Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 64
*64 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UM ARÐSEMIRAFORKUSOLU TIL ÁLVERS Á REYÐARFIRÐI Kristján Stefán Gunnarsson Pétursson Á UNDANFÖRN- UM vikum hafa þeir Þorsteinn Siglaugsson, viðskiptafræðingur, og . Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, ritað í Morgunblaðið og Frjálsa verslun um arðsemi Landsvirkjun- ar af sölu á raforku til fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði. Hafa þessi skrif vakið veru- lega athygli. Er nið- urstaða höfundanna sú að tap fyrirtækisins af þéssum samningum verði talið í tugum milljarða króna. Þaé ber að virða að sérfræðingar skuli láta sig varða arðsemi Fljóts- dalsvirkjunar og annarra fram- kvæmda sem Landsvirkjun þarf að leggja í vegna hins fyrirhugaða ál- vers á Reyðarfirði. Hér er um að ræða gríðarlegar framkvæmdir og miklu skiptir að staðið sé vel að því arðsemismati sem liggur til grund- vallar þeirri ákvörðun að ráðast í fjárfestinguna. Hins vegar er nauð- synlegt að áhugamenn, sem finna hjá sér þörf til að fjalla um málin á opinberum vettvangi, gæti hófs í umfjöllun sinni. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þeir ekki aðgang að ná- kvæmum upplýsingum er varða ein- -staka þætti verkefnisins og því byggist niðurstaða þeirra um arð- semi á þeim forsendum sem þeir leggja til grundvallar. Þeir tveir ágætu menn sem við nefndum að of- an hafa sjálfir gefið sér misgóðar forsendur um stofnkostnað, orku- getu, orkuverð, rekstrarkostnað, endingartíma og ávöxtunarkröfu. Sumar eru nærri lagi á meðan aðrar eru alrangar. Aðferðafræðin virðist hins vegar í meginatriðum rétt. Þorsteinn heldur því fram í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 8. des- ember sl. „að aðferðir Landsvirkj- unar við mat á áhættu og arðsemi séu hagfræðilega ótækar“. Af þess- um sökum teljum við skylt að skýra þá aðferðafræði sem Landsvirkjun notar við að leggja mat á arðsemi þeirra samninga sem framundan eru. Þá viljum við fjalla lítilsháttar um sumar þeirra forsendna sem þeir Þorsteinn og Sigurður hafa notað, án þess þó að greina ná- kvæmlega frá forsendum fyrirtæk- isins, enda fara samingar við Norsk Hydro og aðra fjárfesta ekki fram í fjölmiðlum. Krafa um arðsemi Nokkuð hefur borið á því í um- ræðunni að undanförnu að Lands- virkjun leggi þjóðhagsleg áhrif til grundvallar þegar kemur að samn- ingum um stóðriðju. Jákvæð þjóð- hagsleg áhrif eru að sönnu mikil- væg en þau hafa engin áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækisins um að ráðast í framkvæmdir. Landsvirkj- un hefur sem meginmælikvarða á arðsemi af þessari orkusölu að virði fyrirtækisins, eins og það er mælt á almennum markaði, hækki við þennan samning. Ávöxtunarkrafan sem mönnum hefur orðið tíðrætt um leggur einmitt mat á þetta. Eins og fram hefur komið samanstendur ávöxtunarkrafa fjárfestingar („WACC“ eða „weighted average eost of capital“) af tveimur þáttum. Annars vegar er um að ræða fjár- magnskostnað á lánsfé og hins veg- ar kröfu um arðsemi eigin fjár. Ávöxtunarkrafan er síðan reiknuð Ljóst er að Landsvirkj- un getur ekki ráðist í virkjunarframkvæmdir, segja Stefán Pétursson og Kristján Gunnars- son, nema því aðeins að arðsemi verkefnisins sé tryggð. með því að taka vegið meðaltal sem byggist á hlutföllum lánsfjár og eig- in fjár í fjármögnun verkefnisins. Þarna verður Þorsteini nokkuð á í útreikningum sínum. Eiginfjárhlut- fall Landsvirkjunar er í dag um 30% og gefur Þorsteinn sér að hið sama muni gilda fyrir Fljótsdalsvirkjun. Þetta er mjög hæpin forsenda og má í þessu sambandi geta þess að eiginfjárframlag fyrirtækisins í tengslum við orkuöflun vegna stækkunar ÍSAL, Norðuráls og stækkunar járnblendiverksmiðj- unnar var verulega lægri en sem þessu nemur. Þá má nefna að fjár- málastofnanir gera almennt lægri kröfur um eiginfjárframlag við orkuframkvæmdir, sérstaklega við vatnsaflsvirkjanir, en í flestum öðr- um atvinnugreinum. Landsvirkjun er um þessar mundir að taka lokaákvörðun um þá ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið mun nota við mat á samningunum við Norsk Hydro. Fyrirtækið stendur nú á ákveðnum tímamót- um. Sumir eigenda hafa lýst áhuga á því að Landsvirkjun verði gerð að hlutafélagi á næstu árum og gera má ráð fyrir því að einhver hluti fyr- irtækisins verði seldur á markaði í framhaldinu. Þá er líklegt að fyrir- tækið muni við hlutafélagavæðingu missa margumrædda ríkisábyrgð á lánum. Það gefur því augaleið að Landsvirkjun getur á engan hátt reynt að nota einhverja óskil- greinda „opinbera ávöxtunarkröfu" eins og þeir félagar hafa látið liggja að. Fyrirtækið hefur leitað til fær- ustu sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvaða arðsemiskröfu fjárfestar muni gera til hlutafjár í fyrirtækinu. Þá er einnig í gangi at- hugun á því hvaða áhrif breytt rekstrarform muni hafa á vaxta- kostnað og fjármagnsskipan. Skemmst er frá því að segja að er- lendir sérfræðingar taka ekki undir spár Sigurðar um „eitt til fleiri við- bótarprósent á fjármagnskostnað", sem hann hélt fram í grein sinni í nóvemberhefti Frjálsrar verslunar. Vert er að benda á reynslu bank- anna í þessum efnum. Búnaðar- bankinn, FBA og Landsbankinn réðust allir í að endurfjármagna eldri lán eftir að þeim vargert að starfa í hlutafélagsformi. Ástæðan er sú að hækkun vaxtaálagsins við afnám ríkisábyrgðarinnar var lægri en sem nam því ábyrgðargjaldi, sem áður val’ greitt í ríkissjóð. Ávöxtunarkrafan er ákaflega mikilvæg því að með henni er fundið lægsta verð sem Landsvirkjun get- ur sætt sig við á hverja kWst þannig að heildarsamningurinn standi und- ir fjármagnskostnaði af lánsfé og skili eigendum eðlilegum arði á eig- kfinqlijnni IHÆD Vandaður barnafatnaður allt ao 90% afslattur Toppmerki í skóm fyrir alla fjölskylduna á veröi frá kr 500 i Dömu oq herra tískufatnaður 50-90% (a moti Eurocardy I ARMULA 23 opii) alla daga frá kl.12:00 til 10:00 til aldamóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.