Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Verri samkeppnis-
staða fylgir þenslu
Associated Press
STAÐA íslenskra fyrirtækja sem
eiga í samkeppni við erlend verður
verri með aukinni þenslu í íslensku
efnahagslífi. Þetta kom fram í erindi
Ingólfs Bender, hagfræðings Sam-
taka iðnaðarins, á fundi Samtaka at-
vinnulífsins í síðustu viku. „Þenslan
breytii' rekstrargrundvellinum og
hrekur framleiðslustarfsemi úr
landi,“ segir Ingólfur.
„I örfáum tilvikum flytja íslensk
fyrirtæki starfsemi sína utan en oft-
ast tapa þau einfaldlega markað-
sstöðu sinni í hendur erlendra
keppinauta," segir Ingólfur. í erindi
sínu gerði hann jafnframt grein fyrir
því að laun í framleiðsluiðnaði hér á
landi hafa hækkað að meðaltali um
6,8% á ári síðastliðinn hálfan áratug
eða ríflega helmingi hraðar en hjá
keppinautum ytra en samkvæmt
upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum hafa samsvarandi laun
hækkað um 3% á ári í iðnríkjunum.
Samtals er hækkunin hér á landi
Ingólfur
Bender
34%, samanborið
við 15% í iðnríkj-
unum. Ingólfur
sagði augljóst að
þetta hefði veikt
samkeppnis-
stöðu íslenskra
framleiðslufyrir-
tækja.
Samtök iðnað-
arins stóðu að
símakönnun dag:
ana 17.-25. nóvember síðastliðinn. I
úrtakinu voru stjórnendur fyrir-
tækja í framleiðsluiðnaði án fiskið-
naðar og stóriðju. Um stór og meðal-
stór fyrirtæki á íslenskan
mælikvarða er að ræða með meðal-
veltu upp á rúmar 600 milljónir
króna. Svarhlutfall var 100%.
Tæp 97% stjórnendanna svöruðu
því játandi að innlendar launahækk-
anir á þessu og síðasta ári hefðu veg-
ið að samkeppnisstöðu fyrirtækisins
gagnvart erlendum keppinautum. I
Hótel Esja • Sími: 588 1700
AUGLÝSING ÞESSI ER EINGÖNGU BIRT I UPPLÝSINGASKYNI
A.
*spk
JL Sparisjc
Sparisjóður Kópavogs
Stofnfjárbréf
Sparisjóður Kópavogs hefur hafið sölu
á stofnf járbréfum
Heiti útgefanda
Tegund útboðs
Útboðstímabii
Heildarfjárhæð
Sölustaðir
Sparisjóöur Kópavogs
Stofnfjárbréf
20. desember 1999 til 1. júní 2000
Kr. 100.000.000 að nafnveröi
Sparisjóður Kópavogs,
Hlíðasmára 19,
Digranesvegi 10.
Skráningarlýsingu er hægt að nálgast
hjá umsjónaraðila skráningarinnar;
Sparisjóði Kópavogs, Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi.
framhaldinu var spurt hvort stjórn-
endur teldu að markaðshlutdeild
fyrirtækisins hefði minnkað eða
myndi minnka vegna þessa og svör-
uðu rúm 62% því játandi. Ingólfur
vitnaði í stjórnanda framleiðslufyr-
irtækis sem sagði: „Núna erum við
að missa mun meira af verkefnum úr
landi en fyrir 3-4 árum.“
Niðurstöður könnunar sem Sam-
tök iðnaðarins gerðu fyrr á árinu
voru á þá leið að hagnaður fyrir-
tækja í framleiðslu er að dragast
saman, bæði sem hlutfall af tekjum
og í krónum talið. Niðurstöður síma-
könnunarinnar staðfesta það en
greina einnig orsökina. Tæp 97%
telja hagnað fyrirtækisins hafa eða
munu minnka vegna innlendra
launahækkana á þessu og síðasta
ári.
Einnig var spurt um áhrif inn-
lendra verðhækkana vöru og þjón-
ustu á samkeppnisstöðu fyrirtækja
og svöruðu rúm 73% því til að þær
hefðu vegið að samkeppnisstöðunni.
I kjölfarið var spurt hvort þetta
leiddi til minnkandi markaðshlut-
deildar eða hagnaðar og svaraði
mikill meirihluti játandi, eða 95,5%
varðandi hagnað og rúm 77% varð-
andi markaðshlutdeild.
Ingólfur sagði minni fyrirtæki
finna meira fyrir vaxtamun á milli
Islands og útlanda en 46,7% stjórn-
endanna svöruðu því játandi að inn-
lendar vaxtabreytingar hefðu vegið
að samkeppnisstöðu fyrirtækisins
gagnvart erlendum keppinautum.
Að meðaltali var velta þeirra fyrir-
tækja sem svöruðu játandi rúmlega
100 milljónum króna minni en hinna
sem svöruðu neitandi.
Ingólfur segir aukið aðhald, bæði
hjá ríki og sveitarfélögum, nauðsyn-
legt til að stemma stigu við þessari
þróun.
Útlit er fyrir að spænska flugfélagið Iberia verði einkavætt nú í febrúar en
einkavæðingnnni hefur oftar en einu sinni verið frestað af spænskum
stjórnvöldum.
40% seld
í Iberia
FLUGFÉLÖGIN British Airways
og American Airlines hafa ásamt
fimm spænskum fyrirtækjum gengið
frá kaupum á 40% hlut í spænska
flugfélaginu Iberia á 80,5 milljarða
króna. Fyrr á þessu ári samþykktu
félögin kaupin en þau eru liður í
einkavæðingu Iberia. British
Airways kaupir 9% hlut á 155 millj-
ónir sterlingspunda, eða sem svarar
til 18,1 milljarðs íslenskra króna.
America Airlines, samstarfsaðili BA
í Bandaríkjunum, kaupir 1% í Iberia.
Iberia, auk Finnair, fékk þann 1.
september sl. inngöngu í klúbb
nokkurra flugfélaga, sem hafa stofn-
að til markaðsbandalagsins „one-
world“. Auk BA og America Airlines
eru í klúbbnum ástralska flugfélagið
Qantas, Cathay Pacific flugfélagið í
Hong Kong, Canadian Airlines, Aer
Lingus og LanChile.
Spænsku félögin sem kaupa 30% í
Iberia eru: Caja Madrid, annar
stærsti banki Spánar, sem kaupir
10%, Bilbao-bankinn, með 7,3%, tó-
baksframleiðandinn Tabacalera’s
með 6,7%. Verslunarsamstæðan E1
Corte Ingles með 3% og verðbréfa-
fyrirtækið Ahorro Corporacion
Éinanciera með 3%.
Einkavæðingu Iberia hefur verið
frestað oftar en einu sinni af spænsk-
um stjórnvöldum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá þeim er áætlað að fé-
lagið verði einkavætt í febrúar á
næsta ári.
Iberia hefur verið rekið með tapi
undanfarin ár. Nú hefur rekstur fé-
lagsins verið endurskipulagður og
gera áætlanir ráð fyrir að það muni
skila hagnaði í ár. Aftur á móti hefur
fargjaldastríðið í Evrópu haft þau
áhrif að fyrri áætlunum um 43 millj-
arða peseta hagnað, 21,5 milljarðar
íslenskra króna, hefur verið breytt í
áætlun upp á 25 milljarða peseta,
eða!2,5 milljarða íslenskra króna.
' v.f *’
'I
¥í3&;íM£
■ ■■ ;■v - U i
liSlg®
Úrval innlendra hlutabréfa
ggp
. r. v
: ■. .* •
§tf
Dæmi um félöq Markaðsverð Væqi
fslensk erfðagreining hf. 55.539.789 20,7%
fslandsbanki hf. 46.593.425 17,4%
Opin kerfi hf. 40.121.103 15,0%
Tryggingamiðstöðin hf. 32.828.400 12,2%
SlF hf. 20.130.000 7,5%
Þorbjörn hf. 17.250.000 6,4%
Önnur félög 54.258.376 20,8%
Fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, vilja taka mikla áhættu með hluta af því og llta á eign i sjóðnum sem langtímaeign.
Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun í fortíð er ekki
visbending um ávöxtun í framtíð.
j*..ífc , v ■
.
■ -
.1S
Kirkjusandur, sími: 560 8900
og íslandsbanki, sími: 575 7575
V