Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 64

Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 64
AUKk93d21-293-1 tla.is 64 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þú eignast hann ef þú finnur gullbaun í kaffipakka frá Kaaber. Xíktu í þakkalc Vertu stilltur fyrir svefninn Besti undirbúningurinn fyrir góðan og Svefnherbergishúsgögn árangursríkan dag er hollur og góður svefn. Við bjóðum upp á nánast allt sem þú þarft fyrir góðan svefn, m.a. hinar frábæru latex-dýnur og rafmagns- rúmbotna sem hægt er að fá bæði með fjarstýringu og handstýringu. Ðýnur og yfirdýnur Koddar Undirdívan Botnarnir eru með kodda- og setstillingu og upphækkun undir fætur og hné. Hægt er að setja þá beint í rúmgrind eða hafa þá frístandandi sem ein- staklings- eða hjónarúm. VERSLUNIN LYSTADÚN ■• SNÆLANO Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 DANS Davíð Örn Pálsson og Rebekka Ósk Friðriksdóttir dönsuðu af mikilli innlifun. Björn Vignir Magnússon og Hjördís Ösp Ottósdóttir í flokki 12-13 ára frá dansfélaginu Kvistum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hrafn Hjartarson og Helga Björns- dóttir í flokki 12-13 ára frá dansfélaginu Kvistum. Dansinn lottóvinn- ingur dagsins Börn I-K dönsuðu 3 suður-ameríska dansa og 3 sígilda samkvæmisdansa og voru veitt verðlaun fyrir beztan saman- lagðan árangur. Hér voru á ferðinni mörg efnileg og vel dans- andi pör. Með sigur af hólmi fóru Haukur Freyr og Hanna Rún, en þau eru margfaldir Islan- dsmeistarar þótt ung séu að árum. Flokkur Börn II-D keppti einungis í tveimur dönsum og skilaði sínu dags- verki með ágætum. Það voru Gunnhildur og Hildigunnur sem stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. Flokkur Börn II- K2, stóð sig einnig með prýði og dans- aði fjóra dansa, tvö suður-ameríska og tvo sígilda sam- kvæmisdansa. Með sigur af hólmi í þessum flokki fóru þau Hagalín Við- ar og Guðrún Helga. Börn II A/B gerðu það gott á sunnudaginn og stóðu sig vel í sínum dönsum og fóru Adam og Sigurbjörg með sigur af hólmi, mjög verðskuld- að að mínu mati. Börn II-K var að öllum öðrum ólöstuðum langjafnasti og mest spennandi flokkurinn í keppninni. Þarna eru á ferðinni margir geysi- lega sterkir dansarar sem hafa margir hverjir stundað dans í tölu- verðan tíma þótt hér sé ekki um að ræða nema 10-11 ára gamla krakka. Barist var af mikilli hörku um sæti í úrslitunum og var það sterkur og góður hópur sem komst þar inn. Jónatan Ai-nar og Hólmfríður fóru verðskuldað með sigur af hólmi, Gunnhildur H. Steinþórsdóttir og Hildigunnur Stefánsdóttir sigruðu í flokkinum Börn IID. að mínu mati og eru án efa meðal beztu para heims í sínum flokki. Fjögur pör voru skráð til leiks í ílokki Unglingar I K. Þetta var nokkuð jafn flokkur dansaði vel. Þessir keppendur kepptu í fjórum dönsum í hvorri grein, alls átta döns- um. Björn Vignir og Hjördís Ösp áttu góðan dag og hömpuðu gull- verðlaunum í lok keppninnar og brostu breitt! Flokkur Unglingar I keppti ann- ars vegar í fjórum suður-amerískum dönsum og hinsvegar í 4 sígildum samkvæmisdönsum. Það er skemmst frá því að segja að Hrafn og Helga unnu örugglega til gull- verðlauna í báðum flokkum. Þetta eru orðnir þroskaðir dansarar, (mér sem finnst svo stutt síðan þau voru lítil!). Berglind og Birna gerðu það gott í flokki Unglingar II-D og sigruðu stöllur sínar þar með glæsibrag. Einungis eitt par var mætt til leiks í flokki Unglingar II F og fengu áhorfendur glæsilega danssýningu þeirra í stað keppni. Þau Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg eru svo sannarlega glæsilegt par og hafa þau verið í mikilli uppsveiflu undanfarið. Þau eru nýkomin heim frá Hróarskeldu í Danmörku þar sem þau náðu þeim árangri að vinna til bronsverðlauna á Norðurlanda- meistaramótinu sem er nýafstaðið. Einnig var boðið uppá keppni í Mambo nr. 5 og fóru þar á kostum þau Þorleifur Örn Einarsson og Bryndís María Björnsdóttir sem stóðu uppi sem sigurvegarar ogvoru BANS LOTTÓDAIVSKEPPIVIIV íþróttahúsið Seltjarnarnesi Lottódanskeppni Danssmiðjunnar. Sunnudagur 5. desember. ÞAÐ er árviss atburður í dans- heiminum í desember að haldin er svokölluð Lottódanskeppni. Það er Danssmiðjan, dansskóli Jóhanns Arnar og Auðar Haralds sem stend- ur fyrir þessari keppni. Venja er að þessi keppni sé með léttara sniðinu og var svo einnig nú. Umgjörðin var snotur og bar þess keim að nú líður senn að jólum, á borðum voru rauð kerti og jólastjömur og í hornum dansgólfsins voru fagurlega skreytt jólatré. Keppni þessi var væntanlega sú fjölmennasta sem haldin var hér á landi á árinu, en alls voru 122 pör skráð til leiks. Keppt var í flokkum 7 ára og yngri uppí flokk unglinga II, en einnig voru skráð til leiks pör í flokki fullorðinna en urðu frá að hverfa vegna veikinda. Yngstu keppendurnir voru 7 ára og yngri og kepptu þeir í tveimur dönsum; enskum valsi og fingra- polka. Það er skemmst frá því að segja að þessir keppendur stóðu sig frábærlega vel og heilluðu viðstadda, slík var dansgleðin og innlifunin í þessu verkefni sem þeir tóku þátt í. Flokkur Börn IA/D var fjölmenn- asti hópurinn í keppninni og þarna voru einnig mörg pör sem voru að stíga sín fyrstu skref á dansgólfínu. Það er það sama að segja um þennan hóp og hópinn sem dansaði á undan; þau stóðu sig frábærlega vel þegar þau dönsuðu sinn vals og stigu skott- ís. Grétar Ali Khan og Jó- hanna Berta Bernburg í flokki 14-15 árameð fijálsri að- ferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.