Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Jónas Bragi sýnir í Hári oer list MYNDLISTARMAÐURINN Jón- as Bragi hefur opnað sína fimmtu einkasýningu og stendur hún nú yilr í Hári og list, Strandgötu 39, Hafnar- firði. Yfirskrift sýningarinnar er Bárur og þar sýnir Jónas Bragi skúlptúra og myndverk sem hann hefur unnið úr kristalgleri og öðrum glerefnum.Verkin sem Jónas Bragi sýnir nú eru flest geometrísk form sem skírskota í nátturuna. Jónas Bragi lauk námi í skúlptúra- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1989 og stundaði glerlistarnám í West Surrey College of Art & Des- ign og Edinburgh College of Art, þaðan sem hann lauk meistaranámi í glerlist en verk hans Öldurvar valið besta útskriftarlistaverk úr gleri á Bretlandseyjum á sýningunni Cryst- al ’92. Jónas Bragi var valinn mynd- listarmaður Kópavogs 1997 ásamt því að verk hans hafa verið valin til opinberra gjafa til erlendra þjóð- höfðingja og annarra ráðamanna. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga víðsvegar um heim, t.d. í Japan, Hollandi, á Englandi, Norð- urlöndum o.fl. Sunnudaginn 19. desember mun Jónas Bragi vera á sýningunni og spjalla um verk sín. Sýningin er opin á almennum opn- unartíma verslana virka daga og kl. 14-18 á sunnudögum. Ríkey sýn- ir grafík- verk LISTAKONAN Ríkey Ingi- mundardóttir sýnir nú í franska salnum í galleríi sínu á Hverfisgötu 59, ný listaverk úr brenndum skúlptúrleir og postulíni, s.s. skálar, styttur og lágmyndir. Einnig málverk og grafík. Sýningin er opin virka daga kl. 13-18. Um þessa helgi verð- ur sýningin opin frá kl. 13-21. Vf\ r Frábærir Mamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 1012 Gíróseðlar liggja frammi í ðllum bðnkum, sparisjóðum og á pósthúsum. ^ Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Blái hnött- urinn HAFIÐ ÞIÐ heyrt um bláa hnött- inn? Á honum vaxa pálmatré og reynitré og þar búa nieðal ann- arra mörgæsir, ljón, selir, köngu- lær og börn. Um hann snýst ein sól og eitt tungl og einu sinni á ári fljúga þúsund milljón fiðrildi hringinn í kringum hnöttinn, sem er ekkert svo ólíkur hnettinum sem Morgun- blaðið kemur út á nema þarna er ekkert fullorðið fólk. Bara börn. Andri Snær Magnason er höf- undur Sögunnar af bláa hnettin- um, nýútkominnar barnabókar sem jafnframt er fyrsta íslenska barnabókin sem tilnefnd hefur verið til Islensku bókmenntaverð- launanna. Einnig er hún tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykja- víkur. Andri hefur skrifað ljóð, leikrit og smásögur og Sagan af bláa hnettinum er fyrsta barnabók hans. Leikrit um bláa hnöttinn hefur hann skrifað og verður það sýnt í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári. Myndlýsingar í Sögunni af bláa hnettinum gerir Áslaug Jónsdóttir sem hefur skrifað og teiknað sex barnabækur og myndlýst bækur sem skrifaðar eru af öðrum. Fyrir myndlýsingar sínar er Áslaug til- nefnd til H.C. Andersen-verðlaun- anna, sem eru heimsþekkt barna- bókaverðlaun. „Mig langaði til að skrifa barna- bók sem fólki þætti vænt um þeg- ar það yrði eldra. Þá gæti það les- ið hana og fundið kannski í henni aðra vídd en þegar það las hana þegar það var minna. Bók sem fólk yxi ekki burt frá,“ segir Andri þegar blaðamaður hittir hann og Áslaugu. Andri heldur áfram: „Þetta byrjaði sem frekar sak- laust ævintýri um börn sem eru fullkomlega frjáls og búa á hnetti. En bara með því að láta einn mann lenda þar og kenna þeim að fljúga með því að bera á sig fiðr- ildaduft þá fer allt í óefni. Eftir að hafa prófað sjálfur að skapa hnött þá sé ég betur hvað hnettir eru illa hönnuð fyrirbæri. Það eru margar hliðar á hverjum hnetti og ómögulegt að hafa yfirsýn yfir hann allan. Örlítið hliðarspor eða of vinsæll maður á annarri hlið hnattarins getur haft ferlegar af- leiðingar fyrir hinn hluta hans. Svo langaði mig til að skrifa bók sem fengi börn til að hugsa. Það er nefnilega óþarfi að vernda börn fyrir hugsunum, og því síður fyrir myrkrinu og lifsháskanum eins og barnabækur hafa gjarnan gert á síðustu tímum. Bókin átti bæði að vera hættuleg og falleg. Og frum- leg, til þess hún kæmi lesendum sínum sem mest á óvart. Eg lagði mig allan fram og hugsaði með mér að þó að ég skrifaði ekki fleiri verk yrði þetta að vera verk sem ég yrði alltaf glaður með.“ Þegar Andri hafði skrifað sög- una, sem hann lauk við fyrir rúmuári, bauð útgefandinn honum að velja sér teiknara. Eftir að hafa skoðað teikningar í íslenskum barnabókum síðustu ára valdi hann Áslaugu Jónsdóttur til verksins. „Við hittumst ekki augliti til auglitis," segir Áslaug „fyrr en langt var liðið á samstarfíð sem fór á meðan fram á Netinu því ég bjó ekki í bænum. Eg tók söguna strax upp á arma mína, það er að segja ég vann myndirnar af ást á textanum, en ekki fyrir tímakaup. Eg vinn myndlýsingar í bækur í höndunum, ekki í tölvu, og mynd- irnar í þessari bók eru málaðar með akrýl á svartan pappir. Um- brotið vann ég svo á tölvu.“ „Við gengum alla leið í að færa verkið inn í hefð heimsbókmennta og nefnum til dæmis pappír og let- urgerð eins og í fínustu ljóðabóka- útgáfum,“ segir Andri og Áslaug bætir við: „Þetta á að vera eðlilegur þáttur í frágangi. Manni er sagt að dæma ekki bók eft- ir útliti og snobba ekki fyrir útliti en fyrir mér er bók þrfvítt verk sem maður tekur sér í hönd.“ Andri: „Við vild- um ekki fara Disn- ey-leiðina. Við vild- um að verkið yrði fallegt fyrir hvcrn þann sem opnaði það. Ekki bara fyrir börn.“ Áslaug: „Við vorum gagnrýnd fyrir það hvað bókin birtir fáar myndir af börnunum og aðalper- sónunum en það er meðvitað af okkar hálfu. Við hugsuðum okkur sjónarhorn myndanna út frá barn- inu, að það væri barnið sjálft sem læsi bókina, barnið sæti fyrir framan köngulærnar, það sæi fiðr- ildin, sólina, Gleði-Glaum og ský- in.“ „Við vildum ekki gera of miklar fígúrur úr börnunum því hvert barn sem les er sín eigin fígúra,“ segir Andri. Á íslandi hefur enginn enn sem komið er haft fulla atvinnu af því að teikna myndir í barnabækur en í nágrannalöndum vinna teiknarar við barnabækur allan sólarhring- inn. Lítið fjármagn hefur verið lagt í barnabókagerð hér á landi og hafa fáir íslenskir teiknarar íl- engst í greininni. En með tölvu- tækni og framförum í prentiðn gæti verið von á breyttum tíma í íslenskri barnabókagerð. Að sögn Áslaugar gæti aukin athygli al- mennings á barnabókum og mynd- um þeirra eflt metnaðinn innan greinarinnar, þannig gætu til dæmis tilnefningar til verðlauna haft góð áhrif. „Ef höfundur skrifar sögu sem á að myndskreyta," segir Áslaug að síðustu „þá verður hann að nota svipað hugarfar og við skrif á kvikmyndahandritum. Það þýðir lítið að láta margar blaðsíður ger- ast í sama sófanum. Það verður að vera taktur í myndheiminum. Og hann fann ég strax í Sögunni af bláa hnettinum því sagan og myndir hennar eru á stöðugri hreyfingu." Eins og snúningur óvenjulegustu og venju- Iegustu hnatta. Lengi hefur sá mis- skilningur verið við lýði á Islandi að bækur með myndum einskorðist við börn og því stærra um- brot og þeirn mun myndríkari sem bækur eru því yngri séu les- endur þeirra. Hér þyrfti að breyta hugs- unarhættinum og jafn- vel minnast þess að er- lendis eru myndabækur og teiknimyndasögur jafnt gefnar út fyrir fullorðna og fyrir börn. Sagan af bláa hnettin- um er bók sem börn á öllum aldri finna sig í og ekki aðeins til einn- ar nætur. Að lokum má benda á að hægt er að skoða vef um Gleði-Glaum, fullorðna karlinn sem birtist dag einn á hnettinum og byrjar að breyta þar gangi mála. Slóðin er: http://www.glaumur.mm.is Góða skemmtun. Brimir sá Huldu vinkonu sína draga á eftir sér stóran og þungan poka. Hann hljóp til hennar. - Hæ, sagði Brimir, hvað er í pokanum? - Bara selur. - Bara selur? - Já bara einn selur en líka app- elsínur og tvær kanínur. - Nammi namm, veiddirðu sel? -Iss, það var ekkert mál, hann var svo lítill, ég rotaði hann með lurki, sagði Hulda og sló létt á hausinn á Brimi. - A ég að hjálpa þér að draga pokann? - Það væri ágætt. Þau örkuðu af stað eftir fjörunni og drógu á eftir sér pokann sem máði burt sporin í sandinum. Brimir og Hulda klifruðu upp á hól. Þau horfðu út á hafið og svarta íj'örusandinn í víkinni með pálmat- rjánum þar sem þau ætluðu að verka skinnið og elda selinn. Ur Sagan af bláa hnettinum Andri Snær Magna- son Nýjar bækur • 20. ÖLDIN - Mesta um- brotaskeið mannkynssögunnar í máli og myndum. Þýtt hafa Helga Þórarinsdóttir, Ólöf Pétursdóttir, Jóhannes H. Karlsson og Ingi Karl Jóhannesson. Bókin er ítarlegur annáll verald- arsögunnar á 20. öld, þar sem öll- um merkustu atburðum aldarinnar eru gerð skil í texta og með mikl- um fjölda ljósmynda, en jafnframt eru rakin ótal smærri atvik er vak- ið hafa athygli og skilið eftir sig spor. Greint er frá stjórnmálum og hernaðarátökum, náttúruhamför- um, stórslysum, vísindaafrekum, menningarviðburðum, tísku, íþrótt- um og fjölmörgu fleiru, og að auki er fjallað um helstu atburði sem gerðust á íslandi á þessu tímabili. Aftast í bókinni eru skrár, m.a. nafna- og atriðisorðaskrá og skrá yfir Nóbels- og Óskarsverðlauna- hafa. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 592 bls., prentuð í Slóven- íu. í bókinni eru um 700 myndir. Sigurður Ármannsson hannaði bók- arkápu. Verð: 7.487 kr. Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Eiga menn að vera að læra tungumál? www.tunga.is Strákar sem grípa til sinna ráða „ÞEMA sögunnar er vinátta og hvað get- ur koniið fyrir í vin- áttu - og hvernig menn geta orðið vin- ir aftur þó að illa fari,“ segir Þórður Helgason þegar hann er spurður um efni nýútkominnar bókar hans, Einn fyrir alla. Þetta er þriðja unglingabók höfundarins, sem áð- ur hefur sent frá sér þrjár barnabækur og allnokkrar ljóða- bækur, svo ekki sé minnst á allar kennslubækurnar sem frá honum hafa komið. En meira um nýju bókina. „Hún fjallar um strák sem stingur und- an vini sínum - það er náttúru- lega algengt í lifínu. Hún fjallar líka um það hvernig strákar mynda hóp. Þessir læra svolítið af Skyttunum þremur. Eg valdi þann kostinn að hafa bókina í rót- tækara lagi, láta þá hugsa pínulít- ið um samfélagsmál og jafnvel gera eitthvað í ýmsum málum. Eg held að það sé hollt núna, þegar samfélagið er hálflamað af góð- æri og öðrum hörmungum. Strák- arnir grípa til sinna ráða þegar þeir sjá að þeir gætu hugsanlega gert eitthvað til að ráða bót á ýmsu sem aflaga fer,“ segir Þórður. Að deyja glæsileg- um fullorðinsdauða Sögumaðurinn, Kalli, býr með ein- stæðum fóður sínum en móðirin býr er- lendis. Hún kemur raunar í stutta heim- sókn til þeirra feðga eftir margra ára fjar- veru en hverfur svo aftur á braut. „Það var einhver að tala um að þetta væri hálf- gerður vandamála- pakki en ég er hrædd- ur um að þeir sem það segja viti nú lítið um heim unglinganna í dag,“ segir Þórður. Sjálfur var hann kennari í Verslunarskólan- um í 23 ár og kenndi fyrst og fremst í yngri bekkjum. „Svo mér fannst að ég þekkti margt sem snýr að þessum umbrotaárum. Þetta eru árin áður en fólk deyr þessum glæsilega fullorðins- dauða. Þau eru ofboðslega skemmtileg en líka mjög erfíð.“ Bókinni er skipt upp í stutta kafla, frá einni upp í þrjár síður. Þórður kveðst hafa valið sér þennan sérstaka frásagnarhátt af þeirri ástæðu að líf unglinga sé ekki beinlínis nein samfella. „Samt sem áður er ég að vona að þessi brot falli í einhverja heild að lokurn," segir hann. / g hef aldrei fyrr verið kallaður ungur maður. Kannski er ég að verða ungur maður, loksins. Eg fínn að endalok fjallahjóla- skeiðsins eru skammt undan. Ég er farinn að skoða bíla í laumi. Ég setti meira að segja í mig kjark fyrir skömmu og minntist á skell- inöðru við pabba sem fékk slíkt skapofsakast að mér datt ekki ann- að í hug en hann fengi hjartaslag á staðnum. Ég komst í fullorðinna manna tölu þegar ég fermdist, var mér að minnsta kosti sagt, en það virðist ekki hafa verið að marka. Að vísu hélt ég upp á það með því að láta oblátuna standa í mér þegar við pabbi gengum til altaris eftir at- höfnina. Presturinn varð að berja mig svo fast í hrygginn til að bjarga lífí mínu að ég var helaum- ur í marga daga. Það reyndist ekki vera fullorðinslegt athæfi. „Blessað barnið," sagði prestur- inn þegar ég náði andanum, og oblátan flaug alla leið upp að alt- arinu. Ur Einn fyrir alla Þórður Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.