Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akveðið að sameina Málflutningsskrifstofuna og stofu A&P lögmanna V er ður stærsta lög- mannsstofa landsins ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Málflutnings- skrifstofuna og stofu A&P lögmanna. Málflutn- ingsskrifstofan er elsta lögmannsstofa landsins, stofnuð árið 1907 af Sveini Bjömssyni, síðar for- seta. Til verður um það bil 30 manna fyrirtæki í eigu 10 lögmanna, stærsta lögmannsstofa lands- ins. Eigendur stofunnar eru Árni Vilhjálmsson hrl., Einar Baldvin Axelsson hdl., Erlendur Gíslason hrl., Gunnar Sturluson hrl., Hákon Árnason hrl., Jakob R. Möller hrl., Jóhannes Sigurðsson hrl., Othar Örn Petersen hrl., Pétur Guðmundarson hrl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Stefnt er að því að starfsemi nýju skrifstofunnar hefjist í byrjun næsta árs í endurbættu húsnæði í Borgartúni 24. Þá verður kynnt nýtt nafn á stofunni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Starfsmenn nýja fyrirtækisins verða alls 30, eigendurnir eru tíu og löglærðir fulltrúr þeirra jafn margir. Möguleikar á betri þjónustu Talsmenn lögmannsstofanna, Árni Vilhjálms- son og Gunnar Sturluson, segja að báðar stofurn- ar hafi einkum unnið fyrir atvinnuíyrirtæki, með- al annars mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og því skili það miklu að sameina krafta þeirra. „Við teljum að stærri einingar séu betur í stakk búnar til að veita þá þjónustu sem atvinnulífið þarf á að halda,“ segir Gunnar og Árni segir að aukin sérhæfing sé nauðsynleg í nútíma lagaum- hverfi. Lögmennirnir segja að rekstur sameigin- legrar skrifstofu verði hagkvæmari en rekstur tveggja. Árni Vilhjálmsson segir að við sameiningu sé einnig hugað að möguleikum til vaxtar fyrirtæk- isins. Báðar lögmannsstofurnar hafa mikið unnið fyrir erlend fyrirtæki. Telja þeir félagar unnt að sækja enn frekar fram á því sviði. Tekinn með hálft kg af hassi RÚMLEGA fertugur íslenskur karlmaður var tekinn með hálft kg af hassi í Leifsstöð á þriðju- dag. Maðurinn er búsettur í Dan- mörku og var stöðvaður af Toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli þegar hann kom með flugi frá Kaupmannahöfn. Reyndist maðurinn við skoðun hafa hálft kg af hassi innanklæða og við- urkenndi við yfii'heyrslur að eiga efnið. Maðurinn, sem ekki hefur komið við sögu fíkniefnamála áður, var handtekinn og fluttur til yfirheyrslu hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík sem rannsakar málið. Starfsemi Barnahúss riðar til falls að mati forstjóra Barnaverndarstofu Dómarar nota ekki húsið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Björk Sigbjörnsdóttir með myndarlegan blárefabelg. Hún var að pakka verkuðum skinnum á Hrólfsstöðum a Jökuldal nú í vikunni. Minkaskinn hækka um 70% á uppboðum Vadbrekku, Jökuldal. Morgunblaðiö. MINKASKINN hækkuðu í verði á uppboði sem var haldið nýlega í Danmörku. Sú hækkun nam allt að sjötiu af hundraði og fást nú allt að tvö þúsund og fimm hundruð krón- ur fyrir hvert skinn. Refaskinn stóðu í stað á sama uppboði og er meðalverð þeirra um tvö þúsund og sjö hundruð krónur stykkið. Mikil hækkun varð á refaskinn- um á liðnu hausti en sú hækkun hélt ekki áfram á desemberuppboðinu. Að sögn refabænda skapar þessi hækkun nokkuð góða afkomu í minknum, en hækkunin þarf að vera meiri í refnum til að endar nái saman. Góð sfldveiði fyrir vestan land STARFSEMI Barnahúss riðar til falls að mati Braga Guðbrandsson- ar, forstjóra Barnaverndarstofu, eftir breytingar á lögum um með- ferð opinberra mála í vor. Lagabreytingin gerði héraðs- dómurum skylt að bera ábyrgð á skýrslutökum af börnum, sem voru meint fórnarlömb kynferðislegs of- beldis. í kjölfar lagabreytinganna var útbúið sérstakt yfirheyrsluherbergi í Héraðsdómi Reykjavíkur og hafa dómarar að mestu notað þá aðstöðu í stað þess að yfirheyra í Barnahúsi. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að við blasi að leggja Barna- hús niður vilji dómarar ekki nota sér þá aðstöðu sem þar er og segir það miður. „Við trúðum því að aðstaðan í Barnahúsi væri sú besta fyrir meint fórnarlömb kynferðisofbeldis en það er ekki hægt að réttlæta Barna- hús ef það er ekki notað,“ sagði Páll og bætti við að nota yrði Bamahús undir aðra starfsemi ef dómarar kærðu sig ekki um að nýta sér að- stöðuna þar. Dómstjdri segir aðstöðuna síst verri í héraðsdómi Friðgeir Björnsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, segir að aðstaðan í Héraðsdómi Reykjavík- ur sé að mati dómara síst verri en sú sem er í Barnahúsi og að sumu leyti betri. Segir hann ennfremur aðalreglu réttarfars þá, að dómsat- hafnir eins og skýrslutökur fyrir dómi, fari fram á þingstað þ.e. í hér- aðsdómi, en frá því séu þó heimilar undantekningar. Sigurður Tómas Magnússon, héraðsdómari og for- maður dómstólaráðs, segir að ráðið muni hafa forgöngu um að koma upp í byrjun næsta árs sérstakri vakt fimm dómara við héraðsdóm- stólana á Vesturlandi, Suðurlandi, Reykjanesi og Reykjavík til að ann- ast skýrslutökur af börnum á rann- sóknarstigi. Ætlunin sé að veita dómurum aukna menntun og þjálf- un í slíkum viðtölum. Þá hafi verið lagður grunnur að stofnun sérfræð- ingahóps til aðstoðar dómurum við skýrslutökur, einkum af yngri börn- um. M.a. hefur verið leitað til sér- fræðinga Barnahúss vegna þessa. Dómstólaráð gæti sett leiðbeinandi reglur Bragi Guðbrandsson segir að þrennt gæti gerst í framhaldi af þeirri þróun sem átt hefur sér stað frá lagabreytingunum í vor. Ef skýrslutökur færðust frá Barnahúsi til dómhúsa vítt og breitt um landið mætti vænta þess að Barnahúsi yrði lokað. „í öðru lagi gæti það gerst að dómstólaráð setti leiðbeinandi reglur sem væru fólgnar í því að dómarar notuðu Barnahús fyrir skýrslutökur af börnum yngri en 14 ára en notuðu dómhúsin ef þeir svo kysu fyrir eldri börnin og hefðu að- gang að sérfræðingum Barnahúss ef þeir óskuðu þess,“ sagði Bragi. Hann telur í þriðja lagi að það hljóti að koma sterklega til álita að breyta núgildandi lögum til fyrra horfs þ.e. að lögregla og ákæruvald beri ábyrgð á skýrslutökunum. „Ef starfsemi Bamahúss leggst af er ljóst að börn sem eru meint fórnarlömb kynferðisofbeldis þurfa að leita víðar en æskilegt er t.d. vegna læknisskoðunar, sálfræði- meðferðar og annars, í stað þess að fá alla þjónustu á einum stað í Barnahúsi. Það væri stórt skref aft- ur á bak því kærum vegna kynferð- isbrota myndi fækka verulega í Rjölfarið." GÓÐ síldveiði var út af miðjum Breiðafirði í fyrrinótt og sömu sögu var að segja frá Norðfjarðardýpi. Víkingur AK landaði um 800 tonn- um af síld á Akranesi í gærkvöldi og sagðist Viðar Karlsson skipstjóri ætla aftur út í nótt sem leið og reyna að sækja 550 tonn sem eftir eru af kvótanum. Fjögur trollskip og jafnmörg nótaskip vora út af Breiðafirði í gær en Viðar sagði að veðrið hefði sett strik í reikninginn og sennilega væra aðeins tveir bátar eftir á mið- unum. „Grindvíkingur fékk mjög góða veiði, 400 tonna kast, en ann- ars var þetta barningur og ekkert hefur náðst í trollið í tvo sólar- hringa." Beitir NK hefur verið að gera það gott í síldinni fyrir austan en hann landaði 400 tonnum í Nes- kaupstað í gær eftir að hafa verið á Norðfjarðardýpinu í sólarhring- Beitir hefur fengið um 4.500 tonn af síld á um fimm vikum. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerðar- stjóra Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, hefur þetta verið góð síld sem hefur öll farið í vinnslu á staðnum. ÁFÖSTUDÖGUM ; Naumur sigur Njarðvíkur á Kefiavík / C2 (•••••••••••••••••••••••••••• ; íslendingar unnu Rúmena í Hollandi / C4 |Ror0imbíaí»tb Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.