Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Franklín Steiner dæmdar bætur
Handtakan dþörf
en eftirlit eðlilegt
HÆSTIRETTUR hefur dæmt ís-
lenska ríkið til að greiða Franklín
Steiner 40 þúsund króna bætur
vegna handtöku. Hæstiréttur segir
handtökuna hafa verið óþarfa.
Eins og fram kom í dóminum
hefur Franklín Steiner ítrekað
komið við sögu lögreglunnar vegna
brota á fíkniefnalöggjöfinni. Á
föstudagskvöldi í október 1997
veittu lögreglumenn í Kópavogi
bifreið hans eftirför og handtóku
hann eftir að hann hafði stöðvað
fyrir framan íbúðarhús, þar sem
fyrrverandi eiginkona hans bjó.
Þar ætlaði hann að heimsækja
uppkomna dóttur þeirra. Lög-
reglan handtók hann, en þriggja
ára sonur hans varð eftir í umsjá
fyrrverandi eiginkonunnar, sem
barnið þekkti ekkert. Franklín var
fluttur á lögreglustöð þar sem
gerð var á honum líkamsleit, auk
þess sem leitað var í bíl hans, án
þess að nokkuð fyndist. Hann
sagðist hafa samþykkt þessar að-
gerðir til að komast sem íyrst aft-
ur til sonar síns.
Hæstiréttur sagði, að ekki hefði
verið sýnt fram á annað en að
kanna hefði mátt á staðnum í
hvaða erindagjörðum Franklín var
umrætt sinn og eftir atvikum fá
leyfí hans til að leita í bílnum. Sér-
stök ástæða hafi verið fyi'ir lög-
regluna að fara með gát, þar sem
hún var ekki að rannsaka ákveðið
mál og Franklín var með kornung-
an son sinn í bílnum. Ákvörðun
lögreglumannanna um að hand-
taka hann hafi verið í engu sam-
ræmi við tilefnið.
Hæstiréttur sagði að af gögnum
málsins yrði ekki ráðið að lög-
reglumennirnir hefðu beitt Frank-
lín óþarfa harðræði, eins og hann
hélt fram, eða að handtakan hefði
farið fram með óvenjulegum hætti.
Honum voru hins vegar dæmdar
40 þúsund krónur fyrir miska og
öflun læknisvottorðs. Héraðsdóm-
ur hafði aðeins fallist á að greiða
honum útlagðan kostnað, tæpar 10
þúsund krónur, en alls fór Frank-
lín fram á rúma milljón króna
vegna handtökunnar.
Hluthafar Norðvestur-bandalagsins
Kj ötvinnslufy rir-
tæki sameinuð
Hvamstanga - Á fjölmennum hlut-
hafafundi í Norðvesturbandalaginu
á Hvammstanga í gær var stjóm fé-
lagsins gefíð umboð til að ganga
formlega til sameiningar við slátur-
leyfihafa á Norður- og Austurlandi.
Um er að ræða samrana Norð-
vesturbandalagsins, Kjötiðnaðar-
deildar KEA, Kjötiðju Húsavíkur
(sláturhús KÞ), sláturhúss Kaupfé-
lags Héraðsbúa og Kjötumboðsins í
Reykjavík, sem í reynd er að stærst-
um hluta í eigu þessara sláturhúsa.
Einnig er Nýja Bautabúrið á Akur-
eyri í samrunafélaginu. Á fundinum
var samþykktum Norðvesturbanda-
lagsins breytt þannig að heimildir til
hlutafjáraukningar voru felldar nið-
ur.
Talsverðar umræður urðu um
þennan samrunaferil oglýstu margir
fundarmenn þeirri skoðun að félagið
hefði tæpast haft svigrúm til að
sanna sig í sínu hlutverki, en rúm tvö
ár eru frá stofnun félagsins. Skiptar
skoðanh- voru um samrunatillögu
stjórnarinnar, en aðeins. tveir ein-
staklingar greiddu atkvæði móti
henni í atkvæðagreiðslu.
Norðvesturbandalagið rekur nú
þrjú sláturhús, á Hvammstanga, í
Búðardal og á Hólmavík. Aðspurður
sagði framkvæmdastjórinn, Þor-
steinn Benónýsson, ekki nein áform
um að leggja niður sláturhúsið á
Hólmavík.
♦ ♦♦
Maður ársins
í íslensku
atvinnulífi
PÁLL Sigurjónsson, forstjóri ís-
taks, er maður ársins 1999 í íslensku
atvinnulífi, sam-
kvæmt
útnefn-
ingu tímaritsins
Ftjálsrar versl-
úriar.
Páll hlýtur út-
riefninguna fyrir
einstakan árang-
ur við stjórnun
ístaks og farsæl-
an feril, segir í
fréttatilkýnn-
ingu. ístak er
stærsta verktakafyrirtæki landsins.
Hjá því starfa um 450 manns, veltan
nam 4,5 milljörðum krona á síðasta
rekstrarári og hagnaður fyrir skatta
var 268 milljónir króna.
Afhending viðurkenningarinnar
fer fram 29. desember næstkomandi.
I’áll
Sigpirjónsson
míGGMiA
SPEIUIUUSAGA!
óhætt að mæla með henni
við þá sem hafa ánægju
af lestri góðra reyfara."
- Hávar Sigurjónsson, Mbl.
'k'k'k
- Súsanna Svavarsdóttir,
Stöð 2 og Bylgjunni
Samgönguráðherra um útboð á rekstri grunnnetsins
Líst ekki vel á til-
lögu um útboð
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra tekur ekki vel í þá hug-
mynd Eyþórs Aj'nalds, forstjóra Is-
landssíma, að rekstur grunnnets
símakerfisins, verði boðinn út. Ey-
þór sagði í Morgunblaðinu í gær að
menn þyrftu að huga að því hvort
ekki væri hægt að koma á sam-
keppni í grunnkerfinu ef til stæði að
Landssíminn hækkaði rekstrar-
gjaldið vegna „mikils rekstrarkostn-
aðar“.
Samgönguráðherra segir að boð-
aðar hækkanir Landssímans á af-
notagjöldum ættu ekki að koma
neinum á óvart, hvorki Eyþóri né
öðrum. „Mér líst ekki vel á þessa
hugmynd Eyþórs og hef lýst þeirri
skoðun minni að það sé ekki skyn-
samlegt að brytja Landssímann f
fletri einingar og það var einmitt til-
laga ráðgjafarhóps samgönguráðu-
neytisins sem Eyþór sat í að gera
það ekki. Þannig að þessi hugmynd
kemur mér mjög á óvart. En rökin
fyrir þessu eru þau hjá Eyþóri, sýn-
ist mér, að hann telji að það sé hætta
á því að afnotagjöldin hækki of mik-
ið. Það þarf auðvitað að gæta þess að
svo verði ekki,“ sagði hann. „Við höf-
um Póst- og fjarskiptastofnun, sem
er eftirlitsaðili og treysti ég henni til
þess að gæta þess að þarna sé ekki
farið of geyst. Símaíyrirtækin þurfa
að rökstyðja hækkanir á grundvelli
kostnaðai- þannig að Póst- og fjar-
skiptastofnun á samkvæmt lögum og
samkvæmt nýju fjarskiptalögunum,
sem er verið að afgreiða á þingi, að
fylgjast með þessu,“ sagði ráðherra
m.a. og taldi hugmyndir Eyþórs af
þessum ástæðum ástæðulausar.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Vörubíll valt á hliðina
DRÁTTARBILL með tengivagn valt á hliðina í Hruna- ekki talinn alvarlega slasaður. Ökumaðurinn var að
mannahreppi snemma morguns í fyrradag. Ökumaður vinna við gerð nýs vegar norðan Kópvatns þegar
bflsins var fluttur til Iæknis í Laugarási, en hann var óhappið átti sér stað.
Lengst í stóli heilbrigðisráðherra
á Islandi og Norður-Evrópu
INGIBJÖRG Pálmadótt-
ir heilbrigðisráðherra
hefur setið lengst allra
ráðherra á íslandi og í
Norður-Evrópu sam-
fleytt í stóli heilbrigðis-
ráðherra.
Ingibjörg er eini ráð-
herrann sem setið hefur
lengur en heilt kjör-
tímabil samfleytt í stóli
heilbrigðisráðherra
hérlendis. Guðmundur
Bjarnason sat sem heil-
brigðisráðherra heilt
kjörtímabil og Matthías
Bjarnason sat einnig
heilt kjörtimabil og tók
svo aftur við embættinu
nokkuð löngu síðar. Ingibjörg hef-
ur hins vegar gegnt embætti heil-
brigðisráðherra óslitið frá því í
aprfl 1995.
Á Norðurlandaþingi fyrr í vetur
kom jafnframt í ljós að Ingibjörg
hafði setið iengst allra heilbrigðis-
ráðherra í Norður-Evrópu sam-
fleytt. Þegar Morgunblaðið hafði
samband við Ingibjörgu vegna
þessa, staðfesti hún það. Þá rifjað-
ist upp fyrir henni að í ráðherratíð
sinni hefði hún m.a. átt. samstarf
Ingibjörg
Pálmadóttir
við þrjá danska
heilbrigðis-
ráðherra.
Ingibjörg var
spurð að því hvort
hún hefði skýringar
á því hve stutt
stjórnmálamenn
sætu yfirleitt sem
heilbrigðis-
ráðherra. „Mönnum
þykir þetta embætti
yfirleitt erfitt að
glíma við, sem er
mjög skiljanlegt þar
sem þessi mála-
flokkur snertir
mannfólkið allt líf-
ið, frá vöggu til
grafar. Núverandi heilbrigðis-
ráðherra Danmerkur, Carsten
Kock, var skattamálaráðherra áð-
ur, og hann sagði mér að ekki
væri hægt að líkja þeim embætt-
um saman, heilbrigðismálin væru
miklu erfíðari viðureignar,“ segir
Ingibjörg.
Litlu hlutirnir skipta
mestu máli
■
Hún segir að það sem haldi
henni í embættinu sé sú gleði sem
fylgir ákveðnum störfum þess.
„Það ánægjulegasta í starfinu er
ekki endilega að vígja nýtt hjúkr-
unarheimili eða heilsugæslustöð,
þótt það sé vissulega ánægjulcgt,
heldur hlutir sem skipta sköpum
fyrir einstaklingana og eru ekki
endilega stórir í sniðum fjárhags-
lega. Til dæmis að finna fyrir
þeirri gieði, ánægju og þakklæti á
stundum eins og þegar ég afhenti
fyrsta blindrahundinn og þegar
heyrnarlaus börn fengu tölvur til
samskipta. Svona stundir gera þáð
að verkuin að maður er tilbúinn að
halda áfram í embættinu,“ ségir
Ingibjörg.
Heilbrigðisráðherra segist jafn-
framt hafa staðið frammi fyrir
mjög erfiðum málum í embættinu
og fyrst í stað hafi hún til dæmis
fundið fyrir því í umhverfinu að
margir töldu að hún myndi ekki
halda þetta út, og það væri spurn-
ing um vikur hvenær hún myndi
gefast upp. Erfiðustu inálin sem
hún hefði staðið fyrir í ráðherratíð
sinni eru að sögn Ingibjargar
kjaradeilur heilbrigðisstarfs-
manna, m.a. vegna þess að það
væru sjúklingarnir sem ætíð liðu
fyrir slíkar deilur.