Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Listin að þjóna
Innri átök
löggu
KVIKMYNDIR
II e g n b o g i n n
IN TOO DEEP
★ ★
Leikstjórn: Michael Rymer. Hand-
rit: Micliael Henry Brown og Paul
Aaron. Aðalleikarar: Omar Epps,
LL Cool J, Nia Long, Stanley Tucci
og Pam Grier. Dimension Films
1998.
UNGI lögreglumaðurinn Jeff fær
verkefni strax eftir útskrift sem
leynilögreglumaður. Hann á að sam-
lagast og síðan uppræta eiturlyfja-
glæpaklíku sem stjórnað er af ná-
unga sem kallaður er Guð. Jeff
eignast félaga innan klíkunnar,
ávinnur sér vii-ðingu þeirra og hann
sér að hann kemur jafnvel til greina
sem nýr foringi í stað Guðs, eða hon-
um við hlið. Þar sem Jeff er alinn upp
í fátækrahverfi á hann auðveldara en
aðrar löggur með að falla inn í hóp-
inn og fer að líkjast félögunum í
glæpagenginu æ meir. Svo mikið að
öði'um lögreglumönnum finnst nóg
um og óttast mest að hann fari yfir
„línuna", og verði einn af vondu körl-
unum.
Já, við erum víst mannleg með
okkar góðu og slæmu hliðar og eigin-
leika til að þykja vænt um annað fólk
sem við kynnumst hvort sem það er
af sama sauðahúsi og við eður ei.
Mér finnst hugmyndin að þessari
kvikmynd mjög áhugaverð upp á
hversu stutt er öfganna á milli í okk-
ur mannskepnunum, en því miður
tekst leikstjóranum, Michael Rym-
er, ekki að koma hugmyndinni nógu
vel til skila. Það vantar öll átök í
persónuleika Jeffs. Þar má kenna
því um að leikarinn Omar Epps, sem
hefur vissa útgeislun og gæti gert
góða hluti í framtíðinni, er ekki alveg
nógu sterkur en handi'itið er heldur
ekki nógu stefnuvisst, og það vantar
atriði sem lýsa almennilega líðan
Jeffs. Vegna þessa vankants fellur
myndin eiginlega um sjálfa sig. Sem
spennumynd er hún heldur ekki
nógu góð, hún er of skrykkjótt til að
almennileg spenna byggist upp.
Stanley Tucci leikur töffara í eitt
skipti, og sýnir á sér nýja hlið þar.
Margt annað er ágætlega gert, en
annars er þessi mynd sæmileg af-
þreying, ekkert meira.
Hildur Loftsdóttir
BÆKUR
Skáldsaga
MINNINGAR GEISJU
eftir Arthur Golden. Þýð. Sverrir
Hólmarsson. 499 bls. Forlagið.
Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999.
MINNINGAR geisju er á vissan
hátt snilldarverk. Þar með er ekki
sagt að þetta sé skemmtileg bók
sem kalli strax fram sterk við-
brögð hjá lesandanum. Ofgnótt iík-
inga og urmull smáatriða í fimm
hundruð blaðsíðna sögu? Tölvu-
heila þarf til að halda því eftir í
hugskotinu. Út úr þessu kemur þó
að lokum áhrifamikil heildarmynd.
Þolinmóður lesandi fær því nokkra
umbun erfiðis síns.
Þetta er saga úr fortíðinni, saga
frá hörðum heimi, veröld sem var.
Saga af miskunnarleysi í flestum
skilningi. Það má geisjulærlingur-
inn svo sannarlega reyna. Fögur
er hún, telpan sú, dálítið sérstök,
greind, vinnusöm, áræðin. En
hefðinni samkvæmt skal hún
hlýða. Meðan hún er yngst getur
hver sem er skipað henni fyrir.
Jafnvel látið hana vinna óþurftar-
verk, þvert gegn vilja sínum. Útlits
síns og hæfileika vegna er hún öf-
unduð. Meðan hún er ung og upp-
rennandi er reynt að spilla fyi’ir
henni, eyðileggja hana svo að hún
verði ekki tekin fram yfir aðrar,
skyggi ekki á hinar. En hún hefur
heppnina með sér; lendir réttum
BÆKUR
II a i' n a b ó k
TANNITANNÁLFUR
eftir Bjarka Bjarnason. Frá livirfli
til ilja. 1999 - 31 bls.
TANNI tannálfur er lítil saga
handa smáfólki sem er að missa
barnatennur og taka fullorðinstenn-
ur. Höfundurinn, Bjarki Bjarnason,
leikur sér með nokkuð algengt
minni, vin úr heimi ímyndunarafls-
ins og draumsins sem lifnar á síðun-
megin í valdatafli. Tilviljanirnar
bera hana áleiðis.
Höfundurinn er bandarískur en
hefur numið japönsk fræði og dval-
ist í Japan. Ætla má að hann lýsi
af kunnugkleika andblænum í
landinu. Snemma á öldinni, er saga
þessi hefst, var Japan þegar orðið
tæknivætt land. Eigi að síður var
alþýða manna harla einangruð. Svo
virðist sem lífshættir og manns-
hugsjón þjóðarinnar hafi enn verið
alllangt á eftir tímanum miðað við
Vesturlönd. Lýðræðishugtakið
náði ekki austur þangað, að ekki sé
talað um neins konar jafnréttis-
hugsjón. Svo er að sjá sem þar hafi
enn ríkt óskorað karlaveldi. Upp-
eldi geisjunnar - ins og reyndar
annarra kvenna - fólst í að upp-
fylla óskir karlmannanna. Vett-
vangur geisjunnar var tehúsið þar
sem karlmenn vöndu komur sínar.
Þess vegna þurfti hún að vera
hvort tveggja í senn, fögur og
kvenleg. Hlutverk hennar var að
þjóna með list. Þrátt fyrir það hef-
ur hún notið talsverðrar virðingar.
Hún var nokkurs konar húsfreyja
ef líkja má við eitthvað kunnug-
legt. Skaraði hún fram úr gat
frægð hennar borist víða. Ef til vill
hafa Vesturlandabúar aldrei skilið
til fulls í hverju ímynd hennar og
starfsvið fólst í raun og veru.
Geisjan mun ekki hafa átt sér
neina samsvörun í hinum vestræna
heimi.
Líkingamálið í sögu þessari er
jafn langsótt sem það er fjölskrúð-
ugt samanber eftirfarandi dæmi:
„Þegar hún sagði mér að klæða
um. í þessari sögu nefnist hann
Tanni og safnar tönnum barna í
festi. Aðalsöguhetjan er strákur
sem missir tönn og spyr spurninga
varðandi þá merku reynslu. Sagan
er e. t. v. samin til að upplýsa unga
fólkið um hvað verður um tennurn-
ar og ýmsan annan fróðleik um
þessi nauðsynlegu líffæri og það
sem tengist þeim svo sem tannfé.
Sagan er skrifuð á einföldu máli
og persónur eru skýrar og auðskilj-
anlegar. Stíllinn hæfir ungu fólki
sem fremur kýs að láta lesa fyrir
sig en lesa sjálft og jafnvel þeim
sem ofurlítið eru farin að lesa.
Hann er elskulegur og hlýr og miðl-
mig leið mér eins og stíflu hlýtur
að líða þegar hún heldur aftur af
heilu fljóti. . . Mér var farið að líða
eins og mús sem er klemmd milli
stafns og rennihurðar. . . Eg
reyndi að ímynda mér að ég væri
bara hús sem stæði í rigningu og
vatnið rynni niður framhliðina . . .
Hafi maður ekki lengur lauf, eða
börk, eða rætur, er þá hægt að
halda áfram að kalla sig tré?“
Ofhlæði lýsinganna getur líka
orðið slíkt að maður missi með
köflum sjónar á söguþræðinum. Og
þó er frásögnin spunnin utan um
afar samfellt söguefni. Sagan hefst
á milli styrjaldanna, lýkur eftir
stríð. Og þá rennur upp fyrir Jap-
önum að þeir höfðu verið lokaðir
og einangi’aðir í breytilegum heimi
þrátt fyrir veldi sitt og sigurvinn-
inga í öðrum löndum á fyrri hluta
aldarinnar. Þessar minningar
geisju eru því lakakafli langrar
sögu sem hófst í stöðnuðu samfé-
lagi en endaði með því að þjóðin
varð að horfast í augu við umheim-
inn; þar með talið að þola návist
innrásarhers sem reyndar var ekki
eins skelfilegur og Japönum hafði
verið talin trú um. Japanir voru
þar með nauðugir viljugir dregnir
inn í þjóðasamfélagið.
Minningar geisju hafa sjálfsagt
verið nokkuð vandþýddar. An þess
að hafa frumtexta til samanburðar
get ég mér til að vel hafi tekist að
snúa þessum orðmarga og blæbr-
igðaríka texta til íslensks máls.
Erlendur Jónsson
ar öruggri tilveru: „Mamma kyssti
á augnlokin á stráknum sínum um
leið og hún læddist úr svefnher-
berginu. Hann var sofnaður eða öllu
heldur svifinn inn í draumlöndin
þar sem allt getur gerst.“ í draum-
löndum svefns og vöku gerast svo
ævintýrin.
Eg gæti sem best trúað að unga
fólkið hefði ánægju af þessari sögu.
Hún er lipurlega samin og fjörleg
en um fram allt hugljúf. Svo er hún
heldur ekki alltof löng og þá er ég
að hugsa um þá sem lesa slíkar sög-
ur fyrir börnin.
Skafti Þ. Halldórsson
Af tönnum og tannfé
Víðáttan
styrkir
BÆKUR
K n il ii r in i n n i n »' a r
HÁSPENNA LÍFSHÆTTA
Sigurfinnur Jónsson skotveiðimað-
ur eftir Árna Gunnarsson. 222 bls.
Mál og mynd. Prcntun: Steindór-
sprent - Gutenberg ehf. 1999.
HÁSPENNA Lífshætta hefst á
heimspekilegum inngangi sem er of
langur. Og í raun alveg óþarfur.
Nema hvað ein setningin hæfir
kannski því sem á eftir fer: „En þá
fyrst þegar sannleikurinn er orðinn
lyginni ótrúlegri fer að verða ástæða
til að gefa söguefninu gaum.“
Og satt er það, ótrúleg er saga
þessi með köflum. Og ósvikin hetju-
saga. Ekki sakir hremminga þeirra
sem sögumaður, Sigurfinnur Jóns-
son skotveiðimaður, hefur lent í um
ævina heldur vegna hins hvernig
hann hefur brugðist við áfollunum
sem margan hefðu bugað. Hann varð
fyrir vinnuslysi sem hefði gert út af
við flesta, ef ekki líkamlega þá að
minnsta kosti andlega. Siguifinnur
sat uppi með örorkuna. En kjarkur-
inn var óbugaður. Og viljinn.
Þessar endurminningar Sigur-
finns eru að langmestu leyti veiðum
tengdar, skotveiðum mest en einnig
laxveiðum. Og rjúpan er minn fugl,
segir hann.
Látlaus og hispurslaus er frásögn-
in af þessari einstæðu reynslu. Mál-
far og talshættir veiðimannsins eru
látnir halda sér sem mest - óslípaðir.
Skotveiðimaðurinn með byssu í
hendi stendur einatt frammi fyrir lífi
og dauða. Með tímanum verður hann
nákominn þessu almanaki náttúr-
unnar; hluti hringrásarinnar er víst
óhætt að segja. En því aðeins verð-
skuldar hann veiðimannsheiti að
hann virði hina sömu hringrás, rétt
náttúrunnar og lögmál lífs og dauða.
Sigurfinnur gerir skýran greinar-
mun á veiðum og drápi. Gamlar veiði-
aðferðir, sumar hverjar að minnsta
kosti, telur hann hafa verið ómann-
úðlegar og þar með ótækar með öllu.
Ekki telur hann að út-
rýma beri fjallarefnum
íslenska. „Þessi dýra-
tegund er búin að lifa í
landinu frá fyrstu dög-
um búsetu og að öllum
líkindum allmiklu leng-
ur,“ segir hann.
Að sjálfsögðu eru í
bók þessari veiðisögur
margar, bæði Sigur-
finns og annarra. í hópi
veiðimanna er ekki
endilega spurt hvort
saga sé dagsönn. Það
skiptir ekki öllu máli.
En mergjuð verður hún
að vera, sannfærandi og
umfram allt vel sögð.
Sigurfinnur fæddist og ólst upp á
Reykjaströnd við Skagafjörð. Það
var harðbýl sveit og í raun afskekkt
iengi vel þó stutt væri í næsta
kaupstað. Menn urðu því að nýta öll
þau hlunnindi sem til féllu, og þá ekki
síst það sem afla mátti með veiðum á
sjó og landi. Sigurfinnur lærði því
snemma að fara með byssu. Og meir
en svo. Þessi íslenski sveitamaður
átti ef'tir að verða nokkurs konar al-
þjóðlegur meistari. Skotveiðimenn
geta því sem best litið á endurminn-
ingar þessar sem fagbók í sinni
grein.
Oft hefur Sigurfínnur verið í háska
staddur. Telur hann að reynslusaga
sín sé orðin skrautleg í þeim efnum
eins og hann orðar það. „En þegar ég
leiði hugann að því,
sem ég geri helst ekki
mikið að, þá sýnist mér
að sjúkrahúsin séu í
mínu tilfelli einna
hættulegust og þar
hafi ég verið næst því
að vera drepinn," segir
hann. Miðar hann þá
meðal annars til at-
burðar sem fyrir kom á
Landspítalanum.
Hann gekkst þar undir
stóraðgerð vegna áð-
urnefnds vinnuslyss.
Að lokinni aðgerð var
honum til bráðabirgða
skutlað sofandi inn í
einhverja myrkrakompu þar sem
hann lá svo gleymdur og tröllum gef-
inn og var nær dauða en lífi þegar
loks uppgötvaðist að honum hafði
ekki verið skilað á sinn stað!
f bókinni eru framt að þrjátíu
myndasíður. Þar gefur meðal annars
að líta ljósmyndir frá gamla tímanum
sem sýna híbýlahætti, klæðnað og
vinnuaðferðir á uppvaxtaránim Sig-
urfinnst. Að ógleymdum myndum,
sem teknar hafa verið af honum síðar
á ævinni við hinar margbreytilegustu
aðstæður, oftast með skotvopn í
hendi.
Veiðimenn munu vafalaust fletta
bók þessari með bliki í auga. Víðátt-
an eflir og styrkir.
Erlendur Jónsson
Sigurfinnur Jónsson
Nýjar bækur
• HVIPILL - fjórír litlir dvergar í
furðulegum ævintýrum eftir hol-
lenska rithöfundinn Annie M.G.
Schmidt er í þýðingu Jónu Dóru
Oskarsdóttur.
Herra Blomm og börnin hans,
Alla Malla og Jóhannes eru í róleg-
heitum heima hjá sér þegar köttur-
inn gómar agnarlítið kríli á gólfinu.
Þetta reynist vera pínulítill hvipill
sem umturnar lífi fjölskyldunnar
með galdrakukli og eftir er að vita
hvernig henni reiðir af í öllum þeim
háska sem galdrameistarinn kallar
yfir hana.
Annie M.G. Schmidt hefur hlotið
flest verðlaun sem veitt eru barna-
bókahöfundum í Hollandi, auk ým-
issa erlendra heiðursverðlauna.
Nýlega kom út eftir Annie bókin
Ungfrú Nóra.
Utgefandi er Mái og menning.
Bókin er 175 bls., prentuð í Svíþjóð.
Verð:1.880 kr.
• KRISTNITA-
KAN á íslandi
og Under the
Cloak. A Pagan
Ritual Turning
Point in the
Conversion of
Iceland eftir Jón
Hnefil Aðal-
steinsson eru
endurútgefnar í
tilefni af tíma-
mótum kristnitökunnar. Kristni-
takan á íslandi kom fyrst út árið
1971 og síðan aftur í endurunninni
gerð á ensku árið 1978 og var sem
slík varin til doktorsgráðu við Há-
skólann í Uppsölum árið 1979.
Sérstaka umsjón með endurút-
gáfu hefur Jakob S. Jónsson haft.
Þúsund eintök hinnar síðarnefndu
eru sérstaklega helguð þúsund ára
kristni í landinu, tölusett og árit-
uð.
Báðar bækurnar eru endurút-
gefnar óbreyttar, en hvorri þeirra
fylgir nýr bókarauki eftir höfund-
inn, rúinar áttatíu bls. að stærð.
Terry Gunnell hefur þýtt bók-
arauka ensku gerðarinnar.
í bókaraukanum eru sjö kaflar:
Forn blótminni. Trú og galdur í
tíundu aldar skáldskap. Ulfljóts-
lög. Islendingabók. Mannblót á
Þingvöllum. Nýtt um kristnitök-
una. Helgisiður forn und feldi.
Félagsvísindastofnun og Há-
skólaútgáfan standa að endurút-
gáfu Under the Cloak en Háskóla-
útgáfan gefur út Kristnitökuna á
ísiandi. Bækurnar eru 280 bls.,
kiljur. Verð 3.300 kr.
• VINJAer
smásagnasafn
Jónasar Gunn-
ars. Safnið hefur
að geyma tólf
sögur auk þess
sem höfundur
skrifar ald-
arminningu um
Jón Helgason og
fonnála í tilefni
árþúsundamóta.
Sögurnar eru fjölbreytilegar að
efni og stíl, segir í fréttatilkynningu,
og má þar finna nútímasögur, sögur
úr fortíð og framtíð. Þeim er öðrum
þræði ætlað að vekja spurningar
með lesandanum en eru þó fyrst og
fremst skrifaðar til að hafa af þeim
ánægju og gleði. Hófstillt og stutt
Ijóðmæli er einnig að finna í bókinni.
Útgefandi er Vinja ehf. Bókin er
172 bls. í Royai-broti. Prentuð hjá
Fjölritunarstofu Daníels Hall-
dórssonar. Verð: 3.490 kr.
Jónas
Gunnar
Litlu jólin í
Kaffileikhúsinu
BARNADAGSKRÁ verður í Kaffi-
leikhúsinu á morgun, laugardag, og
hefst kl. 15.
Lesið verður upp út barnabókum
eftir Andra Snæ Magnason, Joanna
Rowling (Harry Potter), Guðrúnu
Helgadóttur og Sveinbjörn I. Bald-
vinsson. Leikarar og höfundar lesa
og syngja úr verkunum. Söngkvart-
ett mun syngja jólalög og jólasveinn-
in lítur inn.