Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 35 LISTIR Ljósmynd/Ragnar Th. Kammersveit Reykjavfkur heldur sfna árlegu jólatónleika í Áskirkju á sunnudag kl. 17, Konfekt frá Kammersveitinni Jóla- söngvar á aðventu Dómkórinn DÓMKÓRINN syngurjólasöngva í Dómkirkjunni annað kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 21. Kveikt verður á kertum og sungin þekkt jólalög og mótettur eldri meistara. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur er ókeypis. Skólakór Kársness Skólakór Kársness syngur jóla- söngva við kertaljós í Kópavogs- kirkju sunnudagskvöldið 19. desem- ber kl. 22. Kórinn flytur efnisskrá sem spannar létta aðventusöngva til klassískra hátíðarsöngva. I Skólakór Kársness eru um 60 ungmenni á aldrinum 11-16 ára og stjórnandi þeirra er Þórunn Björns- dóttir. Undirleikari kórsins er Mar- teinn H. Friðriksson. Jólasýn- ing nem- enda LI JÓLASÝNING yngri nemenda Listdansskóla Islands verður á morgun, laugardag, kl. 16, í Is- lensku óperunni. U.þ.b. 80 nemendur taka þátt í sýning- unni. Kennarar skólans semja og æfa þau atriði sem sýnd verða, en það er klassískur ball- ett sem er grunnþjálfun og undirstaða alls listdans. Einnig verður á dagskrá karkater- dans, djass, spuni og nútíma- listdans. Þeir hópar sem koma fram eru frá forskóla og upp í 5. flokk. A opnun menningarborgar 2000, 29. janúar, frumflytur nemendadansflokkur skólans, ásamt hljómsveit Sigursveins, dans eftir Láru Stefánsdóttur og tónlist eftir John Speight, sem styrkt er af menningar- borg 2000. VERK eftir tónskáldin Antonio Vi- valdi, Johann Sebastian Bach og Archangelo Corelli eru á efnisskrá jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju á sunnudag kl. 17. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveit- arinnar, segir að það hafi verið ár- viss viðburður í starfí sveitarinnar allt frá stofnun árið 1974 að spila fallega og hátíðlega tónlist frá barokktímanum á tónleikum í des- embermánuði. „Þegar við byrjuð- um með Kammersveitina var ekki nærri því eins mikið um tónleika í Reykjavík og nú er, svo þetta þótti mikil hátíð í bænum. Við höfum alla tíð átt mjög traustan og tryggan áheyrendahóp, sem finnst jólin vera komin þegar þeir eru búnir að koma á þessa tónleika,“ segir hún. Lyfta huganum í hæðir Rut líkir efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn við ljúffenga konfekt- mola. „Öll verkin eru alveg sérstak- lega falleg og ekki of íþyngjandi fyrir áheyrendur, heldur lyfta hug- anum í hæðir,“ segir hún. Fyrsta verkið á efnisskránni er konsert fyrir tvo trompeta og kammersveit eftir Vivaldi, þá kon- sert fyrir fiðlu, óbó og kammersveit eftir Bach og konsert fyrir fjórar fiðlur og kammersveit eftir Vivaldi. „Við ljúkum svo tónleikunum á Jólakonsertinum eftir Corelli, hin- um eina sanna, en það verk setjum við á efnisskrá með nokkurra ára millibili," segir Rut. Einleikarar á tónleikunuin verða trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Steingríms- son, fiðluleikararnir Rut. Ingólfs- dóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, og Daði Kol- beinsson óbóleikari. Forsala aðgöngumiða er í Máli og menningu, Laugavegi 18. Á tónleik- unum verða til sölu tveir nýút- komnir geisladiskar Kammersveit- arinnar, annar með upptöku frá flutningi á Kvartett um endalok timans eftir Olivier Messiaen árið 1977 og hinn með nýjum upptökum á verkum eftir Jón Leifs. SAMKEPPNI UM ALDAMÓTALjÓÐ EÐA LAG 2000 Árþúsundanefnd Sandgeröisbæjar auglýsir hér með eftir Ijóöi eöa lagi í tilefni aldamótanna. Tillögum skal skila í lokuðu umslagi undir dulnefni á skrifstofu Sandgerðisbæjar að Tjarnargötu 4 fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 23. desember n.k. Lögum má bæði skila á nótum sem og á spólu eða geisladisk. Rétt nafn höfundar skal fylgja með tillögu í inn- sigluðu umslagi. Dómnefnd mun kynna úrslit og veita verðlaun á há- tíðarhöldum sem fara fram við íþróttasvæði Ksf. Reynis 31. desember n.k. kl. 20:00. Nánari upplýsingar veita Reynir í síma 423 7551 og Ólafur Þór í síma 423 7966. Árþúsundanefnd Sandgerðisbæjar. búnaðarráðherrá fyrsta eintak bókarinnar Islaudsskógar. Saga skógræktar og skógrækt á Islandi JON Loftsson skógi-æktarstjóri af- henti Guðna Ágústssyni landbúnað- arráðherra fyrsta eintakið af bókinni Islandsskógar - Hundrað ára saga sem gefin er út í tilefni af 100 ára af- mæli skipulagðrar skógræktar í landinu 1999. Utkoma bókarinnar er endapunkturinn á því afmælisári. Bókin er fyrsta yfirlitsritið um sögu skóga og skógræktar á Islandi. Bókin er 260 síður í stóru broti og öll litprentuð. Höfundar hennar eru Sigurður Blöndal, fyi’rverandi skóg- ræktarstjóri, og Skúli Björn Gunn- arsson íslenskufræðingur. I bókinni er rakin forsaga skóg- ræktar á íslandi, upphaf hennar og þróun síðustu öldina. Farið er í saumana á flestum þáttum skóg- ræktarsögunnar og skotið inn styttri köflum með frekari fróðleik. Bókina prýða 400 ljósmyndir, teikningar og kort. M.a. eru í bókinni í fyrsta sinn birt nákvæm kort sem sýna þá geig- vænlegu þróun sem orðið hefur á skóglendi íslands frá landnámi og til okkar daga. Þá eiu í henni margar ljósmyndir frá fyrstu áratugum ald- arinnar, sem aldrei hafa áður komið á prent og eru ómetanlegar heimildir um ástand skóga í byrjun aldarinnar, segir í fréttatilkynningu. Islandsskógar - Hundrað ára saga er gefin út af bókaforlaginu Mál og mynd að tilhlutan Skógræktar rikis- ins. Sýningum lýkur Garður - Ártún 3, Selfossi SÝNINGU á þremur verkum eftir Pétur Orn Friðriksson í Exhibition place - Garður Udhus Kúche lýkur nú á sunnudag, en hún hefur staðið síðan 26. september sl. og hefur tek- ið stöðugum breytingum frá opnun- inni. Hægt er að fylgjast með sýningum í GUK á Netinu og'ér vefslóðin þang- að http://www.simnet.is/guk Sýningin verður opin sunnudag- inn 19. desember milli kl. 14-8 og fram að þeim tíma eftir samkomu- lagi. Norræna húsið Sýningunni Lifi Kalevala lýkur nú á sunnudag. Einnig lýkur heimildasýningu um Kalevala sagnabálkinn sem hefur verið sýnd í anddyri Norræna húss- ins. Sýningarnar eru opnar opnar alla daga frá kl. 14-18, nema mánudaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.