Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
RABAUGLVSINGAR
AT V I l\l N u -
AUGLÝSINGAR
Tölvunais verk-
eða tæknifræðingur
Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða í starf í upplýsingatæknideild.
í deildinni eru m.a. Oracle gagnagrunnar, Concorde viðskiptakerfl
og HP llNIXvélar. Einnig sér deildin um NT netþjóna, vefþjóna og
stórt staðarnet. Víðnet fyrirtækisins teygir anga sína um allt land
og byggir á X.25, ISDN, ATM og leigulínum. Deildin rekur stór
afgreiðslukerfi á þjónustustöðvum fyrirtækisins auk reksturs eigin
kortakerfis.
Óskað er eftir áhugasömum einstaklingi með menntun og
reynslu á sviði tækni- og tölvumála og helst með þekkingu á sem
flestum af eftirfarandi verkþáttum.
• SOL
• C++
• Java
• Viðskiptakerfum
• Gagnagrunnum
Upplýsingar veita Ingvar Stefánsson og Steingrímur Hólmsteins-
son alla virka daga í síma 560 3300. Umsóknum um aldur,
menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 23. desember nk„ merktum:
Olíufélagið ht., b.t. Ingvars Stefánssonar
Suðurlandsbraut 18,108 Reykjavík
Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfs- -s
samningur Ollufélagsins hf. við EXXON veitir því einkarétt á notkun vöru- £
merkis ESSO á íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. 5
er stærsta olíufélagið á íslandi með um 42% markaðshlutdeild. 5
Höfuðstöðvar Olfufélagsins hf. eru að Suðurlandsbraut 181 Reykjavík en •“
félagið rekur 100 bensín- og þjónustustöðvar vítt og breitt um landið. <
Olíuf élagiö hf
www.esso.is
Félagsþjónustan
Ræstitæknar
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir,
Snorrabraut 58, vantar ræstitækna sem fyrst
> í 50—100% stöður.
Vinsamlegast hafið samband við Ástu Ólafs-
dóttur, hjúkrunarfræðing, í síma 552 5811.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að
upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavlkurborgar I
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
S kr ifstof usta rf /
Hlutastarf
Heild- og smásöluverslun óskar að ráða starfs-
mann til skrifstofustarfa. Æskilegt er að við-
komandi hafi einhverja bókhaldskunnáttu og
almenna tölvukunnáttu.
Vinsamlegast sendið umsókn sem tilgreinir
aldur, menntun og fyrri störf, til augldeildar
Mbl. merkta: „B — 13" fyrir 24. des. nk.
AT VI NNUHÚSNÆDI
Til sölu atvinnuhúsnæði
Höfum til sölu ýmsar stærðir og gerðir at-
vinnuhúsnæðis á stór-Reykjavíkursvæðinu,
ýmist með eða án leigusamninga.
ÁRSALIR - FASTEIGNASALA - 533 4200
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA
Atvinnuhúsnæði óskast
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar
eftir húsnæði til leigu fyrir æfingastöð
í Hafnarfirði.
Húsnæðið þarf að vera með gott aðgengi,
lágmarksstærð 150 fermetrar og með góðri
lofthæð. Samstarf við aðra aðila í heilbrigðis-
og/eða félagsþjónustu um rekstur stöðvar
kemur vel til greina.
Áhugasamir aðilar hafi samband við fram-
kvæmdastjóra SLF, Vilmund Gíslason,
í síma 581 4999
FUNDIR/ MANNFAGNAQUR
Hluthafafundur Árness hf.
Boðað ertil hluthafafundar hjá Árnesi hf. hinn
7. janúar nk. og hefst fundurinn kl. 14. Hann
verður haldinn í fundarsal Kiwanishússins,
Óseyrarbraut 10, í Þorlákshöfn.
Dagskrá:
Samruni Árness hf. og Þormóðs Ramma-
Sæbergs hf. Auglýsing um samrunann var birt
í Lögbirtingarblaðinu hinn 8. desembersl.
Stjórn Árness.
TIL SÖLU
Árskógar 6
Til sölu glæsileg 4ra herbergja íbúð á 10. hæð
með stæði í bílgeymslu. íbúðin er laus fljótlega
og selst veðbandalaus.
íbúðin er ætluð 60 ára og eldri og verður
væntanlegur kaupandi að gerast félagi í Félagi
eldri borgara. Verð tilboð.
Upplýsingar gefur Sævar í síma 893 1051.
Ódýrt — ódýrt
Lagerútsala
Leikföng, gjafavörur, sportskór.
Opið frá kl. 13.00—18.00 föstudag og
kl. 11.00—15.00 laugardag.
Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus).
TILKYNNINGAR
Sala stofnfjár í Sparisjóði
Hornafjarðar og nágrennis
Á fundi stjórnar Sparisjóðs Hornafjarðar og
nágrennis, sem haldinn var 6. október sl., var
samþykkt, með heimild aðalfundar, að bjóða
til sölu stofnfé í sjóðnum að upphæð kr.
4.992.174 eða 418 hluti hvern að upphæð kr.
11.943. Bréfin eru föl einstaklingum og fyrir-
tækjum um land allt. Engin takmörk eru fyrir
því hve mörg bréf hver aðili má kaupa, atkvæð-
isréttur eins aðila verður þó aldrei meiri en 5%
af heildaratkvæðamagni í sparisjóðnum.
Kaup á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum veita
rétt á skattaafslætti eins og á við um kaup á
hlutafé.
Upplýsingar eru veittar í Sparisjóði Hornafjarð-
ar og nágrennis, sími 478 2020, og þar er
einnig tekið við kaupbeiðnum.
Sparisjóður Hornafjarðar
og nágrennis.
Til viðskiptavina
Iðntæknistofnunar
Lokað verður vegna jólaleyfa frá og með
23. desembertil áramóta.
Gleðileg jól.
Iðntæknistofnun
n
Keldnaholti, 112 Reykjavík,
sími 570 7100.
TILBQÐ / UTBOÐ
Austur-Hérað
Umhverfissvið
Ibúðir fatlaðra, Egilsstöðum
Alútboð
Leitað ertilboða í alverktöku á hönnun og
byggingu fjögurra íbúða á einni hæð, ætluðum
fötluðum, að Miðvangi 18, Egilsstöðum, ásamt
hönnun og frágangi lóðar.
Verktaka er gefinn kostur á tveimur möguleikum:
a) Að hanna og reisa tveggja til þriggja hæða
fjölbýlishús í samræmi við gildandi deili-
skipulag, þar sem fjórar íbúðir fyrir fatlaða
yrðu allar á jarðhæð, en verktaki byggi íbúðir
á efri hæðum hússins á sinn kostnað.
Frágangur á sameign, lóð og byggingar að
utan skal þá að fullu lokið þegar verkkaupi
tekur við sínum eignarhluta. Ibúðir í eignar-
hluta verktaka skulu á sama tíma hafa náð
a.m.k. byggingarstigi 5 skv. ÍST 51.
b) Gert er ráð fyrir 2ja til 3ja hæða húsi á lóð-
inni skv. deiliskipulagi, en hægt verður að
breyta því í eina hæð, sé ekki áhugi á að nýta
lóðina til fieiri en fjögurra íbúða. Tilboðið
feli í sér að hanna og reisa fjögurra íbúða
fjölbýli (raðhús) á einni hæð fyrir fatlaða,
án sameignar, og að fá deiliskipulagi breytt
til samræmis.
Útboðið tekur til verksins í heild; allrar hönnunar,
undirbúnings, efnisöflunar og allrarfram-
kvæmdar verksins. Endanleg útfærsla og fyrir-
komulag byggingarinnarer háð samþykki verk-
kaupa.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða
tilboði sem er, eða hafna öllum.
Verkkaupi greiðir bjóðendum ekki sérstaklega
fyrir tilboðsgerð.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Austur-Héraðs Lyngási 12, 700 Egilsstöð-
um frá og með mánudeginum 20. desem-
ber 1999.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Austur-Héraðs,
í lokuðum umbúðum þannig merktum:
íbúðir fatlaðra, Miðvangi 18.
Tilboð.
Tilboð skal hafa borist skrifstofu Austur-
Héraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, fyrir
kl.14:00 miðvikudaginn 26. janúar 2000,
og verða þau þá opnuð þar og lesin upp
í viðurvist þeirra bjóðenda, er viðstaddir
kunna að verða.
Egilsstöðum, 15. desember 1999.
Þórhallur Pálsson,
forstöðumaður umhverfissviðs.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
Aðalstödvar KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
JÓLA-VAKA
i kvöld kl. 20.00. Lofgjörð og
fræðsla. KSS kórinn syngur; einn-
ig verður boðið upp á tvísöng.
Munið bænastund kl. 19.30.
Ungt fólk á öllum aldri er hvatt til
aðfjölmenna.
Kristnibodssambandid.
Gönguferð á aðventu
Laugardaginn 18. des. verður
farið í síðustu gönguferðina á
vegum þjóðgarðsins á Þingvöll-
um á þessu ári. Gengið verður
um Gjábakkastíg á Hrafnagjá.
Ferðin hefst við Vellandkötlu kl.
13.00 og tekur 2—3 klst. Nauð-
synlegt er að vera vel búin til
vetrargöngu og gott er að hafa
heitt á brúsa meðferðis. Þátttaka
i gönguferðum þjóðgarðsins er
ókeypis og allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar í þjónustu-
miðstöð í síma 482 2660.
v§> mbl.is
_ALLTXKf= etTTHVAÐ NÝTT