegur til að hagnast á þessu ævintýri þegar til lengri tíma er litið er Norsk Hydro, sem tekur lítinn þátt í fjárfesting- unni en yrði ráðandi aðili í rekstrin- um. íslendingar leggja til virkjanir og dýnnætum landsvæðum er fóm- að vegna þeirra. Risaálverið í hinum þrönga og staðviðrasama Reyðar- firði getur haft mjög skaðleg áhrif á umhverfið. ímynd Austurlands og landsins alls mun gerbreytast og með harkalegum starfsaðferðum stjóm- valda er verið að kljúfa þjóðina í tvær andstæð- ar fylkingar. Öllu þessu á að fórna til að „við- halda byggð“ á Austur- landi og gefið í skyn að aðrar leiðir séu ekki færar. 100 milljónir á mann Noralverkefnið svo- nefnda miðað við full- byggt risaálver felur í sér fjárfestingar í virkjunum og stóriðju á Austurlandi, sem nem- ur 100 milljónum ki'óna á hvern meðlim samtakanna Afls fyrir Aust- urland. Það má teljast nokkuð djarft Umhverfisvernd Noralverkefnið felur í sér fjárfestingar í virkj- unum og stóriðju, segir — Olafur F. Magnússon, sem nemur 100 milljón- um króna á hvern meðl- im samtakanna Afls fyr- ir Austurland. af forystumönnum þessarar hreyf- ingar að krefjast þess, að lagt sé út í slíkt fjárfestingaræyintýri, án þess að virða óskir mikils hluta þjóðarinn- ar um að náttúruverðmætum sé ekki fórnað án vandlegrar skoðunar. Auð- vitað yrði þensla og stóraukið fjár- streymi á Austurlandi á meðan þess- ar 230 milljarða króna framkvæmdir stæðu yfir, enda má líkja þessari koUsteypu allri við fjárfestingar- fyllerí, þar sem komandi kynslóðir yrðu látnar borga reikninginn og taka út timburmennina. Afkomend- ur okkar kynslóðar munu undrast þá skammsýni og græðgi, sem nú ræður för hjá ráðandi öflum í þjóðfélaginu. Mikið mætti gera tU að efla at- vinnulíf á Austuriandi fyrir aðeins lítið brot af þeirri ofurfjárfestingu, sem hið þjóðhættulega Noralverk-. efni felur í sér. Þannig mætti gera^ nokkur jarðgöng, bæta vegi, heil- brigðisþjónustu og menntunarað- stöðu. Einnig mætti stórefla ferða- þjónustu og örva nýsköpunarverk- efni. Stærsta ósnortna víðemi Vest- ur-Evrópu mun skila þjóðinni meiri peningalegum verðmætum en íyrir- huguð stóriðja, ef rétt er á málum haldið. Um mikilvægi þessa fyrir sjálfsvitund og hamingju þjóðarinn- ar þarf ekki að fjölyrða. Fljótsdalsvirkjun óhagkvæm fjárfesting Sterkar efasemdir hafa komið^ fram um arðsemi Fljótsdalsvirkjun- ar. Aðrir kostir eins og t.d. svonefnd Hraunarirkjun kynnu að vera mun hagkvæmari. Þannig mætti e.t.v. komast hjá því að virkja stóru jöku- lárnar tvær milli Snæfells og Herðu- breiðar. Forsenda slíkrar málamiðl- unar væri sú, að horfið yrði frá Noralverkefninu og því risaálveri, sem nú er inni í myndinni. Þess í stað yrði unnið að iðnaðarappbyggingu, sem hefði minni umhverfisröskun í för með sér. Því miður virðist ríkisstjórn ís- lands ekki líkleg til að vilja fara neinn milliveg í virkjanamálum eða að leita sátta við þann stóra hluta þjóðarinnar, sem vill að nýjustu ogv bestu aðferðum sé beitt til að meta umhverfisáhrif virkjanafram- kvæmda. Fyrirgreiðslupólitík for- ystu Framsóknarflokksins og stein- rannin viðhorf til umhverfismála þar á bæ virðast því miður ráða ferðinni. Gegn þessu þarf almenningur að rísa m.a. með því að styðja með undir- skrift sinni áskoran um að fram fari lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Höfundur er læknir og talsmaður Umhverfisvina. ÞÚ GETUR SPARAÐ ÞÚSUNDIR Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun glcraugnaverðs á íslandi 100 milljónir króna á mann! Ólafur F. Magnússon Gáfumerki Þungtœrt -ekkert mat' Aukabúnabur: Skí&abogar og skygg&ar rú&ur. Nýbýlavegi 2 • Kópavogi • Sem útivistarmaöur viltu eiga bí) sem uppfyllir bæöi þínar kröfur og þarfir fjölskyldunnar. Gott rými, kraftur, lipurö og spameytni eru eftirsóttir kostir. Allt þetta uppfyllir KIA Sportage. Sportage er alvöru jeppi, byggöur á grind meö háu/lágu drifi og tregöulæsingu á afturhásingu. Hann er harögeröur en ekki grófur, sterkur en mjúkur, öflugur en orkunýtinn, vel útbúinn jeppi á veröi sem hræðir engan, -nema samkeppnisaðilana. kostur Sportage er rýmið, bæði fyrir ökumann, farþegana 4 og farangurinn. Krafturinn er líka nægur þegar draga þarf kerru, vagn eöa bát. Og ríkulegur staöalbúnaöurinn undirstrikar þægindin meö geislaspitara, fjarstýröri samlæstngú, rafmagni í öllu o.fl. o.fl. í innanbæjarakstri er Sportage eins og sprækasti fólksbíll - kostur sem konan á eftir aö meta mikils. Komdu í Jöfur eða til einhvers af ‘ söiuaöilunum og reynsluaktu Sportage, þá kemstu að því hversu fær hann er íófærð. Sími 550 2450 U R KJA Sportage 4*4 trá 1850 þúðund *-* 1 ...með öetu.!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.