Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 84

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 84
ftgmiMiifeife Traust, íslenska muruoru Slðan 1972 |J .. Leitið tilboða! « SfSÍIipi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uti að leika sér SNJÓRINN liggur yfír öllu landinu. lög en kætir krakkana sem leika Hann tálmar umferð og tefur ferða- sér í honum af hjartans lyst. Kortleggja vanda- mál við nýtingu RANNSÓKNASTOFNUN fískiðn- aðarins hlaut nýverið 600 þúsund króna forverkefnastyrk frá Rann- sóknarráði Islands til að greina vandamál er lúta að nýtingu ís- lenskrar villibráðar. I lok for- verkefnisins á að meta áhuga og þörf á þróunarverkefni um bætta nýtingu íslenskrar villibráðar og koma saman samstarfshópi um markvissari nýtingu villibráðar á Islandi. Að sögn Gunnars Páls Jónsson- ar, matvælafræðings og verkefnis- stjóra, er markmiðið með rann- sókninni að kortleggja vandamál sem lúta að nýtingu villibráðarinn- ar og verður rannsóknin unnin m.a. með því að taka viðtöl við þær starfsstéttir og áhugahópa sem hafa með nýtingu og vinnslu villibráðarinnar að gera. Kannað verður hvaða kröfur yfírvöld gera með tilliti til öryggis, bæði til heil- brigðis og nýtingar stofna. Einnig á að skoða meðferð, vinnslu og geymsluþol auk markaðssetningar villibráðarinnar og er reiknað með þvi að rannsókninni ljúki í vor. Gunnar Páll segir að rannsókn- in muni beinast að öllum dýrateg- undum, öðrum en fiskum, sem telj- ast til íslenskrar villibráðar og má þar nefna endur, gæsir, hreindýr, sel, rjúpu og svartfugl svo fátt eitt sé nefnt. Að rannsókninni kemur, auk Gunnars Páls, Guðjón Þor- Aflaverðmæti Arnars HU yfír milljarður AFLAVERÐMÆTI frystitogarans Arnars HU frá Skagaströnd var í gær orðið rúmlega einn milljarður króna á þessu almanaksári. Aflinn upp úr sjó er ríflega 6.100 tonn og uppistaðan þorskur. Ekkert skip hefur áður fískað fyrir meira en einn milljarð króna á einu ári. Fyrra metið átti Samherjatogar- inn Baldvin Þorsteinsson EA. Hann fiskaði fyrir 790.000 milljónir króna í fyrra, en þá var aflaverðmæti Arn- ars 760 milljónir króna. Miðað við að enginn skipverji fari meira en tvo af hverjum þremur túr- um er hlutur háseta á Arnari í ár um átta milljónir króna og hlutur skip- stjóra tvöfalt hærri. „Við erum auð- vitað ánægðh' með árangurinn. Hann skapast fyrst og fremst af góðri kvótastöðu, góðri útgerð og góðum mannskap, en úrslitum ræð- ur að við erum með rúman þorsk- kvóta,“ sagði Guðjón Guðjónsson af- leysingaskipstjóri við Morgunblaðið í gær, en þá var skipið úti fyrir Norðurlandi á leið austur. Þorsk- kvóti Skagstrendings er um 4.000 tonn og er hann að mestu á Arnari. „Frátafir hafa verið litlar, en reynd- ar vorum við í slipp í upphafi árs og fórum ekki út fyrr en 17. janúar. Þetta byggist einfaldlega á veiði- heimildum, hvað er mikið skammtað í menn og okkar skammtur er stór.“ Guðjón sagði að vinnsla og pökkun færi eftir því hvar markaðurinn væri bestur. „Frystigetan er á milli 40 og kelsson matvælafræðingur og hefst rannsóknin innan skamms en hcildarkostnaður við hana er 1.200 þúsund krónur. „Við munum taka viðtöl við þá aðilia sem meðhöndla villibráðina með ólíkum hætti, s.s. aðila í veit- ingahúsarekstri, kjötiðnaðar- menn, matreiðslumenn, Náttúru- fræðistofnun, veiðistjóra og ýmis hagsmunasamtök, m.a. Skotveiði- félag Islands og Bændasamtökin," segir Gunnar Páll. „Hugmyndin með rannsókninni er sú að leggja grunn að frekari rannsóknaverkefnum í framtíð- inni, sem yrðu afmarkaðri en sú rannsókn sem hér er að hefjast." Að sögn Gunnars Páls verður leitast við að svara ýmsum rann- sóknarspurningum eins og þeim, hvernig vinnslu og verkun villi- bráðarinnar sé háttað, matreiðslu hennar og margra annarra. Síðan verður upplýsingunum safnað saman um aðferðir og vinnubrögð hinna ólíku aðila sem meðhöndla villibráðina og reynt að komast að því hvaða vandamál er helst við að eiga. „Meginþema rannsóknarinn- ar er enda að kortleggja vanda- málin svo unnt sé að einangra þau og takast á við þau í frekari rann- sókn,“ segir Gunnar Páll. Litlar sem engar rannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar hér á landi svo vitað sé en að sögn Gunnars Páls er engu að síður vaxandi áhugi fyrir hendi og mun rannsóknin einnig byggjast á heimildaleit um rannsóknir á villi- bráð hérlendis sem eriendis. » 50 tonn á sólarhring, en það reynir ekkert á það í flakavinnslunni. Það er mikil vinna við þetta, sérstaklega flakavinnslan sem er mjög seinleg. Við verðum því að passa okkur á því að taka ekki of mikið í holi og draga þannig úr gæðunum. Við reynum að takmarka okkur við 8 til 10 tonn í holi, en auðvitað kemur stundum meira. Við slökum ekki á gæðum til að koma meiru í gegn.“ sagði Guðjón Guðjónsson. ■ Slökum ekki/30 ■BB Frávísunarkröfu í morðmáli hafnað í héraðsdómi Krafðist frávísimar vegna ófull nægjandi lögreglurannsóknar Styrkur til rannsókna á villibráð Fjárfest- um boð- inn hlutur í Kaupási STEFNT er að því að bjóða fagfjárfestum að fjárfesta í Kaupási í byrjun næsta árs, að sögn Þorsteins Pálssonar, for- stjóra Kaupáss. Seinna á át'inu er hugsanlegt að almenningi bjóðist að fjárfesta. Þorsteinn segir alltaf hafa verið stefnt að því að Kaupás yrði skráður á markað en ákvörðun um hvenær það yrði, liggi ekki fyrir. Ekki heldur ákvörðun um hversu stór hluti verður boðinn fagfjárfestum eftir áramót. Þorsteinn mun halda erindi á ráðstefnu um fjármál og um- breytingu fyrirtækja se_m hald- in verður á vegum Islands- banka F&M í dag. í samtali við Morgunblaðið - -it sagði Þorsteinn jafnframt að stefnt væri að opnun fjögurra nýrra verslana á næstu sex mánuðum, í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, á Höfn í Horna- firði og Djúpavogi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu lög- manns Þórhalls Ölvers Gunnlaugs- sonar, sem ákærður er fyrir manndráp, með því að hafa banað Agnari W. Agnarssyni á heimili hans við Leifsgötu í sumar. Mál ríkissaksóknara gegn ákærða var tekið fyrir í gær og var kröfu um lokað þinghald ennfremur hafnað. Aðalmeðferð í málinu hefst 10. jan- úar en gæsluvarðhald ákærða renn- ur út 14. janúar. Öflun sýnilegra sönnunargagna í málinu lauk í gær og lagði ákæru- valdið fram fjóra hnífa sem tengjast málinu og mun síðar leggja fram myndbandsupptöku af brotavett- vangi. Sækjandi og verjandi ákærða deildu um réttmæti þess að lögð yrði fram mappa verjanda með rannsóknargögnum, sem ekki voru lögð fram af hálfu ákæruvalds og mótmælti sækjandi framlagningu möppunnar þar sem gögn í henni hefðu ekki þýðingu í málinu að svo stöddu. Dómurinn tók þá ákvörðun að taka við möppu verjanda sem framlögðu málsgagni þar sem ekki þótti sýnt fram á þarfleysi gagn- anna. Dómurinn hafnaði hinsvegar kröfu verjanda fyrir hönd ákærða um að málinu yrði vísað frá dómi en krafan var byggð á því að lögreglu- rannsókn hefði verið ófullnægjandi og hefði ákærði ekki fengið að gefa skýrslu hjá lögreglu þrátt fyrir ósk sína þess efnis. Sagði verjandi enn- fremur í rökstuðningi sínum fyrir frávísunarkröfunni að ef ákærði hefði fengið að koma að sínum sjón- armiðum á rannsóknarstigi hefði ákæruvaldið litið málið öðruvísi aug- um en raun bæri vitni. Sækjandi mótmælti frávísunar- kröfu verjanda og vísaði til þess að samkvæmt lögum um meðferð opin- berra mála væri dómara ekki heim- ilt að vísa máli frá dómi þótt lög- reglurannsókn væri ófullnægjandi. Stefnt er að því að aðalmeðferð og málflutningur í málinu fari fram 10. til 12. janúar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.