Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikrit eftir Arnmund Backman Jólin koma og allt á síð- ustu stundu Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 17. desember, nýtt ís- lenskt leikrit, Blessuð jólin, eftir Arnmund Backman. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Margrét Þóra Þórsdóttir fór á æfingu. Morgunblaðið/Kristján Árni Tryggvason, Saga Jónsdóttir og Gunndís Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum. Sögusvið leikritsins er heimili hjónanna Hennanns pípu- lagningamanns og Siggu og barna þeirra tveggja, Lilla og Mæju, sem eru á unglingsaldri og hefst það um kl. 17 á aðfangadag, einum mesta annatíma hjá mörgum íslenskum fjölskyldum. „Heimilisfólkið á von á gestum, það á að bjóða afa, ömmu og ömmu- systur í jólaboð. Inn í söguna flétt- ast svo ýmsir óboðnir gestir eins og Ari, bróðir Siggu, Munda, kona hans og Gutti, sonur þeirra. Heimilisfað- irinn í þeirri fjölskyklu hefur verið týndur í þrjá daga, en hefur stöðugt verið að hringja á heimili systur sinnar allan aðfangadaginn og hefur gert öllum lífið leitt, ekki síst konu sinni,“ sagði Hlín Agnarsdóttir. „Þetta er bráðfyndið gamanverk, hefur takta farsans og á sér sínar absúrd hliðar en ég hef lagt áherslu á þær við uppsetninguna. Það er líka dramatík í þessu verki,“ sagði Hlín. Arnmundur Backman skrifaði leikritið en hann lést í september á liðnu ári. Hann er einnig höfundur leikritsins „Maður í mislitum sokk- um,“ sem sýnt var við miklar vin- sældir í Þjóðleikhúsinu. Einnig skrifaði hann leikritið „Nú væri gott að jarða mömrnu," en entist ekki aldur til að ljúka við lokaþætti verksins. Þá skrifaði Arnmundur þrjár skáldsögur; Hermann, Böndin bresta og Almúgamenn. Hann var lögfræðingur að mennt og starfaði við lögmannsstörf stærstan hluta starfsævi sinnar. „í gegnum starf sitt kynntist hann mörgu fólki sem bjó við mismunandi aðstæður og er ekki vafi á því að þekking hans á manneskjum, tilfinningum þeirra og viðbrögðum við ýmsum aðstæðum hafa verið hvati að verkum hans,“ sagði Hlín. Hún sagði höfundinn afar hnytt- inn í tilsvörum í leikritinu. „Hann átti auðvelt með að fanga hið skringilega og fyndna sem upp kem- ur þegar undirbúningur stórhátíðar eins og jólanna stendur sem hæst. Jólahátíðin er að ganga í garð og það er ekkert tilbúið og hann hefur afar góða tilfinningu fyrir því sem upp getur komið við slíkai' aðstæð- ur. Mest liggur á að brjóta niður vegg svo hægt sé að útbúa samliggj- andi stofur á heimilinu - því eins og eiginkonan segir: Það eru allir með samliggjandi stofur. í öllu þessu ati gleymist út á hvað jólin ganga." Hlín segist vera þeirrar skoðunar að hluti af því að búa til jól hjá venjulegum Islendingi sé að ganga fram af sér í undirbúningi og sköp- unargáfan njóti sín sem aldrei fyrr. Bakstur, konfektgerð, skreytingar, jólakortagerð eru dæmi þar um. „Ég held að þetta sé ein leið þjóðar- innar til að fá sameiginlega útrás fyrir sköpunargleðina, allir hafa leyfi til að búa til það sem þeim dett- ur í hug og þannig á jólaundirbún- ingurinn sér jákvæða hlið þótt neyslugeðveikin sem jólunum fylgir sé oftar í sviðsljósinu," sagði Hlín. Þannig væru jólin eins konar frumsýning, þar sem allir fá að prófa að setja sitt leikrit á svið. Það sem þjóðina kannski vanti helst sé góður leikstjóri til að halda í taum- ana. Með handafli ef ekki vill betur „Hermann er hinn dæmigerði iðn- aðai-maður, hefur afar mikið að gera og vinnur 14 tíma á sólarhring alla daga ársins," segir Aðalsteinn Berg- dal, sem fer með hlutverk Her- manns. „Hann er staðráðinn í að gíra niður þó allt sé í handaskolum á heimilinu og það skal gert með handafli ef ekki vill betur.“ Aðal- steinn sagði að eflaust gætu margir Morgunblaðið/Kristján Þráinn Karlsson, María Pálsdóttir, Gunndfs Guðmundsdóttir og Þór- hallur Guðmundsson í hlutverkum sínum. Hlín Agnarsdóttir leikstjóri. þekkt sjálfa sig í verkinu, hver kannast ekki við að vera á síðasta snúning með hina og þessa hluti og allir að fara á taugum. „Hermann er ákveðinn í að byrja nýtt og rólegra líf þegar hátíð gengur í garð kl. 18 á aðfangadag- skvöld, en það er spurning hvort það verði að bíða betri tíma,“ sagði Aðal- steinn. Hann sagði gaman að leika í verkinu, þetta væri sprellfjörugur gamanleik- ur og hraðinn sérlega mik- ill. I sama streng tekur Arni Tryggvason sem leik- ur afann. „Þetta er kjaft- for togarajaxl, heldur orð- Ijótur á köflum, en ekkert svo slæmur karl,“ sagði Árni. „Ég er viss um að margir kannast við sig í þessum _ hasar rétt fyrir jólin. A því er ekki minnsti vafi.“ Árni sagði að þótt verkið væri fyrst og fremst gaman- leikrit væri undir niðri alvarlegt ív- af. Hann tók þátt í uppfærslu „Manns í mislitum sokkum“ eftir Ai-nmund en sýningar voru vel yfir hundrað. Ái'ni hefur þó nokkuð leikið með LA, síðast árið 1990, í Fátæku fólki eftir Böðvar Guðmundsson. „Mér þykir alltaf gott að leika í Samkomu- húsinu, það er góður andi í húsinu, ég þekki vel þann góða anda sem getur skapast í litlum leikhúsum, en ég var lengi í Iðnó, þar var stemmn- ingin svipuð og hér,“ sagði Ámi. Sveiflukóngurinn samdi lokalagið Aðalsteinn Bergdal leikur heimil- isföðurinn Hermann, sem áður sagði, María Pálsdóttir er eiginkona hans, Sigga, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir og Þórhallur Guðmundsson leika börn þeirra, Lilla og Mæju, Árni Tryggvason og Saga Jónsdóttir eru afinn og amman og Sunna Borg ömmusystirin. Arn- dís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Karlsson leika hjónin Mundu og Ara og Gutta son þeirra leika til skiptis bræðurnir Snæbjörn Bergmann og Vilhjálmur Bergmann Bragasynir. Þá leikur Þráinn Karlsson nágranna hjónanna. Hlín Gunnarsdóttir gerði leik- mynd og búninga, Ingvar Björnsson hannaði lýsingu og tónlist og hljóð- stjórn er í höndum Kristjáns Edel- steins. Mikil tónlist er í verkinu, skemmtileg jólalög sem allir þekkja, eins og leikstjórinn orðar það og falla þau afar vel inn í leikritið. Kristján Edelstein hefur gert nýjar útsetningar við þessi jólalög og þá var sveiflukóngurinn Geii-mundur Valtýsson fenginn til að semja nýtt lag, Jólastuð, sem er lokalag leik- ritsins. Þrjár sýningai' verða um helgina, í kvöld, annað kvöld og sunnudag- skvöld. Þá verða þrjár sýningar milli jóla og nýárs og þráðurinn svo tekinn upp að nýju í byrjun janúar. Japis gefur út níu plötur Fyrsta geislaplata Tríós Reykjavfkur á tíu ára ferli kemur nú út. JAPIS gefur út níu plötur nú fyrir jólin, en annast einnig dreifingu fyrir fjölmarga aðra útgefendur. Jónas Ingi- muiularson - Chopin. Á þessari plötu leikur Jón- as Ingi- mundarson, píanóleikari, verk eftir pólsk- franska tón- skáldið Chopin, en í ár eru liðin 150 ár fráþví að Chopin lést. Tríó Reykjavíkur er fyrsta plat- an, sem Tríó Reykjavíkur sendir frá sér á 10 ára ferli sínum. Á plöt- unni eru verk frá þremur ólíkum tímabiluni, eftir Beethoven, Dvorák og Jón Nordal, sem skrifað var sér- staklega fyrir Tríóið að þeirra beiðni. Tríó Reykjavíkur skipa þau Gunnar Kvaran, Guðný Guðmunds- dóttir og Peter Maté. Auður Haf- steinsdóttir & Guðríður St. Sigurðardóttir er plata, þar sem þessir lista- menn flytja ró- mönsur, dansa og sónötur eftir C. Schumann, Siebelius, Grieg, Ravel og Debus- sy-. Islenskir söngvar heitir plata, þar sem Auður Gunnarsdóttir flytur íslenzk söng- lög við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar en þau liafa starfað saman síðan 1997. Auður starfar nú við ópcruhúsið í WUrzburg í Þýska- landi. Omar Ragnarsson - Árþúsunda- jól er jólaplata með ellefu áramóta- og jólalögum mcð textum eftir Óm- ar Ragnarsson. Meðal flytjenda eru Páll Rosenkranz, Ómar Ragnars- son, Rut Reginalds, Ríó Tríó, Guð- rún Gunnarsdóttir og fleiri. Fimm laganna eru ný en hin hafa komið út áður. KK og Magnús Eiríksson - Kóng- ur einn dag er ný plata með þeim félögum KK og Magnúsi Eiríkssyni, þar sem þeir flytja popplög og ballöður. Pétur og úlf- urinn er plata með nokkrum helstu verkum sígildrar tónlist- ar, sem samin hafa verið sér- staklega fyrir börn. Örn Árna- son leikari hefur umsjón með út- gáfunni og les textann í verk- unum. Bjartmar Guð- laugsson - Strik er nýr geisla- diskur með Bjartmari. Lög og textar eins og Bjartmari einum er lagið cinkcnna þessa plötu eins og fyrri verk Bjartmars. Quarashi - Xeneizes Strákarnir í Quarashi slógu í gegn með fyrstu plötu sinni, Switch- stance og eru nú komnir með nýja plötu. Inniheldur einnig margmiðl- unarefni fyrir Mac og PC þar sem er að finna aukalög og myndband af laginu „Surreal rhyme“. Seljur syngja í Seljakirkju KVENNAKÓRINN Seljur heldur aðventutónleika í Selja- kirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Flutt verða jólalög úr ýmsum áttum. Einsöngvari með kórnum er Tonje Fossnes. Stjórnandi og einleikari er Halldóra Aradóttir píanóleik- ari. Einnig munu félagar úr Seljum lesa ljóð og jólasögu. Jólasýning á vinnustofu PÉTUR Gautur opnar jóla- og vinnustofusýningu á nýjum verkum í Galleríi Örnólfi á morgun, laugardag, kl. 16. Gall- eríið, sem er á horni Snorra- brautar og Njálsgötu, er opið alla daga frá kl. 16-19. Sýning- in stendur fram að jólum. Ómar Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.