Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ ^ J FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN Tímamót framundan á sviði fjarskipta ÞRÓUN fjarskipta á undanförnum árum hefur verið undraverð. Því er spáð að fjar- skipta- og upplýsinga- iðnaðurinn muni í upp- hafi nýrrar aldar leggja stærri skerf til aukins ^.hagvaxtar, aukinnar ^velferðar og nýrra at- vinnutækifæra í lönd- um ESB en nokkur önnur atvinnugrein. Stefna stjórnvalda á sviði fjarskipta, sér í lagi afnám einkaréttar- ins, hefur vegið þungt í þessari þróun. Mikil- vægt er að þannig verði haldið á málum, að þessi öra þróun verði áfram sem best nýtt öllum til hagsbótar. Tímamót urðu í fjarskiptum hér á landi 1. janúar 1998. Lögbundinn einkaréttur var þá afnuminn og sam- keppni heimiluð á öllum sviðum fjarskipta. Nú hillir á ný undir tíma- ^Anót á þessu sviði. í fjarskiptalaga- frumvarpinu sem ég mælti fyrir nýverið á Alþingi er kveðið á um að markmið laganna sé að tryggja hag- kvæm og örugg fjarskipti, en um leið að efla samkeppni á fjarskiptamark- aðinum. Þá er kveðið á um að ís- lenska ríkið skuli tryggja sem unnt er aðgengi allra landsmanna að fjarskiptaþjónustu. I frumvarpinu er haft að leiðar- ljósi að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti en einnig að efla sam- __ íipppni á fjarskiptamarkaði. Til að mæta þessu markmiði er m.a. litið til eftirtalinna atriða: • Nauðsyn þess að tryggja samtengingu fjarskiptaneta svo að viðskiptavinir ólíkra fj arskiptafyrirtækj a geti haft samband sín á milli. • Nauðsyn þess að fyrirtækjum sem eiga fjarskiptanetið og aðra innviði sé gert skylt að opna aðgang að netinu og annarri aðstöðu á sanngjömum kjöram. • Nauðsyn þess að stuðla að raunverulegri samkeppni á markaðn- um með því að jafna samkeppnisstöðu fjarskiptafyiú’- tækja, t.d. með aðgangi að heimtaug. • Nauðsyn þess að mæta þörfum allra landsmanna um að njóta ákveð- innar lágmarksþjónustu. • Nauðsynþessaðávalltverðitil öflug fjarskiptafyrirtæki á íslandi. • Nauðsyn þess að löggjöf hamli ekki þróun upplýsingatækni og komi ekki í veg fyrir tækniframfarir. • Nauðsyn þess að nýta-upplýs- ingatæknina til að styðja við búsetu í landinu öllu og sporná sem frekast má gegn byggðaröskun. Gagnaflutningsþjónusta hluti af alþjónustu Tryggt aðgengi landsmanna að gagnaflutningsþjónustu, þ.á m. Int- ernetinu, er forsenda þess að fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar um byggðamál nái fram. Almenn sam- skipti einstaklinga og fyrirtækja, Fjarskipti Við erum þjóð sem býr í stóru landi, segir Sturla Böðvarsson, og að mæta þarf þörfum allrar þjóðarinnar. Netið, fjarkennsla, fjarlækningar, fjai’vinnsla og fjarfundir hafa mikla þýðingu. Aðgangur að gagnaflutn- ingsþjónustu getur ráðið úrslitum um búsetu, atvinnuuppbyggingu og lífskjör í landinu. Til að tryggja að- gengi að fjarskiptaþjónustu er lagt til að gagnaflutningsþjónusta með 128 kb flutningsgetu, þ.e. ígildi ISDN, verði skilgreind sem hluti af alþjónustu. Allh- notendur eiga þá rétt á þeirri þjónustu á viðráðanlegu verði án tillits til búsetu. Ymsum ákvæðum frumvarpsins er ætlað að örva samkeppni. Fjögur helstu eru: • Tryggt er að notendur síma geta haldið símanúmeri sínu án tillits til þess hjá hvaða símafyrirtæki þeir eru með viðskipti sín, en númera- flutningur sem þessi er almennt tal- inn forsenda raunverulegrar sam- keppni í símaþjónustu. • Tryggður gagnkvæmur að- gangur farsímafyrirtækja að farsímanetum hvers annars þegar uppbygging eigin aðstöðu er talin óraunhæf. Dæmi um það er ef um- hverfis- eða skipulagsmál eru hindr- Sturla Böðvarsson un fyrir frekai’i uppbyggingu farsímanets. Danir og Norðmenn hafa þegar lögbundið samsvarandi aðgangsrétt fjarskiptafyrirtækja í farsímaþjónustu. • Aðgangur nýrra fjarskiptafyr- irtækja að heimtaug er tryggður. Aðeins eitt fjarskiptanet er til í land- inu sem nær heim til allra notenda, og brýnt að tryggja nýjum fjar- skiptafyrirtækjum aðgang að því neti til að koma í veg fyrir óþarfa fjárfestingu í grunnnetum. I þessu sambandi er vert að minna á að OECD leggur áherslu á að fjar- skiptafyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild veiti nýjum fyrir- tækjum aðgang að heimtaugum. • Ákvæði eru um opinn aðgang að fjarskiptanetum og samtengingu íjarskiptaneta. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst sá að tryggja að fjarskiptafyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild geti ekki útilokað önnur fyrirtæki frá mai’kaðinum. Vegna þeirrar sérstöðu að eitt fyrir- tæki á allt dreifikerfið, fjarskiptanet- ið sjálft, er mikil áhersla lögð á reglur sém tryggja aðgang nýrra fyrirtækja að netinu og reglur sem kveða á um rétt og skyldu fjai’skipta- fyrirtækis til að tengja net sitt fjarskiptaneti annarra fyrirtækja. Staða Landssíma Islands hf. í umræðu um skipulag fjarskipta- markaðarins og stöðu Landssíma Is- lands kemur oft upp spurningin hvort skynsamlegt sé að skilja það sem í daglegu talið er nefnt grunn- net frá annarri starfsemi fyrirtækis- ins og fela sérstakri ríkisstofnun rekstur þessa nets. Ef Landssíminn væri leystur undan rekstri á grunn- netinu er ljóst að fyrirtækið kynni að fara að fordæmi annarra sem bjóða fjarskiptaþjónustu og byggja upp eigin fjarskiptanet á ábatasömustu markaðssvæðunum. Ríkið sæti þá uppi með netþjónustu út um lands- byggðina. Við þær aðstæður væri TWlNIAB The Leader In Sports Nutrition* * KYNNIR íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt 1999 Broadway Hótel íslandi, sunnudaginn 12. desember. Forkeppni kl. 13.00 verð kr. 500.- Úrslit kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.00 verð kr. 1.500.- Matur, heilsuhlaðborð og úrslit, borðhald hefst stundvíslega kl. 18.00, verð kr. 3.400.- Borðapantanir og forsala miða á Broadway, Hótel íslandi I verslunum Lyfju bjóðum við nú glæsilegt úrval snyrtivara frá heimsþekktum fram- leiðendum, s.s. Clarins, Clinique, Estée Lauder, Gucci, Van Gils, Max Factor, • —n Bourjois o.fl. Bjóðum einnig þekkt ilmvötn í miklu úrvali á stórlækkuðu verði fram til veruleg hætta á að ekki verði tryggð- ar sömu tæknilegu framfarh’ eða þjónusta og á höfuðborgarsvæðinu. I því samhengi má minna á stöðu RARIK á raforkumarkaði, og vanda fyrirtækisins með dreifikerfi í sveit- um. Þá er vert að vekja athygli á því, að ekkert þeirra r-íkja innan Evrópu sem hefur verið að einkavæða síma- fyrirtæki gerir ráð fyrir að skilja grunnkerfið frá þjónustunni, hvorki þannig að ríkið eigi það og reki, né þannig að um það sé stofnað sérstakt hlutafélag í eigu óskildra aðila og ótengt þjónustufyrirtækinu. Ymsar nýjungar í flutningskerfinu eru enn að mestu bundnar við þétt- býlisstaði, svo enn vantar á að hinum dreifðari byggðum sé tryggð viðun- andi þjónusta. I frumvarpinu er mið- að við að stíga skref til að bæta þar úr þar sem ákveðið er að fella gagna- flutningsþjónustu undir alþjónustu- kvöð og tryggja þannig að allir eigi kost á ISDN-þjónustu eða sambæri- legum flutningshraða. Enn liggur ekki fyrir hvaða fjárfestinga er þörf í flutningskerfinu, en þar er þó fyrir- sjáanlega um verulegar fjárfestingar að ræða. Ein þjóð í stóru landi Það er ljóst að öflug, góð og hag- kvæm fjarskipti munu skipta okkur, einstaklinga, fyrirtæki og þjóðina alla miklu máli í framtíðinni. Okkur ber skylda til að hafa í huga að við búum eyland sem er fjarri öðrum löndum, en getum með öflugum fjarskiptum ávallt verið í miðri rás atburðanna. Um leið ber okkur að muna að við erum þjóð sem býr í stóru landi og að mæta þai’f þörfum allrar þjóðarinnar, óháð því hvar menn kjósa að búa. Fjarskiptin leggja upplýsingaþjóðfélaginu til sjálft vegakerfið. Breytingarnar eru gífurlegar og það er því von mín að ný fjarskiptalög varði veginn til betri lífskjara á íslandi. Höfundur er samgönguráðherra. 5$ r Frábærir teamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 10-12 Fyrirtækið ÚTGÁFA Á ÍSLENSKU telur að bókaverð sé of hátt. fslenskar þýðingar eru stundum 4-7 sinnum dýrari en erlenda útgáfan. www.tunga.is Bókin um Louisu Matthíasdóttur Kojmin í BUDIR Kynningarverð í desember 8.980 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.