Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ
,56 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
*
Flísfóðraðir *
anorakkar /
Laugavegi 54,
s. 552 5201.
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vörðu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.
A
SB
\a
BLIKKAS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
____________UMRÆÐAN__
Hvert stefnum við?
ÍSLAND hefur haft
þá ímynd út á við í
heiminum að hér sé
ægifögur náttúra og
óspillt. Víð íslendingar
höfum verið duglegir
við að halda þessu
fram á alþjóðavett-
vangi. Þetta var það
sem ferðamálafrömuð-
ir þjóðarinnar gerðu
helst út á þegar þeir
voru að kynna landið
sem ferðamannaland
erlendis. Myndir birt-
ust í erlendum tíma-
ritum af fannhvítum
jöklum, hvitfreyðandi
fossum og óspilltum
víðernum öræfanna.
Ekki var allt sem sýndist. Margir
umgengust náttúruna af fullkomnu
virðingarleysi. Akstur utan vega,
netadræsur og allskyns sorp á
ströndum, bílhræ á víð og dreif þar
sem síst skyldi. Umgengnin var
með þeim hætti að á nokkrum ára-
tugum hefði landið orðið einn all-
sherjar sorphaugur ef ekki yrði
gripið í taumana.
Fyrir 10-20 árum varð vakning
meðal Islendinga. Umhverfismál
komust á dagskrá. Mikið hreinsun-
arstarf var unnið. Asýnd þéttbýiis-
staða og sveita er nú allt annað en
það var fyrir nokkrum árum. Frá-
veitur eru á dagskrá í flestum sveit-
arfélögum þótt víða vanti fjármagn
til að hraða framkvæmdum. Um-
hverfisráðuneyti var sett á laggirn-
ar. Flest benti til að nýir tímar og
betri væru að renna upp á Islandi.
Umhverfisráðuneyti
Fyrstu þrír umhverfisráðherr-
arnir voru hugsjónamenn um
verndun náttúrunnar
og urðu sennilega ráð-
herrar málaflokksins
vegna áhuga á fram-
vindu umhverfisvernd-
ar á íslandi. Mótun
ráðuneytisins gekk vel
undir stjórn þessara
þriggja manna. Nú
voru blikur á lofti.
Þegar ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var
mynduð 1995 var sama
manni falið að gegna
ráðherraembætti land-
búnaðar ásamt um-
hverfisráðuneyti.
Þetta var strax áhuga-
mönnum um framgang umhverfis-
mála áhyggjuefni. Hagsmunaá-
rekstrar þessara tveggja
málaflokka voru hverjum leikmanni
augljósir. Einnig olli það áhyggjum
að ráðherra sá sem kljást skyldi við
málaflokkana var þekktur af lítilli
röggsemi og áhugi hans á umhverf-
ismálum var lítt þekktur. Enda fór
svo að árin 1995-1999 voru síður en
svo umhverfismálum á íslandi til
framdráttar. Þögnin ein ríkti.
Nýr umhverfís-
ráðherra
Áhugamönnum létti nokkuð þeg-
ar ljóst varð við myndun ríkis-
stjórnar nú í vor þegar umhverfis-
ráðuneyti var ætlað að vera undir
stjórn ráðherra sem sýnt hafði
áhuga á framgangi umhverfismála,
auk þess var ráðuneytið ekki í gisl-
ingu annars ráðuneytis eins og verið
hafði árin fjögur á undan.
Ekki leið á löngu þar til að ekki
var allt með felldu með núverandi
Umhverfismál
Ef svo heldur fram sem
horfir telur Jón Ingi
-------------------7---------
Cæsarsson að Islend-
ingar framtíðarinnar
muni erfa skemmdar-
verk misviturra stjórn-
málamanna.
umhverfisráðherra. Ljóst varð á
fyrstu dögum hennar í starfi að hug-
sjónirnar sem höfðu fleytt henni í
ráðherrastól höfðu líklega verið það
gjald sem greiða þurfti fyrir sætið.
Umhverfisráðuneytið var ekki
lengur í gíslingu landbúnaðarins
héldur hafði iðnaðarráðuneytið tek-
ið við og réð ferðinni í málflutningi
ráðherrans.
Mikilvægi
umhverfísmála
Umhverfismál eru í dag mál mál-
anna í heiminum. Flestar þær þjóðir
sem telja sig standa framarlega í
heiminum hafa tekið þennan mála-
flokk alvarlega áram saman, sum
áratugum saman. Við Islendingar
teljum okkur með þeim þjóðum sem
fremstar standa í heiminum í dag.
Hvað varðar umhverfismál erum
við íslendingar í alvarlegri stöðu.
Meðan til þessa ráðuneytis veljast
ráðherrar sem ekki skilja hlutverk
sitt mun engin framþróun verða í
umhverfismálum á Islandi. Gegn
henni mun verða staðið af hags-
muna- og gróðaástæðum. Það þýðir
að við munum enn dragast aftui- úr
Jón Ingi
Cæsarsson
þeim þjóðum sem við helst viljum
líkjast. Við munum fá þann stimpil
að á Islandi sé hægt að bjóða ráða-
mönnum upp á hvað sem er í stór-
iðju. Menn sem tilbúnir eru að
gleypa við hverju sem er án skoðun-
ai'. Iðnaður sem enginn vill sjá í sið-
uðum umhverfisverndarlöndum er
boðinn velkomin á Islandi vegna
skammtíma gróðasjónarmiða.
Framsóknarmennska
Það er kominn tími til að úthýsa
Framsóknarmennsku úr umhverfis-
málum hér á landi. Þjóðin verður að
fá umhverfisráðherra sem skilur
sitt hlutverk. Alþingi verður einnig
að vakna, sérstaklega stjórna-
randstaðan. Málflutningur hennar
er linur og ómarkviss. Vinstri -
grænir gáfu sig út fyrir að vera um-
hverfisverndarflokkur en það fór
sem marga grunaði, umhverfishlut-
inn var aukaatriði til að afla at-
kvæða, gamla vinstrið var aðalatrið-
ið. Þeir (hann) hafa gleymt sér í
persónunni Steingrími Sigfússyni
þannig að ekki er von til að sá flokk-
ur verði líklegur til stórræða á
þessu sviði. Varla er von að hann
láti aðrar raddir heyrast í Vinstri -
grænum en sína eigin.
Erum við að tapa?
Umhverfismál eru framtíðin. Við
Islendingar megum ekki tapa því
forskoti sem við höfum á aðrar þjóð-
ir. Forskoti sem við höfðum vegna
þess að okkur hafði ekki tekist að
skemma landið eins mikið og flest-
um öðrum þjóðum. Ef svo heldur
fram sem horfir munu íslendingar
framtíðarinnar erfa skemmdarverk
misviturra stjórnmálamanna sem
hafa haft skammtímasjónarmið að
leiðarljósi.
Þessu verður að breyta, því verð-
um við að treysta að Alþingi geri.
Höfundur er formaður umliverfís-
nefndar á Akureyri.
Skráðu þig strax á mbl.is frá og með
deginum í dag ti! næsta miðvikudags.
Pá átt þú möguleika á að vinna:
Miða fyrir tvo á tónleikana með Jagúar,
Páli Óskari og Quarashi. Miðarnir gilda
á báða tónleikana
Nýjustu geisladiska Jagúars, Páls Óskars
og Quarashi
TALfrelsispakka: Bosch GSM-síma,
símkort og 1000 kr. hleðslukort ásamt
myndbandsspólu rneð Fóstbræðrum
I tilefni af tónleikum Jagúars,
Páls Óskars og Quarashi í Háskóiabíói
fimmtudaginn 16. desember
býður mbl.is þér að vinna veglega vinninga
Forsala aðgöngumiða fer fram í verslunum
TALs í Kringlunni, Smáratorgi, Skífunni
Laugavegi og Síðumúla 28 og í verslunum
JAPIS á Laugavegi og í Kringlunni