Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 75

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 FÓLK í FRÉTTUM Tilraun til tilraunastarfsemi TOJVLIST G e i s 1 a d i s k u r HERBERGI 313 Herbergi 313, geisladiskur hljóm- sveitarinnar Land og synir. Sveit- ina skipa þeir Hreimur Orn Heimis- son (söngur, raddir), Birgir Nielsen (trommur og slagverk), Jón Guð- finnsson (bassi), Njáll Þórðarson (hljómborð, raddir) og Gunnar Þór Eggertsson (gítar). Arnþór Örlygs- son sá um forritun. Aðrir hljóðgjaf- ar eru Samúel S. Samúelsson (strengjaútsetningar), Nora Kornblueh (selló), Þórunn Ósk Mar- ínósdóttir (vióla), Zbigniew Dubik (fiðla) og Szymon Kuran (fiðla). Öll lög eru eftir Hreim Örn Heimisson og eitl þeirra (,,stríð“), semur hann í félagi við Gunnar Þór gítarleik- ara. Textar eru eftir Hreim Örn Heimisson, Gunnar Þór Eggertsson og Jón Guðfinnsson. Upptökum stýrði Addi 800.43,47 mín. Spor og Skífan gefa út. EITT af sígildum deilumálum poppheimsins snýst um hið graf- alvarlega mál hvort menn séu að meina eitthvað með lagasmíðum sín- um. Era þeir að skapa tónlistarinnar vegna eða era þeir einfaldlega að stíga í vænginn við Mammon? ís- lenskar ballsveitir hafa þurft að þola mikla gagnrýni vegna þessa í gegn- um tíðina þar sem margir vilja meina að lagasmíðar þeirra séu bara léleg afsökun til að slá upp enn einu sveitaballinu. Kannski rétt í ein- hverjum tilvikum. En bara það að spila tónlist í þyngri kantinum er ekki næg forsenda til að verða að heiðarlegum tónlistarmanni. Það er fyrir öllu að menn séu sannir í því sem þeir gera, hvort sem um er að ræða gleðipopp eða dauðarokk. Hljómsveitin Land og Synir, sem myndi flokkast sem dæmigerð ball- sveit, gerir meðvitaða tilraun til að brjótast frá hressipoppsstimplinum á „Herbergi 313“, sem er þeirra önn- ur plata. Fyrsta merki þessa blasir reyndar við um leið og maður ber diskinn augum. Umslagið er svona hæfilega „avant garde“, gæti þess vegna tilheyrt einhverri tilrauna- kenndri raftónlistarsveit. Þessar þreifingar Lands og sona í átt að ein- hverju bitastæðara en gleðiglaums- poppi eru nokkuð farsælar í sumum tilvikum. Lagið „Öi-magna“ stendur sér- staklega upp úr. Trommuleikur í skrýtnari kantinum leiðir hlusta- ndann inn í íburðarmikið og drama- tískt lag sem gengur afar vel upp. Strengjanotkun í laginu kemur vel út og era strengjaútsetningar á plöt- unni allri smekklegar. Synirnir koma nokkuð á óvart á plötunni með óhefðbundnum nálgunum við laga- smíðar en það hefur ekki verið þeirra von og vísa til þessa. Það fer t.d. mikið fyini’ skapandi trommuleik á plötunni og oft bregður fyrir óvanalegum gítarhljómum. í laginu „Freistingar" bregður fyrir skemmtilegum reggí-dub tilraunum og einnig er fyrsta lag plötunnar „Undraland“ vel heppnað stílbrot sem byrjar fremur furðulega en líð- ur svo áreynslulaust áfram á alveg hreint indælis vegu. Inn á milli era svo lög sem era með báða fætur fasta í gleðipoppinu og era þau flest öll fremur þunnur þrettándi, því miður, fyrir utan lagið „Saga“, en það kom út í sumar á safndisknum „Svona er sumarið 99“ og hefur það elst alveg þrælvel. Nú er nauðsynlegt að fara út í smá samanburðarfræði. Hljómurinn á „Herbergi 313“ er þyngri en sam- nefnd plata svipaðrar sveitar, Skíta- mórals, en hún kom út fyrr á þessu ári. Skítamóralsplatan gerði þó ná- kvæmlega það sem hún átti að gera, var stútfull af grípandi og hressu þriggja gripa gleðipoppi og var plat- an bara nokkuð vel heppnuð sem slik. Það vill nefnilega bregða við að þegar þessum annars vel heppnuðu tilraunum sleppir hjá Landi og son- um, þá standa eftir ósannfærandi annars flokks popplög. Þeir ættu kannski að snúa sér alfarið að nýbylgjunni á næstu plötu? Textagerð léttpoppsveita er oft í klénna lagi og er þessi plata því mið- ur engin undantekning. Textarnir hér era lítt safaríkir, það er mikið flogið áframj svifið um á skýi með þér o.s.frv. I hinum bamalega titl- uðu, en dágóðu lögum, „Stríð“ og „Fordómar“ era þessar „hér ert þú, ég er þar“ klisjur reyndar góðu heilli brotnar upp. Lagið „Fordómar“ er reyndar eitt besta lag plötunnar, með sterkt og tilflnningaríkt viðlag og þar hljómar Hreimur söngvari einna mest sannfærandi. Það er að sjálfsögðu hið besta mál að menn takist á við hluti sem skipta máli í textagerð sinni. Það er þó grátbros- legt að þegar maður flettir við blað- síðunni sem inniheldm- þessa hug- sjónaríku texta blasir við auglýsing frá einhverju gallabuxnafyrirtæki! „Herbergi 313“ er líklega einlæg og metnaðarfull tilraun til að gera tilraunir og fyrir að þora að taka þá áhættu fá Synirnir stórt prik frá undirrituðum. Þetta er þó fremur meinlaus poppplata er allt kemur til alls, þó vissulega sé hún stór framför frá síðustu plötu. Land og synir fljúga því áfram og það á réttri leið. Gangi ykkur vel strákar. Arnar Eggert Thoroddsen r KAMINUR Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MIKIÐÚRVAL- Frestar tónleikum ÁSTARKARLINN sjálfur, Barry White, hefur frestað tónleik- um í annað sinn á þessu ári og er ástæðan þreyta að sögn tals- manns söngvarans. Whit e er 55 ára að aldri og flaug fyrr en aætlað var heim úr Evrdpuför sinni sem þýðir að Ijöldi tónleika, aðallega í Bretlandi, frestast um óákveðinn tíma. I ágúst frestaði hann sjö tón- leikuin í Bandaríkjunum. Hann mún nú gangast undir ítarlega at- hugun á sjúkrahúsi í San Diego þar sem hann býr. Wliite var á tónleika- ferðalagi til að kynna nýju plötuna sína „Staying Power“ sem hefúr selst í milljónum eintaka í Banda- rílijunum. Tónleika- ferðalög virðast hins vegar fara illa í söngvarann því ár- ið 1995 var hann lagður inn á sjúkrahús eftir slíka ferð með of há- an blóðþrýsting. PFAFF cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvert er mikilvægasta Norðurlandamálið? www.tunga.is Bingó alla fimmtudaga kl. 19.15 í félagsheimilinu Ásgarði, Glæsibæ. Frítt kaffi. Sér reyklaus salur. Nýtt kortatímabil. Öllum opið. Upplýsingar í síma 588 2111. Ásgarður, Glæsibæ. 7V OLYMPIA f Sölustaðir: Reykjavík: Nettó Mjódd - Nóatún Hringbraut - Ellingsen Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Hjá Marfu ísafjörður: Olíufélag útvegsmanna Hvammstangi: Kaupfélag V-Húnvetninga Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga Siglufjörður: Strax Ólafsfjörður: Strax Akureyri: Nettó - Hrfsalundur Húsavík: Þingey Hvolsvöllur: KÁ. Hella: K.Á. Vestmannaeyjar: K.Á. Dreifingaraðlli: Rún heildverslun. Sfmi 568 0656. MARATHON 5? - By OLYMPIA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.