Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 43 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NOTENDALÍNUR LANDSSÍMANS LANDSSIMI íslands hefur boðað hækkun á afnotagjaldi síma sem hefur verið lágt. Á móti boðar Landssíminn að lækkun verði á skrefagjaldi. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að síminn innheimti um 300 krónur á mánuði með virðisaukaskatti fyrir notendalínu en í nálægum löndum sé þetta gjald hvergi undir eitt þúsund krónum og sums staðar upp undir tvö þúsund krón- ur. Slíkur samanburður við önnur lönd segir að vísu ekki nema takmarkaða sögu því að ekki eru launatölur á Islandi jafn háar og t.d. á Norðurlöndum eins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands veit manna bezt. Jafnframt vísar forstjóri Landssímans til þess að reglur ESB séu mjög skýrar á þann veg að afnotagjaldið eigi að vera leigugjald fyrir þann búnað sem notandinn hefur einn og sér. Þessi rökstuðn- ingur kallar að sjálfsögðu á upplýsingar frá Landssímanum um hver sé raunverulegur kostnaður við notendalínuna. Hver er sá kostnaður? Er hægt að lækka hann með þeirri aðferð sem Ey- þór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, hefur lagt til, að rekstur notendalínanna verði boðinn út til þess að fá sem hagstæðust kjör fyrir símanotendur? Þetta eru áleitnar spurningar sem verður að svara áður en Landssíminn stígur það skref að hækka fastagjaldið. Stjórnendur Landssíma Islands eiga i vök að verjast um þessar mundir og hafa átt um skeið. Það er skiljanlegt. Að þeim er sótt úr öllum áttum og nýir keppinautar spretta upp dag frá degi. Þeir sitja uppi með arfleifð gamla einokunarfyrirtækisins sem innheimti okurgjöld af landsmönnum árum saman og þá sérstaklega í millilandasamtölum eins og raunar átti við um flest símafyrirtæki í heiminum. Þess vegna telja menn það ekki þakkarvert þegar Landssíminn lækkar kostnað við millilanda- samtöl heldur sjálfsagt og þótt fyrr hefði verið. En að vísu hef- ur Landssíminn notið nokkurrar samúðar í farsímaþjónustu vegna þess að samkeppnisyfirvöld hafa þvælst fyrir lækkun á þeim vegna samkeppnisstöðu aðalkeppinautar Landssímans á þeim vettvangi. Landssíminn verður vegna þess sem á undan er gengið að sætta sig við að ákvörðunum fyrirtækisins er tekið með nokk- urri tortryggni. Þótt nokkur tími sé liðinn frá því að Landssím- inn gaf fyrst til kynna að fastagjöld yrðu hækkuð má spyrja hvort þessi áform séu nú ítrekuð og jafnframt að skrefagjald verði lækkað vegna þess að hinn nýi keppinautur, Islandssími, er þegar kominn með stóran hóp viðskiptavina vegna sam- starfs við Islandsbanka. Samningar Islandssíma við Lands- síma um samtengigjöld þýða að lækkun á skrefagjöldum þýðir lækkun á tekjustofni Íslandssíma. Öll lækkun er hins vegar af hinu góða ef henni fylgir ekki hækkun annars staðar. VIÐRÆÐURISRAELA OG SÝRLENDINGA ÞAÐ var ljóst áður en viðræður ísraela og Sýrlendinga hóf- ust að nýju í Washington á miðvikudag að þeim var ekki ætlað að leysa þær deilur sem enn standa í vegi fyrir friðar- samkomulagi ríkjanna. Markmið viðræðnanna í þessari viku var að koma opinberum samningaumleitunum á að nýju og gefa deiluaðilum kost á að leggja spil sín á borðið að hluta. Viðræðurnar marka engu að síður þáttaskil í Mið-Austur- löndum og vekja upp vonir um að friðarumleitanir milli Sýr- lands og Israel, er hafa legið í dvala í tæp fjögur ár, komist á skrið á nýjan leik. ísraelar gáfu þegar árið 1995 til kynna að þeir væru reiðubúnir að afhenda Sýrlendingum Gólanhæðir en þær voru hernumdar í sex daga stríðinu árið 1967. Endurheimt Gólanhæða hefur verið helsta krafa Sýrlendinga. Þá lýsti Bar- ak, forsætisráðherra ísraels, því yfír fyrr á þessu ári að hann myndi kalla heim hersveitir Israela í Líbanon næsta sumar óháð því hvort friðarsamkomulag lægi þá fyrir eður ei. í huga flestra fsraela eru Gólanhæðir trygging fyrir því að hægt sé að verja land þeirra. Hæðirnar eru orðnar að einu helsta tákninu um öryggi ísraels. Það væri pólitísk fífldirfska af Barak og útilokað með öllu að semja við Sýrlendinga um Gólanhæðir án þess að fá víðtækar öryggistryggingar í stað- inn. Hann mun jafnframt krefjast þess að Sýrlendingar taki upp eðlileg samskipti við ísraela og tryggi að skæruliðar undir verndarvæng Sýrlendinga í Líbanon láti af árásum á norður- hluta landsins. Gólanhæðirnar snúast líka ekki einungis um ör- yggi heldur einnig um vatn. Einhver mikilvægustu vatnsból Israela er að fínna á þessum slóðum og vatn er vægast sagt takmörkuð auðlind í Mið-Austurlöndum. ísraelar hafa þegar samið við Egypta og Jórdana um frið. Takist samningar við Sýrlendinga, er hafa verið hatrömmustu andstæðingar lsraela frá upphafi, myndi það breyta leikregl- unum í þessum heimshluta. Þar með væri staðfest að ísraels- ríki væri í augum araba viðurkenndur hluti Mið-Austurlanda, nágranni og jafnvel í framtíðinni vinur. Kristilegir demókratar í Þýskalandi í vanda vegna fjármálahneykslis Viðamikilli rannsókn á kjötblendingum lokið hjá RALA á Möðruvöllum Óttast áhrif á orðstír Kohls Reuters Helmut Kohl, fyrrverandi formaður CDU, og Wolfgang Scháuble, núver- andi formaður, á blaðamannafundi í lok síðasta mánaðar. Þar viðurkenndi Kohl að hafa notað leyniiega bankareikninga til að taka við fjárframlögum til flokksins. Fyrir skömmu var upp- lýst að kristilegir demó- kratar hefðu í stjórnartíð Helmuts Kohls kanslara fjármagnað starfsemi sína að hluta í gegnum ólöglega leynireikninga. Davfð Kristinsson frétta- ritari í Berlín fjallar um umræður innan CDU um málið og veltir fyrir sér áhrifum á stöðu flokks- ins. AMÁNUDAGINN var héldu kristilegir demó- kratar (CDU) „lítið flokksþing“ í Berlín. Þeg- ar ákveðið var fyrir átta mánuðum að halda þing um málefni fjölskyldunn- ar skömmu fyrir jól gat enginn vitað að þingið yrði uppgjör við fortíðina fremur en liður í framtíðarmótun stefnu flokksins. Hinni óvenju miklu athygli fjölmiðla hefði eflaust verið fagnað innan CDU hefði hún beinst að málefnum fjölskyldunnar. Líkt og undanfarnar vikur var það þó fjármálahneykslið sem vakti mesta athygli en fyrir skömmu var upplýst að CDU hefði í tíð síðustu stjórnar fjármagnað starfsemi sína að hluta með notkun ólölegra leyni- reikninga. Áhugi blaðamanna beind- ist fyrst og fremst að heiðursfor- manninum Helmut Kohl og hinum leynilegu reikningum en líkt og til- kynnt hafði verið um fyrirfram var Kohl fjarverandi. Þetta var fyrsta flokksþing CDU í tæpa þrjá áratugi án viðvistar kansl- arans fyrrverandi. í fyrsta skipti í rúmar fjórar vikur hafði flokkurinn tækifæri til að ræða önnur málefni en fjármálahneykslið og var stjórn flokksins ákveðin í að gera fjölskyldumálin að miðpunkti. En þótt flokkurinn hafí viljað sýna að starfsemin væri komin aftur í hefð- bundið horf var andrúmsloftið frekar þvingað, og þótt hneykslismálið hafí einungis verið rætt stuttlega vakti það óhjákvæmilega meiri áhuga fjöl- miðla en eiginlegt málefni þingsins. Hafi einhver gert sér vonir um að flokksformaður CDU, Wolfgang Scháuble, kæmi fram með nýjar upp- lýsingar varðandi hina leynilegu reikninga hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Án þess að fara nánar í einstök atriði endurtók Scháuble að stjórn CDU gerði allt sem mögulegt væri til að varpa ljósi á það hvort flokkurinn hefði með leyni- legum reikningum brotið í bága við gildandi lög um starfshætti stjórn- málaflokka. Hann sagði enn óljóst hvaðan peningarnir hefðu komið. Scháuble fullyrti að útilokað væri að slík starfsemi hafí farið fram eftir að hann tók við stöðu flokksformanns af Kohl fyrir rúmu ári. Hann sagði ásakanir þess eðlis að CDU hafi tek- ið við mútufé upp á milljónir marka frá franska olíufyrirtækinu Elf fyrir að leyfa yfirtöku austur-þýsku ol- íuhreinsunarstöðvarinnar í Leuna vera fráleitar. Flokk sinn sagði hann hvorki hafa verið með reikninga í Sviss né Liechtenstein, og þau mil- ljón mörk sem gjaldkeri flokksins á að hafa tekið við á bilastæði í Sviss sagði hann aldrei hafa lent inn á reikningum CDU í Þýskalandi. Á flokksþinginu tók flokksformaðurinn Scháuble enn einu sinni upp hansk- ann fyrir Kohl forvera sinn. Hann sagðist sannfærður um að ákvarðanir stjórnar Kohls hafi ekki verið falar fyrir fé (en samkvæmt skoðanakönn- un telja 54% aðspurðra að svo hafi verið) og að þeir sem þekktu Kohl vissu að hann hefði aldrei stungið fé í eigin vasa. Scháuble fullyrti að kristi- legir demókratar væru stoltir af heið- ursformanni sínum, pólitískur árang- ur Kohls stæði ekki og félli með þessu máli og breytti þannig engu um mikil- vægi Kohls fyrir flokkinn: „Hann er og verður kanslari sameiningarinnar og þau 16 ár sem hann var kanslari voru góð ár fyrir Þýskaland og Evrópu,“ sagði Scháuble. Líkt og flestir kristilegir demókratar vill Scháuble koma í veg fyrir að hneyksl- ismálið varpi skugga á feril Kohls sem kanslara. I minningunni vill flokkurinn að Kohl verði kanslari sameiningarinnar en ekki kanslari hinna leynilegu reikninga. Málið upplýst eða tryggð haldið við Kohl? Scháuble virðist staðráðinn að forðast opinbera valdabaráttu gegn forvera sínum. Slík átök yrðu vænt- anlega til þess að kljúfa flokkinn og vill Scháuble koma í veg fyrir það með öllum ráðum. Sem flokksformað- ur reynir hann því að halda utan um tvær ólíkar fylkingar. Innan CDU eru skiptar skoðanir á því hvernig taka beri á máli Kohls en til einföld- unar má segja að flokkurinn skiptist annars vegar í „upplýsingasinna" og „tryggðarsinna" hins vegar. Þannig eru ekki allir á einu máli um það hvort leitast eigi við að upplýsa málið án þess að taka tillit til þeirra afleið- inga sem það kann að hafa fyrir orð- stír Kohls eða hvort reyna beri að „upplýsa það með þeim hætti að ímynd heiðursformannsins verði fyrir eins litlu tjóni og mögulegt er. Þótt Scháuble líkt og flestir forystumenn flokksins leggi áherslu á skjóta og ít- arlega afgreiðslu málsins er þó ljóst að nýi flokksformaðurinn var árum saman ein af burðarsúlunum í „kerfi Kohls“. Það á síður við um Merkel, aðal- ritara flokksins, en hún hefur ásamt ungum kristilegum demókrötum ver- ið helsti fylgismaður skjótrar upplýs- ingar málsins. „Upplýsingasinnar" vilja koma í veg fyrir að „skuggi hins svarta risa yfirskyggi framtíð flokks- ins“. Innan CDU hefur áhuginn á að málið verði upplýst með skjótum og ítarlegum hætti þó verið minni en stjórn flokksins hefði vonast til og víst er að sumir hefðu helst viljað stinga þessu máli undir stól. Sú fylk- ing sem sýna vill Kohl tryggð sína óttast að tákn um skort á samstöðu geti valdið flokknum meiri skaða en upplýsingar sem staðfesta að brotið hafi verið gegn lögum um starfsemi stjórnmálaflokka. Þessi fylking telur að til lengri tíma litið muni það hafa neikvæð áhrif á flokkinn slíti hann sambandinu við Kohl. Meðal þeirra sem komið hafa heiðursformanninum til varnar er atvinnumálaráðherrann fyrrverandi, Norbert Blúm. Hann er náinn vinur Kohls og einn af mörgum sem finnst þeir vera skuldbundnari Kohl en Scháuble. Á flokksþinginu varaði Blum flokksbræður sína við því að draga úr mikilvægi persónu- legra tengsla í stjórnmálum. Hann sagði það ekki nægja að standa bara saman þegar sólin skini, heldur yrðu menn einnig að standa saman þegar rigndi eða snjóaði. Þessi ummæli Blums hafa verið gagnrýnd og bent á að fjármálahneykslið sé hvorki í anda veðurfrétta né heldur snúist það um liðsanda heldur sé hér um að ræða brot á lögum um starfshætti stjórn- málaflokka og að taka beri lögbrot af þessu tagi alvarlega þar sem þau grafi undan lýðræði og skaði þýsk stjórnmál. Ljóst er talið að stjórnkerfi Kohls átti sér ólýðræðislega hlið og Scháuble vísar óbeint til þeirrar stað- reyndar þegar hann segir Kohl hafa stjórnað flokknum líkt og „ættfaðir“. Gagnrýni lýðræðissinna beinist þó ekki aðeins að Blum heldur fyrst og fremst að Kohl sem í lok síðasta mán- aðar sagði að sér þætti leitt hafi hann brotið gegn lögum um starfsemi stjórnmálaflokka með notkun leyni- legra reikninga, hann hafi einungis viljað þjóna flokki sínum. Kohl virð- ist líta svo á að aðgerðir hans hafi þegar upp er staðið verið réttlætan- legar og virðist allt að því pirraður á því að svo mikið sé gert úr málinu. Nýtt tímabil í vændum innan CDU? Þegar Scháuble tók við embætti flokksformanns af Kohl fyrir rúmu ári hafði hann í hyggju að fjarlægjast fortíð flokksins hægum skrefum og var flokksþingi um fjölskyldumál ætlað að vera liðir í þeirri þróun. í kjölfar fjármálahneykslisins er þó orðið óhjákvæmilegt að breytingum þessum verði hraðað. Flokkurinn er skyndilega knúinn til að taka gagn- rýnið á stjórnartíð Kohls en fram að þessu hafa kristilegir demókratar forðast slíkt uppgjör. Eftir 16 ára stjórn kanslarans virtust CDU og Kohl vera orðið eitt og sama fyrir- bærið. Á undanförnum vikum hefur gjáin milli heiðursformannsins Kohls og stjórnar flokksins hins vegar dýpkað jafnt og þétt. Þróun þessi náði há- marki á mánudaginn var þegar hald- ið var flokksþing án Kohls í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Rúmu ári eftir að Scháuble tók við flokksformanns- stöðunni af Kohl virðist sem nýtt tímabil í sögu CDU sé að ganga í garð. Flokksþing án Kohls bauð upp á nýja möguleika og ljóst var að and- rúmsloftið var frábrugðið því sem annars hefði verið hefði heiðursfor- maðurinn látið sjá sig. Scháuble, sem fram að þessu hefur staðið í skugga Kohls, hefur nú tæki- færi til að styrkja ímynd sína og þótt staða hinnar nýju stjórnar sé vanda- söm býður hún upp á nýja möguleika. Athyglisvert verður að fylgjast með því hversu sterkur flokkurinn reynist þegar honum hefur tekist að skapa sér eigin ímynd óháða heiðursfor- manninum. Staðan eins og hún er í dag getur þó varla talist öfundsverð. I lok árs sem einkennst hefur af röð kosninga- sigra eru kristilegir demókratar aft- ur komnir á byrjunarreitinn. Skugg- ar fortíðarinnar hafa skyggt á uppbyggingarstarf Scháuble og Merkel fyrsta árið eftir Kohl og ljóst er að heiðursformaðurinn er farinn að há þeim verulega. Fjármála- hneykslið hefur orðið til þess að CDU/CSU fær nú aðeins 43% fylgi samkvæmt skoðanakönnun þýska ríkissjónvarpsins eða 12% minna fylgi en í nóvembermánuði. Á sama tíma hefur SPD aukið fylgi sitt um rúm 10%. Enn meira áhyggjuefni þykir að 70% Þjóðverja hafa minni trú á stjórnmálum eftir að upp komst um fjármálahneykslið. Nú þegar í ljós hefur komið að nokkrir ráðherrar jafnaðarmanna í Nordrhein-Westfalen, meðal annars núverandi forseti Þýskalands, Johannes Rau, hafi á sínum tíma látið banka sambandslandsins greiða fyrir einkaflugferðir jafnt sem ferðir í starfi fyrir flokkinn, vonast margir innan CDU til að þetta nýjasta hneyksli verði til þess að áhugi kjós- enda beinist að einhverju leyti frá málum CDU. Sparnaður vegna fyrirsjáan- legra endurgreiðslna Fimmtán forystumenn CDU, þar á meðal Kohl, fengu fyrir nokkru í hendurnar spurningalista frá flokkn- um er snúa að leynilegu reikningun- um. Markmiðið er meðal annars að fá nánari upplýsingar um það hvaðan ákveðnar upphæðir, sem lagðar voru inn á reikning flokksins, komu. í upp- hafi vikunnar sagði Merkel að enn ættu nokkrir fulltrúar flokksins eftir að skila listunum og Ijóst er að lengri tíma mun taka að upplýsa málið en vonast var til í upphafi. Á sama tíma er óháð endurskoðunarfyrirtæki að yfirfara reikninga flokksins í því skyni að kanna hvort skýrslur þær, sem flokkurinn skilaði sambands- þinginu, hafi verið réttar. Stjórn CDU sagði mögulegt að vinnu þessari yrði lokið fyrir jól. Á flokksþinginu tilkynnti Scháuble að til stæði að breyta lögum CDU á næsta flokksþingi með það fyrir aug- um að auka gagnsæi í fjármálum flokksins. Tillaga Scháubles um að hætta við síðara flokksþing næsta árs var samþykkt og augljóslega af fjár- hagslegum ástæðum. Flokksþingið hefði kostað CDU allt að 40 milljónir marka en líklegt þykir að flokkurinn þurfi að endurgreiða sambandsþing- inu tugmilljónir marka í kjölfar þess að hafa brotið lög um starfsemi stjórnmálaflokka. Þetta mál hefur þar með skaðað pólitíska jafnt sem fjárhagslega framtíð CDU. Ekki er enn séð fyrir endann á því hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir flokkinn til lengri tíma litið. Ómögulegt er að segja fyr- ir um hvort fleiri skuggahliðar á „kerfi Kohls" komi í ljós á næstu vik- um. Kristilegir demókratar vonast þó til þess að svo verði ekki enda verður nógu erfitt að endurheimta trúverð- ugleika gagnvart kjósendum í kjölfar þess sem þegar hefur komið upp á yf- irborðið. r íslenskt naut. Angus og íslenskt naut. Limósín og íslenskt naut. Angus og íslensk kvíga Blendingarnir gefa góð fyrirheit Morgunblaðið/Þóroddur Sveinsson íslensk kvíga, fsold, tveggja ára, 438 kíló á fæti. Aþena, tveggja ára gömul kvíga, Angus og íslensk, 547 kíló á fæti. If? IWíK ^?#|pís ->•«** f. LTŒ Laufa, tveggja ára gömul kvíga, Limósín og íslensk, 539 kílóáfæti. Skrokkar af nautum, frá vinstri: fslenskur skrokkur, þá Angus-blendingur og loks Limósin-blendingur. ________Niðurstöður____________ kj ötblendingatilraunar, sem staðið hefur yfír á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum í Hörgár- dal síðustu tvö ár, lauk nú fyrir skömmu en þær þykja mjög jákvæðar. IEINBLENDINGSRÆKTUN fyrir kjötframleiðslu eru ís- lenskar mjólkurkýr sæddar með hreinræktuðum holda- nautum með það að markmiði að ná meiri vexti og kjötgæðum en annars væri mögulegt. Kálfarnir sem fæðast eru kallaðir hálfblendingar eða bara blendingar. í umræddri tilraun voru Angus- og Limósín-kjötblendingar bornir saman við alíslenska nautgripi sem nú eru allsráðandi á nauta- kjötsmarkaðnum. Angus og Limósín eru ný kjötkyn hér á landi og bættust við Galloway-kjötkynið sem verið hefur hér á landi frá árinu 1933. Þetta er þriðja stóra nautakjöts- verkefnið sem unnið hefur verið að á Möðruvöllum frá árinu 1991. Fyrsta rannsóknin var samanburður á ís- lenskum nautum og Galloway-blend- ingum, þá tók við tilraun með mis- munandi uxaeldi og að lokum kjötblendingatilraunin sem nú er nýlega lokið. Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins, RALA, sagði að rannsóknin hefði spannað öll stig framleiðsluferilsins, þ.e. frá því að kálfur fæðist og þar til hann endar í munni neytenda. Frá því bóndi tekur ákvörðun um að setja kálf á til kjötframleiðslu og þangað til neytandinn fær hann á sitt borð líða tvö til þrjú ár. Mun meiri fóðurorku þarf til að framleiða kíló af nautakjöti en t.d. kjúklingum og svínum en á móti vegur að nota má ódýrari orku sem ekki er hæf beint til manneldis. Það kostar því meira að framleiða gott nautakjöt en flestar aðrar kjöt- tegundir að sögn Þóroddar. Hann sagði holdanautakjöt einnig vera í samkeppni við annað nautgripakjöt sem til fellur í mjólkurframleiðslu þó gæðin séu ekki sambærileg. Á und- anförnum árum hefur nýliðun í mjólkurkúastofninum aukist veru- lega með þeim afieiðingum að fram- boð á slíku kjöti hefur aukist. Aberdeen Angus og Limósín Kynin tvö sem notuð voru með ís- lensku kúnum, Aberdeen Angus og Limósín, eru af þekktu holdanauta- kyni. Aberdeen Angus er gamalt skoskt holdakyn sem náð hefur mik- illi útbreiðslu um allt norðurhvel jarðar og hefur víða komið í stað rauðhjálmótta Hereford-kynsins sem varla sést nú lengur nema í gömlum kúrekamyndum. Angus-gripirnir eru tunnulaga í vexti, lágfættir og snemmþroska. Vinsældir þessa kyns má meðal annars rekja til þess að um er að ræða harðgert og nægjusamt kyn og kjötgæðin eru rómuð. Víða í útlöndum eru steikhús sem sérhæfa sig í að framleiða Angus-kjöt. Limósín er upprunalega frá Frakk- landi en hefur fengið talsverða út- breiðslu á síðustu áratugum í Amer- íku og Evrópu. í samanburði við Angus og íslenska kynið er Límósín háfætt kyn, með áberandi breiðan hrygg, holdfyllt læri og seinþrosk- aðri. Skepnurnar ná því að verða verulega þungar áður en fitusöfnun verður til vandræða. Engu að síður eru kjötgæði þessa kyns talin góð. Eitt algengasta nautakjöt í Banda- ríkjunum nú um stundir er einmitt fengið með blöndu af Limósín og Ang- us. Blendingar nýta heyið betur Þóroddur sagði að helstu ástæður kúabænda fyrir að leggja í kostnað við innflutning og tilraunir með kjöt- kyn hefðu verið þær að þeir gerðu sér vonir um að fá inn í landið afurðameiri og eftirsóknarverðari gripi. „Rann- sóknin sýnir að þær væntingar sem kúabændur gerðu í upphafi hvað af- urðagetuna varðaði stóðust fullkom- lega. Angus- og Limósín-blending- arnir nýta betur íslenska heyfóðrið til vaxtar en sjálft íslenska kynið eða Galloway-blendingarnir og það svo um munar,“ sagði Þóroddur. Límós- ín-blendingsnautin þurfa um 80% af því heyi sem alíslensku nautin þurfa til að framleiða hvert kíló af falli og Angus-blendingarnir um 90%. Fall- þungi blendinganna var 25-40% meiri en íslensku gripanna við sama aldur og sömu fóðrun. Stærsti einstaki kostnað- arliðurinn við eldið er heyið og ræður verð á því miklu um afkomuna. Það breytir þó ekki samanburði milli tegundanna, því ekkert bendir til þess að íslensku gripirnir nýti lélegt ódýrt hey betur en blendingarnir, heldur þvert á móti. Þegar búið er að draga frá helstu kostnaðarliði við eldið magn- ast munurinn enn frekar milli blend- inganna annars vegar og íslensku grip- anna hins vegar og er samanburðurinn íslensku nautgripunum afar óhagstæð- ur. Þóroddur sagði að víðast hér á landi væri kjötframleiðsla aukabúgrein með mjólkurframleiðslu og þar sem bænd- ur þurfa að setja á allar kvigur til mjólkurframleiðslu sæði þeir ekki með holdakynjum. „Þessir bændur ættu vandlega að íhuga hvort borgi sig að setja á íslenska nautkálfa og margir telja að það borgi sig ekki að standa í slíku eldi miðað við núverandi hagnað- arvon. Þar hefur afgerandi áhrif það verð sem bóndinn er að framleiða sín hey á og tiltækt vannýtt húsrými,“ sagði Þóroddur en benti á að þeir bændur sem ekki þyrftu að setja allar kvígur á til mjólkurframleiðslu hefðu möguleika á að nýta kjötkyn og ættu tvímælalaust að gera það því ávinning- urinn væri verulegur. Angus-kjötið best Óli Þór Hilmarsson kjötiðnaðar- meistari og Hannes Hafsteinsson, for- stöðumaður Matvælarannsókna & Keldnaholti (Matra), kynntu niður- stöður úr tilrauninni, þ.e. þær sem tengjast kjötvinnslunni og neytandan- um. Fram kom að Limósín-blending- arnir skiluðu umtalsvert meiri fram- legð til kjötvinnslunnar en íslensku gripirnir og Angus-blendingarnir miðað við eins kjötskurð og vinnslu. Angus-blendingarnir voru mun feit- ari en aðrir gripir og fituskurður meiri sem kom niður á framlegðinni. Bentu þeir á að ef allt væri eðlileg ætti kjöt af Angus- og Limósín-grip- um að fara í öðruvísi vinnslu og á annan og dýrari markað en íslensku gripirnir. Hryggvöðvi úr öllum gripunum var prófaður með svokölluðu skyn- mati og var það framkvæmt af sér- þjálfuðum smökkurum á Matra. Nið- urstöðurnar voru afgerandi, en mestur var munurinn á milli kvígna og nauta. Er þetta sennilega í fyrsta skipti á íslandi sem marktæk saman- burðarrannsókn er gerð á gæðum kvígu- og nautakjöts. Kvígukjötið af elstu gripunum er safaríkara, meyr- ara og finna og fær hærri heildar- einkunnir í samanburði við nautin og þar bar Angus-kvígan af. íslenska kjötið var grófara en blendingskjötið þrátt fyrir minni föll. Fram kom að núverandi kjötmat- skerfi er ónothæft ef markaðssetja á holdanautakynin sérstaklega, en flest föllin lentu í sama flokki, UN 1, þrátt fyrir verulegan mun á holdfyll- ingu. EUROP-kerfið, sem þegar hef- ur verið tekið í notkun hvað kinda- kjötið varðar gefur hins vegar möguleika á nákvæmari flokkun. Þóroddur sagði að úrvinnslu nið- urstaðna úr þessu viðamikla verkefni væri langt í frá lokið, en fyrstu heild- stæðu niðurstöðurnar yrðu kynntar á ráðunautafundi í byrjun næsta árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.